Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingflokkur Sjálfstæðisflokks Tveir selja fyrirvara um vega- áætlun ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðisflokks hefur samþykkt að vegaáætiun fyrir næstu fjögur ár verði lögð fram á Alþingi. Tveir þingmenn gera form- lega fyrirvara við þá skiptireglu í nýrri framkvæmdaáætlun um vega- mál að deila framlögum út eftir höfðatölu. Fleiri gagnrýna að skerða eigi áður áformað framlag til vega- mála á móti nýju framkvæmdafé. Komið hefur fram gagniýni frá landsbyggðarþingmönnum 4 að Austurland og Vestfirðir fái iiu..:-' í nýrri framkvæmdaáætlun en skv. hinni eldri. Samkvæmt áreiðanlegum uppiýsingum Morgunblaðsins lýsti Halidór Blöndal samgönguráðherra því yfir á þingflokksfundi á mánudag að ekkert kjördæmi kæmi verr út við breytingarnar en áður hefði verið áætlað. Halldór vildi þó ekki stað- festa þetta við Morgunblaðið. Fyrirvarar Vetja á 1.250 millj. til vegamála á næsta ári til viðbótar reglulegu framlagi til Vegagerðarinnar. Við- bótarfénu á að deila til kjördæma eftir fólksfjölda, sem þýðir að 60% fer til höfuðborgarsvæðisins. Egili Jónsson þingmaður Austur- lands og Matthías Bjamason þing- maður Vestfjarða gera fyrirvara við höfðatöluregluna. „Ég ep-á móti því að beitt sé einhverri höfðatölureglu því þessir vegir eru í eigu allra íslend- inga. Fólk úti á landi notar vegi á höfuðborgarsvæðinu og fólk þar not- ar vegi úti á landi. Því er þetta svo undarlegt; hvað á þá að gera við fjall- vegina þar sem engir búa?“ sagði Matthías sem kvaðst ekkert hafa við auknar framkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu að athuga. Nokkrir þingmenn gagnrýndu að skera ætti niður framlög á móti nýju framkvæmdafé. Þ.á m. var Eggert Haukdal, sem sagði við Morgunblað- ið að ekki veitti af þessu öllu í vega- málin, sérstaklega ef haft væri- í huga að samgönguráðherra hefði ákveðið að taka inn í vegaáætlun um 500 millj. vegna flóabáta og feija. Alþýðuflokkur hefur ekki afgreitt vegaáætlun en búist er við að það verði gert í dag. Þar er einnig and- staða við höfðatöiuregluna. Morgunblaðið/Ámi Sæberg EINS og á fyrstu jólunum koma englar við sögu í Jólasögunni. F.v.: Styrmir Hafliðason, Sigurgeir Bjarnason, Edda Jónsdóttir, Jónína H. Jónsdóttir, Jóhannes Ingimarsson. Jólasagan sett á svið hjá Fíladelfíu í Reykjavík JÓLASaGAN, leikrit Guðrúnar Ásmundsdóttur um fyrstu jólin séð með augum íslenskrar fjósa- konu, hefur verið sýnt fyrir troð- fullu húsi í Fíladelfíu í Reykjavík nú í vikunni. Tæplega 1.300 börn á aldrinum 11 t.il 12 ára úr grunn- skólum Reykjavíkur sjá þrjár sýningar á Jólasögunni og kom- ust að færri en vildu, að sögn Hafliða Kristinssonar forstöðu- manns Fíladelfíu. Auk þess eru tvær sýningar fyrir almenning og verður sú síðari í kvöld. Á fjórða tug leikara og söngvara Fyrstu jólin með augum fjósakonu tekur þátt í sýningunnl. „Það er margt líkt með ís- lensku fjósi og fjárhúsinu í Betle- hem,“ segir höfundurinn Guðrún Ásmundsdóttir einnig er leik- stjóri. „Það er ekkert grín að fæða barn í fjárhúsi. Þessi sann- indi ljúkast upp fyrir fjósakonu og henni liggur mikið á að segja börnunum í Reykjavík frá því sem gerðist á fyrstu jólum." Saga fjósakonunnar og sagan frá Betlehem eru samofnar og skreyttar fjölda söngva. Guðrún segist hafa reynt að setja sig ekki í of hátíðlegar stell- ingar þegar hún samdi Jólasög- una. „Eg leyfi mér að sprella svolitið inn á milli, börnin fylgj- ast betur með þegar þau fá að hlæja og skemmta sér.