Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Sýslu- og sóknalýsingar Þingeyjarsýslna en texti bókarinnar var ritaður á árunum í kringum 1840 af prest- um og sýslumönnum í Þingeyjar- sýslum. Á árinu 1838 ákvað Kaup- mannahafnardeild Hins íslenska Bókmenntafélags, að tillögu Jón- asar Hallgrímssonar, að gefa út lýsingu á Islandi. í því skyni var bréf með fjölmörgum spurningum er varða land og þjóð sent sýslu- mönnum og sóknarprestum á ís- landi. Svörin bárust á næstu árum pg átti Jónas að vinna úr þeim Islandslýsingu. Hann féll frá áður en verkinu lauk. Svarbréfin eru hins vegar til og gefa þau yfirgripsmikla lýsingu á Islandi og íslendingum um miðja síðustu öld. A síðustu tveim árum hafa Þingeyingafélagið íReykjavík og Gott mál hf. unnið að útgáfu sýslu- og sóknarlýsingu Þingeyjarsýslna. Bókin er 344 blaðsíður og prýdd myndum frá þessum tíma. • í BARNABIBLÍUNNI eru sög- ur Gamla og Nýja testamentisins færðar í búning fyrir börn svo foreldrar geti lesið fyrir börn sín eða börnin lesið sjálf er þau hafa aldur til. - Barnabiblían er skreytt fjölda mynda sem skýra enn betur inni- hald og merkingu hinnar helgu bókar. í inngangi segir m.a.: „í upphafi var Guð. Hann skapaði heiminn og allt fór að snúast á verri veg í veröldinni, þá fann Guð leið til bjargar. Hann valdi sér mann, og síðan þá þjóð sem átti ætt sína að rekjatil hans. Af þeirri þjóð fæddist svo frelsarinn." Utgefandi er Skálholtsútgáfan, útgáfufélag Þjóðkirkjunnar. Bókin er 256 bls. að stærð, litprentuð. Þýðinguna gerði sr. Karl Sigur- björnsson. Bókin varprentuð í fjöl- þjóðaprenti í Slóveníu. Verðkr. 1.550. • ÚT er komin fimmta bókin um vinina í leynifélaginu eftir Enid Blyton og nefnist hún Leynifé- lagiðSjö saman gefst aldrei upp. í kynningu útgefanda segir: „I bókinni segir frá því þegar Pét- ur úthlutaði öllum krökkunum verkefni til að æfa sig á. Þá var nú fjör — fyrir alla nema Georg greyið! hann lenti í hræðilegum vandræðum og neyddist tii að hætta í leynifélaginu. Krakkarnir völdu nýjan félaga í staðinn og svo uppgötvuðu þau leyndardóm sem þurfti að rannsaka nánar. Hvernig í ósköpunum gat hundur gufað upp?„ Útgefandi erlðunn. Nanna Rögnvaldsdóttirþýddi bókina, sem er 85 bls. prentuð íPrentbæ hf. Verð er 1.480 krónur. • ÉG elska þig - held éger eftir Jane Pitt. Þetta er unglinga- bók um ástina, lífið og vináttuna og er fimmta bókin í flokknum: Ung ást. I bókinni segir frá Jan og bestu vinkonu hennar, sem alltaf er köll- uð H og er sífellt að koma þeim báðum í klandur. Nú hefur hún ákveðið að þær eigi að taka að sér leiðsögn fyrir ferðamenn sem heimsæækja bæinn þeirra og vin- urinn Tim ætlar að stjórna fyrir- tækinu. Útgefandi er Iðunn. Nanna Rögnvaldsdóttir þýddi bokina sem er 135 bls. prentuð íPrentbæ hf. Verðið er 1.480 krónur. • GEITHAFRARNIR þrír eftir Asbjömsen og Moe, teikningar eftir Svend Otto S. Þetta sígilda ævintýri er nú komið aftur í nýjum búningi. Útgefandi er Skjaldborg hf. Bókin er 28 bls. Verð 1.280 krón- LISTIR Islendingur framkvæmda- stjóri Bergen-hátíðarinnar BERGLJOT Jónsdóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri listahá- tíðarinnar í Bergen í Noregi. Bergljót hefur nú yfirumsjón með undir- búningi hátíðahalda vegna fundar Norður- landaráðs í Reykjavík á næsta ári auk þess sem skipulag norrænar tón- listarkynningar á Bret- landi 1996 er í hennar höndum. Bergljót var valin úr hópi sautján umsækj- Bergljót Jónsdóttir enda. Hún tekur við framkvæmdastjóra- starfinu í maí. Káre Rommetveit, stjórnarformaður Berg- enhátíðarinnar, lýsti yfir ánægju sinni með ráðningu Bergljótar Jónsdóttur. Hann sagði að menn væntu sín mik- ils af henni. Þrátt fyrir marga umsækjendur hefði valið verið auð- velt, Bergljót hefði í senn góða faglega þekkingu og reynslu af stjórnunarstörfum. MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 21 Heimilistækjadeild Falkans * Sængur og koddar Umboðsmenn um land allt Pekking Reynsla Pjónusta FÁLKINN SUÐURUNDSBRAUT 8 • S: 91-814670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 91-670100 Góöa nótt og soföu rótt ■ Heimilistækiadeild Fálkans • Heimilistækiadeild Fálkans • NORÐLENSKA KEA HANGIKJÖTIÐ /ice/ij/r ne/o í nmtarsferdarlist eins 0° /uin íi'en'sf best Norðleiiska kEA /icingik/ö/íð er róincið fyrir gœði og gott brcigð - enclci nninð scnnkrannt norðlenskri hefð sem hefnr gengið í cirf kynslóð eftir kynslóð /ir nýjn lirrcils norðlenskn /cnnbakjöti. K E A Xorðlensko KEA hnngikjötu) - Inilíðcinncitiir sem hcegt er nð treystu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.