Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Um konur og sameiginleg framboð I STJORNMALA- UMRÆÐU síðustu vikna og mánaða hefur nokkuð farið fyrir tali um sameiginleg fram- boð svokallaðra félags- hyggjuflokka til Al- þingis. Glæsilegur sig- ur slíks framboðs Reykjavík í bæjar- stjómarkosningunum síðastliðið vor ýtti undir hugmyndir um að sag- an gæti endurtekið sig á landsvísu. Atburðir í Alþýðuflokknum, eink- um þó yfirlýsing Jó- hönnu Sigurðardóttur um að hún styddi ekki lengur ríkisstjórnina og afsögn hennar í kjölfarið sem ráð- herra, varð enn til að kynda undir þessar hugmyndir. Hugmyndin sem varð að veruleika í maí síðastliðnum hefur þó óneitan- lega þynnst mikið út. Enn hefur enginn minnst á að Framsóknar- flokkurinn eða flokksbrotið Alþýðu- flokkur taki þátt í slíku sameiginlegu framboði félagshyggjuafla. Engar áskoranir hafa komið fram um slíkt. Engar orðsendingar hafa komið fram í dagblöðum eða öðrum fjöl- miðlum. Og þegar grannt er skoðað kemur í ljós, að það eru aðeins tveir aðilar sem hafa farið geyst í fjölmiðl- um um þetta efni. Annars vegar félagið Birting, sem tilheyrir Alþýðu- bandalaginu, og hins vegar dr. Olaf- ur Ragnar Grímsson, sem tilheyrir líka Alþýðubandalaginu. Alþýðu- bandalagið sjálft þegir þunnu hljóði en undirbýr sín framboð heima í hér- aði. Birting og Olafur Ragnar senda öðrum skeyti, og jafnvel tóninn, í strákslegum stíl. Hvorugt hefur um- boð tit að tala í nafni Alþýðubanda- lagsins, sem vonandi fleiri eru í en þeir. Meðan svo fáir blanda sér í umræðuna er ekki við miklu að búast. Landfundur Kvennalistans sem haldinn var helgina 11.-13. nóvem- ber síðastliðinn samþykkti að bjóða fram í öllum kjördæmum. í sjálfu sér er þetta ekki undar- leg samþykkt, því stjórnmálaafl hlýtur eðli málsins samkvæmt að hafa fullan hug á framboði í öllum kjör- dæmum. Til þess er leikurinn einu sinni gerður. Samþykktina verður þó að skoða í ljósi aðstæðna. Staða Kvennalistans virðist vera veik um þessar mundir. Samkvæmt skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla íslands frá því í október virðist fylgið í Reykjavík og á Reykjanesi nokkuð traust í sessi og heldur meira en kjörfylgið í kosningunum 1991. Fylgisleysið á landsbyggðinni er þó áhyggjuefni. Það er styrkur lands- fundarins að hafa rætt þessi mál af hreinskilni og skoðað allar möguleg- ar leiðir. Samþykktin var gerð að lokinni langri umræðu, en það verð- Aðeins Birting og Ólaf- ur Ragnar hafa farið geyst í fjölmiðlum, segir Auður Styrkársdóttir, um sameiginlegt fram- boð félagshyggjuafla. ur þó að minna á að enn er langt í kosningar. Spjótum er beint að Kvennalist- anum úr ýmsum áttum og af ýmsum ástæðum, misjafnlega sanngjörnum. Flokkakerfí okkar er í upplausn. Það sannast vel á þeim upphlaupum sem við höfum orðið vitni að undanfarin ár innan fjórflokkanna. Það sannast líka á tilvist Kvennalistans. Ef flokk- arnir hefðu brugðist við sjálfsögðum kröfum kvenna á sínum tíma væri Auður Styrkársdóttir. Kvennalistinn einfaldlega ekki til. Upplausnina má líka sjá af því, að samkvæmt ofanvitnaðri skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar lýsir tæplega helmingur kvenna því yfir að þær muni styðja önnur framboð en fjórflokkana. Konur í þessu landi eru í sívaxandi mæli