Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Smámyndir MYNPOST Listhúsið Cmbra BLEKSPRAUTUMYNDIR EDDAJÓNSDÓTTIR Opið frá 13-18 virka daga 14-18 laugardaga og sunnudaga. Lokað mánudaga. Til 16. desember. LISTAKONAN Edda Jónsdóttir situr ekki auðum höndum þessa dagana frekar en endarnær. Þann- ig var rétt lokið sýningu á sykurak- vatintu í listhorni Sævars Karls, er hún opnaði sýningu á bleksp- rautu- og vatnslitamyndum í list- húsinu Umbru. Á þessum sýningum virðist hún vera að hvfla sig á hinum stærri flötum. því í báðum tilvikum eru þetta eins konar leikur í miniatúr- íuformi, þ.e. smámyndir. Edda er ein af þeim dugmiklu listakonum, sem kunna einnig þá list að markaðsetja sig, sem er þýðingarmikill eiginleiki nú á tím- um, en þar erum við af eldri kyn- slóð nær undantekningarlaust fá- kunnandi og utangarðs. Ekki er rýnirinn alveg klár á þessari blekspraututækni, en hún sýnist mjög einföld og líkist því helst að þræðir eða bandspottar séu settir á kruss og þvers á pappírs- flötinn og sprautað svo yfir með bleki. og þamæst málað með pensli, en svo er þó ekki, heldur mun hér um tölvu og skannatækni að ræða að hluta til. Hitt er þó alveg klárt að Edda vinnur mjög hreint og vel úr þessu og tekst að gæða flötinn lífi. Nýtur þar bersýnilega í senn verkkunnáttu sinnar í málmgrafík og vinnu með vatnsliti. Edda er hér öðru fremur að vinna Nýjar bækur Annað bindi Hringa- dróttinssögn ANNAÐ bindi Hringa- dróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien er kom- ið út í þýðingu Þor- steins Thorarensens, en ljóðin eru í þýðingu Geirs heitins Kristjáns- sonar. í fyn-a kom út 1. bindi „Föruneyti hringsins", en 2. bindi er framhald af því og nefnist „Tveggjatuma tal“. Alls verður verkið þtjú bindi og er áætlað að lokabindið, sem nefnist „Hilmir snýr heim“, komi út að ári liðnu. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Tolkien er viðurkenndur einn mesti sagnameistari sem uppi hefur verið. Hann skapar í bókum sínum nýjan hugarheim, byggir upp ný tungumál álfa, dverga og orka og fínnur þeim stað i ímynduðum heimi, sem menn þykjast þó finna samlíkingar við í núverunni. Hið nýútkomna bindi hefst í von- leysi, þar sem föruneyti hringsins tvístrast. Hringberinn Fróði leggur af stað inn í myrkralandið Mordor. Bókin skiptist í tvo meginhluta, annar ger- ist á vesturslóð og seg- ir frá baráttunni við svikarann Sarúman og kemur þar mjög við sögu Trjáskeggur sem er einskonar konungur skóganna. í seinni hlutanum er Ijallað um einmanalega ferð hringberans Fróða um auðnir Mordors, en hann kemst að sam- komulagi við hinn illvíga Gollir um leiðsögn um landið, en Gollir sem ásælist hringinn undirbýr svika- brögð. Margt hefur áunnist, en á sama tíma undirbýr myrkrakonung- urinn Sauron lokaatlögu að hinum vestræna heimi.“ Útgefandi er Fjölvaútgáfan. 