Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík # Sími 691100 • Símbréf 691329 ER skólabíllinn ekki kominn Af hverju opnarðu ekki augun Það er of árla morguns til að ennþá? og gáir að því sjálf? vera að hafa fyrir því. Kristilegar rannsóknar- niðurstöður Frá Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni: í BRÉFI Þorsteins Guðjónssonar, sem birtist 24. nóvember, heldur hann því fram að ég viti, að að- eins 500.000 gyðingar hafi látist í Osviecim. Ég kallaði þetta nú reyndar morð í fyrsta svari mínu, en ekki andlát eða manntjón eins og Þorsteinn. Ég trúi ekki á töluna 500.000, þar sem nýlegar rann- sóknir benda í allt aðra átt. Þar að auki er ekkert sem hindrar mig í að kalla staðinn Auschwitz, þótt Þorsteinn Guðjónsson sé hallari undir hið pólska nafn Osviecim. Menn gleyma ekki Auschwitz nas- ista með þvi nota hið minna þekkta nafn staðarins. Þorsteinn er á þeirri skoðun að engar útrýmingarbúðir hafi verið til í Þýskalandi og aðeins sé um útrýmingu að ræða ef gas er not- að. Neuengamme, Belsen, Ravens- briick, Sachsenhausen, Buchen- wald, Flossenburg, Natzweiler, Dachau og Mathausen voru meðal búða í Stór-Þýskalandi, þar sem gyðingar voru myrtir. Þar af leið- andi voru það útrýmingarbúðir. Nasistar gerðu einnig tilraunir með gasútrýmingar á fötluðum í Þýskalandi. Gyðingar voru myrtir í flutningabílum með því að leiða útblástur bílanna inn í þá. Gasið, sem var notað í útrýmingarbúðum nasista, var t.d. Zyklon B, fram- leitt með fágun þýsks iðnaðar og misnotað af nasistum til að full- komna áform þeirra. Þau áform mótuðust á fundinum um loka- lausnina í Wannsee í janúar árið 1942. Áður en það gerðist höfðu hundruð þúsunda gyðinga verið myrt af nasistum allt frá árinu 1933. Eins sé ég að Þorsteinn veit ekki hvað margar þrælkunarbúðir voru umhverfis stóru útrýmingar- búðirnar. Umhverfis Auschwitz voru u.þ.b. 30 þrælkunarbúðir og þar var fólk einnig myrt. í flestum löndum, sem nasistar hertóku, voru þrælkunar- og útrýmingar- búðir. Þar var fólk myrt og það er ekki til fínna orð yfir það sem átti sér stað. Þegar búið var að nýta vinnukraftinn og sjúga lífs- kraftinn úr fólkinu var það sent til útrýmingar. Þorsteinn Guðjónsson dregur í efa að 5‘/2 milljón manna hafi ver- ið til og lítilsvirðir um leið fólk sem missti ættingja sína og heilu fjöl- skyldurnar sem hurfu af yfirborði jarðar. Það er mannfyrirlitning og fordómar á hæsta stigi. Mann- fyrirlitningu sýnir Þorsteinn einnig þegar hann varar íslendinga við Þjóðverjum og Efnahagsbandalag- inu. Það eru því ekki bara gyðing- ar sem hann treystir ekki. Allan sinn sannleika virðist Þor- steinn sækja til kristilegra rann- sókna „Christian Research“ í Ariz- ona í Bandaríkjunum. Þá vitum við að samtök sem kenna sig við gyðinginn Jesúm Krist, dreifa svo- kölluðum sannleika um þjóðar- morð á gyðingum á 20. öld. Christ- ian Research er reyndar nafngjöf á samtökum og tímariti, sem dreif- ir áróðri kynþáttahatara, endur- skoðunarsinna og nýnasista. Þor- steinn er í samfloti með þessum samtökum þegar hann rekur áróð- ur fyrir þau í íslenskum fjölmiðlum og tengist því ef til vill alheims- samtökum kynþáttahatara og nýnasista. Hvað á maður annars að halda? Ef fleiri skoðanabræður og -systur Þorsteins Guðjónssonar eru til á Islandi þá skora ég á þau að koma úr fylgsnum sínum og leggja fyrir okkur þann mikla sannleika sem þau hafa höndlað um gyðinga og „Holocaust-iðnað“ þeirra. Ef slíkur sannleikur er til í okkar litla landi verður hann að sjálfsögðu að koma fram. Nú er kominn tími til að fólk í samtök- um, sem hatar nýja íslendinga, ákveðna útlendinga og sérstaklega gyðinga komi fram og skýri sín sjónarmið. I grein sinni 7. desember lýsir Þ.G. því yfir að hann sé stoltur af þeim „norræna stofni“ sem hann segist tilheyra. Er Þorsteinn nú alveg viss um að hann sé af norrænum stofni? Hann hefur ef til vill fengið „rassenattest"? Að lokum þetta. Ég er fullviss um að skoðanir Þorsteins eru ein- ungis slæmt tilfelli af einangr- unarstefnu, útlendingahatri og öf- und, sem alltaf hefur hijáð marga hér á landi. Sú ómenning mun líða undir lok með auknum §ölda er- Jends fólks, sem getur bætt og blómgað þann merka stofn sem sumir telja að hafi verið hér óblandaður frá upphafi landnáms. Við erum nú fyrst að sjá nokkur dæmi um fjölbreytileikann og feg- urð hans í mannlegum samskipt- um. Sjóndeildarhringurinn breikk- ar og vonandi mun litrík og for- dómaminni þjóð búa í þessu landi í framtíðinni. Við getum heldur ekki gert það að aðalskilyrði að fólk tali reiprennandi íslensku til að geta talist íslendingar eins og oft hefur verið hamrað á. Lítils- virðingu við erlent fólk og þá sem eru öðruvísi en fjöldinn verður að linna. Það er ekki nóg að yrkja landið, fólkið verður einnig að fegra. Ég fagna þeim degi, að moska rís í Mosfellssveit eða sýna- góga á Selfossi og að bænir á Alþingi verði ekki aðeins kristnar. Einhvern daginn lærir Þorsteinn Guðjónsson að elska aðra og þá fyrst verður hann hreykinn af sjálf- um sér. VILHJÁLMUR ÖRN VILHJÁLMSSON, Neshaga 15, Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Aug- lýsingar: 691111. Áskriftir: 691122. SÍMBRÉK: Ritstjórn 691329, fréttir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrifstofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.