Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ráðherra segir hugsanlegt að hætta taimlæknakennslu Formaður og varaformaður fjárlaga- nefndar Alþingis sögðu deildina hugsanlega óþarfa FORMAÐUR og varaformaður fjárlaganefndar vörpuðu báðir fram þeirri spumingu á Alþingi í gær, hvort ekki væri rétt að leggja niður tannlæknadeild Háskóla Is- lands og semja við nágrannaþjóðir okkar um menntun íslenskra tann- lækna. Menntamálaráðherra s^gð- ist telja, að þetta kæmi til greina og hefði raunar verið rætt inann háskólans. Ráðherra sagði þetta hins vegar mál stofnunarinnar og myndi hann ekki beita sér fyrir slíkri breytingu. Of margar greinar? Sigbjöm Gunnarsson formaður íjárlaganefndar sagði, að á undan- fömum vikum hefði mikið verið tal- að um framlög til háskóla og há- skólastarfsemi. Sigbjöm sagði að það hefði stundum vakið athygli sína að stjómendur ýmissa af stærstu stofnunum landsins virtust ragir að raða verkefnum í forgangs- röð. Menn hlytu að hugleiða alvar- lega í hvaða átt skuli þróa Háskóla íslands hvað þetta varðaði og velta mætti því fyrir sér hvort skynsam- legt væri að hafa allar þær náms- greinar á boðstólum sem nú em í HÍ. „Ég nefni til að mynda tann- læknadeild þar sem fáir nemendur útskrifast árlega, en ég hygg að rekstrarkostnaður við deildina sé sérlega mikill. Það mætti jafnvel hugleiða hvort ekki væri einfald- lega auðveldara að semja við ein- hveija af nágrannaþjóðum okkar um menntun þeirra tannlækna sem þjóðin þarf á að halda og verja í staðinn þeim fjármunum sem við það mundu sparast til öflugri menntunar í þeim deildum sem fyr- ir em í háskólanum," sagði Sig- björn. Dýr deild Sturla Böðvarsson varaformaður fjárlaganefndar tók undir þetta sjónarmið og upplýsti, að tann- læknadeildin væri í 1.600 fermetra húsnæði og kostnaður við rekstur hennar væri 44,6 milljónir króna. 49 nemendur væra í deilinni í ár og sex útskrifuðust þaðan en stöðu- gildi væm 19,1. „Það má til samanburða,r nefna, að verkfræðideild háskólans fær 87 milljónir króna af fjárlögum rík- isins á þessu ári. Þar em 247 nem- endur. Auðvitað er mjög erfítt að bera saman framlög til einstakra deilda háskólans en samt er rík ástæða til að vekja athygli á þessu, ekki síst vegna þeirrar umræðu sem hefur verið um Háskóla ís- lands og þá spumingu hvort hægt sé að forgangsraða með öðmm hætti. Og háskólinn verður að þola það að vakin sé athygli á því sem gerist þar innan veggja, ekki síður en annars staðar í þjóðfélaginu," sagði Sturla. Fjárlaganefnd hefur ekki lokið umfjöllun um málefni Háskóla ís- lands í tengslum við fjárlagafmm- varpið og bíður sú umfjöllun þriðju umræðu um frumvarpið. Þriðju umræðu bíður einnig umfjöllun um sjúkrastofnanir á höfuðborgar- svæðinu og ýmis landbúnaðarmál auk umfjöllunar um tekjuhlið fmm- varpsins. Gatnagerð og lagnir í Borgahverfi 28 millj. boði Loft- orku tekið BORGARRÁÐ samþykkti í gær til- boð í 2. áfanga gatnagerðar og lagna í Borgahverfí. Tilboði Loftorku upp á 27,9 milljónir var tekið, en fyrir- tækið átti næst lægsta tilboðið. 