Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kvikmyndasjóður Tvær myndir í stað einnar EINAR Kárason, fulltrúi Bandalags íslenskra listamanna í stjóm Kvik- myndasjóðs, segir að tillaga fjárlaga- nefndar Alþingis um að hætta við að skera sjóðinn niður og hækka framlag til hans úr 80 milij. í 100 millj. þýði að hægt verði að setja fé í tvær nýjar myndir í ár í stað einnar. Einar sagði að aukið framlag þýddi að veittar yrðu 40 millj., en ekki 20, í nýja styrki næsta ár. Breyt- ingin gæti haft úrslitaþýðingu varð- andi það hvort kvikmyndagerðar- menn fengju erlenda íjármögnun. „Eitt verkefni upp á 150 mjllj. er í farvatninu. Það hefði líklega ékkert orðið úr því ef þessar 20 millj. hefðu ekki komið til víðbótar, en nú koma þessir peningar líklegá inn í iandið og það þýðir e.t.v. 50 millj. í tekjur fyrir ríkissjóð. Þetta er því ákafiega skynsöm fjárfesting," sagði-Einar. Kjöt með helmingsafslætti þegar keypt er bók í Bókabúð Árbæjar Morgunblaðið/RAX GUÐBJÖRG Jakobsdóttir, verslunarstjóri í Bókabúð Arbæjar íHraunbæ, býður ArnaVilmundarsyni kjöt á kostakjörum, með 30-50% afslætti, um leið og hann kaupir bók. Kjötið sótti Árni svo í 10-11 búðina í næsta húsi við Bókabúð Árbæjar. Um 200 hafa sótt um húsaleigubætur í Reykjavík Frestur vegna fyrstu greiðslu er að renna út Herbragð gegn undir boðum stórmarkaða FÉLAGSMÁLASTOFNUN Reykja- víkur hafa borist um 200 umsóknir vegna húsaleigubóta og er búist við að mjög margar umsóknir til viðbót- ar berist í dag og á morgun miðið við fyrirspumir undanfama daga, en til þess að fá greiddar húsaleigubæt- ur fyrir janúarmánuð þarf að vera búið að sækja um bætur fyrir 15. desember eða ekki síðar en á morg- un, fimmtudag. Lög um húsaleigu- bætur taka gildi um áramót og sjá félagsmálastofnanir eða aðrir til þess bærir aðilar um að taka við umsókn- um í þeim sveitarfélögum sem ákváðu að greiða út húsaleigubætur. Ásdís Leifsdóttir, deildarstjóri á Félagsmálastofnun Reykjavíkur, sagði að ekki væri vitað hvað leigu- markaðurinn í Reykjavík væri stór og því renndu menn blint í sjóinn um fjölda umsækjenda en í áætlun- um hefði verið miðað við að um 4 þúsund manns gætu átt rétt á bótum. Réttur til húsaleigubóta stofnast þegar umsókn hefur verið lögð inn og hafi umsókn borist á tilsettum tíma og henni fylgi öli tilskilinn fyigi- Búist við örtröð í dag og á morgun skjöl verða bætur vegna janúarmán- aðar greiddar út 5. janúar nk. Vanti einhver fýlgiskjöl, þannig að ekki verði hægt að úrskurða um umsókn- ina verða bætur vegna janúar greidd- ar út með bótum febrúarmánaðar. Bætur samkvæmt umsóknum sem berast eftir 15. desember og fram til 15. janúar verða greiddar út frá og með febrúarbyijun. Umsókn þarf að fylgja þinglýstur og vottaður húsaleigusamningur, íbúavottorð frá Hagstcfu íslands, vottorð skattstjóra um tekjur og eignir á sfðasta ári og ljósrit af launa- seðlum síðustu þriggja mánaða. Ekki er hægt að sækja um bætur vegna leiguherbergja heldur einungis íbúða. Mest 50% af leiguupphæð Húsaleigubætur geta ekki numið hærri upphæð en 50% af leiguupp- hæð og geta aldrei orðið hærri en 21 þúsund krónur