Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gleðigjafi BÓKMENNTIR Barnasaga STAFRÓFSVÍSUR Skriftarbók-litabók eftir Ania Sigur- jónsson. G.Ben.-Edda prentstofa hf. Mál ogmenning, 1994.71 síða. því þá eg heyrði gamla prestinn minn halda því fram við mig, að víst gæti eg lesið, þá breyttust orð hans í töfrasprota, hann hætti að vera hjólbeinóttur stubbur, breytt- ist í engil með skegg. Hlekkir féllu af mér, og í lautum las eg ævin- týri fyrir Kóp, sem glaður sleikti gleðitárin af kinnum mér. Þetta segi eg við foreldra lítilla barna, en snúum okkur nú að bókinni. A bráðsnjallan hátt reynir Árni að gera stafina að skiljanlegum vinum, - og tekst vel. Hefði mér dottið í hug að tengja saman B og barma- stórar, ófriskar konur, þá hefði jafnvel Kópur getað munað. Nú eða: M er svipað tindum tveim sem tróna eins og hattar. Líka má þó líkja þeim við loðin eyru kattar._ V er eins og opin bók, og áþekkt peysukraga. V að læra varla tók voða marga daga. Auk vísnanna skreytir höfundur bókina með skemmtilegum myndum, hug- myndaríkur, og lætur bami eftir að lita að vild. Síðan eru æfingalín- ur sem munu gera kverið að ger- semi, safngrig, því þetta verður bók barnsins og Árna. Fyrir alla muni réttið barni þessa bók, áður en það . lokast í hlekkjum óttans, og tekið er að draga það í dilk heimsku. Höfundi og útgáfu færi eg inni- lega þökk. Sig. Haukur Guðjónsson ÉG ER eitt þeirra ólánssömu barna, sem áttu og eiga erfitt með að þekkja sundur stafi, var mjög seinn til stautsins. Þá var ekki vitað, að 1 af hveijum 10 strákum er haldinn slíkum van- þroska, - ekki búið að læra af erlendum að tala um lesblindu, - ekki vitað, að milli 6 ára aldurs og tánings- ára þarf aðgát í nær- veru slíkra sálna, leti einni kennt um, og gæti strákskömmin lært annað allt, þá var um að gjöra að draga ekki af vandarhöggun- um. Þar sem eg var holdgrannur fékk eg Árni Siguijónsson að vísu fáa rassskel- lina, vangahöggin með bókinni lát- in nægja. Víst þótti mér vænt um litlu gulu hænuna og fræið hennar, vænt um sætabrauðsdrenginn og eg kem út í kerrunni og keyri hart, en þessi tákn sem voru allt í kring- um þau, þau ollu mér skelfing. Hvorki eg né Kópur, hundurinn á bænum, mundum degi lengur, hver munur var á M og N, eða B og D, og þegar „kennari" var tekinn að heimta lestur, þá runnu orð í óað- skiljanlegan graut. Að þetta er andleg hömlun efast eg ekki um, s , A m % . 9 , m * \ Tónleikar Karlakórsins Fóstbræðra KARLAKÓRINN Fóstbræður heldur tónleika í Skálholts- kirkju fimmtudaginn 15. desember kl. 20.30, Lang- holtskirkju föstudaginn 16. desember kl. 19.30 og í Digra- neskirkju sunnudaginn 18. desember kl. 20.30. Flytjendur auk kórsins eru: Þórunn Guðmundsdóttir sópr- an, Hallfríður Ólafsdóttir þverflauta og Bjarni Jóna- tansson orgel. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, G.F. Handel, E. Poulenc, Frank Martin og fleiri, auk sálma og sígildra laga tengdum jólum. Hin munnlega geymd Blíðustroka BOKMENNTIR Barnasaga VALLI Á ENGA VINI eftir Amheiði Borg Prentverk G.Ben.-Eddu prentstofa hf. Mál og menning 1994 - 72 síður. UNDARLEGT kannski, en mér kom ekkert í hug við lestur þessar- ar bókar annað en blíðustrokur vorsins. En þó ekki, því síður henn- ar hreinlega anga af kærleika. Höfundur ann börnum; ann lítil- magnanum, byrðin hans er byrðin hennar, en höfundur ann líka Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11 -16 hrottanum, trúir því, að skilningur og trúnaðartraust leiði á réttan veg. Valli, 7 ára, og Helgi, 5 ára bróðir, eru fluttir í nýtt umhverfi, og komið að skóladögum. í fyrstu reynast þeir Valla erfiðir. Hann hefir enn ekki náð að kveða rétt að erri, og bekkjarsystkin henda gaman að. í vasa ber hann Rauð og Vin, kær leikföng bernskunnar, og í hinu nýja umhverfi verða þeir hans einu vinir. Hann þolir því illa, er Þór og Nonni, neita ekki aðeins að hengja úlpur sínar við hlið yfir- hafnar hans, heldur ná af honum Rauð og Vini, hafa þá að háði og henda síðan frá sér. Valla verður mikil leit að, finn- ur, en flýr skólann. Góður kenn- ari, Anna, kemst að því með hjálp Hildar, að einelti á sér stað í bekk hennar, og tekst að breyta martröð Valla í sólskinsdag. Þetta er bráðvel gerð saga um efni sem á erindi til allra, ekki aðeins barna, heldur fullorðinna líka. Höfundur