Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Landgræðsla: Bjartsýni og baráttuvilji ÁRBÓK Landgræðslu ríkisins er komin út í fimmta sinn og nefnist Græðum ísland. Þetta er vegleg, innbundin bók með veigamiklum greinum og litmyndum, 184 blað- síður að stærð. í henni eru 22 undir- stöðugreinar eftir helstu sérfræð- inga um uppgræðslu og ræktun landsins. I formála segir ritstjórinn Andr- és Amalds m.a. í samstarfi Land- græðslunnar og Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins er nú unnið að verkefninu: Jarðvegsvernd. Það felur í sér alhliða rannsóknir á jarð- vegseyðingu og gert er ráð fyrir að fyrsta heildarúttekt á útbreiðslu jarðvegseyðingar á íslandi líti dags- ins ljós árið 1996. Slík úttekt veitir ekki eingöngu yfírlit yfir þann vanda sem við er að etja. Hún er ekki síður mikilvæg til að sýna hvaða svæði búa við heilbrigt ástand jarðvegs.“ Hann bætir við að gróðurskilyrði séu annar flokkur rannsókna sem brýnt sé að hefja. I ritið skrifar Sveinn Runólfsson ítarlega grein um Landgræðslu á árunum 1992-93 og Björn Sigur- bjömson um jarðvegseyðingu — mestu ógn jarðar. Andrés Arnalds skrifar um vistfræðileg stefnumið í landgræðslu og gróðurvemd og Ása L. Aradóttir um nýjar leiðir við endurheimt landgæða. Jón Guð- mundsson skrifar um belgjurtir og landbætur og um byggingarefni líf- vera og níturferla og loks um storma, fugla og landgræðslu. Greinar eru um einstaka staði, svo sem rofabörðin við Djúphóla eftir Ólaf Arnalds og Ómar Ragnarsson, jarðvegseyðingu á Haukadalsheiði eftir Guttorm Sigbjarnarson, áfoks- geira við Kringlutjöm eftir Þröst Eysteinsson, Rauðhól-Fagurhól eft- ir Guðjón Jónsson, vamarstarf við Reykjahlíð eftir Hörð Sigurbjarnar- son, heftingu sandfoks í Dimmu- borgum eftir Þröst Eysteinsson, sjálfboðavinnu á Kjalvegi eftir Þor- vald Örn Árnason, uppgræðslu í Rótarmannagili eftir Ragnheiði Jónasdóttur og landgræðslustarf í Ljósm. Guðjón Jónsson. HÁLFDÁN Björnsson ber í Oræfajökul í gervi jóla- sveinsins með fullan poka af lúpínustönglum frá Kví- skerjum á bakinu. Mynd úr Árskýrslu Iandgræðslunnar. Skarfanesi eftir Sigurgeir Þor- bjömsson. Hóimfríður Sigurðar- dóttir skrifar um ánamaðka í lúp- ínubreiðum, Ólafur Amalds um holklaka, þúfur og beit, Andrés Arnalds um starfshætti í land- græðslu, Jón Aðalsteinn Hermanns- son greinina Þannig notum við land- ið og Örn Bergsson um nýstofnað landgræslufélag Öræfinga. Fílharmóníu- aðventutónar TONLIST Kristskirkju AÐVENTU-OG JÓLATÓNLIST Fílharmóníukórinn, Úlrik Ólason stjórnandi, Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Monika Abendroth harpa, Ólöf Sesselja Guðmundsdóttir selló, Páll Hannesson bassi og Elías Davíðsson orgél. Á ÞESSUM tíma ársins fyllast kirkjur flestar aðventu- og jólatón- list og Fílharmoníukórinn verður með hvorki meira né minna en þrenna tónleika í Kristkirkju. Slík er helgi þessarar kirkju að þögnin þar nægir ein til að koma manni í tilætlaða stemmningu, það annað sem svo boðið er uppá, er hrein við- bót. Fyrri hluti efnisskrárinnar var samansettur af þekktum jólalögum, erlendum utan það fyrsta, Jesús, mín morgunstjarna, í útsetningu Jóns