að snúa baki við hinum hefðbundnu flokkum. Flokkarnir ætla hins vegar ekki að bregðast þursahlutverkinu nú frekar en fyrri daginn og stefna hraðbyri í það að verða karlaflokkar, í vali bæði á frambjóðendum og kjósend- um. Styrkur Kvennalistans liggur auð- vitað hjá konum þessa lands, og það er einmitt þetta sem flokkarnir hræðast. Þeir vita sem er, að þeim er lífsnauðsyn á hinum nýju áhersl- um og þeirri nýju lífssýn sem hefur mótast innan Kvennalistans en þeir vanrækt að móta sjálfir. Þeir hafa allir gefið frá sér þá sjálfsögðu skyldu stjórnmálaafla að rækta garðinn sinn og hlúa að nýjum vaxt- arbroddum. Margir kjósendur hafa snúið við þeim baki og þá fremur konur en karlar. Stjórnmálaflokk- arnir eru einfaldlega hvorki aðlað- andi né trúverðugir og þeir bjóða konum aðeins hækjuhlutverkið. Kvennalistinn er engin heilög kýr og honum var aldrei ætlað annað en tímabundið hlutverk. Um hann og tilvistargrundvöll hans má enda- laust deila. Konurnar innan Kvenna- listans taka hins vegar ákvarðanir um tilvistina og kjósendur dæma í kosningum. Við sjáum ekki þau teikn á lofti sem boða endalok Kvennalist- ans. Þvert á móti hefur þörfin aldrei verið brýnni. Staða kvenna í íslensku samfélagi hefur ekki breyst til batn- aðar nema síður væri, og stærstu flokkarnir hafa sópað konum til hlið- ar. Svo einfalt er það. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, hefur sent Kvennalistanum undarleg skeyti vegna samþykktar landsfundar um að stefna að framboði í öllum kjör- dæmum. Stjórnmálafræðingurinn segir Kvennalistann hafa gefið frá sér aðild að næstu ríkisstjórn vegna þessarar samþykktar. í næstu kosn- ingum gefst gott tækifæri til þess að láta reyna á þessa „fræðikenn- ingu“. Ég skora á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig ekki fram í kosningunum, og helst leggja Al- þýðubandalagið niður. Þannig ætti ráðherradómur að vera honum tryggður! Höfundur er stjórnmálafræðingur. Vilt þú láta einka- væða ÁTVR? FJÁRMÁLARÁÐ- HERRA vinnur mark- visst að því að leggja ÁTVR niður. Það á að gerast í fjórum áföngum. í 1. áfanga seldi hann frmleiðsludeild ÁTVR fyrir 15 millj- ónir kr. Það var mat þeirra sem best þekktu til að árlegt tekjutap ríkisins vegna sölu þessarar deildar yrðu um 17 milljónir kr. Söluand- virðið hrökk ekki einu sinni fyrir tekjumissi eins árs. I 2. áfanga átti að leggja niður tóbaksdeild ÁTVR. Frumvarp þess efnis var lagt fram á Alþingi vorið 1993 en dagaði uppi. Þessum áfanga er því ólokið, en viljann vantar bersýnilega ekki til að fórna þessari deild. Nú er hins vegar 3. áfangi efst á dagskrá: að afhenda innflutning og heildsölu áfengis til einkaaðila. Frumvarp þess efnis var lagt fram á Alþingi fyrir fáum dögum. Takist núverandi valdhöfum að ná þessum þremur áföngum, þarf enginn að efast um, að lokaskref- ið er skammt undan, þ.e. að áfengisverslun í smásölu færist í hendur einkaaðila. Skattinnheimta einkavædd! Áfengi og tóbak hafa óvenju- lega stöðu meðal söluvara: þær má ekki auglýsa, enda er það opin- ber stefna, að sem minnst sé af þeim keypt. En um leið er sala þeirra ein helsta tekjulind ríkis- sjóðs. Þegar keypt er áfengi eða tóbak er 75-80% söluverðsins skattur í ríkissjóð. Áætlað er að á árinu 1995 skili ÁTVR ríkinu um 10.500 milljónum