Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ✓ Óhreinustu börnin hennar Evu FYRIR nokkrum mánuðum trúði karlmaður mér fyrir því að hann hafí verið misnotaður kynferðislega sem drengur. Hann hafði leitað til Stígamóta. „Þær vísuðu mér nánast á dyr,“ sagði hann. Síðar hafa á annan tug karlmanna sagt mér svip- aðar sögur. Sumir þeirra voru mis- notaðir af konum, jafnvel mæðrum sínum. Slík tilvik eru auðvitað vel þekkt erlendis, þó hér á landi hvíli á þeim þvílík bannhelgi að ekki megi á þau minnast. Eg hygg að þetta sé býsna dæmi- gert fyrir íslenska karlmenn, er orð- ið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þeir eiga hvergi skilningi að mæta. Höfnun Stígamóta Ég hef áður opinberlega sakað Stígamót um það að láta sér drengi eða karlmenn í léttu rúmi liggja. Guðrún Jónsdóttir sagði í sjónvarps- viðtali á sínum tíma að afstaða mín væri á misskilningi byggð. En nú árétta ég hana og er hun reist á þrennum meginforsendum: Karl- menn eru næmir á kurteislegt fá- læti, tortiyggni og áhugaleysi sem þeir mæta á Stígamótum; yfirlýstur tilgangur samtakanna er sá að fást eingöngu við kynferðislega misnotk- un á konum; hugmyndafræði þeirra er feminísk og túlkar kynferðislega misnotkun sem ofbeldi gagtivart konum er eigi rætur að rekja til kúgunnar karla og „eignarréttar" á þeim. Svo segir Guðrún Jónsdóttir í bæklingnum „Sifjaspell", sem Stíga- mót gáfu út: „Svo virðist, sem þeim finnist að það að vera karl, veiti þeim rétt til að aga, refsa, misnota og hafa taumhald á konum og böm- um.“ Hugmyndafræðin veldur þá eðlilega því að Stígamót hafa árum saman fjallað um kynferðislega mis- notkun eins og hún snerti einungis „konur og böm“ og er það þá undir- skilið stúlkubörn. Þetta hefur auðvit- að þau áhrif að almenn- ingur og fjölmiðlar halda að drengir séu svo fáir að þeir skipti litlu máli í_ heildarsamheng- inu. Ágætt dæmi um það er í grein eftir Guð- laugu Guðmundsdóttur blaðamann á Morgun- blaðinu, B-blaði, hinn 3. júlí. Þar ræðir hún um þolendur nauðgana og sifjaspella í bemsku og segir að „þeir sem fyrir slíku verða eru í yfírgnæfándi meirihluta konur“. En þetta er reg- inmisskilningur sem ótrúlega erfítt reynist að kveða niður hér á landi. Staðreyndirnar Maður er nefndur David Finkel- hor. Hann er efalaust þekktasti fræðimaður sem nú er uppi um kyn: ferðislega misnotkun á börnum. í grein í tímaritinu Child abuse and neglect á þessu ári gerir hann grein fyrir könnunum á kynferðislegri misnotkun á bömum í 21 vestrænu landi, þar með töldum öllum Norð- urlöndunum nema íslandi. Aðferða- fræði rannsóknanna og skilgrein- ingar viðfangsefnisins voru með ýmsum móti. En niðurstöðumar alls staðar sýna hærri tölur en menn létu sig óra fyrir í hvetju landi um sig. Rannsóknimar í sumum löndum náðu einungis til stúlkna eða kynin vom ekki aðgreind. En í þeim 17 þjóðlöndum þar sem tölur eru fyrir bæði kyn sérstaklega em þolendur að meðaltali 18,3% stúlkur en 9,6% drengir. Sums staðar var munur kynjanna meiri, annars staðar minni, jafnvel fniklu minni. En hér er ekki öll sagan sögð. Sá munur sem er á kynjunum í skráðum tilfellum annars vegar og tíðnirannsóknum hins vegar er miklu meiri hvað drengi varðar. (Ekki þó um það fjallað í þessari sérstöku tímaritsgrein). Það sýnir vel hve tilvikin gagnvart drengjunum eru meira falin. Það halda menn að stafí af ýmsum menningar- legum hömlum. En jafnvel