Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KRISTIN JÓNSDÓTTIR + Kristín Jóns- dóttir fæddist í Tungugröf í Strandasýslu 11. nóvember 1908. Hún lést á Drop- laugarstöðum 7. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson, bóndi í Tungugröf (d. 1921), og kona hans, Kristín Guð- mundsdóttir (d. 1917). Systkini Kristínar eru: Guð- mundur, Ingunn Sigríður (bæði látin) og Franklín, búsettur í Húsavík, Strandasýslu. Eigin- maður Kristínar var Jóhannes Bergsveinsson, f. 20. okt. 1908, d. 3. ágúst 1989. Börn þeirra eru: Hellert f. 1933, d. 1985; Sigríður, f. 1936; Bergsveinn, f. 1937, og Þóra Jakobina, f. 1942. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. ÞAÐ er dimmur rfiorgunn í ^ desember, klukkan er rúmlega sex þegar síminn hringir. Ég veit innra með mér efni símtalsins áður en ég svara, andlátsfregn elskulegrar fóstursystur og vinkonu. í húmi þessa kyrrláta morguns líða gegn- um huga mér óteljandi minningar, ljúfsárar minningar tengdar bernskuárum þegar tilveran var svo einföld í sjávarþorpi norður á Ströndum og einnig kærar minning- ar tengdar samvistum fullorðinsára. Ég finn söknuð og tómleika. .j Kristín, eða Stína, eins og hún er í mínum huga, kom á heimili foreldra minna sem unglingur eftir að hafa misst báða foreldra sína. Móðir Stínu lést er Stína var átta ára og faðir hennar tæpum fjórum árum síðar. Stína dvaldi á heimili foreldra minna þangað til hún gift- ist og stofnaði eigið heimili. Mínar fyrstu minningar er tengjast Stínu sérstaklega, eru hve fast ég sótti eftir að vera í návist hennar, bæði meðan hún var á heimilinu og einn- ig eftir að hún hóf eigin búskap. Það leið ekki sá dagur að ég færi ekki „til Stínu“ og alltaf var tekið á móti mér með sama ljúfa viðmót- inu. Þegar ég nú hugsa tilbaka, þá „j hvarflar að mér að stundum hljóti ég að hafa reynt á þolinmæði Stínu og ekki er víst að þessar heimsókn- ir telpuhnokkans hafi alltaf komið á hentugum tíma, en aldrei mætti ég öðru en elskulegheitum og hlýju og mér fannst ég tilheyra fjölskyldu hennar á vissan hátt. Þegar Stína flutti svo búferlum til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni árið 1955, æxlaðist það þannig að við leigðum í sameiningu stórt húsnæði og henni fannst ekkert sjálfsagðara en að bæta því á sig að gæta Kristínar, dóttur minnar, hennar fyrsta æviár. Þótt heimsóknir hafi orðið stijálli síðari árin vegna amsturs og ann- ríkis þegar til stóð að hitta Stínu, sitja í eldhúskróknum heima hjá henni og spjalla. Við höfðum alltaf um nóg að tala. Stína var hógvær kona en stolt og hafði sínar skoðan- ir á hlutunum. Hún var mjög heil- steyptur persónuleiki og sannur vin- ur vina sinna. Elsku Stína, ég þakka þér af alhug samfylgd heillar ævi og alla þína vináttu við mig og mína, sem ég mun alltaf þakka, meta og varðveita í huga mér. Sá, sem eftir lifir deyr þeim sem deyr, en hinn dáni lifir í hjarta og minni. