Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR V estfjarðaaðstoð Fyrstu þrjú lánin afgreidd STJÓRN Byggðastofnunar samþykkti í gær þrjár lánveitingar til fyrirtækja á Vestfjörðum að tillögu Vestfjarða- nefndar. Lánveitingamar era til Kambs á Flateyri, Hólmadrangs á Hólmavík og Riturs á Isafírði. Þær umsóknir sem enn eru óafgreiddar verða afgreiddar í þessum mánuði. Kambur fékk 50 millj. að láni, en fyrirtækið er sameinað úr þremur fyrirtækjum, m.a. Hjálmi og Kambi á Flateyri. Hólmadrangur á Hólma- vík fékk 30 millj., en í því sameinuð- ust Hraðfrystihúsið á Hólmavík, Hraðfrystihúsið á Drangsnesi og Hólmadrangur hf. Þá fékk Ritur á ísafirði 20 millj., en fyrirtækið keypti eignir Niðursuðuverksmiðjunnar hf. og Rækjustöðvarinnar hf. á ísafirði. Vestfjarðanefnd bárust 17 um- sóknir, en að sögn Eyjólfs Sveinsson- ar, formanns Vestfjarðanefndar, full- nægja ekki allar þeirra ákvæðum laga um Vestfjarðaaðstoð. Alls verður 300 milljónum varið til Vestfjarðaaðstoðar. Samkomulag hefur náðst um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga Sveitarfélög greiða ekki í Atvinnuley sistryggingasj óð RÍKISSTJÓRNIN mun hverfa frá áformum í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1995 um að sveitar- félögin greiði framlög í Atvinnuleysistrygginga- sjóð. Hins vegar mun ríkisstjómin beita sér fyrir því að sjóðurinn hafi áfram ótvíræðar heimildir til að styrkja átaksverkefni sveitarfé- laga með sambærilegum hætti og á þessu ári. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir lántöku- heimild til handa Innheimtustofnun sveitarfé- laga fyrir allt að 150 milljónum króna í því skyni að unnt verði að draga samsvarandi úr framlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til stofn- unarinnar á þessu ári. Þau sveitarfélög sem ekki hafa fengið greidd að fullu þjónustufram- lög úr Jöfnunarsjóði munu fá þau greidd á næstunni. Auðveldar samstarf ríkis og sveitarfélaga Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera mjög ánægður með þá niðurstöðu sem fengist hefði í viðræðum sveitarfélaganna og ríkisins og mikilvægt að það skuli hafa náðst„Þessi niðurstaða mun vissulega auðvelda nauðsynlegt samstarf ríkis og sveitarfélaga um ýmis mikilvæg mál eins og til dæmis framkvæmdina vegna reynslu- sveitarfélaga og áframhaldandi vinnu vegna yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna.‘.‘ Fylgst með atvinnuskapandi verkefnum „Sveitarfélögin munu nú ekki greiða 600 milljónir króna í Atvinnuleysistryggingasjóð eins og þau hafa gert tvö undanfarin ár, en hins vegar mun sjóðurinn áfram hafa heimild til að styrkja átaksverkefni sveitarfélaga með sama hætti og verið hefur. Stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga mun beina því til sveitar- félaganna að þau haldi áfram samstarfi við Atvinnuleysistryggingasjóð í þeim tilgangi að skapa atvinnutækifæri fyrir fólk á atvinnu- leysiskrá. Sveitarfélögin hafa lagt mikið af mörkum í þessu sambandi, aðallega á tveimur síðastliðnum árum, og það liggur ljóst fyrir að það er fullur vilji hjá þeim til að sinna þessum þætti áfram,“ sagði Vilhjálmur. Til að stuðla að framkvæmd átaksverkefna sveitarfélaga í samstarfi við Atvinnuleysis- tryggingasjóð svo og sérstökum aðgerðum í þágu langtíma atvinnulausra verður komið á fót nefnd fulltrúa fjármálaráðuneytis, félags- málaráðuneytis, stjórnar Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á nefndin jafnframt að fylgjast með öðrum atvinnuskapandi aðgerðum sveitarfélaganna. Þá verður komið á fót nefnd félagsmálaráð- herra, heilbrigðis- og tiyggingamálaráðþerra, fjármálaráðherra og