Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ í MOSKVU England í efsta sætið þegar tveimur umferðum er ólokið Islenska sveitin vann sveit Víetnam 2V2-IV2 í tólftu umferð gær SKÁK Umsjón Karl Þorstcins ÍSLENSKA skáksveitin sigraði sveit Víetnam 2‘/2-1'/2 í tólftu umferð í gær. Áætlað er að sveit- in sé í kringum þrítugasta sæti á mótinu með 27 vinninga af 48 mögulegum þegar tveimur um- ferðum er ólokið. Enska skáksveit- in skaust óvænt uppí efsta sætið á mótinu með stórsigri gegn Hol- landi, SV2-V2, en sveitir Rússlands I og Bosníu Herzegovinu fylgja í kjölfarið með 31 vinning. Urslit í einstökum viðureignum: Ísland-Víetnam 2-2 Jóhann Hjartarson - Thien Hai Dao 0-1 Hannes H. Stefánsson - Hoang Tu 1-0 Margeir Pétursson - Nguyen 1-0 Jón L. Árnason - Sang Cao V2-V2 Aðalliðið tefldi gegn Víetnam. Jóhann mætti hinum unga stór- meistara Dao sem hefur staðið sig mjög vel á mótinu. Jóhann tefldi kóngindverska vöm og skákin varð mjög flókin með möguleikum á báða bóga. Jóhann hefur ekki náð sér á strik í mótinu og í við- kvæmri stöðu missti hann þráðinn og varð að gefast upp. Hannes Hlífar hefur staðið sig best íslensku skákmannanna og sigraði nú Hoang Tu. Hannes vann peð í byijuninni og þróaði stöðuna í rólegheitunum uns hann lagði lokahnykkinn fyrir andstæðinginn. Margeir tefldi drekaaf- brigðið af sikileyjarvöm gegn Nguyen og náði fmm- kvæðinu. Hann vann peð og síðan skákina eftir sex tíma setu. Jón L. Árnason þáði mannsfórn Cao en lenti í erfiðleikum. Hann gaf skiptamun til baka og náði að halda jafntefli eftir miklar þrengingar. Baráttan um gullið á ólympíuskákmótinu er æsi- spennandi. Enska skáksveit- in, sem byrjaði illa á mótinu, skaust óvænt í efsta sætið með sigri gegn Hollandi, 3V2-V2. Ensku sveitina skipa Short, Adams, Speelman, Nunn, Hodgson og Chandler. Helstu úrslit í öðmm viður- eignum í tólftu umferð urðu þessi: Rússland I-Rússland II 2-2, Úkraína-Bosnía Herzegovina 1-3, Armenía- Ungveijaland 2-2, Eistland- Búlgaría 1-3, Georgía-Tékk- land 1 Vi-2.V\, Bandaríkin- Rúmenía 3-1. Staða efstu þjóða eftir tólf umferðir: 1. England 31*/2 vinning- ur, 2.-3. Rússland og Bosnía Herzegovina 31, 4. Rússland II 30'/2, 5. Búlgaría 30, 6. Banda- ríkin 29'A, 7.-13. Armenía, Ung- veijaland, Eistland, Tékkland, Þýskaland, ísrael og Filippseyjar 29 vinningar. Hannes Jón L. Þing alþjóðaskáksambandsins FIDE hófst í gær og er búist við átakaþingi. Kasparov og Campo- manes, forseti FIDE, lögðu fram tillögu í gær þess efnis að ný stjórn verði kosin á þinginu sem eigi að sameina samkeppni- söflin í skákheiminum, þ.e. alþjóðaskáksambandið FIDE og PCA, þ.e. samtökin sem Kasparov stofnaði til höfuðs FIDE! Samkvæmt tillögunni mun Campomanes verða áfram forseti FIDE en bráða- birgðastjórn muni skipa auk hans Kasparov, Makropolous frá Grikklandi og Gobas. Frambjóðendur til forseta- embættis hjá FIDE munu samkvæmt tillögunni víkja. Tillagan er þvert gegn lögum