þetta er ekki einu sinni öll sagan. Ýmsir hafa nefnilega fært sannfærandi rök að því að drengir séu hlutfallslega meira vantaldir en telpur jafnvel einnig í tíðnirannsóknum. Fyrir því eru taldar flóknar aðferða- fræðilegar ástæður en allar rann- sóknir fram á síðustu ár hafa verið hugsaðar út frá konum. En ýmsar menningarlegar ástæður eru einnig taldar fyrir þessu. Álitið er að karl- menn eigi erfiðara með að skýra frá reynslu 'sinni í könnunum og jafnvel átta sig á henni fyrir sjálfum sér vegna mótunar og krafná sam- félagsins um kynhegðun þeirra og karlmennsku. Af niðurstöðum rannsókna einum sér er þó ljóst að kynferðisleg mis- notkun er svo algeng á drengjum að það er út í hött að gera einhvern sérstakan greinarmun á kynjunum. Kynferðisleg misnoktun eða ofbeldi ógnar meira og minna öllum bömum. Einkennileg þverstæða Stígamót hafa hér á landi opnað umræðu um kynferðislegt ofbeldi og misnotkun á konum og gert sam- félaginu auðveldara um vik að taka á henni. Og þau hafa vitanlega orð- ið einstökum konum að liði og styrkt samheldni þeirra almennt. En drengir og karlmenn njóta ekki góðs Sigurður Þór Guðjónsson af og hafa jafnvel farið enn meira í felur. Þetta er einkennileg þver- stæða en það er mikilvægt að fólk átti sig á henni. Það er nefnilega svo komið, og þá ályktun dreg ég af viðtölum við karlþolendur, að sjálf tilvist Stígamóta virkar blátt áfram sem sérstök aukahindrun á karl- menn, ofan á aðrar hindranir sem fyrir voru, til að viðurkenna sig sem þolendur. Stafar það beinlínis af einhliða umfjöllun Stígamóta um kynferðislegt ofbeldi eða misnotkun á börnum. Þetta er mjög alvarlegt vegna hins mikla fjölda karlmanna sem líklega er um að ræða. Með hliðsjón af staðreyndum í öðrum löndum er það hrein ijarstæða að taka hlutfall þeirra karla er leitað hafa til Stígamóta sem vísbendingu um raunverulegan fjölda þeirra sem þolenda hér á landi. Kvennahreyfing á villigötum Skýrasta dæmið um virðingaleysi Stígamóta fyrir karlmönnum, er orðið hafa fyrir kynferðislegri mis- Karlmenn eiga sannar- lega að finna það, segir Sigurður Þór Guð- jónsson, að þeir eru óhreinustu börnin hennar Evu. notkun sem drengir eða jafnvel full- orðnir menn, er það uppátæki þeirra að velja einmitt alþjóðlegan baráttu- dag kvenna, af öllum dögum, til að efna til göngu til að vekja athygli á kynferðislegu ofbeldi, en samtökin munu fyrst og fremst hafa átt frum- kvæði um þetta. Gangan var 8. mars í fyrra. Aldrei hefur sá boð- skapur verið sterkari að kynferðis- legt ofbeldi sé bara kvennamál. All- ir þeir karlþolendur sem ég hef tal- að við upplifa þetta sem grimma höfnun. Þeir eigi sannarlega að fínna það að þeir séu óhreinustu bömin hennar Evu. Því verður ekki trúað fyrr en á reynir að það sé virkilega vilji meirihluta íslenskra kvenna. Hátt á fimmta tug félaga- samtaka studdu þó Stígamót í göngunni og flest voru það kvenna- samtök. Og því miður veldur ein- mitt það mestum áhyggjum. Þó kynferðislegt ofbeldi, og þá ekki síst gegn börnum, sé vitanlega há sósíal-pólitískt fyrirbrigði er snertir lífsgildi og hugsunarhátt almennt í samfélaginu og þar sem femínism- inn hefur margt fram að færa til betri skiinings, má íslensk kvenna- hreyfing ekki gera þau hörmulegu mistök að stuðla að því að fyrir- brigðið kynferðislegt ofbeldi öðlist eins konar andlega löggildingu með þjóðinni sem hefðbundið pólitískt kvenfrelsismál í þrengri skilningi. Fordæmi gefið í lesendabréfi í Morgunblaðinu 26. nóvember um kynferðislegt of- beldi gegn bömum er þessi setning: „Ótrúlega fáir karlmenn hafa látið í sér heyra varðandi þennan glæp ...