kr. Þegar hver sem er getur flutt inn sitt áfengi með tveggja vikna gjaldresti, mun ríkið tapa hundruðum milljóna króna af opinberu skattfé sem nú er í öruggri innheimtu. Eftirlit verður , miklu erfiðara Nú er hver flaska sem flutt er löglega inn merkt ÁTVR og hver sala er skráð. Sala til veitingahúsa er sérstaklega merkt til að auðvelda lög- reglu og skattayfir- völdum að fylgjast með því, hvort smygl eða brugg er á boð- stólum eða ekki. Þessu stórkost- lega mikilvæga eftirliti á að fórna á altari einkavæðingarinnar sem almannarómur gaf nýtt nafn í fyrra og kallar nú réttilega einka- vinavæðingu. Á að leggja niður ÁTVR? Þannig spyr Ragnar Arnalds, sem varar við einkavæðingu áfengisverslunar. Því að hveijir hagnast? Hveijum er þessi breyting til góðs? Engum nema þeim hópi manna sem ætlar sér að hagnast á innflutningi áfengis. Þeir ráða ferðinni í þessu máli. Ég spurði í upphafi þessa grein- arstúfs: er þetta vilji þinn? Er það vilji fólksins í landinu að leggja niður ÁTVR? Hvort sem frumvörp ríkisstjórnarinnar komast í gegn- um Alþingi fyrir þinglok eða ekki, ættu menn ekki að gleyma þessu máli, þegar kosið verður til Alþing- is að fáum mánuðum liðnum. Höfundur er þingmaður Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra. Ragnar Arnalds ÞEGAR þetta er ritað eru liðnar sex vikur frá því að verkfall sjúkraliða hófst. Ekki hefur ríkis- valdinu enn þótt ástæða til þess að koma til móts við sanngjarnar kröfur félagsins að nokkru marki heldur hefur allur krafturinn farið í að reyna að sannfæra almenning um að kröfurnar séu óraunhæfar og að ekki sé ástæða til þess að bæta kjör þessa fólks. Þetta eru kaldar kveðjur til stéttar sem vinn- ur erfið og mikilvæg störf á laun- um sem eru svo lág að þau eru þjóðfélaginu til skammar. Þegar Kennarasamband íslands og Hið íslenska kennarafélag lögðu fram kröfur sínar fyrir skömmu voru fjölmiðlar fljótir að reikna út að kröfumar jafngiltu 20 til 25% hækkun launa. Samn- inganefnd ríkisins hefur lýst þeirri skoðun sinni að kröfumar séu of háar og í leiðara Morgunblaðsins 10. desember sl. er því haldið fram að þær séu óraunhæfar og jafn- framt að það sé ábyrgðarleysi að ætla að ná þessum kröfum fram. Ég veit að 25% er há prósenta og ætla má að þeirri tölu sé haldið á lofti til þess að draga athygli fólks frá þeirri staðreynd að laun kenn- ara eins og margra annarra stétta em svo lág að ekki veður hjá því komist að lagfæra þau. Staðreynd- in er sú að þegar hækkunin kemur ofan á laun sem era eins lág og raun ber vitni verður breytingin ekki mikil í krónum talið og þess vegna væri nær að þeir sem telji kröfur um 20 til 25% launahækkun óraunhæfa skoðuðu hvaða upphæð hér er um að ræða. Ég er nokkuð viss um að þeir sem mest tjá sig um óraunhæfar kröf- ur láglaunastétta eru þeir sem minnst vita um kjör þessara stétta og jafnframt þeir sem aldrei myndu sætta sig við slík kjör sjálfir. Það er til dæmis nökk- uð víst að leiðarahöfundur Morg- unblaðsins veit ekkert um hver raunveruleg kjör kennara eru í dag. Það væri óskandi að þeir sem finna hiá sér sérstaka þörf til að skrifa um kröfu stéttarfélaga í kjarasamningaviðræðum sæu sóma sinn í að afla sér upplýsinga um raunveruleg kjör fólks og gera úttekt á þeim frekar en að þyrla upp moldviðri í