Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 17 ERLENT The Economist um frekari samruna aðildarríkja Evrópusambandsins og þjóðaratkvæði Æ fleira bendir nú til þess að efnt verði til þjóðaratkvæðis í Bret- landi um afstöðuna til nánara samstarfs ESB-ríkjanna efbir ríkjaráðstefnuna 1996 VAXANDI líkur eru nú taldar á því að efnt verði til þjóðaratkvæð- is í Bretlandi um frekari samruna aðildarríkja Evrópusambandsins, ESB. John Major, forsætisráð- herra og leiðtogi íhaldsflokksins, hefur ávallt vísað á bug öllum hugmyndum í þessa átt en að sögn iíeuters-fréttastofunnar sagði hann á mánudag að til greina kæmi að bera annaðhvort tillögur um mynteiningu eða tillögur um frekari samruna, sem búist er við að verði samþykktar á ríkjaráð- stefnu ESB 1996, undir dóm þjóð- arinnar. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Tony Blair, hefur einnig látið svip- aðar skoðanir í ljós, hann sagði m.a. í þingræðu að skilyrði frek- ari samruna væri að málið yrði rætt meðal almennings, ekki „ein- göngu í hópi ráðamanna“. Þjóðar- atkvæði nýtur öflugs meirihluta- stuðnings samkvæmt könnunum. Varaformaður Verkamanna- fiokksins, John Prescott, sagði á mánudag að flokkurinn hefði lengi talið að bera ætti „mikilvæg stjórnarskrármál11 undir almenn- ing. Þriðji flokkurinn, Frjálslyndir Major og Blair taki sameiginlega afstöðu demókratar undir forystu Paddys Ashdowns, mælir eindregið með þjóðarat- kvæði í Evrópumálunum sem öðrum deiluefnum. Skiptar skoðanir Ekki eru allir íhalds- menn ánægðir með stefnubreytingu Majors. Evrópusinninn Edward Heath, fyrrverandi flokks- leiðtogi, var forsætisráð- herra 1973 þegar Bretar gengu í Efnahagsbanda- lagið er síðar várð ESB. Hann sagði í sjónvarpsvið- tali að þjóðaratkvæði myndi ekki nægja til að friða „lítinn minnihluta" í íhaldsflokknum sem vildi „fara með okkur út úr Evrópu og losna við nú- verandi forsætisráð- herra“. Douglas Hurd ut- anríkisráðherra hefur viðrað svipaðar skoðanir og Major en vitað er að tveir þungavigtarmenn, þeir Kenneth Clarke fjár- málaráðherra og Michael Heseltine viðskiptamála- ráðherra, eru á móti þjóð- aratkvæði, telja að það myndi enn auka á klofn- TEIKNARI breska tímaritsins The Economist hefur þekktan samkvæmisleik í huga er hann sýnir þá Major og Blair velta fyrir sér spurn- ingunni um þjóðaratkvæði. inginn í flokknum vegna Evrópumálanna. Átta þingmönnum var nýlega vikið úr þingflokki íhaldsmanna eftir að þeir höfðu brugðist í atkvæða- greiðslu um hækkun virðisaukaskatts á elds- neyti til húshitunar. Breska tímaritið The Ec- onomist segir að andstaða þingmannanna átta hafi ekki ráðist af eldsneytis- skattinum heldur Evrópu- málunum og nauðsynlegt sé að ná niðurstöðu í þeim. Með loforði um þjóðarat- kvæði geti Major á ný fengið áttmenningana til liðs við sig eftir hæfilegan umþóttunartíma. Ritið fjallar um var- fæmislega afstöðu Majors og Blairs og rifjar upp leikjafræðina svonefndu í stærðfræði sem notuð er við greiningar á ýmiss kon- ar keppni þar sem niður- staðan er ekki einvörðungu háð eigin vali eða tilviljun heldur getur val annarra þáttakenda einnig breytt niðurstöðunni. Sé kenning- um leikjafræði beitt reynir hver þátttakandi að sjá fyrir val annarra til að finna bestu lausnina fyrir sjálfan sig.. Tímaritið segir að Major og Blair stígi nú undarlegan dans, hvorugur vilji þjóðaratkvæði, nógu margir séu óvissuþættirnir stjóm- málanna fyrir í augum leiðtog- anna. Þeir fylgist hins vegar