Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI „Bókaveisla“ í verslunum Hagkaups og Bónus um helgina veldur miklum titringi á jólabókamarkaðnum Hrun í sölu hjá bóka- verslunum Afsláttartilboð Hagkaups og Bónus á bókum hafa valdið samdrætti í veltu bókaverslana um allt að 50% frá því í fyrra og þær sjá fram á erfiða tíma á næsta ári. Kristinn Bríem kynnti sér viðhorf bóksala, útgefenda og forráðamanna stórmarkaðanna. ÞAÐ hefur verið dauflegt um að litast í mörgum bókabúðuin meðan viðskiptavinir Hagkaups og Bónus hafa bókstaflega hamstrað jólabækurnar. HVERNIG getur staðið á því að tveir stórmarkaðir, sem að stórum hluta eru í eigu sömu aðila, heyi hart verð- stríð sín á milli í sölu á bókum? Eru það eðlilegir viðskiptahættir að þessi fyrirtæki bjóði bækur með mjög lágri álagningu nú fyrir jólin og kippi þar með rekstrargrundvellinum undan mörgum smærri bókaverslunum? Þessar spumingar hafa komið fram vegna afsláttartilboða Hagkaups, Bónus og Kaupfélags Árnesinga undanfarið, sem seldu gífurlegt magn af bókum um helgina. Smærri bókabúðir hafa fyrir vikið borið mjög skarðan hlut frá borði og telja sig í mörgum tilvikum sjá fram á hrun í sölunni í desember miðað við fyrra ár. „Bókastríðinu" hefur nú slotað enda gilti 25% afsláttar- ____________ tilboð Hagkaups einungis í þrjá daga og Bónus hef- ur sömuleiðis lækkað sinn afslátt úr 30% í 15%. Þrír tilteknir titlar verða þó ■—.......... seldir þar með 30% af- slætti fram til jóla. Á þessu máli eru margar hliðar, ekki síst þegar til lengri tíma er lit- ið. Því er haldið fram að vegna af- sláttarins verði salan fyrir jólin meiri en ella hefði orðið. Á hinn bóginn sé hér um ójafna samkeppni að ræða sem kunni að hafa í för með sér lak- ari þjónustu til lengri tíma litið því Flest bendir til fækkunar bókaverslana flest bendir til að bókaverslunum muni fækka. Bókaútgáfur ákvarða útsöluverð á bókum en selja þær síðan almennt með 30% afslætti til smærri bóka- verslana. Þetta er sami afsláttur og Bónus bauð viðskiptavinum sínum á söluhæstu bókunum um helgina. Því mætti ætla að fyrirtækið hafí verið selja bækur á kostnaðarverði. Hins vegar er því haldið fram að fyrirtæk- ið fái eitthvað fyrir sinn snúð vegna sérstaks staðgreiðslu- og magnaf- sláttar umfram 30%. Sama gildi um Hagkaup og verslanir Eymundsson- ar. Oskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, segist ekki geta upplýst um sölu fyrirtækisins um helgina. „Við- tökurnar hafa verið alveg einstakar og augljóst að fólk kunni að meta þetta. Þá hefur þessu fylgt sala á ýmsum öðrum vörum og þó álagningin sé lítil á bókunum vegur annað upp á móti.“ Varðandi þá staðreynd að Hag- kaup og Bónus eru að hluta í eigu sömu aðila bendir Óskar á að hér sé um sjálfstæð fyrirtæki að ræða. „Það ríkir fullkomin samkeppni milli Hagkaups og Bónus og engin breyt- ing orðið þar á frá því Fjárfestingar- félagið Þor eignaðist hlut í Bónus.