á mánuði. Þær reiknast þannig að fyrir hveija íbúð greiðist sjö þúsund króna grunngjald og síðan bætast við 4.500 krónur fyrir fyrsta bam, 3.500 krónur fyrir annað bam og 3 þúsund krónur fyr- ir það þriðja. Að auki bætist við 12% þeirrar leigufjárhæðar sem er á bilinu 20 til 45 þúsund krónur. Bætumar eru eigna- og tekjutengdar og skerð- ast óháð fjöiskyldustærð um 2% af árstekjum umfram 1,5 milljónir króna. Ef eignir að frádregnum skuldum eru umfram þijár milljónir króna er 25% þess sem umfram er bætt við þær tekjur sem liggja til grundvaliar ákvörðun bótanna. Félagsmálaráðuneytið telur að 70-80% fólks á leigumarkaði eigi möguleika á húsaleigubótum, þrátt fyrir að aðeins 29 sveitarfélög hafí ákveðið að greiða bætumar. Mörg stór sveitarfélög hafa ákveðið að greiða ekki húsaleigubætur á næsta ári. Það gildir um Kópavog, öll sveitarfélögin á Suðumesjum nema Grindavík, og stór sveitarfélög á borð við Akureyri, Húsavík, Egilsstaði, Höfn í Homa- firði, Akranes og ísafjörð. BÓKABÚÐ ÁRBÆJAR í Hraunbæ hefur seinustu daga boðið viðskiptavinum sínum jóla- steikina með 30-50% afslætti kaupi þeir íslenska bók í búðinni. Guðbjörg Jakobsdóttir, verslun- arstjóri, segir að þetta tilboð sé öðrum þræði herbragð gegn af- sláttarkjörum stórmarkaða á bókum, sem bókabúðir eigi ekki kost á að svara í nákvæmlega sömú mynt. Viðtökur séu framúr- skarandi. Bókabúð Árbæjar selur kjötið í samvinnu við 10-11 kjörbúð sér við hlið, þar sem kjötið er geymt í kæli. Viðskiptavinur, sem kaup- ir bók í bókabúðinni, fær miða sem heimilar honum að sækja kjötið þangað. Um er að ræða bayonne-skinku á 499 kr. kílóið, lamba-hamborgarhrygg á 299 kr. kílóið og svína-hamborgarhrygg á 649 kr. kílóið, sem Guðbjörg segir afskaplega gott kjöt, fengið frá Nýja bautabúrinu á Norður- landi. Hún selur kjötið án nokk- urrar álagningar eða á kostnað- arverði. „Ég rek bókabúð og get ekki selt bækur á kostnaðarverði en lqöt get ég selt á þann hátt í þeim tilgangi að örva jólasöluna. Stórverslanirnar seldu fyrst tíu söluhæstu bækurnar með 15% afslætti, síðan allar bækur með 25% afsíætti og loks söluhæstu bækurnar á 30% afslætti, sem þýðir að borgað er með þeim, í þeim eina tilgangi að lokka fólk inn í búðirnar,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg minnir á að útgefendur dreifi bókum til bókabúða með leiðbeiningum um útsöluverð. „Við megum lækka verðið ef við viljum, en þótt við myndum bjóða t.d. 10% afslátt hlæja kúnnarnir að því þegar þeir fá bækurnar undir heildsöluverði i stórmark- aði.“ Hún segir að þettá tilboð bókabúðarinnar hafi mælst af- skaplega vel fyrir og allir við- skiptavinir hennar hafi haft orð á ánægju sinni með þetta fram- tak. Mikil umferð sé í búðinni og mun meiri en fyrir mörg seinustu jól. Bæði sé um að ræða fólk, sem hefði keypt bækur hvort sem er, annaðhvort hjá henni eða annars staðar, en einnig fólk sem hún telji óvíst að hefði keypt bækur. < Hún háfi fengið lítið kjöt til að byija með, en móttökurnar séu þess eðlis að hún verði að biðja um gífurlegt magn í viðbót til þess að geta haldið áfram til jóla, eins og stefnt sé að því að