Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D 286. TBL. 82. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hart barist en sókn Rocard ekki fram Rússa miðar hægt Grosní. Eeuter. RUSSNESKAR sveitir sóttu í gærkvöldi að Grosní, höfuðbórg Kákasus-lýðveldisins Tsjetsníu úr vestri, norðri og norð-vestri, með aðstoð sprengjuþotna og árásarþyrlna. Hart var barist í allan gærdag en úr átökunum dró um kvöidið. Að sögn rússnesku fréttastofunnar Itar-Tass er markmið Rússa að einangra borgina en hertaka hana ekki strax. Andrei Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði í gær að Rússar væru reiðubúnir að grípa til allra þeirra aðgerða, sem nauðsynlegar væru, til að yfirbuga Tsjetsjena. Markmið hernaðaraðgerðanna er að koma í veg fyrir sjálfstæði lýðveldisins frá Rússlandi, en Tsjetsjenar lýstu einhliða yfir sjálfstæði fyrir þremur árum. Réðust rússneskar hersveitir inn í lýðveldið á sunnudag og eru þetta mestu hernaðaraðgerðir Rússa frá því innrásin var gerð inn í Afganistan árið 1979. Engar tölur um mannfall hafa enn verið gerðar opinberar en Tass greindi frá því í gær að níu Rússar hefðu fallið frá því á sunnudag. Fréttamenn í iýðveldinu sögðu Rússa hafa haldið 45 kílómetra inn í landið í gær. Sóknin úr norðvestri hefði þó tafist verulega vegna harðra bardaga og sóknin úr norðri vegna þess að jarð- sprengjum hafði verið komið fyrir við brú. Sprengjuþotur héldu í gær uppi árásum á Grosní og nærliggjandi þorp og var sprengjum ítrekað varpað á Khankala-herflugvöllinn í út- jaðri borgarinnar. Tsjetsjenar svöruðu árásunum með eldflaugaárásum. Fjölmargir íbúar Grosní flúðu skelfingu lostnir út úr borginni, margir með smábc'-'n í fanginu. Viðræður Dzokhars Dúdajevs, forseta Tsjetsn- íu, og fulltrúa Rússa héldu í gær áfram í ná- grannahéraðinu Norður-Ossetíu. Hægt virðist hins vegar miða í samkomulagsátt. Dúman, neðri deild rússneska þingsins, sam- þykkti í gær ályktun þar sem Borís Jeltsín for- seti er hvattur til að leita allra pólitískra og diplómatískra leiða til að ná samkomulagi við Tsjetsjena. Eru flestir þingmenn andvígir hern- aðaraðgerðunum. Er fiokkur þjóðernissinnans Vladímírs Zhírínovskíjs sá eini er lýst hefur opin- berlega yfir stuðningi við aðgerðirnar. Vesturlönd varkár Bandaríkjastjórn og ríkisstjórnir flestra ann- arra vestrænna ríkja hafa lýst því yfir að um rússneskt innanríkismál sé að ræða en deiluaðilar- eru hvattir til að draga úr átökunum. Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sovétforseti, sagði í viðtali við italskt dagblað í gær að hann óttað- ist að átökin í Tsjetsníu myndu brátt breiðast út til nærliggjandi héraða og sagðist óttast að Rúss- ar hefðu dregist inn í átök er þeir gætu ekki unnið. Aðgerðir í Tsjetsníu væru ekki „göngutúr um sólríkar strendur Haítí,“ sagði Gorbatsjov. Hvatti hann til þess að kosið yrði í Rússlandi hið fyrsta. RÚSSNESKAR skriðdrekasveitir sækja að Grosní, höfuðborg Tsjetsníu. Reuter París. Reuter. MICHEL Rocard, fyrrum forsætis- ráðherra Frakklands, sagðist í gær ekki ætla að gefa kost á sér í forseta- kosningunum á næsta ári. Mikil óvissa ríkir um frambjóð- anda vinstrimanna eftir að Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ákvað að bjóða sig ekki fram. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í gær, eru tveir frambjóðend- ur hægrimanna, Jacques Chirac, fyrrum forsætisráðherra, og Edou- ard Balladur, fyrrum forsætisráð- herra, líklegastir til að komast áfram í aðra umferð forsetakosninganna. ------------------- Pentium- örgjörvi stöðvaður BANDARÍSKA tölvufyrirtækið IBM ákvað í fyrradag að hætta afhend- ingu tölva, sem búnar eru Pentium- örgjörvanum frá Intel. Sögðu tals- menn fyrirtækisins, að fundist hefðu fleiri gallar í örgjörvanum en fram- leiðandinn hefði áður viðurkennt. Var skýrt frá þessu í International Herald Tribune