Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 13 LAIMDIÐ Oflugt starf hjá bj örgunar s veit- inni Berserkjum Stykkishólmi - Starf björgunarsveit- arinnar Berserkja í Stykkishólmi hefur vaxið mikið sl. tvö ár og er öflugt um þessar mundir. Félagar sveitarinnar eru um 20 og flestir félagar mjög virkir enda segir Baldur Gíslason, formaður sveitarinnar, að starfið byggist á áhugasömum félög- um sem taka starfíð alvarlega og betra er að hafa færri félaga og virka en fleiri sem ekki er síðan hægt að treysta á. Um þessar mundir eru 10 ár síðan Berserkir eignuðust eigið húsnæði og hafa félagar sveitarinnar lagt mikla vinnu í að endurbæða það. Laugardaginn 10. desember var haldið upp á 10 ára afmælið og var opið hús hjá sveitinni. Þar gafst bæjarbúum tækifæri á að sjá aðstöðu þeirra tækjabúnað. Var gaman að sjá hve aðstaðan er orðin góð hjá þeim og tækjabún- aðurinn er alltaf að aukast og batna. Við þetta tækifæri voru Berserkjum færðar gjafir. Kvenfélagið Hnngur- inn afhenti sveitinni sjúkrabörur og skel að gjöf og nefnd sem stofnuð var til að reisa minnismerki um látna sjómenn gaf sveitinni 200.000 kr. sem er afgangur af þeirra söfnun- arfé. Öllum peningagjöfum er varið til tækjakaupua. Á þessu ári hefur sveitin eignast 4 talstöðvar, fluglínutæki og fjalla- búnað. Félagar í Berserkjum hafa tekið þátt í 12 námskeiðum á þessu ári og haldið eigin æfingar. Þeir tóku að sér að mála leiðarmerki í Hvammsfjarðarröstinni í sumar. Stjórn sveitarinnar skipa: Baldur Gíslason formaður, Kolbeinn Björns- son og Rögnvaldur Guðbrandsson. Nú fer að styttast í aðal fjáröfl- unina sem er flugeldasala. Hólmarar hafa stutt vel við bakið á björgunar- sveitinni og þeir vita hve mikils virði það er að eiga velþjálfaða björgunar- sveit þegar á þarf að halda. KVENFÉLAGIÐ Hringurinn af- hendir björg- unarsveitinni sjúkrabörur. Á innfelldu mynd- inni er stjórn björgunarsveit- arinnar. Vel heppnað- ir aðventu- tónleikar á Selfossi Selfossi - Margraddaður söngur barna, unglinga og fullorðinna hljómaði í Selfosskirkju á árlegum aðventutónleikum sem þar fóru fram á sunnudag, 11. desember. Tónleikarnir voru vel sóttir og þykir mörgum það ómissandi liður á að- 'ventunni að kynnast örlítið þróttm- iklu kórstarfí og sönglífi á Selfossi. Fyrir yngri kynslóðina meðal kór- fólksins er það stór stund að fá að syngja á þessum tónleikum fyrir fullu húsi. Gildi tónleikanna er því uppeldis- og menningarlegs eðlis. Vogum - Fyrsti jólasveinninn kom í Voga sunnudaginn 11. desember eða þrettán dögum fyrir jól. Hann kom í Kirkjuholt um það 'eyti sem ljós voru tendruð á jólatré hreppsins sem þar stendur. Fjöldi fólks var mættur á staðinn og söng jóla- lög og gekk kringum jólatréð. Jólasveinn mætti síðan á svæðið og ræddi við börnin sem báru fram spurningar sem jóla- sveinninn svaraði, þar á meðal hvar hann ætti heima. Hann sagði jólasveinana eiga heima í öllum fjöllum, stundum í Þor- birni og stundum í Keili sem dæmi. Eftir að hafa gengið nokkra stund með börnunum kringum jólatréð tók jólaveinninn pok- ana sína tvo og gaf börnunum litla poka með sælgæti í. KOSNIR voru leikmenn ársins í öllum flokkum á uppskeruhátíð- inni. F.v.: Guðlaugur Rafnsson, mfl., Ingibjörg Sumarliðadóttir kvfl., Jón Steinn Vilhelmsson 6. fl., Haraldur Kjartansson 7. fl., Elinbergur Sveinsson 5. fl., Þorsteinn Gunnarsson 4. fl. og Kristmundur Sumarliðason 3. fl. Uppskeruhátíð knattspymumanna Ólafsvík - Knattspyrnudeild Umf. Víkings í Ólafsvík hélt árlega upp- skeruhátíð á dögunum í félags- heimilinu Klifi í Olafsvík. Þar voru Morgunbiaoiö/Sig. Jóns. BEÐIÐ eftir að koma fram, Kór Sólvallaskóla tilbúinn með söngstjóra sínum, Stefáni Þorleifssyni. mættir allir knattspyrnuiðkendur félagsins ásamt þjálfurum og stjórn deildarinnar. Einnig fylgdust margir foreldrar með hátíðinni. Víkingarnir fóru yfir árangurinn á sl. sumri. Meistaraflokkur komst í úrslit 4. deildar ásamt því að verða héraðsmeistarar á Snæfellsnesi. Drengir 5. flokks urðu einnig hér- aðsmeistarar í sínum aldursflokki. í sumar sem leið færði knatt- spyrnudeildin út kvíarnar með stór- bættri aðstöðu, sem er hinn nýi og glæsilegi grasvöllur þeirra Ólsara. Um leið stofnuðu þeir kvennaflokk, 7. flokk, og sendu sameiginlegt lið með Reyni, Hellissandi, í íslands- mótið í 4. flokki. Á hátíðinni voru veitt mörg glæsileg verðlaun fyrir góðan árangur.' Aðalstyrktaraðili knatt- spyrnudeildar 3. árið í röð, Fisk- markaður Snæfellsness, gaf verð- launagripina, sem afhentir voru þeim knattspyrnumönnum sem þóttu skara fram úr á tímabilinu. Strax eftir áramót hefjast svo æfingar að nýju og stefna Ölafsvík- ingar að enn betri árangri á næsta kepðpnistímabili. Fyrstijóla- sveinninn kominn til byggða Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.