Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 19 SUÐUR AMERÍKA varð manni fljótt ljóst að betra hefur verið að fara eftir kenningum og skipunum kaþólsku kirkjunnar, ætti ekki illa að fara. Glæsilegt safn Inkagulls En víða glóir á gullið. í einu auð- mannahverfínu, reyndar skammt frá . þeim efnaminni, er glæsilegasta safn veraldar af Inkagulli og fornum minj- um Inkanna og forvera þeirra. Safn- ið heitir Oro del Perú og hvergi í heiminum er saman komið á einum stað jafnmikið af Inkagulli, en eins og til að staðfesta gjána milii ríkra og hinna efnaminni, er safn þetta í eigu eins manns, fyrrum landeig- anda. Þar gat að líta minjar frá fjöl- mörgum fomum þjóðflokkum indí- ána og mátti lesa sögu þeirra og daglegt líf úr leirkerasmíð og ýmsum listmunum. Þegar Spánveijar komu til Perú, höfðu Inkarnir þegar lagt undir sig aðra þjóðflokka og þannig í raun gert Spánveijunum landvinningana auðveldari. Þess vegna töldu menn lengi að allar minjamar væru frá Inkum komnar, en svo er ekki því, fjöldi þeirra er til dæmis mun eldri. Veldi Inkanna nær ekki lengra aftur en til þrettándu aldarinnar, en rann- sóknir sýna mannvistarleifar allt að 10.000 ára gamlar. Töluvert er til af minjum sem eru 3.000 til 4.500 ára gamlar og því er um auðugan garð að gresja. Reyndar spilltu Spán- veijarnir gífurlegum sögulegum minjum. Þeir bræddu gullið upp og eyðilögðu byggingar og aðra muni, sem ekki höfðu verðmætagildi fýrir þá. Falskar tennur og gullbætur í höfuðkúpur Það var stórkostlegt að fara um safnið, fá útskýringar á einkennum hvers þjóðflokks og tímabils fyrir sig og sjá hve hagir þessir menn hafa verið. Kunnáttan rís hæst með Ink- unum og meðal einstakra listmuna mátti sjá hauskúpur með falskar tennur, eins konar stíftennur. Þeir hafa verið komnir svo langt í lækn- ingum að þeir gátu gert við höfuð- kúpubrot, numið burt brotið og sett plötu úr gulli í staðinn eins og sjá mátti. Þarna voru múmíur, klæðnað- ur, leirker, vopn og verkfæri og gull í þvílíkum mæli, að ómetanlegt hlýt- ur að vera. Það er svo sannarlega hægt að mæla með heimsókn í Oro del Perú, sem til öryggis er til húsa í rammgerðri neðanjarðarhvelfingu. Á jarðhæðinni er svo stórkostlegt safn handvopna. Þar getur að líta þúsundir af byssum og sverðum, sem meðal annarrs hafa verið í eigu Napoleons keisara, Pizarro og fleiri mikilmenna sögunnar. Vopnin virtust frá flestum landsvæðum heims, nema Norðurlöndum og ekki var þar að finna sverðið Fótbít eða önnur ís- lenzk vopn. Töluverður fjöldi annarra áhuga- verðra safna er í Límu, svo sem Þjóð- minjasafnið og fleiri og margar byggingar, einkum kirkjur er áhuga- vert að skoða. Verðbólgan úr 7.650% í um 24% Verðbólga hefur verið mest í heim- inum í Perú og náði hún hámarki árið 1990 í 7.650%, en síðan hefur ótrúlegur árangur náðst og nú er verðbólgan aðeins 2% á mánuði. Einn liður í þessari baráttu var að skera 6 núll aftan af gjaldmiðlinum og nú jafngilda tvær „sólir“ einum Banda- rikjadollar. Vextir eru háir og reynt er að ýta undir erlenda ijárfestingu í landinu með ýmsum hætti. Þá er einkavæðing á stefnuskrá stjórn- valda, en einn Þrándur í þeirri Götu er að þá tekur við ábyrgari rekstur með mikilli fækkun starfsfólks. Verðlag er greinilega tvenns konar, enda kostaði herbergi á Hótel Li- bertador um 130 Bandaríkjadali. Útlendingar og yfírstéttin greiða allt annað verð fyrir vörur og þjónustu