“ Sjúkraliðar á ríkislaunum Meðallaun um 97 þúsund HEILDARLAUN ailra sjúkraliða á Ríkisspítölum og öðrum stofnunum, sem fá greidd laun frá starfsmanna- skrifstofu íjármálaráðuneytisins, voru í október sl. 96.897 kr. á mán- uði að meðaltali. Heildarlaun eru dagvinnulaun, sem voru að meðaltali 69.281 króna, að viðbættum launum fyrir yfírvinnu og vaktir. Tölumar miðast við sjúkraliða sem starfa hjá Ríkisspítölum, heilsu- gæzlustöðvum og við heimahjúkrun. Sé aðeins litið á þá sem starfa á Ríkisspítölunum, voru heildarlaun þeirra 108.708 kr. í september sl. Hærri heildarlaun hjá þessum hópi skýrast af meiri vaktavinnu, að sögn Guðmundar Guðmundssonar hjá starfsmannaskrifstofunni. Dag- vinnulaun sjúkraliða á Ríkisspítulum voru að meðaltali 68.740 krónur. 10 af 260 með minna en 60.000 í dagvinnulaun Þegar iitið er á dreifíngu 263 stöðugilda sjúkraliða eftir launa- flokkum, kemur í ljós að dagvinnu- laun tíu þeirra eru undir 60.000 kr. Langflestir sjúkraliðar, eða 201, eru í áttunda aldursþrepi, með dagvinnu- laun á bilinu 68.900-75.209 krónur og örfáar með hærri dagvinnulaun. Verslunarráð vill að framlög til prófkjörsbaráttu verði frádráttarbær frá skatti Ráðherra breyti reglugerð VERSLUNARRÁÐ íslands vill að framlög fyrirtækja til prófkjörsbar- áttu einstaklinga verði frádráttarbær frá skatti með sama hætti og fram- lög til stjómmálaflokka. Hefur ráðið sent fjármálaráðherra bréf með ósk um að reglugerð verði breytt í þessa veru. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagðist myndu láta lögfræð- inga ráðuneytisins fara yfir máiið en honum sýndist í fljótu bragði erfítt fyrir ráðherra að víkka út þá hugs- un, sem kemur fram í lögunum. I bréfí Verslunarráðs er minnt á lagabreytingu frá síðasta ári þar sem heimilað var að færa gjafír og fram- lög til stjórnmálaflokka til frádráttar í rekstri. Heimildin er nánar útfærð í reglugerð. Fram kemur í bréfi Verslunarráðsins að það er ekki skil- greint hvað felst í stjórnmálastarf- semi og aðeins nefnt orðið stjóm- málaflokkar. í samtölum við skattyf- irvöld hafi komið fram að þau telji framlög til frambjóðenda í prófkjöri ekki falla undir umrædda fr'.dráttar- reglu en útfæra mætti reglugerðina þannig að prófkjörsbarátta félli und- ir stjómmálastarfsemi. Kröfur um bókhald „Verslunarráð íslands telur að skýra beri ákvæðið um frádrátt vegna framiaga til stjómmálaflokka á þann hátt að undir falli allir styrk- ir til stjórnmálastarfsemi. Annar skýringarkostur er vart tækur ef virða á jafnræðisreglu, skoðanafrelsi og félagafrelsi," segir í bréfinu. Jafnframt er rætt um að með þessu móti yrðu gerðar kröfur til frambjóðenda í prófkjörum um að bókhald sé haldið yfír prófkjörssjóð, fylgiskjöl uppfylli settar reglur og uppgjöri sjóðsins verði skilað til skattyfirvalda. Óskar álits Friðrik Sophusson sagðist myndu láta lögfræðinga ráðuneytisins fara yfír málið og gefa sér álit um efni bréfs Verslunarráðs. „Mér sýnist í fljótu bragði að þáð sé afar erfitt fyrir ráðherra að víkka út þá hugsun, sem kemur fram í iögunum en þar segir að styrkja megi stjórnmálaflokka og fleiri sam- tök. Stjómmálaflokkur er væntan- lega skipulögð samtök sem bjóða fram til þings. Ef prófkjörsbaráttan er rekin í nafni flokksins, til dæmis með þeim hætti að blöð em gefín út á vegum flokks þótt einstakir fram- bjóðendur standi