Þórarinssonar. Kórinn söng þessi lög blátt áfram og tilgerðar- laust, kannske nokkuð um of það, því lögin voru öll sungin í nokkurn- vegin sama styrkleika. Víst bjóða þessi lög ekki upp á margbreytilegar kúnstir í söngmáta, en nokkrar styrkleikabreytingar hefðu ekki skaðað, með þessu móti urðu lögin nokkuð eintóna. Kórinn er annars nokkuð vel skipaður röddum, þó er tenórinn og altinn veikustu hlekkirn- ir, bassinn er vel hljómandi, en tónör- yggið er ekki alltaf á hreinu. Best sungnu lögin voru þau þar sem mest reyndi á kórinn, svo sem í Ave Maria eftir Arcadelt og Locus Iste eftir Anton Bruckner. Einnig var reisn yfir flutningnum á Exultate Deo eftir Alessandro Scarlatti. Kór- inn býr að mörgum góðum þáttum, en lengi getur gott batnað og þegar búið verður að sauma í nokkur göt, getur hér orðið um fyrirmyndarkór að ræða. Rödd Ingibjargar Guðjóns- dóttur hljómaði fagurlega um hvelf- ingar kirkjunnar, en af einhveijum ástæðum var hún stundum neðan í tóninum. Ástæðan er annað tveggja að söngvarinn áttar sig ekki á því hvað auðvelt er að láta röddina hljóma í umhverfi sem kirkjan er, eða að ástæðan er tæknileg og er Ingibjargar að ráða fram úr. Hljóðfæri tónleikanna blönduðust vel hljómi kórsins. Ragnar Björnsson. Strengjasveit- artónleikar í Bústaðakirkju TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Bústaðakirkju fimmtudaginn 15. desember og heQast kl. 20.30. A tónleikunum flytur strengjasveit yngri deildar jóla- lög, Kanon fyrir 3 fiðluraddir og ostinatobassa eftir Johan Pachelbel, Concerto grosso í d-moll op. 2 nr. 3 eftir Fran- sesco Geminiani, Air úr Svítu nr. 3 í D-dúr eftir Bach og Kon- sert í g-moll op. 6 nr. 8 — Jóla- konsertinn — eftir Archangelo Corelli. Sljórnandi er Rut Ing- ólfsdóttir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. A ferð um Suður-Afríku BOKMENNTIR Ferðasaga PARADÍS FERÐAMANNS- INS - SUÐUR-AFRÍKA. LAND MIKILLA ÖRLAGA eftir Margréti Margeirsdóttur. Slqaldborg, 1994 — 156 síður. 3.880 kr. AÐ FARA í ferðalag til ókunnra landa er lífsnautn sem leysir mann úr viðjum hversdagsleikans. Við það að ferðast fær heimsmyndin nýja vídd og lífsýnin breytist. Að njóta ferðarinnar er að sjá og skynja umhverfið hvert andar- tak, grípa það, halda því föstu. Þannig hefur Mar- grét Margeirsdóttir for- mála að ferðasögu frá Suður-Afríku. Ferðalög til framandi landa hafa löngum orðið til þess að menn hafa reynt að færa upplifanir sínar á prent. Þegar Evrópu- menn tóku að vinna lönd í fjarlægum heims- álfum kom til dæmis mikill kippur í ferða- sagnaritun og nutu slíkar bókmenntir oft mikilla vinsælda enda hafði það fólk er heima sat enga aðra leið til þess að kynnast mannlífi og menn- ingu annarra þjóða. Oft voru þessar ferðasögur markaðar fordómum í garð innfæddra og allt vegið og metið samkvæmt evrópskri mæli- stiku án tillits tii þess hversu vel hún hentaði á það sem fyrir augu bar. Nú á tímum er þekking á fjarlægum löndum að mestu komin frá sjón- varpinu en auðvitað ferðast fólk margfalt meira en áður tíðkaðist. Enn sem fyrr er það þó harla ein- föld mynd sem dregin er upp í fjöl- miðium af menningu og lífi fólks í fjarlægum löndum. Þetta