en þeir efnaminni og fá auðvitað allt aðra vöru og þjónustu en hinir. Þess má þó geta að innfæddir borga mun minna fyrir leigubíla en ferðamenn. Líklega er ekki hægt að taka Li- bertador sem dæmi um hefðbundna gististaði. Það er örugglega í dýrari kantinum enda prýðilegt hótel á vest- rænan mælikvarða og ljóst er að fyrir öryggið sem þar fæst, er allt í lagi að borga eitthvað. SUM hreysin geta tæpast talizt mannabústaðir og mörg þeirra eru án þaks. LIBERTADOR er prýðilegt BÚÐIR af þessu tagi eru algengar í fátækrahverfunum. Oft eru hótel á vestrænan mælikvarða. rimlar fyrir afgreiðsluopinu til að verjast þjófnaði. Vegabréfsáritun Það er að mörgu að huga ætli menn að fara til Perú. Þangað þarf vegabréfsáritun, sem fæst í sendiráði Perú í Stokkhólmi. Flugvöllurinn er í Callao og því er bezt að vera búinn að ganga frá því áður en komið er að maður verði sóttur eða fái örugg- an flutning á áfangastað. Alls ekki er ráðlegt að drekka kranavatn, en vatn á flöskum er algengt og í lagi. Sama gildir um ísmola í svaladrykkj- um. Gjaldmiðillinn heitir „sol“ og nú eru tvær sólir í dollar. Árleg úrkoma 0,5 millimetrar Mörg flugfélög fljúga til Perú og má meðai annarra nefna American Airlines, sem fljúga þangað frá Miami á Florida. Samkvæmt laus- legri áætiun kostar það eitthvað yfír hundrað þúsund krónur að fljúga héðan til Líma og til baka með við- komu á Miami. Loftslag í Límu er nokkuðs sérstakt. Þar hreyfir varla vind og rignir nánast aldrei. þrátt fyrir það sést sjaldan til sólar, því himinninn er ýmis skýjaður eða hul- inn mistra um átta mánuði á ári. Árleg úrkoma er 0,5 miilimetrar og hiti á sumrin (desember til marz) 18 til 30 gráður, en 13 til 20 á ve- turna! Greinarhöfundur getur ekki lagt dóm á aðrar borgir eða iandshluta í Perú. Lima var eini viðskomustaður hans í þessu landi, sem býr yfir mikilli náttúrufegurð og menningu. Hana er hins vegar einkum að finna annars staðar en í höfuðborginni og er það örugglega ferðarinnar virði að heimsækja hinar fornu Inkaborg- ir uppi í Ándesfjöllunum eða sjá Amasonfljótið leggja í hina löngu ieið sína suður um álfuna. En tæp- ast er hægt að mæla með langri dvöl i Límu. Islandsbanki býður ókeypis myndatöku vegna debetkorta dagana 9.-16. desember Frá og meö 1. janúar 7 995 ábyrgist íslands- banki abeins þá tékka þar sem debetkorti hefur Okeypis myndataka fer fram í eftirtöldum útibú- um íslandsbanka á höfuðborgarsvœöinu: verib framvísab og tékkaábyrgbarnúmer skráb á tékkann. íslandsbanki hvetur því alla tékkareikningseigendur sína til ab sœkja um debetkort í nœsta útibúi bankans. Mun ódýrara er ab taka út af tékka- reikningum meö debetkorti en tékka. Debetkortafœrslur í hrabbönkum eru ókeypis. Notabu tcekifœrib og sœktu um debetkort núna á meöan þér býbst ókeypis myndataka. Þetta tilboö stendur aöeins til 16. desember. Lœkjargötu 12 kl. 14:00 - 16:00 Eiöistorgi 17 kl. 11:00- 14:00 Bankastrœti 5 kl. 14:00 - 16:00 Laugavegi 105 kl. 10:00- 14:00 Háaleitisbraut 58 kl. 13:00 - 16:00 Suöurlandsbraut 30.. kl. 13:00- 16:00 Dalbraut 3 kl. 13:00- 16:00 Stórhöfba 17 kl. 09:15- 13:00 Kringlunni 7 kl. 13:00 - 16:00 Þarabakka 3 kl. 09:15 - 16:00 Strandgötu 1 kl. 13:00- 16:00 Einnig er boöiö uppá ókeypis myndatöku í útibúum utan höfuöborgarsvœöisins. Vinsamlega hafðu samband viö viökomandi útibú. ÍSLANDSBANKl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.