Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Stóra sviðið: • FÁVITINN eftir Fjordor Dostojevski Frumsýning 26/12 kl. 20, örfá sæti laus, - 2. sýn. fim. 29/12-3. sýn. fös. 30/12. • SNÆDROTTNINGIN eftir Evgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen. Mið. 28/12 kl. 17, nokkur sæti laus, - sun. 8. jan. kl. 14, nokkur sæti laus. • GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fös. 6. janúar. Ath. fáar sýningar eftir. • GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Fös. 13. janúar. Ath. sýningum fer fækkandi. GJAFAKORT í LEIKHÚS, SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF Afsláttur fyrir korthafa áskriftarkorta •LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS mið. 14/12 kl. 8.30 Lesiö úr jólabókunum með Pálma Gunnarssyni. Aðgangur ókeypis. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Græna linan 99 61 60 - greiðslukortaþjónusta. LEIKIÉLAG REYKJAVÍKUR STÓRA SVIÐIÐ KL. 20: • Söngleikurinn KABARETT — Frumsýning f janúar. • LEYNIMELUR 13 eftir Harald A. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Sýn fös. 30/12, lau. 7/1. LITLA SVIÐIÐ kl. 20: • ÓSKIN IGALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson, Sýn. fös. 30/12, lau. 7/1. • ÓFÆLNA STÚLKAN eftir Anton Helga Jónsson. Sýn. fim. 29/12, sun. 8/1 kl. 16. Gjafakortin okkar eru frábær jólagjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. kl. 13-20. Miöapantanir f síma 680680 frá kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. síJt. ss** r- <;A % i.j’f ftta. Sýnt í islensku óperunni. Laugardaginn 31. desember: Leikmyndin rifin og Hárið sett næst upp eftir 20 ár Ailra, allra síóustu aukasýningar: Fös. 16/12 kl. 20. Fös. 16/12 kl. 23. Lau. 17/12 kl. 20. Lau. 17/12 kl. 23 Milli jóla og nýárs: Þri. 27/12 kl. 20. Mið. 28/12 kl. 20. Lokasýning fös. 30/12 kl. 24, örfá sæti laus. Bjóðum fyrirtækjum, skólum og stærri hópum afslátt. Ósóttar pantanir eru seldar 3 dögum fyrir sýningu. Mióapantanir í símum 11475 og 11476. Ath. mióasalan opin virka daga frá kl. 10-21 og um helgar frá kl. 13-20. Ath. mióasala lokuó á sunnudag. FOLKI FRETTUM ÆVI Pat Morita, leikarans sem leikur Miyagi, karate-kennarans góðviljaða í myndunum um Karate Kid, var enginn dans á rósum framan af. Erfiðleikar ungling- anna sem Miyagi hjálpar í mynd- unum við að sigrast á sjálfum sér svo þeir geti haft betur en and- stæðingarnir virðast hreinir smá- munir við þær hörmungar sem leikarinn átti sjálfur við að stríða fyrstu æviárin. Foreldrar Pats voru Japanir sem fluttust til Bandaríkjanna og þar í landi fæddist hann á fjórða áratugnum. Tveggja ára gamall veiktist Pat af lömunarveiki og var rúmliggjandi í sjúkrahúsi næstu níu árin. Þá loks fékk hann lækningu og gat þá fyrst lært að ganga að nýju. Þótt gleðin yfir batanum væri mikil var annað sem skyggði á. Skömmu áður en Pat hlaut lækn- ingu höfðu Japanir ráðist á Pearl Harbour á Hawaii og þar með lýst yfir stríði við Bandaríkja- menn. Vegna stríðsins voru allir Japanir í landinu hnepptir í fanga- búðir, einnig foreldrar Pats, sem eins og flest af þessu fólki voru þó orðnir Bandaríkjamenn. Pat var fluttur í fangabúðirnar í heimalandi sínu um leið og hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu og þar dvaldi hann með foreldrum sínum til stríðsloka. „Einn daginn var ég farlama sjúklingur en næsta dag var ég orðinn óvinur fólksins númer eitt,“ segir Morita Erfið æska karate kenn- arans þegar hann minnist þessarar erf- iðu reynslu sinnar. Stríðinu lauk og Morita, fjöl- skylda hans og um hundrað þús- und af japanskættaðu fólki var látið laust. Þá fór Pat í framhalds- skóla en aðstoðaði foreldrana við að koma undir sig fótunum á ný með því að vinna á ávaxtabú- garði. Síðar tókst fjölskyldunni að opna lítinn austurlenskan veit- ingastað í heimabænum Sacrta- mento í Kaliforníu. Pat vildi ná lengra en að vinna á austurlensku veitingahúsi; hann lærði skrifvélavirkjun og fékk vinnu hjá fyrritæki sem stundaði