“ Nefna mætti dæmi um margar svipaðar fullyrðingar í fjöl- miðlum síðustu misseri. En ég vil leyfa mér að minna á eina staðreynd þó það verði mér áreiðanlega ekki til vegsauka: Lang- ítarlegasta frásögn sem til er á ís- lensku um afleiðingar kynferðislegr- ar misnotkunar og reyndar einnig leiðina til baka var sögð af karl- manni. Og hvað gerðist? Fjallað var opinberlega þann veg um málið að reynt var að gera frásögn hans tor- tryggilega með flestum þeim for- dómum sem yfírleitt er hægt að tína til gegn þeim sem ijúfa þögnina. Engum blöskraði þó þær aðfarir. Enginn reis upp manninum til varn- ar eða þolendum yfirleitt. Ekki Stígamót, ekki Barnaheill; enginn einstaklingur, enginn mannréttinda- frömuður, engin kona. Allir sem einn sneru sér undan. íslenskir karlmenn sem orðið hafa fyrir kynferðislegri misnotkun sem drengir, eða fullorðnir menn, eru ekki fífl. Þeir hafa fengið forsmekk- inn af því hvað bíður þeirra ef þeir þegja ekki þunnu hljóði. Hvernig í ósköpunum geta menn svo hneyksl- ast á því að þeir láti lítið til sín taka kynferðislegt ofbeldi gegn börnum? Það er vissulega oft auð- veldara að fordæma en skilja. Höfundur er rithöfundur. Náttúruvemd - útlitið eða vistkeðjan? ÞAÐ ER gleðilegt að sjá hve mjög með- vitund almennings hef- ur breyst til batnaðar varðandi samspil manns og náttúru á síðustu tíu árum. Við höfum átt okkar „grænu fjölskyldur“, sorpflokkun hefur auk- ist, og umbúðamálin komin á byrjunarreit svo eitthvað sé nefnf. En þó er langt í land að almenningur, kjós- endur þessa lands, þrýsti nægilega á lög- gjafann um eðlilegt framhald á þessari þróun, þó að ekki væri nema til þess að við verð- um samstiga hinum Norðurlöndun- um í þessum málaflokki. Er ástæð- an fyrir þessu ef til vill sú, að nægjanlegar upplýsingar liggja ekki fyrir um þessi mál? Eru hugtökin sem við not- um um þætti málsins þannig að misskilning- ur sé hemill á fram- haldsþróunina? Það er ekki hægt að veijast þeirri hugsun þegar valdamenn þjóðarinnar taka sér orðið UMHVERFI í munn, að þá vísi þeir til málaflokks, sem er eins og skreytingin á kökunni: Sparimálefni nokkurra sérvitringa, og einfald- Iega ekki hægt að komast hjá því lengur að stofna umhverfisráðu- neyti eins og nágrannaþjóðimar. Með sjálfbærri þróun, segir Einar Þorsteinn, eru ekki notaðir nema vextirnir af höfuðstóli jarðarinnar. Raunar er ríkisstjórnin búin að álykta um sjálfbæra þróun á land- inu um aldamótin. En hvað þýðir það í raun og hvað þýða öll þessi orð eins og vistfræði, lífríki, um- hverfísmál, náttúruvernd, græn hugsun, vistvænn o.s.frv.? Tilraun til skilgreiningar Fyrir árið 1974 var náttúruvernd orðið sem var í notkun. Allir skildu það: Það var að viðhalda og endur- lífga landsvæði eða náttúruperlur þannig að ágangur mannskepnunn- ar og annarra skepna legðist af. Undir það hugtak flokkast t.d. skógrækt, uppgræðsla og jafnvel viðhald ýmissa villtra dýrategunda. En árið 1974 fyrir borgarstjómar- kosningarnar í Reykjavík kemur fram orðið umhverfisvernd, sem bætir við náttúruverndina einnig mótuðu umhverfi mannsins. Græna byltingin í Reykjavík var liður í þessari þroun og hugtakið umhverf- ismál fékk sinn fasta sess á næstu