Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 29 Lærra imlög ræði eigi ekki að glepja mönnum sýn. „Þjóðin þarf einhveija mánuði eða ár til að átta sig á þeirri bylt- ingu sem varð með Þjóðarbókhlöð- unni. Ég lýki þeirri byltingu við þá miklu breytingu, sem varð á starf- semi háskólans þegar hún var flutt úr Alþingishúsinu í háskólabygg- inguna árið 1940.“ Sveinbjörn segir að horfa eigi til þess að ríkisstjómin setti sér það markmið að ljúka við Þjóðarbókhlöð- una á kjörtímabilinu, sem hafi ekki verið auðvelt. „Menn verða að átta sig á að slík framkvæmd er ekki sjálfgefín. Til dæmis vék mennta- málaráðherra ýmsum mikilvægum verkefnum til hliðar, svo sem Þjóð- minjasafni, Þjóðskjalasafni og Lista- háskóla. Það er því vanþakklæti að kvarta nú. Stúdentar sýndu lofsvert framtak með söfnun sinni, en þeir þurfa þó að sýna þolinmæði og tillits- semi, því þeir hafa fengið jólagjöf sem á sér engan líka.“ Fjárþörf skýrist á næsta ári Jóhannes Nordal, formaður safn- stjórnar, segir að aílir sem til þekki geri sér grein fyrir að með Þjóðar- bókhlöðu sé stigið risaskref til bættrar aðstöðu fyrir rannsóknir og vísindastarfsemi á íslandi. Auk stóraukins lesrýmis bjóði safnið upp á margvíslega þjónustu, sem ekki hafi verið fyrir hendi hér á landi hingað til. Það sé því ekki að undra þótt fjárframlög til þess þurfi að vera verulega hærri en til gömlu safnanna. Hann segir nauðsynlegt að hækka þá fjárhæð sem Þjóðar- bókhlöðu sé ætluð í fjárlagafrum- varpinu. „Hins vegar verður rekstur ------ safnsins ekki kominn í er jóla- endanlegt horf fyrr en líð- m á sér ur u næsta ár, en flestar n líka Þær áætlanir, sem lagðar hafa verið fram, miðast við heilsársrekstur. Raun- veruleg fjárþörf safnsins kemur skýrar í ljós eftir því sem meiri reynsla fæst á reksturinn á næsta ári og þá gæti reynst nauðsynlegt að endurskoða fjárframlög. Rík- isstjórn og Alþingi hafa sýnt mikinn stórhug með framlögum til bygg- ingar safnsins og ég er sannfærður um að sami skilningur mun verða á ferðinni varðandi framlög til reksturs þess á næstu árum.“ TIL eru vel varðveitt fótspor risaeðla, sem voru uppi fyr- ir um 1,5 milljónum ára í Zambezi-dalnum í Zimbabwe, sem áður hét Ródesía. Hægt er að ganga um og virða fyrir sér steingerða skóga frá forsöguleg- um tíma og þar til fyrir skömmu gat einnig að líta lifandi „risaeðlur“. Svartir nashyrningar hafa verið á svæðinu í 40 milljón ár og þeir settu svo mikinn svip á umhverfi sitt að árið 1984 ákváðu Sameinuðu þjóðirn- ar að friðlýsa dalinn. Þá voru 3.500 nashyrningar þar og fyrir fáeinum árum voru þeir 1.500. Blaðamaður The Sunday Telegraph var hins vegar viðstaddur þegar síðustu tvö dýrin voru flutt á brott á sérstakt öryggis- verndarsyæði. Þar eru nú 120 nas- hyrningar eftir. Opinbera skýringin á fækkun svörtu nashyminganna er sú að fá- tækir zambískir bændur hafi stráfellt dýrin, náð af þeim hornunum og selt þau til Austurlanda, þar sem þau eru eftirsótt og virði ríflega þyngdar sinnar í gulli. Sannleikurinn er hins vegar annar og óhugnanlegri. Það er vissulega rétt að fátækir bændur hafa drepið elnhver dýr, en þau öfl sem reynst hafa nashyming- unum skeinuhættust, eru betur skipu- lögð og í röðum þeirra eru háttsettir embættis- og stjórnmálamenn í Zimbabwe. Starfsmenn verndarsvæð- isins hafa sakað fjölda embætt- ismanna um að tengjast málinu og segja það vera hryllingssögu um van- rækslu, vanmátt og geysilega spill- ingu sem fólst í því að sjá um að dýranna væri ekki gætt þegar veiði- þjófarnir réðust að þeim og stráfelldu. Leyniþjónustan gætir leyndarmálsins Starfsmennirnir segja leyndar- málsins vandlega gætt af leyniþjón- ustu Zimbabwe, sem sé augu og eyru einræðisstjómarinnar í landinu. í Zimbabwe óttist menn mjög að lenda í klóm útsendara hennar, en að minnsta kosti átta menn, sem könn- uðu hveijir stóðu að baki linnulausum nashyrningadrápunum hafí látið lífíð. Aðeins einn maður var reiðubúinn að ræða við blaðamann The Sunday Telegraph undir nafni, Gordon Putt- erill, maður sem lýst var sem fullkom- lega heiðarlegum og sannkristnum manni. Hann hugsaði sig um í tvo mánuði áður en hann féllst á að upp- lýsa um hvað raunverulega hefði gerst. Putterill var fyrir skömmu vikið frá störfum, gefið að sök að hafa dregið sér fé frá þýsku stjórninni sem renna átti til dýraverndar. Þrátt fyrir að sannað hafi verið að ásakanirnar áttu ekki við rök að styðjast, fær hann ekki að hefja störf og er fullyrt að málið sé liður í ofsóknum á hendur honum, vegna þess að hann hefur gefið upp nöfn nokkurra embættis- manna sem hafi greitt fyrir veiði- þjófnaðinum. Starfsmenn pyntaðir Meðal þeirra sem Putterill nefndi, var starfsmaður þjóðgarðanna í Zimbabwe, sem var á mála hjá leyni- þjónustunni, og liðsmenn „Selous Scouts", ródesískra sérsveita, sem gengu síðar í sérsveitir suður-afríska hersins. Stjórnin í Zimbabwe hefur hins vegar ekki gripið til neinna að- gerða á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að Putterill gaf upp nöfnin. Barátta Putterills og fleiri starfs- manna þjóðgarðanna í Zimbabwe við spillta starfsmenn, sem voru á mála hjá leyniþjónustunni, var árangurs- laus. Ékkert virtist hægt að gera og starfsmenn horfðu hjálparlausir á fíla og nashyminga drepna í hundraða- tali. Meðai þeirra sem létu af störfum, var næstæðsti yfírmaður garðanna og dýraverndunarfélög, m.a. í Bret- landi, gerðu hvað eftir annað athuga- semdir við spillinguna í þjóðgörðunum og drápið á dýrunum. Stjórnvöld í Zimbabwe létu sér nægja að kenna nágrönnum sínum í Mosambique, Botswana óg Zambíu um. Putterill hélt áfram baráttu sinni og þá var ráðist gegn honum og starfsmönnum hans, einn þeirra var pyntaður á skrifstofu Putterills. Hann lét ekki undan og var nær dauða en lífi þegar honum var sleppt. Putterill kærði málið en áður en til þess kom að hinir seku yrðu dregnir fyrir dóm, SVARTUR nashyrningur. Mulin hornin eru eftirsótt í Austurlönd- um þar sem þau eru talin örva kynhvötina. Útrýmt vegna stríðsreksturs oggræðgi Svarti nashyrningurinn er í útrýmingarhættu, eftir að hafa verið uppi í um 40 milljón ár. Fyrir tíu árum voru 3.500 dýr á vemd- arsvæði Sameinuðu þjóðanna í Zimbabwe. Nú er ekki einn einasti nashymingur þar. Spilltir embættismenn og afrískir mafíuhópar em á góðri leið með að útrýma tegundinni fyrir aldamót. HORN svartra nashyrninga voru m.a. seld til þess að fjármagna stríðsresturinn i Ródesíu, sem nú heitir Zimbabwe. rann málið út í sandinn. Honum var sagt upp og hóf rannsókn í kjölfarið. Niðurstaða hans er ekki aðeins áfell- isdómur yfír embættismönnum í Zimbabwe, heldur einnig nágrannan- um í suðri, Suður-Afríku. Þáttur Suður-Afríku Árið 1920 voru um milljón nas- hyrningar í Afríku allri og um 70.000 árið 1970. Nú