í gær. Talsmenn Intels, sem er stærsti örgjörvaframleiðandi í heimi, viður- kenndu í síðasta mánuði, að búast mætti við, að venjulegir notendur gætu fengið ranga útkomu úr deil- ingu í níu milljarðasta hvert skipti eða einu sinni á 27.000 árum. Rann- sóknir hjá IBM leiddu hins vegar í ljós, að í töflureiknisforritum, sem eru endurreiknuð á hveijum stundarfjórðungi, mætti búast við villu á 24 daga fresti. Hjá fyrirtæki með 500 tölvur, til dæmis verslan- akeðju, sem notaði þær við birgða- hald, gæti það þýtt allt að 20 villur á dag. Italska stjórnin talin geta sprungið Innan skamms Reuter GENGI ítölsku lírunnar lækkaði verulega í gær á gjaldeyris- mörkuðum vegna óvissu um framtíð stjórnar Berlusconis. ESB vill meiri fískveiðikvóta Ósló. Morgunblaðið. Berlusconi hafnar afsögn Mílanó. Reuter. DÓMARAR í Mílanó yfirheyrðu Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í sjö kíukkustundir í gær vegna gruns um, að hann hafi ver- ið viðriðinn spillingu í fjármálafyrir- tæki sínu. Virðist ríkisstjórnin kom- in að því að springa og sumir oddvit- ar flokkanna, sem að henni standa, spá því, að hún muni ekki lifa leng- ur en fram yfir áramót. í yfirlýs- ingu sem Berlusconi gaf út í gær- kvöldi sagði hann hins vegar að ekki hefðu verið lögð fram nein gögn er sýndu að hann hefði brotið neitt af sér og að hann myndi ekki segja af sér. Umberto Bpssi, leiðtogi Norður- sambandsins, eins stjórnarflokk- anna, sagði í gær, að dagar stjórn- arinnar væru taldir um leið og íjár- lögin hefðu verið samþykkt. Virðast stjórnarandstöðuflokkarnir einnig telja það víst og í gær greiddu þeir fyrir samþykktinni og þar með endalokum stjórnarinnar með því að draga til baka fram komnar breytingartillögur. Bossi sagði einnig, að Norður- sambandið vildi mynda nýja stjórn með flokkum nálægt miðju stjórn- málanna og hann kallaði Berlusconi og Þjóðarfylkinguna síðustu leifar gömlu spillingarinnar. Giuseppe Tatarella, aðstoðarfor- sætisráðherrra úr Þjóðarfylking- unni, tók í sama streng og Bossi þegar hann sagði, að endurskoða yrði stjórnarsamstarfið frá grunni. Gaf hann í skyn, að þá myndi stitna upp úr því og ekki seinna en strax eftir áramótin. EFTIR áramótin hefst nýtt uppgjör milli Noregs og Evrópusambandsins (ESB) um aukna fiskveiðikvóta í norskri fiskveiðilögsögu í stað lægri tolla fyrir norskar sjávarafurðir. Þegar Svíþjóð, Finnland og Aust- urríki verða aðilar að Evrópusam- bandinu eftir áramót gilda sömu tollar þar og í öðrum ESB-ríkjum. Aætlað er að þetta muni kosta norskan sjávarútveg að minnsta kosti jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna, þar af um milljarð í Svíþjóð einni. Norskir embættismenn hafa stað- ið ! óformlegum viðræðum við full- trúa framkvæmdastjórnar ESB og óskað eftir verulegum tollalækkun- um, en þeir búast við að því verði svarað með hörðum gagnkröfum frá Evrópusambandinu. Talið er að sam- bandið krefjist þess að Norðmenn auki innflutning sinn á landbúnaðar- afurðum og veiti ESB meiri fisk- veiðikvóta. Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra hefur sjálf sagt að búast megi við slíkum kröfum. Ýmsar fiskveiðiþjóðir, einkum Spánveijar, hafa gefið til kynna að þeim sé mjög í mun að fá meiri kvóta í norskri fiskveiðilögsögu. Enginn sérsamningur Helstu rök Norðmanna eru að það sé óeðlilegt að ESB-aðild EFTA- landanna þriggja, Svíþjóðar, Finn- lands og Austurríkis, skuli hafa áhrif á viðskiptasamninga þeirra við Nor- eg. Þessi rök notuðu Norðmenn, Svíar og Finnar í aðildarviðræðunum við ESB til að tryggja að innganga þeirra í sambandið hefði ekki áhrif á fríverslunarsamningana við Eyst- rasaltsríkin. Talið er að Norðmenn geti ekki gert sér vonir um sérsamning um sænska markaðinn. Embættismenn í Brussel hafa sagt að fallist ESB á tollalækkanir verði þær að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.