Morgunblaðið - 14.12.1994, Síða 50

Morgunblaðið - 14.12.1994, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRUMSÝNING Á JÓLAMYNDINNI: PRÍR LITIR: HVÍTUR Sýnd kl. 5 og 9. fyrir börn á öilum aldri. Vonda galdranornin leggur álög á Valemon konung sem verður að dúsa fanginn í líkama hvítabjörns. Fallega prinsessan er sú eina sem getur leyst hann úr álögunum. Sýnd kl. 5 og 7. í LOFT UPP JEFF BRIDGES TOMMY LEE JONES Fjögur bruðkaup • * __• SIÐASTA SÝNINGARVIKA Allra siðustu sýningar Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 9 og 11.15. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ZBIGNIEW ZAMACHOWSKI JllLIE DELPY ' trois amtmmaí Rás 2 DTS ir\j SELECTED THEATRFS *** A.LMBL »** Ó.H.T. Rás2 WATFIVAGTEN ^H/látulega ógeðsleg hroll- og á skjön við huggu- IS|||2ga skólann i danskri j-. akíkmyndagerð" