Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Landið í sparífötum BOKMENNTIR Ljósmyndun ÍSLAND - LANDIÐ HLÝJA í NORÐRI Ljósmyndir: Sigurgeir Siguijónsson. Texti: Torfi H. Tulinius. Forlagið, 1994. Prentun Oddi — 143 síður. 1.980 kr. ÞAÐ KEMUR ekki til af engu að margir útlendingar hafa þá hugmynd að allir íslenskir Ijós- myndarar hljóti að vera landslags- ljósmyndarar. Við eigum einstakt landslag með síbreyti- legum litbrigðum og veðrið er aldrei eins. Svo eru íslendingar svo fáir og einlitir að það getur varla verið um auðugan garð að gresja hvað mannlífs- myndatökur varðar. Vissulega er sitthvað til í þessu og þeir eru margir ljósmyndar- arnir hér sem fara fyrr eða síðar að gefa landinu auga. Sigur- geir Siguijónsson er einn þeirra og síðustu misserin hefur mikið borið á landslags- myndum hans. Fyrir rúmu ári sendi hann frá sér stóra bók og kallaði íslandslag og nú fylgir hann þeirri útgáfu eftir með ann- arri mun minni, meðfærilegri og ódýrari, og heitir hún íslandsland- ið hlýja í norðrí. Torfi H. Tullnius ritar texta bókarinnar og skiptast þeir í þrennt. Fremst er inngangur um land og þjóð, þá koma upplýsandi myndatextar, oft nokkrar setning- ar með hverri mynd þar sem les- endur eru til dæmis fræddir um vatnsmagn fossa, merkisár í sögu kaupstaða eða dýraiíf á staðnum sem myndin sýnir. Aftast eru ýmsir fróðleiksmolar um jarð- fræði, landmótun, gróðurfar, ágrip af sögu íslendinga og svo fram- vegis. Textar Torfa gera þetta að óvenju upplýsandi ijósmyndabók og auka gildi hennar fýrir áhuga- sama um land og þjóð og þá sem vilja vita meira um þá staði sem myndimar eru af. Meginefni bókarinnar eru þó litljósmyndirnar 75. Margar þessara landslags- mynda Sigurgeirs eru þegar orðn- ar heimilisvinir, hafa hangið á dagatölum Eimskipafélags íslands í eldhúsum og skrifstofum íslend- inga heima sem erlendis. Þarna eru nokkrar óviðjafnanlegar perl- ur. Hún er einföld og ofurstílhrein myndin af kirkjunni í Selárdal þar sem sólin lýsir upp gaflinn og sól- eyjartún en dimm ský hanga í fjall- inu í bakgrunni; myndin af kúnum sem verið er að reka heim til mjalta við Mývatn er sérlega lifandi, hrein og sakleysisleg; og sérstæð er myndin þar sem horft er niður á gæsahóp við Eyjabakka. Nokkuð ber á ljósmyndum sem einnig eru í íslandslagi en sam- setning þessarar bókar er önnur. Þar var meira byggt á sterkum, stökum ljósmyndum en hér koma inn aðrar sem eru ekki alltaf jafn sérstakar en fara vel með heild- inni. Þá eru sumar myndanna kunnuglegar, eða rétta sagt fyrir- myndirnar, því búið er að taka svo ótal margar litfagrar myndir á stað eins og Landmannalaugum en furðu oft auðnast Sig- urgeiri þó að finna nýstárleg sjónarhorn af fossum, vötnum og fjöllum. Sigurgeir notar panórama-myndavélar með sérlega víðu myndsviði. Það er tísku-format lands- lagsljósmyndara um þessar mundir og nýt- ist óneitanlega vel hér, þar sem í veðurfari eins og því íslenska getur verið skúr á öðr- um helmingi myndarinnar en sól hinum megin. Sigurgeir vinnur sífellt betur með möguleikana í myndbyggingu með þessum vélum en í fyrstu hætti honum til. að byggja myndirnar um of út frá miðjunni. Einn veikleiki er þó áber- andi í þessari bók og það er þegar ljósmyndarinn stillir fólki inn í myndirnar. Fjallsjökull er ægifag- ur og skorinn en fólkið sem stillt er upp í forgrunni — sjálfsagt sem stærðarviðmiðun — er vandræða- legt og frosið eins og gínur. Mynd af börnum og gamalli konu er allt að því væmin, svo þvinguð er upp- stillingin, og fólkinu á gangstígn- um við Krísuvík virðist líða illa meðan það bíður eftir