að slíkum blöðum, er vafalaust að það fellur undir lög- in. Ef hins vegar er um að ræða persónulegan kostnað frambjóðenda er mikill vafi um slíkt, og ég sé ekki í fljótu bragði að hægt sé að heim- færa það undir hugtakið stjórnmála- flokk," sagði Friðrik. Sjötti ársfundur Ríkisspítalanna var haldinn í K-byggingu Landspítalans í gær SJÖTTI ársfundur Ríkisspítala var haldinn í K-byggingu Landspítalans í gær, og var þess sérstaklega minnst á fundinum að í ár eru liðin 20 ár frá stofnun gjörgæsludeildar Land- spítalans. Starfsemi deildarinnar hefur farið stöðugt vaxandi og árið 1993 voru 1.396 sjúklingar lagðir inn, en það er 8,2% fjölgun milli ára. Einnig var kynnt sérstaklega starf- semi eðlis- og tæknideildar, sem heldur upp á 25 ára afmæli sitt um þessar mundir. Deild- in var stofnuð árið 1969 með tveimur starfs- mönnum en nú eru starfsmennirnir 23 talsins. Sparnaðurinn á sjötta þúsund króna á ibúa Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráð- herra sagði í ávarpi sem hann flutti á ársfund- inum að á árunum 1992 og 1993 hefði tek- ist að ná niður kostnaði í heilbrigðisþjónustu sem næmi á sjötta þúsund krónum á hvern íbúa, en á sama tíma hefði þjónusta verið stóraukjn. Hvað Ríkisspítalana varðar nefndi hann sérstaklega fjölgun hjartaaðgerða, glasafijóvgun og tilkomu steinbijótsins á Landspítala. Sagði heilbrigðisráðherra að ís- lendingar stæðu vel í samanburði við aðrar þjóðir innan OECD hvað varðar að draga úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Erfið samskipti við fjárveitingavaldið Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítal- anna, sagði í ræðu sinni á ársfundinum að árið sem nú er að líða hefði verið sérstakt þar sem annars vegar hefði náðst óvenjugóð- 20 ár frá stofnun gj örgæsludeildar Morgunblaðið/Árni Sæberg DAVÍÐ Á. Gunnarsson forstjóri í ræðustól á sjötta ársfundi Ríkisspítala sem haldinn var í K-byggingu Landspítalans í gær. ur árangur hvað varðar þá þætti sem snúa að starfseminni, en hins vegar hefðu verið erfið samskipti við fjárveitingarvaldið. Hann gat þess að um síðustu áramót hefði sérstak- lega verið tekið fram í texta fjárlagafrum- varpsins að halda ætti óbreyttri starfsemi á þeim sjúkrahúsum í Reykjavík sem reka fjöl- þætta starfsemi, en hvað Ríkisspítalana varð- ar hefðu tölurnar í fjárlagafrumvarpinu gert ráð fyrir miklum niðurskurði. Þegar svo for- sendur hefðu breyst síðar á árinu bæði hvað varðar starfsemina og kjarasamninga hefðu fjármálin stefnt í mikið óefni, þó svo að starf- semin væri í mjög föstum böndum og í full- komnu samræmi við vilja stjórnvalda. Davíð sagði að nú hefðu þessi mál verið leyst á viðunandi hátt fyrir Ríkisspítala með góðri aðstoð heilbrigðismálaráðherra. Hins vegar yrði ekki hjá því komist að benda á að þegar talað væri um að koma festu á hvað varðar fjárlagagerð þá yrðu menn að huga betur að samræminu milli þess raun- veruleika sem blasri við í starfsemi stofnana og þeirra fjárupphæða sem birtast í fjárlög- um. Davíð gat þess að snemma á árinu hefðu borist tilmæli frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti um að reyna að auka afköst handlækningadeildar spítalans, þar með tald- ar hjartaaðgerðir. Fyrstu niðurstöður bentu til að árangurinn af þessu átaki hafi verið langt umfram það sem menn hafi þorað að vona og svipað mætti segja um fleiri átaks- verkefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.