Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ SUÐUR AMERÍKA ómögulegt. Þar sem verst var bjó fólkið hreinlega í pappakössum á öskuhaugunum og virtist gera stykki sína hvar sem var. Okkur ferðalöng- unum rann hreinlega kalt vatn milli skinns og hörunds víð þessa skelfi- legu sjón. Annars voru algengir kofar gerðir úr einhvers konar tágarfléttum, oft þaklausir, líklega innan við 10 fer- metrar að stærð og hæð veggja lík- lega rúmlega einn og hálfur metri. Hvorki rafmagn né vatn var að finna þar sem' verst var. Einnig bar fyrir augu stóra bæi byggða kofum hlöðn- um úr múrsteini, afar litla og lá- greista, en þó virtist rafmagn vera í þeim flestum, en ekki rennandi vatn. Þrátt fyrir þetta var fólk furðu hreinlegt og snyrtilegt til fara. Bændur streymdu til ” borgarinnar Leiðsögumaður sem við fengum svo til umráða síðar um daginn er við skoðuðum borgina sagði þetta fólk vera kallað hina efnaminni (pe- ople of lesser resources) eins og hann orðaði það á ensku. Samkvæmt upp- lýsingum hans byijaði vandamálið fyrir alvöru þegar ákveðið var að taka jarðirnar af landeigendum og færa til bændanna og stofna sa- myrkjubú undir lok sjöunda áratug- arins. Landeigendumir voru flæmdir burt en bændumir kunnu illa til stjórnunarstarfa og almenns rekst- urs, enginn bar ábyrgðina og land- búnaðurinn hrundi. Áður hafði verið stundaður töluverður útflutningur á hrísgijónum til dæmis, en það dæmi snérist við og enn þarf að flytja mik- ið af hrígijónum inn til landsins. Bændurinir flosnuðu því upp og streymdu til borgarinnar. „Bréfliúsakerfi" Gangur mála er svo oftast á þá vegu, að fólkið finnur sér blett til að byggja á, en hefst ekki handa fyrr en opinber staðfesting hefur fengizt á því, að það eigi blettinn og megi byggja. Bið eftir því .getur tekið mörg ár. Að þessu fengu er svo byijað í afar einföldum stíl og fer byggingarhraðinn eftir efnum hvers og eins, sem eru afar lft.il. Enn getur því tekið mörg ár, áður en þaki af einföldustu gerð er komið yfir höfuðið, en kannski jafnvíst að það takist aldrei. Lítil eða engin fé- lagsleg aðstoð stendur þessu fólki til boða. Það verður að bjarga sér á eigin spýtur. Þarna er ekkert hús- bréfakerfi, heldur væri nær að tala um „bréfhúsakerfi“. Atvinna er af skornum skammti og laun mjög lág. Þjóðartekjur á mann eru um þúsund dollarar á ári, einn tuttugasti af því, sem bezt ger- ist í öðrum löndum. Algeng mánaðar- laun verkamanns eru á bilinu 100 til 200 dollarar, eða svipað og við þurftum að borga fyrir herbergið á Libertador. Mikið af fólkinu reynir að bjarga sér með ýmis konar sölu- mennsku, bæði á einhvers konar heimagerðu bakkelsi, minjagripum, gosdrykkjum og sælgæti eða alls kyns dóti, sem það er með i kerrum og vögnum. Miðborgin hættuleg ferðafólki Miðborg Límu er talin hættuleg ferðamönnum. Kvenfólki er ráðlagt vera ekki á ferð nema í fylgd karl- manna og leiðsögumaðurinn okkar bannaði okkur að vera með nokkur verðmæti í fórum okkar. Við urðum meira að segja að taka úrin af okk- ur. Ekkert mátti skilja eftir í bílnum, þannig að til þess sæist og vopnaðir hermenn voru á hveiju strái. Vasa- þjónaður er mikill og rán og mis- þyrmingar algengar. Enn imir eftir af baráttu stjórnvalda við skæruliða „hins skínandi stígs“, sem eru öfga- menn til vinstri og því verða menn mikið varir við herinn. Svo rammt kveður að því að sjávarútvegsráð- herra landsins gengur vopnaður og hefur 40 lífverði, þar af gæta 8 barna hans. Innan um þessar hörmungar og ógnir er svo að finna perlur af ýmsu tagi, bæði glæsileg auðmannahverfi San Isidro og Miraflores, glæsilegar kirkjur, forsetahöllina og söfn af ýmsu tagi. Okkur þótti þó einhvern veginn við hæfi að skoða höfuðstöðv- ar rannsóknarréttarins, en þeim hef- ur verið breytt í safn. Við þá skoðun AÐ MINNSTA kosti þrjár milljónir manna búa við hörmulegar aðstæður í höfuðborginni Límu. í heimsókn í Límu, höfuðborg Perú Gífurleg gjá milli ríkra og fátækra PERÚ er land öfga og andstæðna, land frumskóga og eyðimerkur, land ríkra og fátækra. Höfðuborgin Líma ber þess glöggt merki. íbúar borgar- innar eru úm 7 milljónir, en fjöldi þeirra hefur tvöfaldazt á 20 árum og árið 1930 bjuggu aðeins 300.000 manns í Límu. Borgin hefur alls ekki verið í stakk búin til að mæta þess- ari gífurlegu íjölgun og um helming- ur