Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ' ✓ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 15 Islandsflug með aukaflug til Bretlands ÍSLANDSFLUG flýgur nú einu sinni á dag alla virka daga til Bretlands. Síðastliðinn fimmtu- dag var farið aukaflug til að koma vörum heim fyrir helgina. Undanfamar vikur hefur flugið verið mjög vel nýtt og er útlitið gott framundan, segir í fréttatil- kynningu frá íslandsflugi. Nú er hálft ár liðið frá því að fraktflugið hófst. íslandsflug flýgur til East Midlands-flug- vallar sem er á milli Birming- ham og Nottingham, en frá flug- vellinum er innan við tveggja tíma akstur til allra helstu stór- borga. Félagið er með umboðs- mann í Bretlandi sem er sér- fræðingur í flutningum þar í landi. íslandsflug flytur alla DHL frakt til og frá íslandi og gerir DHL kleift að bjóða viðskipta- vinum sínum sólarhringsaf- greiðslu á sendingum. Flutning- ar hjá DHL hafa aukist um 40% og má það að mestu þakka þessu nýja næturflugi íslandsflugs, að því að segir í fréttinni. Bílar 11.9% fleiri bílar seldir í nóvember Briissel. Reuter. SALA nýrra bifreiða í Vestur-Evr- ópu jókst um 11.9% í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra og aukningin nemur 21.4% í Frakk- landi og 18.4% á Ítalíu að sögn bíliðnaðarsamtakanna ACEA. Samkvæmt bráðabirgðatölum voru 926,400 nýir farþegabílar skráðir miðað við 827,900 í nóvem- ber 1993. Eftirspum jókst um 11.4% í aðildarlöndum Evrópusam- bandsins. Á tímabilinu janúar-nóvember jukust nýskráningar um 5.4% í Vestur-Evrópu og um 5.2% í ESB miðað við sömu mánuði 1993. Eftirspum í nóvember jókst um 8.6% í Þýzkalandi, 60.3% í Dan- mörku og 20% á írlandi, en minnk- aði um 0.6% í Bretlandi og 14.3% í Grikklandi. Tölvur Compaq fer fram úrlBMí Evrópu London. Reuter. COMPAQ-tölvufyrirtæ'kið í Houston hefur náð forystunni af IBM í sölu einkatölva í Vestur-Evrópu á þessu ári og mun líklega halda henni á næsta ári. Heildarsala á markaðnum er áætluð 24 milljarðar dollara 1994 og 25.5 milljarðar dollara 1995. Sala á einkatölvum hefur einkum þjónað þörfum fyrirtækja, en þær höfða í vaxandi mæli til fjölskyldna, sem telja CD-ROM-geisladiska ómissandi kennslutæki. Sala hefur einnig aukizt vegna alþjóðlega tölvu- netsins Intemet, sem nær til 30 millj- óna áskrifenda. Aukinni sölu spáð Sumir sérfræðingar telja að áskrif- endum Intemet muni fjölga um 30 milljónir á næsta ári og sala á einka- tölvum því aukast. í Vestur- Evrópu er talið að salan verði rúmlega 13 milljónir 1994 miðað við tæplega 11 milljónir 1993 og aukist í um 15-1/2 milljónir 1995. Markaðshlutdeild Compaq, sem mun ýta IBM úr fyrsta sæti í Evrópu í fyrsta sinn í ár, verður 13.5% 1994 að sögn sérfræðinga miðað við 10.5% 1993. Hlutur IBM muni minnka í um 13% úr 14.7% 1993. Apple er í 3. sæti í Vestur-Evrópu með rúmlega 8% markaðshlutdeild. Olivetti er með rúmlega 4% og aðrir minna. Fjölmiðlar New York Times færir út kvíarnar New York. Regter. NEW York Times hyggst veija einum eða einum og hálfum milljarði dollara til þess að kaupa sjónvarpsstöðvar og kaplasjónvarp og þróa rafrænt upplýsingakerfi fyrir árið 2000. Ákvörðunin markar tímamót í sögu virtasta dagblaðs Bandaríkjanna, sem hefur lengi verið gagnrýnt fyrir íhaldssemi. Framkvæmdastjóri blaðs- ins, Lance Primis, hét því á fundi fjár- festa að blaðið mundi hreppa fyrstu Pulitzer-verðlaun rafrænna dagblaða. Vonir standa til að tekjur blaðsins af rafrænum fjölmiðlum aukist í 25% fyrir aldamót. Langt er síðan aðrar blaðaútgáfur eins og Knight-Ridder og Dow Jones tóku upp rafræna upp- lýsingaþjónustu til að drýgja tekjur sínar og vega á móti minnkandi út- breiðslu. New York Times mun fyrst huga að kaupum á sjónvarpsstöðvum, að- allega á meðalstórum markaðssvæð- um. Stöðvar fyrirtækisins ná nú til um 2% bandarískra heimila og stefnt er að því að þrefalda þá hlutdeild. imoi hlýlegu Jólagjafa sem fást í Slceljungsbúðinni eðurkuldaskór, uppháir og loðfóðraðir Stýrissleði með bremsum og dempara Gönguskór, loðfóðraðir Skógrækt með Skeljungi Ath. nýtt greiðslukortatímabil hefst á morgun, 8. des Skeljungsbúöin Suðurlandsbraut 4 • Sími 603878 Opið mán. - fös. kl. 9.00-18.00, laug. kl. 10.00-14.00 á Suðurlandsbraut 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.