kringum prósentur sem þeir hafa reiknað út. Nokkrar staðreyndir Til þess að upplýsa leiðarahöf- undinn og aðra um kjaramál kenn- ara skal tekið fram að byijunariaun kenn- ara era 68.543 krónur á mánuði eða 862.886 krónur á ári að með- talinni desemberupp- bót og oflofsuppbót. Af þessum árslaunum greiðir kennarinn rúmlega 75.000 krón- ur í skatt þannig að tekjur eftir skatt eru rétt innan við 800.000 krónur á ári miðað við fullt starf. Til saman- burðar má geta þess að heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu kostar 362 þúsund krónur. Það er nötur- leg staðreynd að menn skuli leggja að jöfnu ársstarf kennara og rúm- ar tvær blaðsíður af auglýsingum í Morgunblaðinu. Sjónarhorn launþegans Hvernig væri að skoða málin aðeins út frá öðra sjónarhorni og draga fram það sem-málið snýst fyrst og fremst um. Það getum við gert með því að varpa fram tveimur spurningum: * Er óraunhæft að greiða kennara með meira én tveggja ára starfs- reynslu rúmar 80 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf? * Er óraunhæft að ætlast til þess Það þarf meira en lítið veruleikafírrta einstakl- inga, segir Eiríkur Jónsson, til að halda því fram, að launa- kröfur kennara séu óraunhæfar. að það teljist fullt starf kennara, að hafa umsjón með og bera ábyrgð á einum bekk - allt að 30 nemendum? í raun eru þetta meginkröfurnar sem kennarafélögin hafa sett fram og það þarf meira en lítið veru- leikafírrta einstaklinga til að halda því fram að hér sé um óraunhæfar kröfur að ræða. Það fer mjög illa saman að tala um mikilvægi skóla- starfs og ábyrgðina sem fylgir kennarastarfinu í ræðu og riti á tyllidögum en svara spurningum hér að ofan játandi þegar kemur að því að meta að verðleikum það starf sem hér um ræðir. Þegar ástandið hjá almennu launafólki í landinu er orðið eins og raun ber vitni og kröfum um sanngjarnar kjarabætur er hafnað aftur og aftur verður sú spurning áleitin hvort það sé óraunhæft að gera þá kröfu að allir þegnar þessa lands geti dregið fram lífið. Það eru að mínu viti skýr skilaboð sem felast í skrifum um að stéttarfélög séu að gera óraunhæfar kröfur þessa dagana. Skilaboðin eru þau að áfram eigi að búa tvær þjóðir í þessu landi, þ.e. sú þjóð sem er að sligast undan vöxtum af lánum til íbúðakaupa og á varla til hnífs og skeiðar og hin sem ekki á að þurfa að fórna neinu og fær þess vegna vaxtalaus lán til þess að kaupa hlut í fyrirtækjum sem rík- isstjórnin vill einkavæða. Þetta er stefna sem verkalýðsfélögin í land- inu verða að bijóta á bak aftur og jiau verða að gera það núna. Ég vil í lokin senda sjúkraliðum baráttukveðjur og jafnframt lýsa aðdáun minni á baráttuþreki þeirra. Ég vil líka skora á önnur stéttarfélög að setja óhikað fram kröfur út frá sínum eigin forsend- um og kreíjast þess jafnframt að viðsemjandinn, hver sem hann er, virði sjálfstæðan samningsrétt stéttarfélaga. Það er kominn tími til þess að stjórnvöld og vinnuveit- endur fari að bera tilhlýðilega virð- ingu fyrir vinnandi fólki og sýni þá virðingu í verki með því að borga öllum mannsæmandi laun - en ekki bara fáum útvöldum eins og tíðkast hefur hingað til. Höfundur er formaður Kennarasambands íslands. Eru kröfurnar óraunhæfar? Eiríkur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.