Sambands íslenskra sveitar- félaga sem m.a. á að leggja fram tillögur til úrbóta í málefnum meðlagsgreiðenda og með- lagsmóttakenda, sem miðist varanlega að því að fjárvöntun Innheimtustofnunar sveitarfélaga verði undir 300 milljónum króna á ári, til þess að ekki þurfi framar að taka lán vegna óinn- heimtra meðlaga og að Jöfnunarsjóður sveitarfé- laga geti sinnt hlutverki sínu í framtíðinni. Forsætisráðuneytið um ráðningu umboðsmanns barna Ekkert bendir til að aðrir umsækjendur hafi verið hæfari ÞEGAR til alls þessa er litið, er ekkert sem bendir til að aðrir um- sækjendur um starf umboðsmanns bama hafi verið hæfari Þórhildi Líndal eins og það er hugsað af löggjafans hálfu, segir í fréttatil- kynningu frá forsætisráðuneytinu, sem Morgunblaðinu hefur borizt. Fréttatilkynningin fer hér á eftir: „FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur í dag svarað beiðni tveggja umsækjenda um embætti umboðs- manns barna um að skipun í emb- ættið verði rökstudd. í svari ráðu- neytisins kemur fram að enda þótt litið sé svo á, að þeim hafi þegar verið greint frá sjónarmiðum þeim sem réðu niðurstöðu ráðuneytisins í bréfí til þeirra, dags. hinn 28. október sl., sé eftirfarandi tekið fram til skýringar: Ákvæði stjómsýslulaga gera ekki ráð fyrir að rökstuðningur fylgi ákvörðunum stjórnvalda. Þeir sem hlut eiga að máli geta hins vegar krafist þess, að stjórnvald rökstyðji ákvörðun sína skriflega, hafi slíkur rökstuðningur ekki fylgt ákvörðuninni þegar hún var tilkynnt, sbr. 21. gr. laganna. Ráðuneytið gekk því lengra en stjómsýslulögin mæla fyrir um með því að láta skriflegan rökst- uðning fylgja umræddri ákvörðun um leið og hún var kunngerð. Þá er rétt að taka fram að ráðu- neytinu er einungis skylt, svo seip það hefur þegar gert, að færa fyrir því rök hvers vegna tiltekinn um- sækjandi varð fyrir valinu, en ekki af hveiju aðrir umsækjendur vom ekki skipaðir í umrætt embætti. í 22. gr. stjómsýslulaga er m.a. fjallað um efni rökstuðnings. Þar kemur fram að í fyrsta lagi beri að vísa til þeirra réttarreglna sem ákvörðun er byggð á, í öðru lagi að skýrt skuli frá þeim meginsjón- armiðum sem réðu ákvörðun þegar um mat er að ræða, og loks í þriðja lagi að raktar skuli í stuttu máli upplýsingar um atvik sem höfðu verulega þýðingu við úrlausn máls- ins. Öll þessi atriði koma fram í fréttatilkynningu þeirri, sem fylgdi erindi ráðuneytisins til umsækj- enda og myndaði þannig hluta af rökstuðningi þess. í 2. gr. laga um umboðsmann bama er áskilið, að hann skuli hafa lokið háskólaprófi og jafn- framt segir að hafi hann ekki lok- ið embættisprófi í lögfræði skuli lögfræðingur starfa við embættið. í athugasemdum með frumvarpi því, er varð að lögum þessum, er sérstaklega tekið fram að án efa muni „umfjöllun um ýmis lagaleg atriði varðandi börn verða eitt meginverkefni umboðsmanns“, auk þess sem víða má sjá þessa stað í lögunum sjálfum. Með hlið- sjón af þessu telur ráðuneytið það bæði vera í samræmi við skýran vilja löggjafans og um leið hag- kvæmt fyrir ríkið að í embætti umboðsmanns veljist lögfræðingur með langa og farsæla starfs- reynslu, m.a. af málefnum barna. Það kemur einnig fram í lögum um umboðsmann bama að verk- smið hans er mjög rúmt þ.