vand- lega með gerðum hvors annars til að geta örugglega orðið fyrri til að lýsa yfir stuðningi við þjóðarat- kvæði, verða á undan. Ritið segir að þótt margir bresk- ir stjórnmálamenn segi með yfir- læti að í landinu sé fulltrúalýð- ræði og þingið eigi að standa fast á rétti sínum til að taka ákvarðan- ir sé ljóst að hvorki Blair né Maj- or vilji andmæla einföldu herópi duflsins við almenningsálitið: „Látið fólkið taka ákvörðun." Sá flokkurinn sem verði of seinn muni í augum fólks verða söfnuð- ur hræðslugeplanna, hinn aftur á móti sannur lýðræðisflokkur. Leikur fullorðinna The Economist segir að þjóðar- atkvæði sé eina leiðin til að jafna ágreininginn um Evrópumálin í breskum stjómmálum. „Leiðtog- arnir tveir ættu*að binda enda á keppnisþáttinn í leiknum sínum og ná þannig fram þeirri niður- stöðu í þjóðaratkvæðinu sem þeir báðir æskja. Allra best væri að báðir stóra flokkarnir styngju samtímis upp á þjóðaratkvæði og þeir næðu samkomulagi um spurningu og tímasetningu. Þá gætu stjórnmálaleiðtogar Bret- lands haldið áfram leik fullorðna fólksins, það er að reyna að fá almenning á fá sitt band“, segir The Economist að lokum. Reuter Vor á ýli ÞAÐ sem af er vetri hefur verið einstaklega hlýtt í Vest- ur-Evrópu enda hefur gróður- inn greinilega ruglast í ríminu. í Amsterdam standa nú plómu- trén í fullum blóma en veiyu- lega bíða þau með það þar til síðla vetrar. Þessi unga Amst- erdammær er hér að njóta „vorilmsins" af plómublómun- um þótt stutt sé í vetrarsól- hvörf. Leiðtogafundur íslamskra ríkja Harðorðir um ástand- ið í Bosníu Casablanca. Reuter. LEIÐTOGAFUNDUR Samtaka ísl- amskra ríkja hófst í Casablanca í Marokkó í gær. Búist er við, að þar verði vestræn ríki harðlega fordæmd fyrir að vera ófær um að verja músl- ima í Bosníu fyrir árásum Serba. Utanríkisráðherrar ríkjanna, sem verið hafa á fundi síðustu þijá daga, samþykktu að lýsa vopnasölubannið á Bosníu einskis virði og líklegt þyk- ir, að leiðtogafundurinn muni taka undir það. Fulltrúi Bosníustjórnar á utanrík- isráðherrafundinum sagði, að sam- þykktin væri viðvörun, sem ratt gæti brautina fyrir vopnasölu til Bosníu. „Fundurinn lýsti vilja til samstarfs við þau aðildarríki Sam- einuðu þjóðanna, sem er reiðubúin að aðstoða lýðveldið Bosníu-Herz- egovínu við að veija hendur sínar,“ sagði í samþykktinni en margir ótt- ast, að fari íslömsk ríki að selja Bosníustjórn vopn, muni átökin í landinu aukast um allan helming. Gæsluliðið verði eflt Utanríkisráðherrarnir buðu Sam- einuðu þjóðunum einnig annan kost. Að gæsluliðið yrði aukið með herliði frá íslömskum ríkjum; að íslömskum herforingjum yrði gert hærra undir höfði í liðinu og heimild veitt til gagnárása þegar Serbar réðust á griðasvæði múslima. Þá vilja þeir, að griðasvæðin nái til alls þess lands, sem múslimum var ætlað í friðartil- lögu stórveldanna. Þessar tillögur sýna vel þá gremju, sem er í íslömskum ríkjum með ástandið í Bosníu, en Saud al-Faisal, utanríkisráðherra Saudi-Arabíu, lagði þó áherslu á, að fullur vilji væri til samstarfs við vestræn ríki og Sameinuðu þjóðirnar í þessu máli. Whirlpool Eldsnöggar í eldhúsið WHIRLPOOL ÖRBYLGJOOFH MEÐ CRISP OG GRILL 27L og 1000W. Fjölhæfur margnota ofn. Grillar, sýður, steikir og bakar eftir þínu höfði. 39.900 WHIRLP00L ÖRBYLGJUOFN 20L og 900W, Q-f Qy|fl lítill og kraftmikill £i I.ONrUstgr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 OO Umboðsmenn um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.