íbúanna býr við ömurlegar að- stæður. Hins vegar er minni hluti íbúanna mjög auðugur og gjáin milli ríkra og fátækra er gífurleg. Þeir fátækustu búa nánast á ruslahaug- unum, en hinir ríku í víggirtum hús- um í ákveðnum borgarhverfum, þar sem óhætt er talið að vera á ferli. Ferðamenn eru varaðir við að vera einir á ferð í miðborginni og lífs- hættulegt getur verið að fara um sum hverfín. Borgin er byggð af Spán- veijum og í henni eru engar beinar minjar frá byggð Inkanna eða ann- arra þjóðflokka, sem landið byggðu fyrr á öldum. Hins vegar er þar að finna mörg ágæt minjasöfn og er helzt þeirra Museo Oro del Perú, en þar er komið saman á einum stað meira Inkagull en annars staðar í veröidinni. Safnið, sem talið er ómet- anlegt, er í einkaeign. Greinarhöf- undur var á ferð í Límu í lok nóvem- ber ásamt nokkrum hópi íslendinga og átti þess kost að kynnast borg- inni að nokkru leyti. Líma var upphaflega byggð af Spánveijanum Francisco Pizarro árið 1535 tveimur árum eftir innrás Spánveija í Inkaveldið. Engin raun- veruleg byggð var þar áður, en rétt norðan höfuðborgarinnar er ævafom grafreitur Inka. Þar hafa fundizt mannvistarleifar allt að 3.000 ára gamlar. Borgir Inkanna voru allar uppi til fjalla enda er strandlengja Perú samfelld eyðimörk og kemur þar varla dropi úr lofti allt árið. Greið leið til aðfanga og flótta Hershöfðingjanum Pizarro fannst hins vegar borgarstæðið gott, þar var góð höfn, bæði til aðfanga og flótta, greið leið upp í Andesfjöllin íbúanna voru þá svartir þrælar, 38% Spánveijar og aðeins 8% indíánar. Aðeins 6% voru af blönduðum upp- runa, en slíkt fólk er nú flest í borg- inni. Á þessum tíma var miðborg Límu iðandi mannhaf og verzlanir og sölutorg seldu meðal annars silki og fleiri muni frá Kína. Síðan tók stöðnun við og ýmis áföll riðu yfir. Árið 1746 reið yfir gífurlegur jarð- skjálfti, sem jafnaði alla byggð við jörðu nema 20 hús og varð 5.000 manns að aldurtila. Borgin óx síðan smám saman á ný og ýmis borgar- hverfí mynduðust, þar sem hinir ríku komu sér fyrir, en fátækrahverfin byijuðu að myndast í Callao, hafnar- borg Límu, sem nú er alveg samgró- in borginni. Árið 1930 voru íbúar borgarinnar orðnir 300.000, en síðan hefur fólkið streymt til borgarinnar úr fjöllunum. Árið 1975 voru íbúarnir orðnir 3,5 milljónir og í dag eru þeir taldir urp 8 milljónir. Borgin hefur hvergi verið í stakk búin til að taka við öllu þessu fólki og nú búa að minnsta kosti þijár milljónir manna við aðstæður, sem engum geta talizt boðlegar. Óhætt að fara í göngutúr Borgin byggist í dag upp á mörg- um hverfum, þar sem efnahagur ræður niðurröðuninni. Hverfi hina ríkari eru til dæmis San Isidro og Miraflcres, en fátæktin er hvergi meiri en í Callao, sem breiðir úr sér út frá höfninni. Við 'bjuggum á Hót- el Libertador í San Isidro, rétt við annan af tveimur golfvöllum í Límu. Þetta er hverfi auðmanna og vaí okkur sagt þar væri óhætt að fá sér göngutúr, enda vel vopnaðir varð- menn við hótelið og nánast hvert einasta hús í hverfinu. Svipaða sögu er að segja af Miraflores. Skelfileg eymd Leið okkar lá um fleiri hverfi, en hvergi var eymdin eins skelfileg og í Callao, er leið okkar lá þar í norður úr borginni meðfram ströndinni. Hreysin urðu sífellt hrörlegri og héld- um við þó að slíkt væri nánast Gjáin milli ríkra og fátækra er óvíða meiri en í Suður-Ameríku. Hjörtur Gíslason, var á ferðinni í Límu, höfuðborg Perú fyrir skömmu. Hann fjallar hér um þessa borg, þar sem íbúatalan hefur margfaldazt á 60 árum og margar milljónir manna búa í hreysum við ömurlegar aðstæður FORSETAHÖLLIN er glæsileg bygging. Við hana er gamli góði fólksvagninn, en hann er algengasta leigubílategundin í borginni. og áin Líma rann þar til sjávar. Borg- in óx nokkuð hratt og varð brátt mjög auðug, en yfirbragð hennar hefur alla tíð verið frábrugðið hinum eldri borgum, enda var hún kölluð spænska Líma. Fyrsti háskólinn f borginni var stofnaður árið 1551. Spánski rannsóknarrétturinn fylgdi svo í-kjölfarið og setti upp höfuð- stöðvar sínar í Límu árið 1570 og var hann ekki leystur upp fyrr en árið 1813. 5.000 fórust i jarðskjálfta árið 1746 Blómatími Límu er talinn hafa verið á sautjándu öldinni, en árið 1610 voru íbúar orðnir 26.000. 40%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.