og reglugerðum FIDE, en fullkomin óvissa mun ríkja um hvort tillagan fær braut- argengi á þinginu. Það er ljóst að Kasparov stendur í ströngu þessa dag- ana, en skoðum að lokum handbragð hans úr sjöundu umferð gegn franska stór- meistaranum Lautier. Hvítt: Kasparov Svart: Lautier Sikileyjarvörn 1. e4 — c5 Það er athyglisvert að Lauti- er kýs að endurtaka ekki byijunina sem hann tefldi gegn Kasparov í Evrópu- keppni félagsliða í Lyon fyrir mánuði. Þá lék hann 1. - e5 og áframhaldið varð 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - d6 5. c3 - f5 6. exf5 - Bxf5 7. d4 - e4 8. d5!? - exf3 9. Dxf3 - De7+ 10. Kdl. Eftir miklar flækjur end- Helgi Jóhann aði skákin með jafntefli eftir 42 leiki. 2. Rf3 - e6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - Rc6 6. Rdb5 - d6 7. Bf4 - e5 8. Bg5 - a6 9. Ra3 - b5 10. Rd5 - Be7 11. Bxf6 - Bxf6 12. c3 - 0-0 13. Rc2 - Hb8 14. h4 - Re7 15. Rxf6+ - gxf6 16. Bd3 Endurbót Kasparovs á skák sinni við Kramnik, sem raunar teflist með annarri le'kjaröð. Þá lék Kasparov Dd2 og eftir 16. - Bb7 17. Bd3 - d5 18. exd5 - Dxd5 19. 0-0-0 - e4 20. Be2 - Dxa2 21. Dh6 vann Kasparov eftir stór- fenglega taflmennsku. 16. - d5 17. exd5 - Dxd5 18. Re3 - De6 19. Dh5 - e4 20. Be2 - b4? Byijunarvalið hefur mistekist hjá Lautier. Hvítur hefur traust frum- kvæði og að auki hafði Kasparov aðeins eytt tíu mínútum af um- hugsunartímanum en Lautier tæp- lega klukkustund. 21. c4 - Kh8 22. 0-0-0 - f5 23. Dg5 - Hb6? 24. h5 - Hc6 25. Kbl - Hc5 26. h6! - De5 27. Hh5! - Hg8 28. Rg4! Svartur gafst upp. Liðstap er framundan eftir 28. - Hxg5 29. Rxe5 því svartur má ekki leika 29. - Hxh5 vegna 30. Hd8+ - Rg8 31. Rxf7++. ÞAÐ kom lítill jólagestur til mín í morgun. Ég opnaði búrskápinn, þar sat þá á einni hillunni falleg hagamús og horfði á mig glampandi augum eins og hún vildi segja: „Er ekki allt í lagi þótt ég sé hér, mér var svo kalt úti.“ Ég var nú ekki alveg á því og vildi koma henni út, en hún sat þarna hin spakasta eins og hún biði þess að ég klappaði henni og var alls ekkert hrædd við mig. Ég fór að skoða ískápinn, þar voru tveir vænir staflar af laufa- brauði, en músin hafði ekki litið við því, en hún hafði aftur á móti fengið sér ótæpilega af marsiþan sem var blandað rommi, en ég var í konfekt-hug- leiðingum. Þarna var komin skýr- ing á rósemi músarinnar, hún var bara undir áhrifum. Ég greip langa mjóa krukku og lagði á hliðina, innst í krukkuna setti ég rommmarsipan, og þar hreif, músin vildi meira og skreið inn í krukkuna, ég var fljót að loka krukkunni og hugsaði um leið: „Bara að hún eigi ekki stóra fjölskyldu, sem vill komast í veisluna.