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Þóra Kristinsdóttir. Fyrir utan gluggann fellur dún- .mjúkur snjórinn til jarðar í logndríf- unni, skógurinn klæðist hvítum búningi, kyrrðin fyllir loftin blá. Ég horfi á þessa fallegu mynd, hugurinn hvarflar til baka og ég fyllist lotn- ingu og þakklæti til elsku Díu sem nú er fallin frá en lifir áfram í minningum mínum sem taka á sig myndir sem líkjast fegurð skógarins á þessari stundu. Gælunafnið Día gaf ég henni, lítill ómálga telpuhnokki, mikið í mun að nefna hana á minn ófullkomna hátt. Día var mín útgáfa af Stínu-nafninu sem hún gekk venjulega undir og það nafn hélst okkar á milli þó telpuhnokkinn kæmist á fullorðinsárin. Día átti einmitt sinn stóra þátt í að telpan kæmist til einhvers þroska. Tengsl okkar má skýra á þá vegu að hún kemur ung á heimili ömmu og afa á Hólmavík eftir að hafa misst foreldra sína. Hún gætti oft móður minnar í æsku og á sama hátt annaðist hún mig fyrstu mán- uði lífs míns meðan foreldrar mínir sóttu vinnu og einnig oft síðar. Vafalaust hefur þessi fyrsti tími sem við áttum saman átt sinn þátt í að sérstakt samband var á milli okkar alla tíð. 011 æsku- og ung- lingsárin sóttist ég eftir að vera nálægt Díu sem mest og eftir að þau Jói fluttu í Hátún 4 voru heim- sóknirnar þangað tíðar. Þar var mér ljúft að vera og enginn staður var betri í mínum huga. Ávallt var mér vel tekið og heimsóknirnar í Hátúnið voru mér alltaf jafnmikið tilhlökkunarefni, einnig er ég varð eldri. Þar lærði ég margt um lífið og tilveruna, bæði hjá henni og Jóa. Allt var í föstum skorðum hjá Díu og það átti vel við barnssálina. Hlutir voru á sínum stað, athafnir rólegar og yfirvegaðar, en það sem skipti mestu máli var að alltaf gaf hún sér góðan tíma og var þolin- mæðin uppmáluð. Hún kenndi mér að meta hlutina eins og þeir voru og ómerkilegustu hlutir urðu að dýrindis leikföngum með hennar orðum og aðferðum. Tölurnar í töluboxinu urðu að spennandi búð- arleik og litlar kúlur breyttúst í fjör- ugar kindur. Hún hafði sjálf gaman af að hafa fallega hluti og litla skrautmuni í kringum sig og kenndi mér að njóta þeirra með sér. Ég sé hana fyrir mér handfjatla þessa hluti á sinn varfærnislega hátt, allt- af svo fín sjálf og vel til höfð. Hlýjan og væntumþykjan í minn garð skein úr hveiju orði hennar og athöfn og það var svo sannar- lega gagnkvæmt. Hversu oft brýndi hún ekki fyrir mér að vera á varð- bergi og taka ekki alla hluti sem góða og gilda. Varnaðarorð hennar standa mér enn fyrir hugskotssjón- um og ég minnist þess hversu mik- ill styrkur þau voru mér, sérstak: lega er ég komst á unglingsárin. í minningunni stendur svo Jói við hlið hennar, ávallt kíminn á svipinn, með sínar skemmtilegu athuga- semdir um lífið og tilveruna. Hann sýndi mér fram á hversu margar hliðar lífið getur haft. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman við litla eldhúsborðið í Hát- úninu þar sem málin voru rædd og þá var oft glatt á hjalla. Hin síðari ár urðu heimsóknirnar því miður ekki alveg eins tíðar en þá var oftar en áður gripið í símtól- ið, sérstaklega eftir að fjarlægðim- ar urðu lengri á milli okkar eftir að ég flutti í Hallormsstað. í þessum skemmtilegu símtölum okkar var komið víða við, yfirleitt leitað frétta af heilsufari á báða bóga, henni var umhugað um börnin og fylgdist vel með þeim, helstu viðburðir í fjöl- skyldunum tíundaðir en svo tókum við okkur alltaf góðan tíma í þjóð- málin. Día var einstaklega athugul, tók vel eftir fréttum, hafði sínar ákveðnu skoðanir á hinum ýmsu málum samfélagsins og hafði gam- an af að ræða þau ef tími gafst til. Dáðist ég oft að henni hin síð- ari ár eftir að hún var orðin fremur lasburða á Droplaugarstöðum hvað hún tók vel eftir öllu í kringum sig og alltaf var jafngaman að spjalla við hana um hin ýmsu mál er efst voru á baugi hveiju sinni. Góð at- hygli hennar hélst fram á það síð- asta. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að njóta náinna samvista við elsku Díu og geymi þær góðu stund- ir með mér. Ég kveð með miklum söknuði, hún skilur eftir sig tóma- rúm en ég leitast við að fylla upp í það með yndislegum minningum frá öllum góðu samverustundunum okkar. Eftir lifir minningin um góða og mæta konu. Elsku Þóru, Begga, Sissu og fjöl- skyldum þeirra votta ég innilegustu samúð mína og ber þeim einnig samúðarkveðju frá Jóni, Þóru Elísa- betu, Guðmundi Ingva og litla drengnum. Guð veri með ykkur. Kristín Björk. t Ástkær sonur okkar og bróðir, KENNETH CHARLES MEISSNER JR., Hagamel 14, verður jarðsunginn frá Landakotskirkju á morgun, fimmtudaginn 15. desember, kl. 13.00. Sigrún Línbergsdóttir, Kenneth Charles Meissner, Linda Alísa Meissner, Svava Sólveig Svavarsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, GEORG FELIX GfSLASON, Gnoðarvogi 52, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 16. desember kl. 15.00. Ingibjörg Eiríksdóttir, Anna Man'a Georgsdóttir, Óli Pétur Olsen, Ingibergur Jón Georgsson, Sigríður Kr. Gunnarsdóttir, Eiríkur Oddur Georgsson, Ragnhildur Sveinsdóttir, Georg Kristjánsson, Dóróthea Gunnarsdóttir og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, AÐALSTEINN MICHELSEN, Stóragerði 36, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. desem- ber kl. 15.00. Atli Micheisen, Guðrún Michelsen, Carina Anderberg, Ævar Lúðvfksson og barnabörn. + Útför frænku okkar, SVÖLU KRISTJÁNSDÓTTUR, Dunhaga15, Reykjavfk, sem lést í Landspítalanum 6. desember, verður gerð frá Fossvogs- kapellu fimmtudaginn 15. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra Eiríksdóttir, Jónína Jónasdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA JÚLÍUSDÓTTIR, sem lést 6. desember, verður jarðsung- in frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 17. desember kl. 14.00. Rafn A. Pétursson, Árni Júlíusson, Sólveig Jónsdóttir, Júlfus Rafnsson, Guðrún Gfsladóttir, Pétur Rafnsson, Guðríður Friðriksdóttir, Kjartan Rafnsson, Sólveig Einarsdóttir, Auður Rafnsdóttir, Júlíus Bjarnason, Dröfn Rafnsdóttir, Sigurður Sævarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR THORARENSEN, áðurtil heimilis í Hafnarstræti 6, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Anna G. Thorarensen, Þórður G. Thorarensen, Jófríður Traustadóttir, Hannes G. Thorarensen, Hjördfs Elíasdóttir, Gunnar Th. Gunnarsson, Árný Sveinsdóttir, Laufey G. Thorarensen, Ólafur Thorarensen, Margrét Ó. Magnúsdóttir, Þóra G. Thorarensen, Jens K. Þorsteinsson, Kristín G. Thorarensen, Mark Reedman, Jóhann G. Thorarensen, Sigrún Á. Héðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við þeim ótal- mörgu, sem veitt hafa okkur samúð og vinarhug, ómetanlega aðstoð og gefið okkur styrk við andlát og útför sonar okkar, bróður, mágs og frænda, KRISTINS EGILSONAR. Sólveig Björk Kristinsdóttir, Sveinbjörn Þ. Egilson, Sigurbjörn Egilson, Kristín Egilson, Jón Egilson, Hólmfrfður Egilson, Sveinbjörn S. Egilson, Fjóla Sverrisdóttir, Sveinn Karlsson, Aðalheiður Pálsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Þorvaldur Egilson og systkinabörn. + Kærar þakkir sendum við öllum, sem sýnt hafa okkur vináttu og samúð vegna andláts KRISTJÁN REYNIS GUÐMUNDSSONAR. Dóra Reyndal, Guðmundur Guðmundsson, Edda Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.