2. bindi Hringadróttins sögu, Tveggjatuma tal er 370 bls. Verð 3.680 krónur. J.R.R. Tolkien Fjölskylduspilið í ár! Fyrirtæki, götur, verslanamiðstöðvar, banki, hús og hótel. - þú getur eignast það allt í M0N0P0LY. Fæst í bóka-, spila- og leikfangaverslunum um land allt. Dreifing: Eskifell hf., sími 670930.. Hið eina sanna á íslensku LISTIR í myndheildum hægrar formrænnar þenslu, þar sem burðargrindin er nokkurs konar línunet misstórra möskva. Listakonan virðist vera að fjarlægjast vörðuna, sem hefur dugað henni svo vel á undangengn- um árum, og fíka sig nær ljóð- rænni frásögn með áherlu á skýr- leikann í myndmálinu. Varðan sagði hins vegar sögu sem svaraði uppeldi og ímyndunarafli skoðand- ans, minnti í senn á kennileiti og fórnarhaug. í þess konar vinnubrögðum eru gjallhomin útilokuð og jafnframt hvers konar sjónrænn pataldur og fjölkynngi. Galdurinn er myndflöt- urinn sjálfur þenslumöguleiki hans, hið litræna flæði og hófstillta tákn- mál. Allt atriði sem margur er að fjarlægjast í dag, en eru þó ekki síður fersk fullgild og áleitin og áður. Sér í lagi er menn hafa skyn- færin í lúkunum, sem ofgnótt óhóf og mengaður heimur hafa ekki grómað. Bragi Ásgeirsson EITT verka Eddu Ævintýri eftir Astrid Lindgren BÖKMENNTIR Barnabók ÞÝTUR f LAUFI, ÞRÖSTURSYNGUR eftir Astrid Lindgren. Gunnlaugur R. Jónsson þýddi. Mál og menning, 1994 - 99 síður. 1.290 kr. ASTRID Lindgren er löngu heimsfræg fyrir bamabækur sínar og fáir era þeir íslendingar sem ekki þekkja Línu Langsokk og Emil í Kattholti. Færri hafa haft tækifæri til að kynnast ævintýra- sögum hennar og sú bók sem nú kemur út var til dæmis gefin út 1959. En nú hefur verið úr því bætt og bók með fjórum ævintýrum er út komin í íslenskri þýðingu. Þýtur í laufi, þröstur syngur er safn ævintýra sem samin era í anda gamalla þjóðsagna og gætu þess vegna verið komin úr safni Grimmsbræðra. Heimur ævintýr- sins er samt raunveraleikinn, dapur og skelfilegur, fátæk börn og sorg- mædd, dauði og veikindi, en jafn- framt gullfallegar sýnir á annan heim þar sem allt er gott og fagurt. Fyrsta sagan, Suðurengi, segir frá tveimur fátækum börnum, Matthíasi og Önnu, sem eru mun- aðarlaus og komið fyrir hjá bónd- anum á Mýri. Þar eiga þau slæma vist og fá lítið að borða og öll til- vera þeirra er grá eins og mýsnar í hlöðunni. En þau kynnast ævin- týrinu. Lítill eldrauður fugl vísar þeim í Suðurengi þar sem fegurð, gleði og friður er alls ráðandi, þar sem Mamma allra barna hugsar um þau og gefur þeim að borða það besta sem þau þekkja. í sögunni Þýtur í laufi, þröstur syngur er Malín litla á mun- aðarjeysingjahæli en báðir foreldrar hennar eru dánir úr bijóst- veiki. Tilveran er dauf og lítið til að borða. Sveitarómagarnir eru vansælir og veggja- lýsnar helstu félagar þeirra. Malín hefur aldrei kynnst neinu fallegu fyrr en hún heyrir ævintýri sem verið er að lesa fyrir böm á prestssetrinu. Þar heyrir hún hendingarnar: Þýtur í laufi, þröstur syngur og með henni kviknar sá draumur að allt muni verða betra ef henni takist að rækta linditré svo að hægt sé að heyra laufþyt og þrastarsöng. Hún sáir baun í kartöflugarðinn og upp vex fagurt linditré en samt vantar það líf og Malín er fús að gefa því þann lífsanda sem hún á. Þriðja sagana er Kindurnar á Kirkjubæ. Þar ræðst úlfur á kind- urnar og drepur þær allar svo ekk- ert er fyrir fólkið að lifa á. Stína María fer í ferðalag til undirheima til svartálfanna sem vilja tæla hana til sín. Henni tekst þó að sleppa og getur fært fjölskyldunni kindur í stað þeirra sem úlfur- inn