Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Bærinn veitir leikskóla FSA rekstrarstyrk MEIRIHLUTI bæjan-áðs Akureyrar Akureyrarbær rekstrarstyrk með hefur lagt til að frá og með 1. mars hvetju barni sem vistað er á leikskól- síðastliðnum til ársloka 1994 greiði anum Stekk á vegum Fjórðungs- Óviss framtíð Menntasmiðju Morgunblaðið/Rúnar Þór OLAFUR Jensson sæmdi Jakob Tryggvason gullmerki Iþrótta- sambands fatlaðra í afmælishófi Iþróttafélagsins Akurs. Heiðraðir á afmæli Iþróttafélagsins Akurs UNNIÐ er að því að tryggja fram- tíð Menntasmiðjunnar, en starfsemi hennar hófst síðla sumars og lýkur seinna/iámskeiði af tveimur í viku- lokin. í Menntasmiðjunni hefur at- vinnuiausum konum staðið til boða að stunda nám og eru ijölmargar greinar í boði. Hugmyndin er sótt til lýðháskóla á Norðurlöndum. Jákvæðar undirtektir Valgerður Bjarnasdóttir, jafn- réttis- og fræðslufulltrúi Akur- eyrarbæjar, sagði að málið hefði hlotið jákvæðar undirtektir en eng- ar ákvarðanir verið teknar um fjár- framlög nema hvað Akureyrarbær hefði gefið fyrirheit um 500 ,þúsund króna framlag sem allir væru þó sammála um að væri ekki nóg. Menntamálaráðuneyti og félags- málaráðuneyti stóðu að mestu und- ir kostnaði við rekstur Mennta- smiðjunnar í ár og sagði Valgerður að í báðum ráðuneytum hefði verið lýst yfir að um áhugavert verkefni væri að ræða og væri vilji til að styðja við það áfram. „Það ríkir nokkur óvissa um framhaldið á þessari stundu en mér finnst allt benda til að þetta muni ganga upp, ég hef ekki trú á öðru,“ sagði Valgerður en áætlað er að rekstur Menntasmiðjunnar kosti 9 milljónir króna á næsta ári. Er þá miðað við að haldin verði tvo nám- skeið bæði á vor- og haustmisseri auk þess sem efnt yrði til nám- skeiðs yfir sumarmánuðina. sjúkrahússins á Akureyri. Styrkurinn verður 6.000 krónur á mánuði fyrir hvert barn. Á sama tímabili greiðir Akureyrarbær auk þess rekstrarstyrk með börnum einstæðra foreldra sem vistuð eru á leikskólanum Stekk, 21 þúsund krónur á mánuði fyrir hvert bam í fullri vist, en styrkupphæðin skerðist í hlutfalli við vistunartíma. Málið verður tekið fyrir á bæjarstjóm- arfundi þriðjudaginn 20. desember. Andstaða Sigríður Stefánsdóttir fulltrúi Al- þýðubandalags , í bæjarráði sat hjá við afgreiðslu málsins, þar sem hún hafi alltaf lýst andstöðu við að fallist yrði á kröfu ríkisins, að sveitarfélög taki þátt í rekstri leikskóla sjúkra- húsanna á árinu 1994. Á sama fundi var gerð grein fyrir hljóðmælingum í íþróttahöllinni sem fyrirtækið Hljóð hf. í Reykjavík gerði og tillögum sem lagðar hafa verið fram til úrbóta svo í húsinu geti orð- ið góður hljómleikasalur jafnframt því að vera fjölnotasalur. Þá var bæjarstjóra falið að fara nieð umboð Akureyrarbæjar á hlut- hafafundi í Kaupþingi Norðurlands hf. sem haldinn verður á föstudag, en fyrir fundinum liggur tillaga um aukningu hlutafjár um 16 milljónir króna. HALDIÐ var upp á 20 ára afmæli Iþróttafélagsins Akurs, sem áður var íþróttafélag fatlaðra á Akur- eyri á sunnudaginn var. í hófi sem haldið var að þessu tilefni voru veittar viðurkenningar, 13 manns hlutu silfurmerki félagsins og 11 fengu gullmerki þess. Olafur Jens- son formaður íþróttasambands fatlaðra veitti Jakobi Tryggvasyni gullmerki sambandsins en hann hefur frá upphafi starfað mikið að íþróttamálum fatlaðra á Akureyri. Gunnlaugur Björnsson og Guð- mundur Sigurbjörnsson hlutu silf- urmerki Íþróttasambands fatlaðra í afmælishófinu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Dáðst að dótinu SPENNAN vegnajólahátíðar- innar eykst dag frá degi hjá yngstu kynslóðinni. Eitt af því sem mðrgum börnum þykir gaman er að skoða í hillur dóta- búðanna en það var hún Theo- dóra Karlsdóttir að gera í gær og bar margt fyrir augu. 50 ára afmæli hita- veitu á Ólafsfirði HITAVEITA