Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 35
a MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 35 AÐSENDAR GREINAR Jón Hilmar Alfreðsson SÍÐSUMARS var haldið þing norrænna fæðinga- og kvensjúk- dómalækna í Oulu- borg í Finnlandi. • Þar bar til tíðinda að fjallað var um bótakröfur vegna fæðingaslysa - í fyrsta sinn í 60 ára sögu þinghaldsins. Umræðan vakti athygli fjölmiðla, enda kröfur aukist um öryggi í fæð- ingum, jafnframt sem kærumálum hefur fjölgað. A Norðurlöndum og víðar hafa ýmsir aðilar áhyggjur af útbreiðslu „amerísku sýkinnar“, sem svo er kölluð, en þá er átt við hinn mikla fjölda kærumála á hendur læknum og himinháar fjárhæðir, sem fara í bætur og annan kostnað vegna málaferla. Vissar greinar lækninga verða harðast úti í þessu fári og er fæðingahjálpin þar á meðal. „Ámeríska sýkin“ er orðin dijúgur þáttur í kostnaði við bandarískt heilbrigðiskerfi. Til dæmis eru árleg iðgjöld fæðingalæknis vegna ábyrgðartryggingar allt frá 25 upp í 70 milljónir króna, breytilegt eftir ríkjum. Engu að síður er sérgreinin kvensjúkdómar og fæðjngahjálp ein sú eftirsóttasta meðal unglækna þar vestra, enda þurfa þeir há laun! Vissulega eru áhyggjur manna af þróun þessara mála engu minni vestan hafs en austan og umfjöllun um leiðir til úrbóta er þar einna lengst komin. Hún hefur leitt til ýtarlegra hugmynda um meðferð kærumála, hugmynda sem prófaðar hafa verið með tilraunum á þann hátt að úr skýrslum tryggingafé- laga eru fengnar upplýsingar um mikinn fjölda afgreiddra kærumála og þau notuð svo að segja til að prufukeyra hugmyndakerfið. En þótt Bandaríkjamenn þekki vanda- málið allra manna best og geti bent á lausnir, virðast þeir eiga erfitt með að koma fram gagngerum breytingum hjá sér. Það sem hér fer á eftir er einkum byggt á bandarískum heimildum, en einnig verður greint frá nýlegri löggjöf á Norðurlöndum, sem kynnt var á þinginu í Oulu. Fiestir munu gera sér það ljóst að læknisaðgerðum fylgir tíðum sviði og verkur, hvort heldur þær eru til greiningar á sjúkdóms- ástandi eða lækninga og margir vita líka að varanlegra heilsutjón getur af hlotist þessum aðgerðum, því þol einstaklinga er mismun- andi, bæði gagnvart lyfjum og skurðaðgerðum. En fagmönnum geta líka verið mislagðar hendur, læknar gera mistök og sum mistök valda tjóni, meira eða minna. Það eru þessi tjón, vegna mistaka lækna, sem almennt þykir sann- gjarnt að bætur fáist fyrir, og lögin hafa löngu séð fyrir því. Það mun vera hin almenna skaðabótaregla, sem kveður á um að valdi maður öðrum líkamlegu tjóni, viljandi eða af vangá, þá er hann bótaskyldur. En mál eiga það til að flækjast. Mistök eru ekki alltaf auðgreind. Það eru grá svæði, vafaatriði koma upp vegna ónógrar þekkingar, ágreiningur rís, peningar eru í húfi og þá er stutt í málaferli. í þeim er tjónþolinn sá sem sækir, honum bera að sanna sekt á lækninn. í vafatilfellum er honum vorkunn, hann stendur ver að vígi þekkinga- lega, heldur en læknirinn, sem auk þess veit oft betur hvað raunveru- lega gerðist. Dómari getur við slík- ar kringumstæður flutt sönnunar- skyldu frá ákæranda til hins ákærða. Lækninum er þá nær að nota þekkingu sína til að sanna sakleysi sitt, en dæmast ella sekur. Getur þá vísum vafist tunga um tönn. Hvenær skadd- aðist heili nýfædds barns? Var það í fæð- ingu, eða var það skeð löngu áður í með- göngunni? Nú er talið fullvíst að hið síðar- nefnda er hið algeng- asta, en hver á að bera • skaðann, sem vissu- lega er gífurlegur? Sú hugmynd til