13 tilboð bámst og var hið lægsta frá ÁN verktökum, rúmar 27,8 millj., eða 76,5% af kostnaðaráætlun, sem var rúmar 36,3 millj. Tilboð Loftorku var 77% af kostnaðaráætlun. í um- sögn gatnamálastjóra til stjórnar Innkaupastofnunar segir, að ÁN verktakar hafí unnið að nokkmm verkefnum fyrir gatnamálastjóra og hafí þau öll gengið vel. Hann telji því ÁN verktaka fullfæra tæknilega til að taka að sér gatnagerðina. At- hugun á fjárhag fyrirtækjanna hafí hinsvegar leitt í ljós að staða Loft- orku væri mun traustari og væri því lagt tii að gengið yrði til samninga við þá. Ummæli hitaveitunnar lutu að því að ÁN verktakar hefðu ekki unnið hliðstætt verk fyrir Hitaveitu Reykjavíkur og þvi var lagt til að tilboði Loftorku yrði tekið. Ósanngjarn samanburður Bréf frá Ágústi Nordgulen var lagt fram á fundi borgarráðs í gær, fyrir hönd ÁN verktaka. Þar er fjall- að um þá ákvörðun að hafna tilboði fyrirtækisins á þeim forsendum að Loftorka væri fjárhagslega sterkari. „Nú vill svo til að sá er átti næst- Iægsta tilboðið er einn stærsti jarð- vinnuverktaki landsins og jafnframt einn af þeim eldri. í ljósi þessa fínnst mér þessi samanburður vægast sagt ósanngjarn," segir í bréfinu. Nían gekk ekki út DREGIÐ var í Happdrætti Háskól- ans kl. 18 í gær. Nían svokallaða, trompmiði og fjórir einfaldir, að upphæð 45 milljónir, gekk ekki út en tveir 5 milljóna króna vinn- ingar voru dregnir út. Að sögn Ragnars Ingimarssonar, forstjóra HHI, sem hér skoðar vinninga- skrána ásamt Árna Steinssyni, er heildarvinningsupphæð sem happ- drættið greiðir út um 130 milljón- ir króna að þessu sinni. ■ Vinningaskrá/41 Samninganefnd ríkisins á fundi með sjúkraliðum í gær Olíubíll 1 árekstri OLÍUBÍLL og fólksbíll rákust sam- an á mótum Hringbrautar og Lauf- ásvegar um hádegisbil í gær. Ekki urðu alvarleg meiðsl á ökumönn- um, en fólksbíllinn skemmdist tölu- vert. Loka varð Hringbrautinni um tíma vegna óhappsins og urðu tals- verðar umferðartafir af þeim sök- um. Ekkert eldsneyti fór úr eldsneyt- istanki olíubílsins við slysið og óvemlegar skemmdir urðu á hon- um. Lögðu fram drög að kjarasamningi SAMNINGANEFND ríkisins lagði fram drög að kjarasamningi við Sjúkraliðafélagið á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Samn- ingurinn tekur á öllum atriðum nýs kjarasamnings að launaliðnum und- anskildum. Búist er við að sjúkralið- ar komi með viðbrögð við drögunum á samningafundi í dag. Samninganefnd ríkisins lagði fram drög að fullbúnum kjarasamn- ingi á samningafundi með sjúkralið- um 10. nóvember sl. sama dag og verkfall sjúkraliða hófst. Sjúkralið- ar höfnuðu drögunum strax. Þor- steinn Geirsson, formaður samn- inganefndar ríkisins, sagði að þau samningsdrög sem hefðu verið lögð fram í gær fælu ekki í sér veruleg- ar breytingar frá fyrri drögum. Hins vegar væri nú búið að fara yfír samninga sjúkraliða á lands- byggðinni og á sjálfseignarstofnun- um og taka út úr þau atriði sem skera þessa samninga frá samning- um sjúkraliða á höfuðborgarsvæð- inu, en samningarnir eru mjög mis- munandi milli einstakra stofnana. Þorsteinn sagðist gera sér vonir um að samningsdrögin yrðu tekin til alvarlegrar umræðu og að samn- ingsaðilar næðu saman um þessi atriði á tiltölulega skömmum tíma. Hann sagði að auðveldara ætti að vera að ná samkomulag um