Ólafsfjarðar verður 50 ára á morgun, fimmtudaginn 15. desember og af því tilefni verð- ur opið hús í dælustöð veitunnar við Hornbrekkuveg frá kl. 13.00 til 18.00 og í Laugarengi frá kl. 17.00 til 19.00. Hitaveita Ólafs- fjarðar var fyrsta hitaveitan sem tekin var í notkun fyrir heilt sveit- arfélag. Upphaf umræðna um hitaveitu má rekja til áranna um og eftir 1935 og þá í tengslum við umræð- ur um sundlaugarbyggingu. Frum- kvöðull að stofnun veitunnar var Sveinbjörn Jónsson sem síðan var kenndur við Ofnasmiðjuna. Fram- kvæmdir hófust árið 1942 og þá var vatn tekið úr lindum á Skeggja- brekkudal og hiti vatnsins var 50 gráður. Vinnu við lagnir í öll hús lauk 15. desember 1944 en Ólafs- fjarðarbær fékk kaupstaðaréttindi 1. janúar 1945. Hitaveitan fær nú heitt vatn úr holum á Skeggja- brekkudal en aðalorkusvæði veit- unnar er í Laugarengi, í hlíðinni gengt bænum. Endurnýjun Á síðustu þremur árum hefur verið unnið að endurnýjun aðalæðar veitunnar í bæinn og er hún í einangruðum stálrörum í stað asbeströra og var því verki lokið nú á afmælisárinu. Núverandi veitustjóri er Einar Þórarinsson en í veitunefnd sitja nú Gunnlaugur J. Magnússon, formaður, Ríkharður Sigurðsson og Magnús Sigursteinsson. Morgunblaðið/Benjamín KETILL Helgason formaður Vitaðsgjafa afhendir Stefáni Yngvasyni yfirlækni 1,5 millj- ónir króna í söfnun vegna sundlaugarbyggingar á Krist- nesspítala á Akureyri. Gefur 1,5 milljónir í sundlaug Eyjafjarðarsveit. FORMAÐUR Lionsklúbbsins Vit- aðsgjafa, Ketill Helgason, afhenti nýlega 1,5 milljónir króna í söfnun vegna sundlaugarbyggingar í Kristnesi, sem ákveðið er að rísi á endurhæfingardeild spítalans. Við göfinni tók Stefán Yngvason yfir- læknir deildarinnar. Inni í þessu myndarlega framlagi er gjöf frá Eyjafjarðarsveit 971 þúsund krón- ur eða sem svarar eitt þúsund krón- um á hvern íbúa sveitarfélagsins. Stefán þakkaði stjórn Lionsklúbbs- ins og sveitarstjórn Eyjaíjarðar- sveitar fyrir góðar gjafir og undir það tók Halldór Jónsson fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Birgir Þórðar- son oddviti sveitarinnar var einnig viðstaddur afhendingu peninganna. Alls hafa safnast 4,2 milljónir en kostnaðaráætlun vegna bygg- ingar sundlaugarinnar hljóðar upp á um 30 milljónir króna. Nýtt leikfélag NÝTT áhugamannaleikfélag hefur verið stofnað á Akureyri en það er opið öllu áhugafólki og starfar undir slagorðinu „leiklist fyrir alla“. Fyrirmynd- in er sótt til „Hala-leikhópsins“ í Reykjavík. Stjórn Sjálfsbjarg- ar á Ákureyri hafði forgöngu um stofnun félagsins. Jón Hlöðver Áskelsson var kjörinn formaður, Árni Valur Viggósson ritari og Herdís Ingvadóttir gjaldkeri. Með- stjórnendur eru Friðþjófur Sig- urðsson og Jóhanna Valgeirs- dóttir. Félagið stefnir að því að halda sem fyrst leiklistar- námskeið og í framhaldi af því verður unnið að uppfærslu. Framhaldsstofnfundur verður haldinn í bytjun nýs árs en upplýsingar veita formaður fé- lagsins eða skrifstofa Bjargs. Leikfélagið mun starfa sem sjálfstætt félag í tejigslum við Sjálfsbjörg á Akureyri og ná- grenni og er það öllum opið, jafnt fötluðum sem ófötluðum. Erfiðleikar heimilanna RÆTT verður um mikla erfið- leika sem mörg heimili standa frammi fyrir og hvernig Mæð- rastyrksnefnd og Hjálparstofn- un kirkjunnar munu reyna að bæta úr brýnasta vanda fólks í opnu húsi hjá Miðstöð fólks í atvinnuleit í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, mið- vikudaginn 14. desember, milli kl. 15 og 18. Fulltrúar þessara samtaka koma í heimsókn og svara fyrirspurnum. Kaffi og brauð verður á borðum þátttak- endum að kostnaðarlausu og dagblöð liggja frammi. Aðventu- samkoma AÐVENTUSAMKOMA eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, fimmtudaginn 15. desember, frá kl. 15 til 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.