á ekki síst við hin fjölrnörgu lönd Afríku. Hung- ur og blóðugar styijaldir eru í hugum margra samnefndari fyrir lönd hinn- ar svörtu heimsálfu eins og Afríka hefur oft verið nefnd. Suður:Afríku tengja hinsvegar flestir við hina al- ræmdu aðskilnaðarstefnu. Margrét segir í formála að ætlun hennar sé að draga upp nokkuð aðra mynd af Suður-Afríku en við eigum að venjast úr íjölmiðlum. Ferðasög- una byggir hún á ferð sem hún fór ásamt hópi íslendinga á vegum Heimsklúbbs Ingólfs haustið 1991. Hún tekur fram að ætlun hennar sé ekki að fást við stjórnmál eða sagn- fræði en þó hefur hún bókina á löng- um kafla um sögu Suður-Afríku. Þessi kafli er dálítið á skjön við það sem á eftir kemur því söguleg sýn í öðrum köflum er fremur takmörk- uð. Það hefði raunar farið betur á því að flétta söguna jafnóðum inn í frásögnina eftir því sem við hefði átt. Þrátt fyrir að Margrét fordæmi aðskilnaðarstefnuna fellur hún eins og svo margir aðrir í þá gryfju að sjá söguna einungis út frá sjónar- horni hvíta mannsins. Þannig fær lesandinn nokkuð góða vitneskju um viðhorf og skoðanir Búa og Breta en við vitum minna um ólíka menn- ingarheima hinna mörgu ættbálka blökkumanna. Raunar er sýn Mar- grétar á mannlífið í Suður-Afríku oft sorg- lega einföld. Þannig verður starfsfólk hótels eins sem hún gistir henni tilefni til eftirfar- andi athugasemda: „Ekki var annað að sjá en allir kynþættir gætu starfað saman og um- gengist á eðliiegan máta sem gerði um- hverfið einmitt ákaf- lega lifandi og skemmtilegt." (92) Margrét virðist aldrei gera sér grein fyrir að hún er allan tímann í ákaflega vernduðu um- hverfi og sjaldnast í raunverulegri snertingu við mannlíf þeirra staða sem hún heimsækir. Enda ekki við öðru að búast þar sem um skipulagða hópferð er að ræða og stutt viðdvöl höfð á hveijum stað. Margrét áttar sig heldur ekki á því að með því að taka alltaf fram hvort um er að ræða hvíta menn eða svarta styður hún ósjálfrátt þá kenningu að litarhaft manna hafi einhveija merkingu en það er einmitt viðhorf þeirra er studdu aðskiinaðarstefn- una. Oft er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu samofnir allskyns fordómar eru tungu okkar og menn- ingu. Eins og áður sagði er þessi ferð Margrétar um Suður-Afríku hópferð og slík ferð getur aldrei veitt mikla innsýn í þjóðfélagshætti, sama hversu opinn og námfús viðkomandi ferðamaður er. Helsti fengur þessar- ar bókar er að hún eykur þekkingu manns á staðháttum og fjölbreyttri náttúru Suður-Afríku. Auk þess er fjöldi litmynda til mikillar prýði, raunar hefðu myndir mátt fá enn meira rými, einkum hefðu landslags- myndir mátt vera stærri svo mynd- efnið gæti notið sín sem skyldi. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Margrét Margeirsdóttir BÓKMENNTIR Æ11 í r æ ú i BORGFIRZKAR ÆVISKRÁR IX. BINDI Útg.: Sögufélag Borgfirðinga. Prent- verk Akraness hf., 1994,559 bls. ÚTGÁFA á Borgfírzkum ævi- skrám hófst árið 1969 og birtist nú níunda bindið. Þetta bindi endar í S og skilst mér að a.m.k. þijú bindi séu eftir. Að fyrsta bindinu skrifaði Guð- mundur skáld Böðvarsson á Kirkjubóli athyglisverðan formála fyrir hönd Sögufélags Borgfirð- inga. Höfundar þess voru þrír: Aðalsteinn Halldórsson, Ari Gísla- son og Guðmundur Illugason. Unnu þeir og ötullega að útgáfu næstu binda. Aðalsteinn og Guð- mundur eru nú báðir látnir en Ari er enn að störfum þó að kom- inn sé hátt á níræðis- aldur. Frá og með átt- unda bindi hefur Þur- íður J. Kristjánsdóttir verið aðalumsjónar- maður útgáfunnar, en allmargir þættir fram- angreindra höfunda voru þá enn óbirtir, auk þess sem Svein- björg dóttir Guðmund- ar hefur haldið áfram verki föður síns og fleiri hafa komið við sögu. Höfundar þessa síðasta bindis eru: Ari Gíslason, Kristín Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Guðmundsdóttir og Þuríður J. Kristjánsdóttir. Þá er þess að geta að á árunum 1982-1987 komu út fjögur bindi af Ævi- skrám Akurnesinga, einnig á vegum Sögu- félags Borgfirðinga. Höfundur þeirra var hinn mikilvirki ætt- fræðingur Ari Gísla- son. Skilst mér að hann hafí fimmta bindið I smíðum. Borgfirskar æviskrár eru því í raun orðnar þrettán bindi og verða líklega sautján um það er lýkur. Er þetta vafalaust lengsta ætt- fræðirit hérlendis. Það er að vísu að vonum þar sem æviskrárnar ná allt aftur á 16. öld. Æviskrárnar eru í stafrófsröð, þ.e. í fyrsta bindi eru A-B og í þessu síðasta eru P-S og S-unum þó ekki lokið. Ég þykist vita að þessi háttur hafi reynst höfundum erfiður og krafist afar mikillar for- vinnu. Skagfirðingar hafa t.a.m. gert sér róðurinn léttari með því að hafa hvert bindi sjálfstætt um stafrófsröð. í Borgfirzkum æviskrám eru þættir yfirleitt mjög stuttir og fátt annað tekið en hefðbundið ævi- skrárefni. Þó er á stöku stað skot- ið inn setningum sem lýsa einstakl- ingum og þá einatt tilvitnanir í ritaðar heimildir. Allmikið er um tilvísanir í eldri bindin og raunar önnur rit og er það til mikils hag- ræðis. Mikill fjöldi mynda er í rit- inu og hafa þær yfirleitt prentast vel, enda er pappír góður. I bókar- lok er „Skrá yfir maka, barnsmæð- ur og -feður þeirra sem bókin nær yfir og ekki eiga sjálfstæða ævi- skrá þar“. Upphaflega hét þetta „kvennaskrá“, síðar „makaskrá" og loks það sem að framan grein- ir. Er það í samræmi við rýmkun á skránni. Þetta er mikil skrá, 28 bls., prentuð með smáu letri. Þá er að lokum skrá um helstu heim- ildir, svo og skrá yfir skammstaf- anir. Varla þarf að taka fram að Borgfirzkar æviskrár er eitt af mikilvægustu uppflettiritum fyrir þá sem við ættrakningar fást. Skiptir þá vitaskuld mestu máli að villur séu sem fæstar. Ekki get ég dæmt um hvernig til hefur tekist í þeim efnum. í 2.-6. bindi birtust ávallt leiðréttingar við fyrri bindi í bókarlok. Þurfa menn því að skoða þær. Síðan hafa leiðréttingar ekki birst. En mér er tjáð að í loka- bindi verksins alls munu verða prentaðar leiðréttingar á öllum vill- um sem fundist hafa. Þá munu einnig koma æviskrár þeirra sem vantað hefur inn í stafrófsröðina. Borgfirzkar æviskrár eru vissu- lega lofsvert framtak og er ánægjulegt til þess að vita að eng- inn bilbugur skuli vera á mönnum um framhald þessa mikla verks. Sigurjón Björnsson. Æviskrár úr Borgarfirði Þuríður J. Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.