launa- liðinn þegar samkomulag væri kom- ið um þessi atriði. Alvara í samningaviðræðum Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, sagði að sjúkraliðar myndu skoða þessi samningsdrög í sínum hópi og koma með viðbrögð við þeim á fundi í dag. Hún sagðist telja að meiri al- vara væri í samningaviðræðunum nú en verið hefði síðan verkfall hófst. Sjúkraliðar, sem vinna áttu sam- kvæmt umdeildum undanþágulist- um á Borgarspítala, mættu til starfa í gær. Þetta er afleiðing úr- skurðar Félagsdóms varðandi ágreining sjúkraliða og Ríkisspítal- anna. Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkmnarframkvæmdastjóri, sagði að þetta myndi breyta talsverðu um vinnuskipulag á nokkrum deildum. Hún sagði að enn væri óleystur smávægilegur ágreiningur við sjúkraliða um mönnun á tveimur deildum. Um 40 sjúkraliðar komu til starfa á Borgarspítala í gær. Þar með eru um 100 sjúkraliðar við vinnu á spít- alanum af þeim 200 sem þar vinna. Morgunblaðið/Kristinn Fundur í EFTA Rættum aðlögun EES UTANRÍKISRÁÐHERRAR Fríverzlunarsamtaka Evrópu, EFTA, hófu í gær fund í Genf, þar sem rætt er um breyttar aðstæður vegna inngöngu þriggja EFTA-ríkja í Evrópu- sambandið um áramót. Meðal annars verður rætt um aðlögun stofnana EFTA, sem settar vom upp vegna EES- samningsins, að fækkun í sam- tökunum. Um áramót verða flögur ríki eftir í EFTA; ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss. Sviss á ekki aðild að EES. Hins vegar má búast við að Láecht- enstein geti uppfyllt skilyrði samningsins á næsta ári. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra situr fundinn fyrir íslands hönd, ásamt emb- ættismönnum. Þykist safna fyrir sjúkraliða MAÐUR gekk í hús við Hátún í Reykjavík í gær og óskaði eftir framlögum frá fólki í verk- fallssjóð_ Sjúkraliðafélagsins. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að engin söfnun væri í gangi í verkfallssjóðinn. Hún sagði því ljóst að maðurinn væri að safna peningum undir fölsku flaggi. Kristín sagði að eina söfn- unin sem væri í gangi til styrkt- ar sjúkraliðum væri sala á límmiðum, sem væru sérstak- lega merktir sjúkraliðum. Þessi maður hefði hins végar ekki boðið neina límmiða til sölu. Utanríkisráð- herra til Moskvu JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra fer til Moskvu næstkomandi l'augardag, og mánudaginn 19. desember mun hann hitta Andrej Kozyrev utan- ríkisráðherra Rússlands að máli. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur dagskrá heimsóknar utanríkis- ráðherra til Moskvu að öðra leyti ekki verið ákveðin. Hann heldur frá Moskvu til Brussel á mánudagskvöld, en þar mun hann sitja fund í EES-ráðinu þriðjudaginn 20. desember. Hlutur Vatns- veitu í Þórs- brunni aukinn BORGARRÁÐ samþykkti í gær erindi stjórnar Veitustofnana Reykjavíkur um að auka hlutafé Vatnsveitu Reykjavíkur í Þórs- brunni hf. í 20%. Hlutur Vatnsveitunnar var áður 11,5%, en samþykkt borg- arráðs þýðir að Vatnsveitan leggur fram 14,5 milijónir í auknu hlutafé, Þórsbrunnur hefur flutt út vatn til Bandaríkjanna undan- farin 3 ár og er í eigu Hag- kaups og Vífílfells, auk Vatns- veitunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.