flugvélahönnun og framleiðslu og við það undi hann sér þar til hann var þrítugur þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að hann væri að staðna. Hann vildi gera eitt- hvað annað við Iíf sitt og ákvað að reyna fyrir sér í skemmtana- iðnaðinum. „Ég er of lítill til þess að vera aðalleikari og ég gat hvorki sung- ið né dansað. Það eina sem ég gat var að tala. Það er einmitt það sem maður þarf að geta til að standa á sviði og reyta af sér brandara," segir Morita og það var það sem hann gerði til að ýta nýjuin ferli úr vör. Um fertugt var hann far- inn að leika í vinsælum gaman- þáttum í sjónvarpinu og hefur síð- an verið þekktasti leikarinn af japönskum uppruna i Bandaríkj- unum. 1984 var fyrsta myndin um Karate Kid gerð og hlaut fádæma vinsældir. Pat Morita var þá til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik í hlutverki Miyagi, austur- lenska mannsins, sem aðstoðar dreng sem er lagður í einelti til þess að sigrast á erfiðleikunum. Til þess kennir hann honum kar- ate en vill ekki að þeirri list sé beitt til að berjast nema í algjörri neyð. Þess í stað átti strákurinn, sem Ralph Macchio lék, að nota karate til að temja huga sinn og sigrast þannig á erfiðasta and- stæðingi hvers manns, sjálfum sér. Eftir það stóðst honum enginn snúning. Alls voru gerðar þrjár myndir um þá félaga við miklar vinsældir. Nú er Ralph Macchio, sem lék strákinn , kominn á fer- Williams móðgaður ROBIN Williams hefur undan- farið átt í miklum deilum við Disney-kvikmyndafyrirtækið, sem’ hann sakar um að hafa í heimildarleysi notað rödd sína til að auglýsa ýmsan varning sem settur var á markað og tengdist teiknimyndinni um Aladdin. í Aladdin léði Robin Williams eins og kunnugt er rödd sína Andanum mikla og hlaut gífur- lega athygli fyrir enda var and- inn talinn eiga ríkan þátt í því að teiknimyndin tók inn hvorki meira né minna en 400 milljónir Bandaríkjadala, um 300.000 milljónir íslenskra króna (þre- föld fjárlög íslenska ríkisins). En fyrir sitt framlag hlaut Rob- in Williams aðeins 75 þúsund dali, eða um 5 milljónir króna. Disney-menn vildu ýmislegt á sig leggja til þess að hafa hinn arðvænlega Williams góðan, og því gekk forstjóri kvikmynda- versins á hans fund, baðst af- sökunar og færði honum að gjöf málverk eftir Picasso, sem metið er á 50-75 milljónir króna. Robin Williams Ygglibrúnin á Williams léttist aðeins en hins vegar stóð hann fastur á því að þetta væri geymt en ekki gleymt allt þar til opin- ber afsökunarbeiðni yrði sett fram af hálfu fyrirtækisins. Allt í lagi hjá Camer- on Diaz F R U E M I L I A LL H___U Seljavegi 2 - sími 12233. KIRSUBERJAGARÐURINN eftir Anton Tsjekhov. Vegna mikillar aösóknar verður sýning fös. 30/12 kl. 20. GLEÐILEG JÓL! Miðasalan opin frá kl. 17-20 sýningar- daga, simi 12233. Miðapantanir á öðrum timum i' símsvara. á mbviku(/ó - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! -kjarni málsins! UNGU þokkagyðjunni Cameron Diaz skaut upp á stjörnuhimin- inn í Hollywood með myndinni Grímunni eða „The Mask“. Hún er aðeins 22 ára að aldri, en þegar komin í þá aðstöðu að geta valið úr hlutverkum. Það má segja að tilviljun ein hafi ráðið því hvaða stefnu líf hennar tók. Hún var stödd á módelskrifstofu Elite þegar hún rakst á kvikmyndahandrit. s Hún ákvað að fara í leikprufu fyrir auka- hlut- verk,en á endanum Iireppti hún aðalhlutverkið. „Mér finnst, þetta bráðfyndið og get ekki annað en hlegið," segir Diaz. „Að fara í öll þessi matarboð, þar sem allir reyna allt hvað þeir geta til að vekja áhuga minn á ein- hveiju stóru verkefni. Ég er ekki sú týpa sem verð yfir mig hrifin. Ef mér líst virkilega vel á tilboðið segi ég: Allt í lagi.“ Síðan hún lék í Grímunni hafa henni borist fjölmörg tilboð. Síðast um að taka þátt í ódýrri kvikmynd sem nefnist „The Last Supper“ og fjallar um hóp útskriftarstúdenta sem drepa hægrisinnaðan matargest fyrir slysni. Hún sagði: „Allt, í lagi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.