“ Ég var að verða of sein í kennslu og skildi lokaða krukkuna eftir á gólfinu. Ég vissi að ef ég sleppti músinni út þarna heima kæmi hún strax aftur. Henni leið vel í krukkunni enda var marsipanið þar hjá henni. Að vinnu- degi loknum sleppti ég henni hinum megin á holtinu I þeirri von að hún rataði ekki til baka. Pallur er undir húsinu og mikið gijót. undir honum, þaðan Matur og matgerð Mýs og marsipan „Maður á að gera vel við menn og málleysingja um jólin,“ segir Kristín Gestsdóttir brosandi, en hún rakst á hagamús í búrskápnum sínum emn morgunmn. heyrir maður oft klór á nóttunni, en mýsnar sækja í hlýjuna við húsið. Þar mega þær vera ef þær fara bara ekki inn. Snjó hafði fennt upp að loftröri sem liggur í skápinn og þar hafði músin komist inn. Eg var raunar mú- sinni þakklát fyrir að hafa látið laufabrauðið og annað ískápn- um í friði, hrærði nýtt XXXV 'Vk xwrjf X X X * XX «XV vxvxxx-yxix '•XVXXV V*»» rommmarsipan um kvöldið og bjó til konfektjólatré, sem ég færði kærri vinkonu, sem átti afmæli daginn eftir. Þegar búa á til „konfektjóla- tré“ er notuð keila sem ætluð er til þurrskreytinga, hún fæst í blómabúðum. Um hana er vafinn álpappír. Molarnir eru festir á með tannstönglum, heilum neðst en hálfum efst. Molarnir þurfa að vera misstórir og eru þeir stærstu hafðir neðst en minnka síðan upp á við. Molarnir eru húðaðir með súkkulaði og skreyttir með hvítu súkkulaði eða bara hvítu glassúr, einnig má setja alls kona skrautsykur á molana. Ef sprautað er á molana þarf að nota sprautu með mjög mjóum stúti. Best er að nota mjúka mola, t.d. úr marsipan eins og hér er gert. Gert er ráð fyrir að hjúpsúkkulaði sé brætt í bak- araofni við 70-80°C og sett á , þykkan eldfastan disk. Diskur- inn hitnar um leið og súkku- laðið og heldur því heitu í 10-15 mínútur og mjög auð- velt er að eiga við það. í ör- bylgjuofni hitnar diskurinn ekki og er því betra að nota í bakaraofninn. Þetta er mun 5* auðveldari aðferð en að nota gufu. Milli konfektmolanna er stungið smá grenigreinum. Gott er að stinga með pijóni í keiluna áður en greinunum er stungið í. Gráfíkju/marsipan 200 g marsipan 1 dl flórsykur innan úr 10 grófíkjum 200 g hjúpsúkkulaði 1. Setjið marsipan og flórsyk- ur í skál og hrærið vel saman. Skafið aldinkjötið innan úr gráfíkj- unum og setjið saman við. Hnoð- ið vel. Búið til misstórar kúlur. 2. Bræðið súkkulaði, sjá hér að ofan. Húðið síðan. Stingið prjóni í molana og notið hníf til að smyrja súkkulaðinu um þá. 3. Smyrjið álpappír með smjöri (ekki smjörlíki) leggið mol- ana á hann þegar búið er að húða þá. 4. Ef notaðurerskrautsykur þarf að setja hann strax á, en ef notað er hvítt súkkulaði eða glassúr er það sett á þegar mol- arnireru orðnirþurrir. Mozartkúlur m/rommi 200 gnúgga 250 g marsipan 2 dl flórsykur dl romm 200 g hjúpsúkkulaó. 1. Skerið núggað í litla ten- inga, 1 cm ó kant. 2. Hnoðið marsipan með flór- sykri og rommi. Best er að gera það i hrærivél. Þrýstið marsipani utan um núggað. Hafið molana vel hnöttótta og misstóra. 3. Bræðið súkkulaðið, sjó hór að ofan. Húðið molana og leggið ó smurðan ólpappír. Athugið: Molana mó skreyta með hvítu súkkulaði, glassúr eóa skrautsykri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.