Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þau eru búin að vera voðalega óþæg á meðan þú varst í Kína. Alltaf að hrekkja okkur. Tillögnr nefndar um bætta umgengni um auðlindir sjávar varðandi útkast fisks og löndun framhjá hafnarvog Herða ber viðurlög og þyngja við síbrot BEITA þarf veiðileyfissviptingum og kvótaskerðingum þegar menn verða uppvísir að því að varpa nýtanlegum fiski í sjóinn eða landa framhjá vigt. Viðurlög við þessum brotum eiga að þyngjast við endur- tekin brot. Þetta er á meðal niður- staðna í áfangaskýrslu samstarfs- nefndar um bætta umgengni um auðlindir sjávar til sjárvarútvegs- ráðherra, sem skipaði hana í maí síðastliðnum. Nefndin telur einnig, að til að stemma stigu við útkasti fisks eða löndun fram hjá hafnarvog sé mikilvægst að aflaheimildir bygg- ist á vísindalegri ráðgjöf og að afli fari ekki fram út aflaheimild- um. Stuðla beri að því að það sem veitt er af fiski komi að landi. Reglur um veiðar og umgengni um auðlindina þurfa að vera ein- faldar, skýrar og öllum kunnar, og vanti í því sambandi skýrari lagaákvæði en nú eru í gildi, þann- ig að hægara sé að kæra fyrir brot og fá brotlega aðila dæmda til refsingar. Samræmi þurfí að vera í afla- heimildum milli tegunda og veiði- eftirlit þurfi að vera markvisst og beinast að vandamálum hvers tíma. m Könnun meðal sjómanna Þannig eigi veiðieftirlit t.d. að leggja höfuðáherslu á verndun smáfisks þegar helstu stofnar eru í góðu ástandi og yngstu árgangar eru stórir, en leggja aukna áherslu á að fyrirbyggja útkast og löndun framhjá vigt þegar aflaheimildir eru litlar, yngstu árgangar einnig og uppeldisstöðvar að mestu lokaðar fyrir veiðum. Nefndinni var jafnframt falið að reyna að meta í hve miklum mæli sjávarafla er varpað fyrir borð á íslenska fiskiskipaflotanum og segir í skýrslunni að það starf sé erfitt. I því skyni að afla vitn- eskju um útkasts fisks á sjó hefur nefndin sett af stað úrtakskönnun meðal íslenskra sjómanna og er vonast til að hún gefí a.m.k. vís- bendingu um hvort útkast hafi fremur aukist eða minnkað að undanfömu og hvaða tegundum sé helst hent. „Nær útilokað má telja að hægt sé að meta af nákvæmni með þeim gögnum sem tiltæk eru hversu miklu er hent af fiski í sjóinn og hversu miklu er landað framhjá vigt. Þetta stafar af því að eðli málsins samkvæmt fer slíkt athæfi dult og hefur eftirlit ekki beinst að því sérstaklega. Sögusagnir hafa hins vegar auk- ist undanfarið ár. Enda þótt lík- legt megi telja að sögusagnir geri meira úr slæmri umgengni en til- efni er til, eins og oft vill verða, þá er það samdóma álit nefndar- innar að umgengni hafi versnað að undanförnu.“ Nefndin, sem skipuð er fulltrú- um Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, Fiskistofu, Haf- rannsóknastofnun, Vélstjórafélags íslands, Landssambands íslenskra útvegsmanna, sjávarútvegsráðu- neytis og Sjómannasambands Is- lands, telur að hvati til að henda físki eða landa fram hjá vigt mynd- ist helst þegar kvóti er mjög tak- markaður samanborið við veiði- getu skipa og þá helst á síðari hluta fiskveiðiárs. Besti fiskurinn nýttur Viðleitni til að gera sem mest verðmæti úr heimiluðum afla kunni þá að hafa þau áhrif að besti fískurinn sé nýttur og lakari físki hent. Einnig þegar fiskur hefur skemmst í veiðarfærum, við sér- veiðar með smáriðnum veiðarfær- um fyrir rækju, humar og annað smávaxið sjávarfang, einnig þeg- ar fiskurinn er af óhefðbundinni tegund sem ólíklegt sé að kaup- andi sé að og þegar sjómenn telji fiskinn ekki hæfan til vinnslu sök- um sýkingar, sníkjudýra eða smæðar. Kjaramál verslunarmanna „Við viljum semja á starfs- greinagrunni“ Ingibjörg R. Guðmundsdóttir ULLGILDIR félag- ar í samtökum verslunarmanna um land allt eru um 15.000. Um 75% tilheyra Verslunarmannafélagi Reykjavíkur og lands- samtökunum tilheyrir verslunarfólk og skrif- stofufólk sem ekki starfar hjá svéitarfélögum og hinu opinbera. - Hverjar verða helstu kröfur í komandi kjara- sanmingum? „Það er verið að vinna þetta hjá landssambönd- unum og hvert um sig hefur átt fyrstu viðræður við VSÍ. Við verslunar- menn erum að bíða eftir annarri umferð og aðal- spurningin í sérkjaravið- ræðunum er hvort þeir vilji semja við okkur á starfsgreinagrunni. Að hægt verði að taka á ákveðnum hópum í stað þess að líta á þjóðfélagið í heild. Það er mjög mikið mál hjá okkur. Við erum með afgreiðslufólk og skrifstofufólk og það er gífurlegur launamunur á þessum hópum, bæði innbyrðis og milli greina." - Hvað veldur því? „Ég kenni afgreiðslutímanum um að hluta til hvað afgreiðslu- fólk varðar og þessari hugsun að það sé alveg nóg að manna búðirn- ar. Það sé allt í lagi að fá inn krakka svo dæmi sé tekið eftir klukkan sex, bara á meðan ein- hver sé í búðinni. Laun í verslun hafa farið lækkandi á mjög lön'g- um tíma. Það þótti tiltölulega góð staða að vera afgreiðslumaður í búð fyrir nokkrum áratugum og heilmikið af fagfólki í greininni sem hefur sérkunnáttu á öllum mögulegum sviðum. Sums staðar fær það greitt fyrir það að hluta, annars staðar ekki, en afgreiðslan almennt er orðin mjög illa launuð. Hvað vinnutímann varðar er opið á hverjum degi til tíu í sumum verslunum og frá 1-6 á sunnudög- um. Forsvarsmenn þeirra segja að enginn sé nauðbeygður til að vinna og hægt að fá inn annað fólk á þessum tímum en dagvinnu- launin eru miðuð við þetta. Svo er annað að ekki er hlaupið að því að fá fólk til að sækja börn starfsfólks á barnaheimili og sjá þeim fyrir vistun á kvöldin. Mér er óskiljanlegt hvernig þeir sem ekki eiga maka fara að.“ - Hver eru laun verslunar- manna í dag? „Afgreiðslufólk fær 48.000- 65.000 krónur en taxtamir fara ekki hærra. Ætli sé ekki algengt að fólk fái frá 53.000 upp í 57.000 í nýlenduvöruversluninni og stór- mörkuðum en hjá skrifstofufólki er mikill munur milli höfuðborgar- innar og landsbyggðarinnar. Skrif- stofufólk fær borgað frá 50.000 upp i um 150.000, sem ekki þekk- ist hjá afgreiðslufólki. Kjör þess eru líka mjög mismunandi innbyrðis, starfsfólk í byggingar- vöruverslunum er t.d. með öðruvísi launasam- setningu en lagermenn eru á svip- uðum kjörum og afgreiðslan. Fólki sem fær borgað eftir taxta fer fjölgandi í báðum greinum og við erum með greinar þar sem Iaunin hafa stöðvast. VR var að gera kjarakönnun sem birt verður fljót- lega og ég get ekki greint frá tölun- um fyrr en þær verða birtar.“ - Eru kjörin mikið lakari úti á landi? ► INGIBJÖRG Rannveig Guð- mundsdóttir fæddist 19. ágúst 1949 í Reykjavík. Ingibjörg varð stúdent frá Verslunar- skóla Islands árið 1971. Hún var í sljórn VR 1976-1990, formað- ur Landssambands íslenskra verslunarmanna frá 1989 og fyrsti varaforseti ASÍ frá 1992. „Já. Ég held að fákeppni ráði mestu þar um. Mikið af verslunar- fyrirtækjum hefur lagt upp laup- ana og kaupfélög hafa mörg átt í vandræðum. Fólk hefur ekki í önnur hús að venda. Sama gildir um skrifstofufólk, það er mikið á hreinum töxtum úti á landi.“ - Hver er launamismunur milli kynja hjá aðildarfélögunum? „Hann er misjafn eftir hópum. í sumum greinum er enginn sam- anburður en það kemur fram hreinn mismunur við kjarakann- anir, bæði hvað varðar grunnlaun og heildarlaun, hæst 40%.“ - Hvað um verktöku launa- fólks í verslun? „Þessi svokallaða verktaka er tiltölulega nýtt fyrirbrigði og kem- ur í kjölfar kreppuástands. Það er jafnvel verið að taka krakka eða táninga í verktöku og ætla þeim að standa skil á virðisauka- skatti. Þetta þekkist mikið í sjopp- um og þegar þau biðja um launa- seðla er þeim sagt að nóg sé af físki í sjónum. Þau fá einhveija brúttótölu út og er skipað að koma og fara eftir hentugleikum. Eitt það alvarlegasta sem er að gerast upp á síðkastið er að það er verið að ala upp hóp unglinga sem finn- ur að enginn stendur vörð um hagsmuni þeirra." - Hvað annað ætlið þið að fara fram á? „Aðalatriðið er starfsgreina- grunnurinn, en fáum við neitun verðum við að hugsa dæmið upp á nýtt. Við höfum ekki gert ráð fyrir því enda fínnst okkur þetta svo sanngjörn krafa og ekki þurfi að fara fram á launa- hækkun fyrir alla þjóð- ina til þess að laga það sem bersýnilega er úr lagi gengið. Og svo aft- ur sé vikið að vinnutím- anum er í gildi samningur í Reykja- vík um að megi vera opið til 18.30 á kvöldin og eitt kvöld í viku til 20.00 og á laugardögum til 16.00. Einnig segir í samningi að eigi að bytja að greiða frá níu, en margir atvinnurekendur vilja opna klukk- an tíu af því það hentar þeim bet- ur. Það er alveg nóg að hjá þessum hópi án þess að ekki sé verið að reyna að hnika til vinnutímanum." Fleiri fá nú laun skv. taxta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.