tíu árum. Mótað umhverfi mannsins tók síðan smám saman inn í mynd- Góð úlpa er hlýjólagjöf Mikið úrval af úlpum með og án hettu. Stærðir 34-50 Pósisendum \(#HW5ID Laugavegi 21, s. 25580 Einar Þorsteinn ina allt það sem maðurinn sýslar við: Efnafræðina, vélfræðina, tækn- ina o.s.frv. og óásættanlegar hliðar- verkanir þessara mála fengu svo nafnið mengun. Þessi tvö fyrstu stig í samspili manns og nátiúru eru það sem við í reynd búum við í dag hér á landi. Bæði þessi stig eru þannig að í þeim er maðurinn settur andspæn- is náttúrunni en er ekki hluti af henni. í huga almennings kemur því upp sá skilningur að samskipti hans við náttúru og umhverfi séu í góðu lagi meðan allt er eins og nú, aðeins ef menn gæta þess að „ganga ekki á grasinu“ og kaupi meira „grænt“ bensín eða grænt rúllubaggaplast! Þriðja samskiptastig manns og náttúru Nágrannaþjóðir okkar eru nú þegar búnar að taka upp þriðja stig í samspili manns og náttúru. Það nefnist vistkerfisstigið og inni- heldur hugtakið sjálfbæra þróun. Nær væri að nefna hugtakið sjálf- bært vistkerfi. í því er maðurinn hluti af náttúrunni þannig að allt sem hann tekur sér fyrir hendur, öll efni sem hann notar og beiting tækninnar sem hann ræður yfir, eru orðin hluti af ferli lífríkis jarð- arinnar. Hver einasti maður er því dags daglega ábyrgur fyrir þessum áhrifum á það. Þessi ferill er flók- inn en engu að síður staðreynd. Tökum dæmi til að skýra þetta betur: Baldur Baldursson fær sér að borða og fer síðan á salernið, rétt áður en hann skellir sér í bæjarferð á bílnurn. Eftir nýju skil- greiningunni, því sem er í raun og veru að eiga sér stað, hefur hann í leið áhrif á eftirfarandi: Maturinn tengist lífríki hafsins, gróðurlendi jarðarinnar, pökkunariðnaðinum og þar með fellingu skóganna. Úrgangurinn sem hann skilar af sér á salerninu fer sína leið út í hafið eftir að klósettpappírinn hef- ur verið sigtaður úr (það nægir eftir stigi tvö!). Bíllinn er búinn til úr málmi sem hefur kostað mikla orku og þar með mikla mengun að framleiða. Bensínið á bílnum er tekið úr jarðskorpunni. Tóma- rýmið sem eftir verður neðanjarðar veldur auknum jarðskjálftum. Brennslan á bensíninu veldur mengun. Vitaskuld er þetta örlítið brot hjá Baldri en hundruð milljóna Baldra og Bína gera einmitt það sama á hverjum degi. Sjálfbær þróun Sjálfbær þróun vinnur á móti þessari hegðun okkar nútíma- manna. Með hana í fyrirrúmi eru ekki notaðir nema vextirnir af höf- uðstóli jarðarinnar. Þegar eitt tré er hoggið er tveim plantað. Þegar samin skal kostnaðaráætlun um nýjar framkvæmdir þarf að taka með í reikningin þær hliðarverkanir sem framkvæmdin hefur, því að á endanum segja þessar hiiðarverk- anir til sín, ef til vill sem eyðing gróinna landsvæða. Og þegar orku- mál íslendinga eiga að verða sjálf- bær, þarf að nota annað brennslu- efni á togarana og bílana en nú er. Með því að setja sig inn í þriðja samskiptastig manns og náttúru sést fyrst hversu ógnarstórt verk- efnið er framundan. Það sést einnig að umhverfis- (lífríkis-)ráðuneytið hefur í raun inngrip í málefni allra hinna ráðuneytanna og ætti því að réttu að verða móðurráðuneytið ef eitthvert vit á að verða í stjórnun þessa lands. Því að ef auglýsa á Island sem hreint land er Iágmark að við séum jafnfætis öðrum í við- horfum okkar til náttúrunnar. Höfundur cr hönnuður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.