Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 11 Austurrískir flug- menn í þjálfun hjá íslandsflugi ÁTTA austurrískir flugmenn eru nú i þjálfun hjá íslandsflugi. Flugmennirnir starfa hjá nýju flugfélagi í Vínarborg, Euro Sky Airlines, sem hefur flugrekstur eftir áramót. Gunnar Þorvalds- son, framk væmdastj óri íslands- flugs, segir að Euro Sky Airlines verði með fjórar Metro-vélar í rekstri til að byrja með og stefni að því að tvöfalda flugvélaflot- ann á komandi ári. „Við höfum verið með Metro-vél frá byijun þessa árs og höfum notað hana til hraðflutninga á nóttunni og í leigu- og áætlunarflug á daginn. Núna tekur þjálfun austurrísku flugmannanna allan tima vélar- innar á daginn.“ Gunnar segir að Island sé að mörgu leyti fýsilegur kostur til þjálfunar flugmanna. „Aðstæð- ur undanfarið hafa verið mjög góðar, logn og sólskin alla daga. Islenskir flugmenn hafa getið sér gott orð víða um lönd og við getum miðlað öðrum af þekk- ingu okkar. Núna eru átta flug- menn í þjálfun og annar hópur kemur milli jóla og nýárs. Það gæti líka orðið framhald á sam- starfinu við Euro Sky Airlines, því það stendur til að miðla fé- laginu einnig af tækniþekkingu okkar,“ sagði Gunnar Þorvalds- son. Myndin var tekin þegar Metro- vél íslandsflugs lenti á Reykja- víkurflugvelli í gær, eftir æfinga- flug. í aftari röð f.v. eru þeir Orn Gunnarsson, Manfred Kriz og Oskar Rossmann, en í fremri röð eru Robert Kiein, Fanny Dorau og Heinz Bleiweiss. BSRB lítur gagnrýnum augnm á tillögur ríkissljórnarinnar Engar fjárveitingar vegna greiðsluvanda BSRB segir að ekki verði séð að ríkis- stjórnin ætli að veija neinum fjár- munum til að finna lausn á greiðslu- vanda fólks vegna húsnæðislána og hitunarkostnaðar. Yfniýsing ríkis- stjórnarinnar um skattamál beri með sér að skera eigi niður ríkisútgjöld til að fjármagna niðurfellingu ekna- skatts og hækkun tekjumarka vegna hátekjuskatts. í yfirlýsingu sem BSRB sendi frá sér í gær segir að ííkisstjórnin hafi áður kynnt áform um aukið fé til vegamála, en átakið hafi verið hluti af gerð síðustu kjarasamninga. Yfir- lýsing ríkisstjórnarinnar um greiðsl- ur sveitarfélaganna í Atvinnuleysis- tryggingasjóð feli aðeins í sér stað- festingu ríkisstjórnarinnar á því að staðið verði við gefið loforð um að sveitarfélögin þurfi ekki að greiða í sjóðinn á næsta ári. Ljóst sé hins vegar að ríkisstjórnin verði að gera ráð fyrir auknu framlagi í Atvinnu- leysistryggingasjóð. BSRB segir að yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar um að styrkja fjárhag heilbrigðisstofana feli einungis í sér að greitt verði fyrir kostnað sem sameining Borgarspítala og Landa- kotsspítala feli í sér. Samkomulag um þessa sameiningu hafi ríkis- stjórnin sjálf gert. Engin breyting varðandi persónuafslátt BSRB minnir á að ríkisstjórnin hafi í stefnuýfirlýsingu talað um nauðsyn þess að samræma skatt- lagningu eigna- og fjármagnstekna. Við gerð kjarasamnings vorið 1993 hafí ríkisstjórnin heitið að leggja skatt á Qármagnstekjur 1. janúar 1994. Með yfirlýsingu um þetta nú sé ríkisstjómin að vísa þessu máli til næstu ríkisstjórnar. BSRB telur rök ríkisstjórnarinnar um að með breytingum á hátekju- skatti sé verið að koma til móts við barnafjölskyldur, sem séu að koma sér upp húsnæði, ekki sannfærandi og bendir á að ríkisstjórnin hafi stað- ið að skerðingu barnabóta og vaxta- bóta á kjörtímabilinu. Þá bendir BSRB á að hækkun persónuafsláttar feli ekki í sér neina breytingu frá fyrri áformum því að gert hafi verið ráð fyrir hækkuninni í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Boðað skattfrelsi tekna úr lífeyrissjóði Þvert a huffmvndir ASÍ o g VSÍ BENEDIKT Davíðsson, forseti ASI, segir að hugmyndir ríkisstjórnar um skattfrelsi 15% tekna úr lífeyris- sjóði, stangist með öllu á við þær hugmyndir sem forysta verkalýðs- mála hafi sett fram um afnám tvís- köttunar lífeyrisgreiðsla, og alla þá umræðu sem verið hefur uppi um þessi mál