eru hins vegar aðeins 8.000 dýr eftir í álfunni og þar af eru um 6.000 í Suður-Afríku. Veiði- þjófnaðurinn þar er nú þegar hafinn og nokkrir spilltir og ábyrgðarlausir starfsmenn verndarsvæðanna í Suð- ur-Afríku sjá til þess að hann við- gangist. Þeir sem viðurkenna á annað borð að vandinn sé fyrir hendi, viður- kenna að hann muni aukast. Þrátt fyrir að Suður-Afríka sé nú heimkynni síðustu nashyrninganna, hýsir landið einnig höfuðstöðvar valdamikilla glæpahringja, sem smygla nashyrningshomum, fílabein- um, eiturlyfjum, vopnum og demönt- um úr landi og hafa útrýmt nashym- ingunum um stærsta hluta álfunnar. Fjármögnun stríðsreksturs Þeir sem til þekkja eru sammála að slátrunin hafi hafist árið 1975. Fyrir henni stóðu ródesískar sérsveit- ir, sem síðar gengu í sérsveitir suður- afríska hersins. Saman stóðu ródes- ísku sveitirnar og suður-afrískar ör- yggissveitir fyrir skipulegum drápum á nashyrningum og fílum, vegna hornanna og tannanna, sem þær seldu og nýttu ágóðann til að fjár- magna stríðsrekstur hvíta minnihiut- ans gegn skæruliðasamtökum svert- ingja sem reyndu að steypa stjórn- inni af stóli. En það var ekki eina ástæðan. Putterill og fleiri fullyrða að ætlun suður-afríska hersins hafí verið að veikja með þessu nágrannaríkin. Tókst þeim að fá á mála hjá sér embættismenn í Zambíu, Ródesíu og Botswana. Þegar Ródesía varð að Zimbabwe árið 1980 héldu suður- afrísku sveitirnar heim. Fjöldi ródes- ísku sérsveitamannanna flutti í kjöl- farið og tók með sér kunnáttuna í drápum og sölu á nashyrningshorn- um. Þrátt fyrir að Ródesíu-stríðinu væri lokið, var enn óróleiki á landa- mærum Suður-Afríku og nágranna- ríkjanna, og því voru nashyrningarn- ir áfram drepnir, m.a. til að fjár- magna aðstoð stjórnarinnar við Un- ita-skæruliðana í Angóla, en hún varð að fara leynt. Foringi í suður-afrísku sérsveitun- um, sem barðist í Angóla, er jafn- framt friðunarsinni. Bárust honum fjölmargar morðhótanir þegar hann upplýsti hversu víðtækt nashyrninga- og fíladráp landa sinna væri í Angóla. Þegar rányrkjunni var lokið í An- góla, tók við annað stríð í Mós- ambique, þar sem Suður-Afríkumenn blönduðu sér í deilurnar. Glæpamennirnir njóta enn verndar Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja og glæpahringja hefur hagnast á dráp- unum. Stærstu glæpahringimir eru portúgalskir, grískir, tævanskir og ítalskir, auk þess sem suður-afrískir glæpamenn hafa notið góðs af þess- ari ólöglegu verslun. Að sögn suður-afrísks starfs- manns þjóðgarðanna hefur stjórnin verndað glæpahringina of lengi til þess að hægt sé að grípa til skipu- legra aðgerða gegn þeim. Sagði hann þá enn njóta vemdar stjórnvalda. Að minnsta kosti 22 nashyrningar hafa verið skotnir það sem af er ári í Kruger-garðinum og Umfolozi- og Hluhluwe-verndarsvæðunum í Natal- héraði. Starfsmenn vemdarsvæðanna ótt- ast að glæpamennirnir muni gera atlögu að þeim 2.000 dýrum sem eftir eru á um 400 ferkílómetra verndarsvæði. Ólíklegt sé að nas- hyrningunum 6.000 í Suður-Afríku takist að bjarga. Verði ráðist að dýr- unum frá allt að tíu stöðum eins og starfsmennirnir óttast, er úti um stofninn. Takist að veija dýrin fyrir óprúttnum veiðimönnum, er enn möguleiki á því að með tíð og tíma verði hægt að flytja þau aftur á heimaslóðir sínar. Byggt á The Sunday Telegraph
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.