hefir myndskreytt sögu sína sjálf, og gerir listavel. Allt helzt því í hendur: Vandað efni; vönduð vinna prentara; metn- aður útgefanda að spara í engu. Þökk fyrir góða bók, sem örugg- lega gleður fleiri en mig. S'ig. Haukur Guðjónsson BOKMENNTIR Hljódbækur LAXDÆLA SAGA, GRETT- IS SAGA, DRAUGAR "VILJA EKKI DÓSAGOS, í FAÐMI LJÓSSINS Tvær síðastnefndu bækumar eftir Kristinu Steinsdóttur annarsvegar og Betty J. Eadie og C. Taylor hins- vegar. Lesarar em Sijja Aðalsteins- dóttir, Óskar Halldórsson, Kristín Steinsdóttir og Anna Pálína Áma- dóttir ásamt Sigurði Hreiðari (þýð.). Laxdæla er 5 snældur og kostar 2.480 kr., Grettla 6 snældur, 2.480 kr.,Draugar... 3 snældur, 1.690 kr., í faðmi... 3 snældur, 1.990 kr. Blindrafélagið 1994 HLJÓÐBÓK er góð bók! er kjör- orð hljóðbókagerðar Blindrafé- lagsins sem á þessu ári sendir frá sér fjórar hljóðbækur. Kjörorðið gefur til kynna að hugur sé í mönnum varðandi þessa útgáfu og er það vel því hljóðbækur hafa fram á síðustu ár verið fágætir gripir á aimennum bókamarkaði. Tilburðir hafa'þó verið í þessa átt og fyrir fáeinum árum komu til að mynda Brennu-Njáls saga og Egils saga út á hljóðbók hjá Al- menna bókafélaginu í samvinnu við Blindrafélagið. Þá hafa öðru hveiju slæðst hingað erlendar hljóðbækur, oftast engilsaxneskar metsölubækur. Lítillega hefur komið út af barnaefni á snældum, einkum ævintýri og útdrættir úr Óskar Kristín Halldórsson Steinsdóttir leikritum — eyrnakonfekt allra foreldra. Hljóðbókagerð Blindrafélagsins hefur verið starfrækt nokkur und- anfarin ár og virðist sækja í sig veðrið jafnt og þétt eins og útgáfa þessa árs sýnir. Alþekktar perlur íslenskra bókmennta halda áfram að verða heyrinkunnar á hljóðbók, fjörleg barnabók hljómar af snæld- um, athyglisverð reynslusaga konu sem dó en snéri afturtil jarð- arinnar úr heimi ljóssins — og í fyrra kom á hljóðbók reyfarinn Meðleigjandi óskast. Fjölbreytni er sem sé að aukast í útgáfu hljóð- bóka á íslensku og því ættu bækur á þessu formi að höfða til stækk- andi hóps; þar að auki verður út- gáfan æ reglulegri sem auðveldar „lesendum" að nálgast bækurnar. Það sem hljóðbók hefur umfram prentaða bók er vitanlega röddin sem les. Hlutlaus lesari segir sög- una nokkurnveginn eins og hún kemur fyrir af beljunni en góður lesari margfaldar gjarna áhrif góðrar sögu. Hann getur þó sjaldn- ast bætt vonda bók með lestri sín- um, enda er það oft svo að góðum lesurum leiðast vondar bækur og slíkt fer helst ekki framhjá hlu- standanum. Blindrafélagið hefur á sínum snærum marga fyrirtaks lesara og með samningi við RÚV hefur það fengið mikið af vel fluttu efni þaðan til útgáfu á hljóðbókum, einkum fyrir Blindrabókasafnið. Það sem hljóðbæk- ur hafa ennfremur umfram aðrar bækur er að þær eru lesnar með eyrunum og henta því vel við að- stæður sem annars útiloka lestur. Þær má t.d. lesa undir stýri, við heimilisstörf eða létta vinnu, í baði, á göngu eða hlaupum útí guðsgrænni nátt- úrunni og síðast en ekki síst í myrkri. Að auki geta margir lesið í einu og þannig má með einföldum hætti skapa baðstofustemmningu með sögumanni sem segir hópi manna og kvenna sögu af hjartans list. Og þar með erum við komin aftur að upphafinu: listinni að segja sögu I heyranda hljÓði — við nálg- umst hina munnlegu geymd. Hljóðbækur eru fyrir alla sem unna rituðu máli, ekki aðeins blinda og sjónskerta. Allur ótti um afdrif prentmáls með aukinni út- gáfu hljóðbóka er að mínu mati ástæðulaus. Þvert á móti tel ég ótvíræðar iíkur á að hljóðbækur geti flutt sagnalist og skáldskap til enn stærri hóps en raun er nú. Nokkur galli á umræddum hljóðbókum þykir mér vera að þær virðast ekki ætlaðar blindum og sjónskertum: númer snældu og merking fyrir A eða B hlið eru á alltof litlu letri fyrir sjóndapra og engar upphleyptar merkingar eru fyrir blinda. Ur þessu er auðvelt að bæta og verður vafalaust gert. Blindir og sjónskertir hafá ekki síður en aðrir áhuga á að eiga bækur og geta notað þær. Frá síðustu helgi eiga blindir og sjóndaprir kost á að fá Mogg- ann í áskrift inná einkatölvur tengdar talgervli. Þetta er merkur áfangi í blindrastarfi og ástæða til að óska þessum hópi íslend- inga, Blindrafélaginu og Morgun- blaðinu til hamingju með þessi tímamót. Kjartan Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.