Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 25 LISTIR Forvitnileg ástarbréf BOKMENNTIR Skáldsaga HÖFUÐSKEPNUR - ÁST- ARBRÉFAÞJÓNUSTA eftir Þórunni Valdimarsdóttur. For- lagið, 1994. Prentun Harper Collins - 221 síður. 1.980 kr. Höfuðskepnur - Ástarbréfaþjón- usta virðist í fyrstu vera æði óvenjulegt skáldverk. En þegar betur er að gáð er þar öll lögmál hinnar hefðbundnu skáldsögu að finna; flækju, ris og úrlausn, og að auki er hún sett upp í bréfa- formi en það er gamalkunnugt bragð til að vekja trúnað lesand- ans. Það sem er fyrst og fremst óvenjulegt er flæðandi talandi sögupersónunnar, konunnar sem skrifar „E“ undir bréfin sín. Hún kemur víða við. Lýsir lífi sínu, hugs- unum, bullar svolítið og spáir í bókmenntir, siðferði, en þó aðallega ást og ýmsar hliðar hennar. Hún er nefnilega að skrifa ástarbréf. Ókunnugur auðmaður í Kyrra- hafinu hefur fengið þennan reyk- víska rithöfund til að skrifa sér ástarbréf og greiðir vel fyrir. Hún þekkir manninn ekki neitt og hann sendir henni einungis símbréf með fyrirmælum um það hvað hún á að skrifa. Vitaskuld verða þetta því undarleg og einhliða bréfaskipti en „E“ gengst inn á þau. „Þú klippir bara út það leiðinlega sem er ekki nógu ástarbréfslegt. Þýðandinn sendir þér þetta á diski“ (6). Óneit- anlega gerir það bréfin írónískari að þau fara um hendur þýðanda, sem ræðir merkingu orða við höf- undinn og skilar þýðingunum af sér með neðanmálsgreinum til að ná utan um allt það sem konan lætur flakka. Hún má þó til að réttlæta sig til að byija með, að láta viðtakandann skilja að þótt hún skrifi djarflega þá er hún virðu- legur rithöfundur en ekki vændis- kona: ,;Bréfasex er skárra en sím- asex. Astarbréfaskriftir eru virðu- legri vinna en símasex. Bókmennt- ir eða bréfaatlot eru ekki eins spillt atvinnugrein og símaatlot. Bók- menntir njóta virðingar, eru hátt- settar, símasex greddulegu götu- hórurnar er lágstéttar“(12). Rithöfundurinn býr ein með óvenjulegum „barnapa" en slitnað hefur upp úr sambúð sem hún var í. Dagarnir líða og hún skrifar bréf eftir bréf, en síðan hringir síminn, ókunnugur maður tekur að spytja nærgöngulla spurninga, spenna færist í söguna og lesandinn fær að fylgjast með atburðunum jafnóðum og þeir gerast. Eftir að hrafnar hafa flogið með sína illu forboða í veg fyrir sögukonuna dregur til tíðinda. Frásögnin tekur stökk áfram og þræðirnir fléttast saman, með ógn, of- beldi og uppgjöri. En þó að dragi til tíðinda í lífi „E“ eru hugleið- ingar hennar í ástar- bréfunum ávalli þungamiðja sögunnar og gefa henni aukna vídd. Hún er þarnanð skrifa einkabréf og allt er látið flakka. Stundum eru bréfin sem hefðbundin frá- sögn en oft veður á bréfritaranum, svo að á stundum virðist hún varla ráða við sig í hugmyndaflæðinu, en það er gam- an af því hvernig hún fer um víðan völl og spáir í hitt og þetta, yfir- leitt þó tengt ástinni og tilfmninga- lífinu. Á einum stað afsakar hún frásagnarmátann: „Fyrirgefðu, samtíminn er eitt stílbrot, þess vegna eru bréfin mín svona tæt- ingsleg“ (24). Svo slettir hún óhik- að, klæmist og bullar, og býr til sögubrot frá hinum og þessum tím- um og setur sig og pennavininn gjarnan inn í þau. Inn á milli koma svo einhvers konar ljóð; stundum kallar „E“ þau rugl, röfl eða talar um að yrkja kjánalega, en hvað sem þau eru þá eru þetta veikustu hlut- ar bókarinnar. Stundum teygja þessir textar sig frá einni síðu til annarrar og þótt að þeir séu að einhveiju leyti hluti af frásögninni, eigi kannski að hægja á henni eða létta hana, þá skilar það sér ekki og lesandanum hættir til að fyllast óþoli. Og sjaldnast er lýrík fyrir að fara, eins og hér þar sem „E“ situr í baði, horfir í gegnum blautt hárið og fæðir þennan texta: „í baði, furunálafreyðibaði// skógarn- ir í Transilvaníu illa farnir/ blóð- smiðjurnar gusuðu eitursæði sínu út um strompatippi/ og bílrassa/ prump prump/ og tröllin í fjöllun- um// vatn, sull, sull“ (84). Sögukonan hefur írónískt sjónarhorn á vaðalinn í bréfunum og segir: „Ég er kona og þarf sem slík að meðaltali að tala 24.000 orð á dag“ (76). Hugleiðingar hennar um starf rithöfundarins eru skemmtilegar, eins og hvað sé við- urkennt, og ekki er laust við ádeilu þegar hún spyr: „Gæti ég birt texta svipaðan þessum bréfum til þín án þess að missa rithöfundastyrkinn minn?