lausnar á þessum vanda sem merkust þykir og sem könnuð hefur verið ítarlega miðar að því að tryggja þolanda tjóns bætur án málaferla og horfir framhjá spumingunni um mistök eða ekki mistök. Upphæð bótafjár skal fyrirfram ákveðin, eftir því hvert tjónið er. Kerfi þetta hefur /erið nefnt hlutlægt bótaábyrgðar- kerfi („no-fault system"). Takmark- anir eru ýmsar innbyggðar. Fyrst þarf að skilgreina þær stofnanir Hinar fjórar Norður- landaþjóðirnar, segir Jón Hilmar Alfreðs- son, hafa tekið upp sjúklingatryggingu. sem kerfið nær til (t.d. opinber sjúkrahús) og síðan má útiloka öll minniháttar tjón og miða þá við vissa bótafjárhæð. Þá þykir sýnt að takmarka beri bætur við tjón, sem koma hefði mátt í veg fyrir við bestu aðstæður („selective no- fault“). Til grundvallar þessu kerfi liggur sérfræðileg úttekt innan hverrar sérgreinar læknisfræðinnar, sem skilgreinir fyrirfram öll tilvik, sem hugsanlega geta valdið tjóni. Þann- ig hafa verið greind um 50 slík til- vik í fæðingahjálpinni. Tjónin eru einnig sundurliðuð í þætti með til- liti til bóta. Þessi vinna kemur síðan til góða í hveiju einstöku tilfelli, stuðlar að samræmi við lausn mála og að því leyti réttlæti og hindrar málaferli. Áætlað hefur verið að um 75% allra vafa- og deilumála mætti leysa með þessháttar kerfi, en eftir sem áður á tjónþoli kost á máls- sókn, en spítalarnir geta ekki áfrýj- að úrskurðinum. Til frekari skýringar á reglunni um að tjón skuli vera fyrirbyggjan- legt má taka dæmi. a) Sýkingar í skurðsári eru yfir- leitt bættar, enda talið unnt að komast hjá þeim við bestu aðstæður. Undantekning er þó minnkuð mótstaða sjúklings og aðgerð á sýktu svæði. b) Standi á öxlum barns við fæð- ingu og réttilega er brugðist við fæðingahjálpinni, en armur barnsins lamast, þá fæst það ekki bætt. Tjónið var ekki unnt að hindra við bestu aðstæður. c) Ef hjartsláttarrit barns í fæð- ingu sýnir merki, sem gætu bent til súrefnisskorts og því er ekki sinnt sem skyldi og barnið fæðist heilaskaddað og líklegt er talið að hiyidra hefði mátt tjónið með því að grípa fyrr inn í gang fæðingarinnar, þá yrði tjónið bætt. Með öðrum orðum, auk mistakanna þarf að sýna fram á að tjónið hefði líklegast mátt hindra. Skaðabætur vegna læknisaðgerða Á norræna læknaþinginu, sem getið var um í upphafi, kom fram að hinar Norðurlandaþjóðirnar fjór- ar hafa allar tekið upp sjúklinga- tryggingu, er skilgreina má sem „valda hlutlæga". Til grundvallar eru lagðar venjulegar tjóna- og sjúkdómsgreiningar og aðgerðalist- ar. Fjárhæð bótagreiðslna má telj- ast viðunandi. Innan skamms má fara að meta reynsluna af þessu kerfi. Við höfum hér að vísu lög í þessa veru frá 1989, stundum nefnd Karvelslög, en þau koma ekki að haldi því bótagreiðslur eru mjög lágar. Þannig draga lögin ekki úr málaferlum, heldur koma sem við- bót. Vissulega hefur sjúklingatrygg- ing góða kosti og réttlætingu. Jafn- vel þeir sem vara við oftryggingu velferðakerfis hljóta að hafa samúð með þessum umbótum. Gallinn er að sjálfsögðu sá að kostnaður verði meiri en sá sparnaður sem kerfið veitir. Bent hefur verið á Nýja Sjá- land, en þar. hafa menn haft svona kerfi í 20 ár og þar hefur fjöldi kærumála tvítugfaldast. Hvað ann- ars hefði skeð í því landi munum við aldrei fá að vita. Hinsvegar ættum við að fylgjast grannt með framvindu mála og reynslu frænd- þjóðanna af þessari tryggingu og hagnýta okkur, ef vel tekst til. Höfundur er læknir. £gils ... að sjálfsögðu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.