“ „Undirrótin er framkoma bókaútgefenda" Óskar vísar því á bug að Hagkaup sé með þessu að gera út af við smærri bóksala heldur verði um aukna bók- sölu að ræða. Undirrót málsins sé framkoma bókaútgefenda sem hafi gefíð verslunum 30% afslátt frá út- söluverði. Útgefendur hafi hins vegar stundað það í síauknum mæli að veita ýmsum öðrum sama afsiátt. Þeir hafi t.d. í vaxandi mæli boðið starfs- mannafélögum 15-30% afslátt. Óskar bendir á að verslanir hafi ekki fengið meiri afslátt þrátt fyrir að selja mun meira magn. „Móttökurnar sem verslanir okkar hafa fengið frá upphafi gefa tilefni til þess að við gerum eitthvað fyrir fólkið sem hefur verslað við okkur„“ sagði Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus. „Bókin var virkilega freist- andi því álagningin er há og eftir- spumin mikil á þessum tíma.“ Hann benti á að íslendingar byggju í sam- keppnisþjóðfélagi og svo virtist sem menn hefðu ekki áttað sig á því að samningur bóksala og útgefenda hefði failið úr gildi fyrir tveimur árum. Dómur Hæstaréttar hefði byggt á þeim samningi þegar Hag- kaup hefði á sínum tíma verið dæmt til að selja á sama verði og aðrir. Bókaútgefendur eru sem milli Skoðanakönnun meðal fyrirtækja um efnahagsþróun 1995 Spá meiri verð- bólgu og svip- uðu atvinnuleysi íslenskur kexpakki á hvert heimili í viku hverri jafngiidir 32 ársverkum í iðnaði. - kjarni málsins! VERÐBÓLGA á íslandi verður 3,6% á næsta ári og atvinnuleysi helst svipað og nú er, eða um 4,7%. Þetta er spá þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í skoðanakönnun Stjórnunarfé- lags íslands, sem kynnt var á ár- legri spástefnu félagsins í gær. Verðbólguspá fyrirtækjanna er öllu svartsýnni en spá Þjóðhags- stofnunar, sem telur að verðbólga verði um 2% árið 1995. Fyrirtækin eru hins vegar eilítið bjartsýnni en Þjóðhagsstofnun hvað atvinnuleysið varðar, en stofnunin spáir að það verði 4,9%. Bæði fyrirtækin og Þjóð- hagsstofnun spá 1,4% hagvexti á næsta ári, en fyrirtækin telja að hækkun atvinnutekna á mann verði 2,78% miðað við 2,5%. Hófleg bjartsýni Hvað varðar langtímahorfur í ís- lensku atvinnulífi gætir mátulegrar bjartsýni í fyrirtækjaspánni. Þrjú af fjórum fyrirtækjum telja að horfurn- ar séu í meðallagi góðar og að okk- ur takist að halda í við nágranna- þjóðirnar. Hinir telja horfurnar slæmar og spá að fiskistofnar rétti hægt úr kútnum og íslendingar dragist aftur úr nágrannaþjóðunum. Ekkert fyrirtæki telur að við munum búa við örari hagvöxt en nágranna- þjóðirnar. Þegar benda skal á leiðir út úr efnahagsþrengingum íslendinga benda flestir, eða 44%, á aukna al- þjóðavæðingu, þ.e. frekari aðlögun steins og sleggju í þessu máli því væntanlega hafa tilboð stórmarkað- anna þau áhrif að bóksala eykst fyr- ir jólin frá því sem ella hefði orðið. Á hinn bóginn bera þeir hag bóka- búðanna fyrir bijósti sem hafa verið tryggir viðskiptavinir gegnum árin. Jóhann Páll Valdimarsson, formað- ur Félags íslenska bókaútgefenda, segist ekki telja að hér sé um eðlilega samkeppni að ræða. „Það er ljóst að Hagkaup og Bónus selja þessar bæk- ur eingöngu í augtýsingaskyni til þess að laða fólk að sínum verslunum og fá það til að kaupa aðra vöru. Bóka- verslanir byggja afkomu sína á sölu bóka árið um kring og hafa ekki aðra vöru. Að sjálfsögðu er þessi_ sam- keppni afar ójöfn og óeðlileg. Ég hef áhyggjur af afsláttarboð- um af þessu tagi þegar til lengri tíma er litið. Það er engum til hagsbóta ef rekstrargrundvellinum er kippt undan bókabúðun- um vegna þess að Hag- kaup og Bónus hafa nákvæmlega engan áhuga á bókum á öðrum árs- tíma en fyrir jólin.