að smellt sé af. Sigurgeir sýndi fyrir löngu í svart/hvítum ljósmyndum sínum að hann kann að frysta hreyfingu og ef til vill ætti hann að vinna meira með það þegar hann setur fólk inn í landslagið. Umfram allt er það ísland sem er í aðalhlutverki í þessari bók og Sigurgeir magnar listavel upp birtu þess, litbrigði og ferskleika — hlutverk myndanpa er að sýna landið sem fegurst. ísland — Land- ið hlýja í norðrí mun vera fáanleg á nokkrum tungumálum og er fyr- irtaks gjöf til vina og vandamanna — ekki síst þeirra sem eru erlend- is, því þetta er ein þeirra bóka sem næra heimþrána. Einar Falur Ingólfsson Sigurgeir Siguijónsson matarstell fyrir fjóra á aðeins „Norðlæg myndsýn“ MYNPUST Listhús í Laugardal MÁLVERK SJÖFN HARALDSDÓTTIR Opið virka daga frá kl. 13-18. Laug- ardaga 11-18. Sunnudaga 14-18 til 31. desember. Aðgangur ókeypis. SJÖFN Haraldsdóttir er komin úr víking að segja má, því að í nóvember var hún með sýningu í miðborg Lundúna, nánar tiltekið Crypt listhúsinu við Trafalgartorg. Þar sýndi hún mikinn fjölda olíu- málverka, en einnig myndir unnar á handgerðan pappír með bleki. Hlaut sýningin góðar undirtektir sýningargesta og seldist tugur mynda, en engar spurnir hefur rýnirinn enn af skrifum starfs- bræðra sinna í heimsborginni, hins vegar þótti myndsýn hennar norð- læg. Hvað sem öðru líður telst það frétt til næsta bæjar, er íslending- ur selur jafn margar myndir í frumraun sinni á listavettvangi erlendis, því þótt Sjöfn Har. eins og hún áritar myndir sínar, hafi gert það gott í Danaveldi hér áður fyrr, mun þetta fyrsta mikilsverða einkasýning hennar á erlendri grund. Sjöfn er helst þekkt fyrir lit- stemmd málverk sem tengjast æskuslóðum á Snæfellsnesi og þá einkum tilbrigði við jökulbunguna, en þau hafa einnig ratað á Lýðveld- ispeninginn svonefnda, veggspjöld og merki, og hefur það allt gerst á þessu ári. Þjóðhátíðarárið hefur því ,verið tímabil drjúgra athafna í lífi listakonunnar, sem á litríkan námsferil að baki og var í þann veginn að hasla sér völl á sviði leirlistar og veggskreytinga, er hún varð fyrir slysi, er gerði það að verkum að hún snéri sér að mál- verkinu. Verkin í listhúsinu í Laugardal eru öll máluð á þessu ári, nánar tiltekið í sumarhúsi við Skorradals- vatn og eru þetta sömu myndir og hún sýndi í Lóndon, en sjálfsagt að hinum seldu undanskildum. Koma hér bæði fram bein áhrif frá Snæfellsjökli og umhverfi hans sem og huglægar vísanir, en þá skírskotar listakonan gjarnan til merkingafræði litarins frekar en brigða ytri byrðar landslagsins. Á þann veg skynjar hún yfirnáttúru- lega strauma jökulsins og á stund- um er það einungis útlínur jökul- bungunnar sem skara þekkjanleg form á myndfietinum. Ástin, lífsstraumarnir og kraft- birtingurinn teljast þeir megin- þættir sem Sjöfn gengur út frá, og auðsæ er nautnin við návist þeirra, hins vegar fer minna fyrir svipmiklum átökum við efniviðinn. Svitinn og tárin eru þannig fjarri leiknum þótt hrár dumbungur sé yfir sumum myndanna og þá eink- um þeirra sem unnar eru á pappír. það fer svo eftir lyndiseinkun hvers og eins hvernig athafnirnar skila sér til hans og hvað rýninn áhrær- ir hugnaðist honum langsamlegast best dúkar ríkulegs flæði fyrirferð- ar í búningi skýrra og afmarkaðra forma. Það má þannig segja að inni- hald þessara mynda sé í senn form- rænt sem frásagnarlegt þó ekki komi fram beinar vísanir á mynda- sögur og bókmenntir, en það telst ljóður á mörgum hérlendum, hve þeir eru illa læsir á form- og lit- rænt inntak á myndfleti og leita jafnan að haldfestu í beinni frá- sögn. Þannig segja