á m. er honum ætlað að „setja fram ábend- ingar og tillögur um úrbætur sem snerta hag bama á öllum sviðum samfélagsins“. Þess vegn? er eðli- legt að sá, sem embættinu gegnir^ hafi sem víðtækasta reynslu. I þessu sambandi er rétt að taka fram að skv. 7. gr. laga um umboðsmann barna er umboðsmanni heimilt að ráða sérfræðinga til að vinna að einstökum verkefnum þegar þörf er sérstakrar sérfræðiþekkingar. Þórhildur Líndal hefur lengstan starfsaldur hjá hinu opinbera af þeim lögfræðingur sem um emb- ættið sóttu. Á hún að baki fjöl- breyttan starfsferil þar sem hún hefur í störfum sínum hjá yfirborg- ardómaranum í Reykjavík, félags- málaráðuneyti og forsætisráðu- neyti fengist við margbreytileg við- fangsefni sem m.a. varða hags- muni barna, beint og óbeint. Aug- ljóst er að staðgóð þekking á rétt- arkerfinu og stjórnkerfinu er mikil- væg í baráttu fyrir hagsmunum og réttindum barna. Eins og fram kemur í fyrrgreindri fréttatilkynn- ingu hefur Þórhildur sinnt málefn- um barna sérstaklega, þ.á m. farið með barnaverndarmálefni í félags- málaráðuneytinu og nú síðast gegnt formennsku í nefnd sem hefur það hlutverk að semja allar reglugerðir skv. nýjum lögum um vernd barna og ungmenna. Þegar til alls þessa er litið, sem að framan segir, svo og til þess, sem fram kemur í fyrrgreindri fréttatilkynningu, er ekkert sem bendir til að aðrir umsækjendur hafi verið hæfari Þórhildi Líndal til þess að gegna embætti umboðs- manns barna eins og það er hugs- að af löggjafans hálfu. Loks skal tekið fram að allar umsóknir um stöðuna gengu beint til ráðuneytisstjóra og undirbjó hann tillögu um afgreiðslu málsins í hendur ráðherra." Opið hús í kvöld HELLISGATA 7, HF. - EINBÝLI Nýkomið í sölu 154 fm einbýli, sem er bjárujámsklætt timburhús, tvær hæðir, auk rýmis í kjallara. 4 svefnherb., stofur, gott eldhús. Frábær staðsctning. Útsýni. Verð 8,5 millj. Opið hús í kvöld frá kl. 20-22. Steinunn og Gísli taka vel á móti þér. Heitt á könnunni. Líttu við! VALHÚS, fasteignasala, Reyhjavíkurveg 62, sími 651122. Kristján Jóhannsson Kristján Jóhanns- son í bandarísku sjónvarpi UPPTAKA sem bandaríska sjónvarpsstöðin CBS gerði á hátíðartónleikum Kristjáns Jóhannssonar á Listahátíð í sumar, verður send um öll Bandaríkin á sunnudagsmorg- un, milli klukkan 09.00 og 10.30 að New York tíma. Útsendingin verður í þætti sem er nefndur „Sunday Morning" en stjórnandi hans er Charles Osgood. Við undirleik _ Sinfóníuhljómsveitar íslands Á tónleikunum, sem voru í Laugardalshöllinni, fimmtu- daginn 16. júní, söng Kristján með Sinfóníuhljómsveit ís- lands, undir sfjórn Ricos Sacc- anis. Á efnisskránni var Forleik- ur að Mignon, eftir Amroise Thomas, La fleur que tu m’avais jetée, aría úr Carmen, eftir Bizet, Intermezzo úr Pagliacci, Visti la giubba, aría úr Pagliacci, eftir Leonca- vallo, Iprovisio, aría úr Andrea Chenier, eftir Giord- ano, Stundadansinn úr La Gi- oconda, eftir Ponchielli, For- leikur að Vespri Siciliani, Ah si ben mio, aría úr II Trovat- ore, eftir Verdi, Intermezzo, úr Manon Lescau, Che gelida manina, aría úr La Bohéme og Nessun dorma, aría úr Turandot, eftir Puccini. Sterkt fyrir mig Morgunblaðið náði tali af Kristjáni á heimili hans á ítal- íu í gær og sagði hann að þessi útsending væri mjög sterk fyr- ir sig. „Eg hef að vísu komið áður fram í Bandarísku sjón- varpi,“ sagði Krislján, en þessi þáttur á sunnudagsmorgnum hjá CBS er miklu vinsælli sá var. Auk þess sjá hann miklu fleiri. Hann er sendur út um öll Bandaríkin og Kanada, svo það geta eitthvað á bilinu 200-400 milljónir manna séð hann.“ í þætti Lettermans? Á gamlársdag verða síðan sendir út tónleikar sem Krist- ján kom fram á í Bandaríkj- unum í nóvember, á PBS sjón- varpsstöðinni, rás 13. Tónleik- arnir vour í Avery-Fisher Hall i Lincoln Centre og voru til styrktar krabbameinssjúkum. I bígerð er einnig að Kristján verði gestur Davids Letter- mans í rabbþætti hans á bilinu febrúar til mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.