“ Um 35-50% veltusamdráttur Forráðamenn bókabúða draga ekki dul á áhyggjur sínar af framtíðinni og kveða svo fast að orði að hrun hafi orðið í sölunni. Þetta sé þungt högg fyrir þær því veltan í desember sé 30-50% af ársveltunni. Teitur Gú- stafsson, formaður Félags bóka- og ritfangaverslana, segir að salan um helgina í bókaverslunum hafí verið 35-50% minni en á sama tíma í fyrra. „Þessar verslanir byggja afkomu sína á bóksölunni fyrir jólin en hjá Hag- kaup og Bónus skiptir þetta hins veg- ar litlu máli. Við vitum ekki hversu mikið Hagkaup seldi og sjáum ekki fyrr en um næstu helgi hvort bóksal- an fer í gang aftur. Ef svo fer sem horfir að bókaverslanir missi 10-25% af ársveltunni gefur augaleið að það er mjög alvarlegt mál fyrir hverfis- búðir og búðir á landsbyggðinni." Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Eymundssonar, tekur í sama streng og segir að bóksalan í sjö verslunum fyrirtækisins sé um helmingi minni þessa dagana en í fyrra. „Þetta þýðir gjörbreytt landslag í bóksölu strax 'á næsta ári og eflaust munu ein- hveijir ekki lifa þetta af. Ég hef heyrt af verslunum sem ætla að fækka fólki strax eftir áramót til að mæta þessu.“ Um framtíð Eymundssonar-versl- ananna sagði Jón að hver og ein væri rekin sem sjálfstæð eining. „Það er ljóst að við verðum að hugsa okk- ar gang því bækur vega um 70-80% af sölunni í desember.“ Slæmt fyrir búðir á lands byggðinni Efnahagsþróun 1994 og spá fyrir 1995 Spá fyrirt. Spá ÞHS Áætl. útk. Spá fyrirt. Spá ÞHS 1994 1994 1994 1995 1995 Hagvöxtur milli ára -2,3% -2,6% 1,9% 1,39% 1,40% Verðbólga milli ára 3,90% 3,0% 1,50% 3,59% 2,0% Launaþróun milli ára -0,63% -0,50% 1,70% 2,78% 2,5% Gengi USD í árslok 75,33 - 67,00' 69,88 - Gengi DEM í árslok 43,88 - 44,00' 45,61 - Breyt. á meðalgengi 4,57% 4,1% 5,0% 3,23% 0,00% Raunvextir í árslok 6,36% - 8,3%' 8,56% - USD-LIBOR í árslok 3,65% - 6,1%' 6,29% - DEM-LIBOR í árslok 5,02% - 5,3%' 5,56% - Atvinnuleysi 5,57% 5,5% 4,8% 4,72% 4,9% 1 Miðað við lok nóvember 1994. að Eviópusambandinu og hugsan- lega aðild að því. Um 28% telja hins vegar að óbreytt stefna og tvíhliða samningar við ESB séu affarasæl- astir og álíka margir benda á minnk- un ríkisafskipta sem leið út úr vand- anum. Ekkert fyrirtæki telur hins vegar að auknar framkvæmdir ríkis- ins séu af hinu góða. Meirihluti svar- enda telur aðjafnvægi í ríkisfjármál- um muni ekki nást á árinu, en 31% telur að slíkt sé hægt með skipulags- breytingum og aukinni sjálfsábyrgð ríkisstofnana. Hveijir verða helstu vaxtarbrodd- ar í atvinnulífi íslendinga á komandi árum? Flestir, eða 34%, nefna frek- ari úrvinnslu sjávarafurða, 24% nefna ferðaþjónustu og 16% stóriðju. Aðeins 5% sjá enga líklega vaxtar- brodda. Gengi og vextir Fyrirtækin gera ráð fyrir að með- algengi erlendra gjaldmiðla hækki um 3,23% árið 1995, en Þjóðhags- stofnun gerir ekki ráð fyrir breyt- ingu þar. Spáin gerir ráð fyrir lítilli hækkun vaxta: að raunvextir á verð- tryggðum útlánum banka í árslok 1995 verði 8,56% í stað 8,3% nú. Spá fyrirtækjanna fyrir 1994 reyndist full svartsýn, eins og reynd- ar spá Þjóðhagsstofnunar líka. Hún gerði ráð fyrir frekari samdrætti I stað hagvaxtars sem varð og verð- bólga og atvinnuleysi var talið verða heldur hærra en raunin varð á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.