þessar myndir sögu af margvíslegum lifunum í návígi við myndefnið, þó framsetn- ingin styðjist hvorki við bókletur né bein myndtákn hlutveruleikans, en hvernig sú saga hreyfir við skoðandanum er svo annað mál. Bragi Ásgeissson Af engli og fegurðardrottningu BÖKMENNTIR Barna- og unglingabók KRAFTAVERKIÐ OG BROSAÐ GEGNUM TÁRIN Tvær bækur eftir Helga Jónsson: Kraftaverkið og Brosað gegnum tár- in. Bókaútgáfan Tindur 1994. HELGI Jónsson sendir frá sér tvær bækur fyrir þessi jól, aðra fyrir börn, hina fyrir unglinga. Hann hefur áður skrifað fjórar unglingabækur. Barnabókin heitir Kraftaverkið. Hún fjallar um vinina Þór og Mar- íu, sem bæði eru 6 ára. María verð- ur fyrir bíl og er vart hugað líf. Þór reynir þá að fá almættið í lið með sér til að bjarga henni. Hann biður heitt og ákaft og eina nóttina birtist honum engill sem tilkynnir að Guð ætli að bænheyra hann. Þetta er hugljúf saga sem flytur tvenns konar boðskap: Börnin verða að gæta sín í umferðinni svo að ekki fari illa — og Guð er sá vinur sem hægt er að leita til bæði í sorg og gleði. Sagan er vel upp- byggð og vandaðar teikningar Sölva H. Ingimundarsonar styðja hana vel. Á stöku stað hefði þó mátt fága textann betur — eins og t.d. á bls. 14: ... sagði hann bólginn í framan og allur rauður í andliti.“ Annað dæmi á bls. 30: „Nei, ég má það ekki alveg strax. Þarf að bíða og láta mér batna alveg strax.“ Að öðru leyti er sagan góð og heldur athygli barn- anna út í gegn. Það sannreyndi ég á 5 og 8 ára börnum sem ég las hana fyrir. U nglingaskáldsag- an heitir Brosað í gegnum tárin. Aðal- söguhetjan, Sóley, er 18 ára. Hún er dul á tilfínningar sínar, afar ósjálfstæð og hefur lit- ið sjálfstraust í byijun. En svo er hún valin til að taka þátt í fegurð- arsamkeppni; fer með sigur af hólmi og sjálfstraustið eykst þá til mikilla muna. Fegurð- arsamkeppni og ýmsar hugleiðing- ar um gildi hennar leikur stórt hlutverk í sögunni. Höfundurinn dregur fram bæði kosti og galla við slíka keppni — og tekur á efn- inu af raunsæi. Þessi saga virðist stundum vera á mörkum ævintýris og raunveru- leika. Lýsingar á fjölskyldulífi Sól- eyjar minna mjög á söguna um Öskubusku. Sóley þarf að glíma við vondu stjúpuna og dætur henn- ar tvær sem koma illa fram við hana og þræla henni út við heimil- isstörfin. Stjúpan vill koma eldri dóttur sinni í fegurðarsamkeppni en tekst það ekki og verður alveg æf þegar Sóleyju er bcðin þátt- taka. Höfundurinn vinnur ágæt- lega með þetta Öskubusku-stef. Veikasti hlekkur sögunnar er persónu- sköpunin. Sóley er vel gerð persóna frá höf- undarins hendi og þroskast á trúverðug- an hátt — en aukaper- sónurnar eru ansi ein- hliða og auðvelt að reikna þær út. Þau stakkaskipti sem verða á stjúpunni í lok bókarinnar eru ekki sannfærandi. Hún sér skyndilega eftir öllu því sem hún hefur gert á hlut Sóleyjar og breytist í góða konu! Sú lausn er alltof ódýr á flóknum og áralöngum samskipta: vanda tveggja einstaklinga. í hreinu ævintýri gæti hún kannski gengið en ekki í sögu sem gerist í íslenskum nútímaveruleika. Þessi aðfinnsla breytir því þó ekki að hér er á ferðinni áhugaverð bók. Stíll Helga er sem fyrr léttur og lipur, stundum fallega ljóðrænn — en hann er einnig dálítið óbeisl- aður á stöku stað. Ekki verður farið nánar út í það hér. Höfundur fer ótroðnar slóðir í vali sínu á söguefni. Frásagnargleðin er mikil og hann á auðvelt með að hrífa lesendur, halda athygli þeirra. Brosað í gegnum tárin er bók sem unglingar munu áreiðanlega taka fagnandi. Eðvarð Ingólfsson Helgi Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.