“ (125). En henni finnst gott að skrifa þessi einkabréf, að fá þarna að „skrifa einlæglega og persónulega, því allir eru að böggl- ast við að vera svc yfirfærðir, óper- sónulegir og kúl“ (39). Umræðan um hin ýmsu andlit ástarinnar og kynlífsins er mest áberandi. „Bréfrenn- inga syndir“ kallar hún þessar hugleiðingar sem sendar eru til auð- mannsins sem hún hef- ur til að byija með eng- an áhuga á, annan en að hann greiðir fyrir bréfin, en verður síðan spenntari fyrir: „... ég elska þig þótt ég kom- ist ekki hjá því. Það er nú það minnsta þegar karlar halda konum uppi, að þær sýni lík- amlegt þakklæti" (134). Stundum renna hugsanir uppúr henni — þá getur henni fundist „gaman að skrifa bannorð“ — en stundum þarf hún líka að pína sig til að skrifa. Hún deilir á hræsni og tepruskap í samfélaginu, veltir fyr- ir sér bælingu og fordómum, klámi og siðprýði: Þetta eru tvær hendur á sama vestræna hugmyndalíkama, siðprýði og klám, og báðar þarf maður að þekkja“ (129). Sögukon- an veltir líka fyrir sér hvernig er að vera einhleyp, að hún sakni sam- býlismannsins fyrrverandi og hvaða áhrif sumir karlmenn hafi á hana. En þrátt fyrir hispursleysið sem hún leyfir sér í þessum „ástar- bréfum" þorir hún ekki að biðja um dónalegar bækur í Landsbóka- safninu. Höfuðskepnur er að flestu leyti mjög vel lukkuð skáldsaga. Á stundum hættir höfundi til að leyfa textanum og skrifgleðinni að taka völdin, en annars vekur umræða bókarinnar lesandann til umhugs- unar og hann á mjög auðvelt með að hrífast með — í undrun og ekki alltaf ánægju — því sem kemur fyrir kcnuna. Að lokum er hún skemmtileg sú ákvörðun sögu- manns að fela forleggjara bréfin til útgáfu, vitandi að þá þarf að breyta textanum að einhveiju leyti til að hann verði „áhugaverðari“ eða hefðbundnari. Hún gerir sér grein fyrir því en biður forleggjar- ann í hljóði: „... plís ekki laga text- ann minn mikið, mér líkar hrár texti sem fagurfræðingarnir geta ekki gúterað" (188). Bókin er prentuð hjá Harper Collins í Skotlandi, á grófan og óásjálegan pappír og er kilja límd inn í spjöld. Það er dapurlegt að sjá nýjar skáldsögur í slíkum bún- ingi en líklega er við bókarskatt að sakast. Einar Falur Ingólfsson Þórunn Valdimarsdóttir LAUGAVEGUR 40 SIMI 616660 HANDSMÍÐAÐ HERRASKART Bindishengjur, hringar og lyklar með islenskum steinum og steinalausum Verð frá kr. 3.900 Veldu verðlciunatækin frá Blombero mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmáW Blomberg hlaut hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF verðlaun fyrir framúrskarandi glæsilega og vandaða eldavél d stærstu iðn- sýningu Evrópu í Hannover í Þýskalandi. 586 framleiðendur frá 25 löndum kepptu um þessa eftirsóttu viðurkenningu. Við bjóðum 6 gerðir eldavéla á verði frá aðeins___________ kr. 57.955* stgr. Að auki bjóðurn við mikið úrval af helluborðum og innbyggingarofnum frá Blomberg *Staðgreiðsluafsláttur er 5% ivaupenaum Diumuery eldunartœkja býðst frítt námskeið í meðferð tœkjanna í Matreiðsluskóla Dra, ijannc ifnar. UK Einar »/ Farestveit&Cohf Borgartúni 28 S 622901 og 622900 - Þjónusta í þína þágu N Ú ER RÉTTi TiMINN TiL AÐ FÁ SÉR GSM FARSIMA í desember og janúar gefst GSM farsímaetgendum kostur á að hríngja gjaldfrjálst um helgar.* Tilboðið gildir frá tO. desember 1994 til 29. janúar 1995 á ttmanum frá ki. 20:00 á föstudagskvöldum til kl. 08:00 á mánudagsmorgnum. PÓSTUROGSÍMI GSIÍO' *Tilboðið á ekki við um símtöl til útlanda eða i Símatorg. Símtöl í GSM farsímakerfið úr venjulegum síma eru gjaldfærð á venjulegan hátt. M 9411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.