gera. ■ Hrun í sölu/15 6.300 án vinnu í lok nóvember Búist við minni aukningu í desem- ber en venjulega ATVINNULEYSI jókst í nóvember eri var þó minna en fyrir ári. Vegna venjubundinnar árstíðasveiflu í at- vinnu er búist við aukningu at- vinnluleysis í desember en þó þann- ig að ekki verði jafn margir atvinnu- lausir í þeim mánuði og á sama tíma á síðasta ári. Að meðaltali var 5.561 án vinnu í nóvember og 6.300 í lok mánaðarins. í nóvembermánuði voru skráðir rúmlega 120 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu öllu, samkvæmt yfirliti Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. Það samsvarar því að 5.561 maður hafí að meðai- tali verið á atvinnuleysisskrá í mán- uðinum, þar af 2.670 karlar og 2.891 kona. Er það 4,3% af áætluð- um mannafla á vinnumarkaði. Tölur þessar sýna að 1.022 voru að meðal- tali án vinnu í nóvember en í októb- ermánuði. Einnig að færri voru at- vinnuláusir í nóvember en í sama mánuði í fyrra og munar þar 466 mönnum. ^ Árstíðasveifla í desember Atvinnuástandið versnar að jafnaði mikið í desember og segir Vinnumálaskrifstofan að búast megi við því að atvinnuleysið geti orðið á biiinu 5,3 til 5,8% í mán- uðinum. Það er minna atvinnuleysi en í fyrra þegar það var 6,4%. í yfíriiti skrifstofunnar segir að nú fari í hönd tveggja mánaða veiði- bann krókaleyfisbáta og verulegur samdráttur í allri byggingarstarf- semi. Mest velti á hve mikið verði um almenna lokun fiskvinnsluhúsa í desember en óvenjumikið hafi verið um lokun í fyrra vegna sjó- mannaverkfalls. Samkvæmt því er spáð minna atvinnuleysi í desem- ber en í þessum mánuði á síðasta ári. Síðastliðna tólf mánuði voru um 6.287 manns að meðaltali atvinnu- lausir á móti 5.600 árið 1993. At- vinnuleysi er meira hjá konum en körlum, eða 5,4% á móti 3,5%. Atvinnuleysi í sept., okt. og nóv. 1994 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli Á höfuðborgarsvæðinu standa 3.280 atvinnulausir á bak við töluna 4,3% í nóvember og ' fjölgaði um 407 frá því ^ ' V--' \ í októben Alls voru 5.501 atvinnulausir á landinu öllu í nóvember og hefur fjölgað um 962 frá því I október LANDSBYGGÐIN 4,2* S O N LANDIÐALLT 4,3» S O N S O N Munurinn milli kynja er heldur minni en í október. Verst á Norðurlandi eystra Atvinnuleysið eykst alls staðar á landinu í nóvember. Hlutfallslega er aukningin mest á Norðurlandi vestra en þegar eingöngu er litið á fjölda atvinnulausra er aukningin mest á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi eystra. Atvinnuleysi jókst hlutfallslega mest á Sauðár- króki og Þingeyri, þar sem fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisskrá þrefaldaðist. Besta atvinnuástandið er á Vest- fjörðum þar sem 1,5% vinnufærs fólks er á atvinnuleysisskrá í nóv- ember en versta ástandið er á Norðurlandi eystra þar sem 5,8% eru á skrá. Mesti fjöldi atvin’nu- lausra í lok nóvember var í Reykja- vík, 2.667, á sama tíma voru 482 Akureyringar atvinnulausir, 396 Hafnfirðingar, 332 Kópavogsbúar og 331 einstaklingur í Suður- nesjabæ. i » {■ » fr í fr I i I i l \ i > I I I ) i 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.