drap. Síðasta sagan heitir Níels hirðsveinn frá Eik og segir frá litlum dreng sem býr til æv- intýri út frá mynd á gluggatjaldi. Á gard- ínunni er mynd af kastala sem dregur Níels til sín. Hann fer í leiðangur til að bjarga kónginum frá bráðum bana með kænsku og fómarlund.. Ævintýri Lindgren eru heillandi lesning. Hér er alls staðar við erfiðleikana að glíma og sögurnar enda á jákvæðum nótum enda hefur það alltaf verið skoðun skáldkonunnar að barnabækur eigi að veita lesendum gleði og bjartsýni. Myndir Ilons Wikland falla vel að efninu enda hefur hann myndskreytt flestar af bókum höfundarins. Þýðing Gunnlaugs er á mjög fallegu máli. Málfarið er mjög í anda sögunnar og er bæði litríkt og fágað. Hann fyrnir nokkuð mál sitt og segir t.d. „gaukurinn gelur“ og „rennitjald" notar hann fyrir það sem trúlega er kallað rúllug- ardína á hversdagslegu máli. En þessi orðanotkun gerir sög- urnar ennþá meira heillandi og kemur anda þeirra enn betur til skila. Sigrún Klara Hannesdóttir Astrid Lindgren Flugannáll BOKMENNTIR Sagnfræði ÞAÐ VERÐUR FLOGIÐ Flugmálasaga íslands 1919-1994. Agrip helstu atburða. Amgrímur Sigurðsson tók saman. 143 bls. Skjaldborg hf. Prentun: G. Ben. Edda prentstofa. Reykjavík, 1994. Verð kr. 3.380. ARNGRÍMUR Sigurðsson hefur áður tekið saman Annála íslenskra flugmála sem komið hafa út í sex bindum og taka til áranna 1917- 1945. Þrátt fyrir annálsheitið er þar um ítarlega flugsögu að ræða. Það verður flogið er aftur á móti samið sem annáll; upptalning helstu viðburða frá ári til árs; ná- kvæmni gætt en hvergi fjölyrt um menn né málefni. Langa flugsagan fyrrnefnda byggðist á óteljandi samtímaheimildum. Þar var sann- arlega hlaupið yfir fátt sem flugið varðaði. Það verður flogið spannar ekki jafnvítt svið. Mest eru þetta bein- harðar staðreyndir. Flugrekstrarsagan er þarna fyrirferðarmest þótt öðrum þáttum flugmálanna séu skil gerð. Sagt er frá stofnun flugfélaga, starfsemi þeirra og endalokum, það er að segja þeirra sem ekki varð langra lífdaga auðið. En fyrstu flug- félögin urðu eðlilega skammlíf. Getið er stjómenda og annarra starfsmanna sem telj- ast hafa unnið byaut- ryðjendastarf. Áætl- unarflugið fær veralegt rúm. Nefndir eru áfangastaðir hérlendis og erlendis og stundum getið um ferðatíðni. Flugvöllum eru sömu- leiðis viðhlítandi skil gerð. Flug- slysa er líka getið. Minna gerir höfundur af því að leggja mat á málefni og atburði. Pólitískt og hálfpólitískt þras, sem löngum hef- ur sveimað í kringum íslenskan atvinnurekstur, fær naumt skammtað rúm í ritinu. Viðhafnar- mælgi ennþá minna. Frá opnun Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar er t.d. sagt í sex línum. Nafnaskráin gefur hins vegar til kynna hvflíkur fjöldi manna er nefndur í bókinni. Ljósmyndir eru engar en teikningar fjöl- margar og flestar eftir höfundinn. Bók þessi þjónar vissulega sínum til- gangi. Þetta getur ver- ið eins konar handbók flugáhugamanna. En hún kemur engan veg- inn í staðinn iyrir hina yfirgripsmiklu Annála íslenskra flugmála. Höfundur get- ur því eftir sem áður haldið áfram samantekt og útgáfu þeirra. Erlendur Jónsson Arngrímur Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.