gagnvart stjórnvöldum. „Við höfum talið að taka ætti upp þá reglu sem um þetta gilti, áður en staðgreiðsla skatta kom til, þ.e. að 4% iðgjaldshluti launþega til líf- eyrissjóða yrði frádráttarbær frá skatti. Þetta hefur verið krafa alveg frá því að skattalögunum var breytt 1988, en það sem ríkisstjórnin hyggst gera nú virkar í gjörsamlega öfuga átt. Þarna er verið að festa í sessi undanslátt frá skatti fyrir þá sem búa við best lífeyriskjör, eða skattafslátt fyrir „hátekjulífeyris- þega“ ef einhveijir eru til sem kalla má slíkt,“ segir Benedikt og kveðst telja boðað fyrirkomulag annkanna- legt. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, tók í samtali við Morgunbiaðið í gær, í sama streng og Benedikt, og kvaðst telja að með því að undanþiggja iðgjaldsgreiðslur til lífeyrissjóða skatti, væri hægt að styrkja lífeyrissjóðakerfið á skynsam- legan hátt og þá einkum uppbygg- ingu innlends spamaðar innan þess. Sú leið sem ríkisstjórnin hyggist fara, leysi engan veginn þau vandamál sem nú eru uppi á þessu sviði. Landbúnaðarnefnd Alþingis Vá fyrir dyrum í sauðfjárrækt LANDBÚNAÐARNEFND Alþingis telur að mikil vá sé fyrir dyrum í sauðfjárrækt ef ekki verði gripið til aðgerða strax. Nefndin segir að með skipulögðu markaðsstarfi erlendis, sérstaklega á sviði lífrænnar ræktun- ar, sé unnt að ná árangri sem treysti framtíð greinarinnar og leggur til að veitt verði fjárveiting til markaðs- mála til að hamla gegn sívaxandi birgðasöfnun. Þetta kemur fram í áliti landbún- aðamefndar sem hún skilaði fjár- laganefnd í tengslum við fjárlaga- frumvarp næsta árs. Allir nefndar- menn skrifa undir álitið. Nefndin segir að greiðslur til landbúnaðar hafi dregist verulega saman á kjör- tímabilinu. Árið 1992 hafí þær num- ið 10,1 milljörðum króna, árið 1993 hafi þær numið 6,8 milljörðum, á þessu ári séu greiðslurnar áætlaðar 5,8 milljarðar og 5,7 milljarðar á næsta ári samkvæmt fjárlagafrum- varpinu. Þetta sé meiri niðurskurður en gagnvart nokkram öðrum þætti f fjárlögum undanfarinna ára og því verði menn að hafa hugfast, ekki síst á breytingartímum eins og land- búnaður gangi nú í gegnum, að ekki sé sótt af meira kappi en forsjá. í áliti nefndarinnar kemur fram, að tekjur í sauðfjárbúskap fari stöð- ugt lækkandi og eignarýmum aukist með ári hveiju. Samdráttur í sölu kindakjöts nemi árlega um 2,5% og birgðir séu því ekki í neinu samræmi við markmið gildandi búvörusamn- ings. Búvörusamningur brotinn Nefndin bendir einnig á að fjár- framlag til Framleiðnisjóðs landbún- aðarins, Jarðasjóðs ríkisins og Byggðastofnunar hafi undanfarin ár ekki verið í samræmi við búvöru- samninginn, en ágreiningur hefur verið milli aðila að samningnum um ýmis atriði í sambandi. Stærsta mál- ið er framlag til Byggðastofnunar til að greiða fyrir annarri atvinnu- uppbyggingu á þeim stöðum sem viðkvæmastir eru fyrir samdrætti í sauðfjárrækt. Fjárlaganefnd Alþingis hefur ekki afgreitt þessi mál enn, hvorki í fjáraukalögum þessa árs né í fjárlög- um næsta árs en Sturla Böðvarsson varaformaður nefndarinnar sagði á Alþingi í gær, að beita yrði mjög ákveðnum aðgerðum til að efla at- vinnu á þeim svæðum þar sem sam- dráttur hefur orðið, einkum í sauðfj- árrækt. Eðlilegt væri að Byggða- stofnun verði beitt til þeirra verka, og þær aðgerðir yrðu bæði að bein- ast að því að styrkja afurðastöðvar og efla nýsköpun í atvinnustarfsemi. STEINAR WAAGE . SKÓVERSLUN Tískuskór Verð: 3.995 Tegund: 2503 Stærðir: 36-41 Iitir: Svartur og brúnn Verð: 4.995 Tegund: 1188 Stærðir: 36-41 Litir: Svartur og brúnn Mikid úrval af uppreimuðum stígvélum Verð: 4.395 Tegund: 708 Stærðir: 36-41 Litir: Svartur og brúnn POSTSENDUM. SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR STEINAR WAAGE J> SKÓVERSLUN / SÍMI 18519 <P Ioppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI: 21212 STEINAR WAAGE VIÐ INGÓLFSTORG SKÓVERSLUN SÍMI689212 ^ J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.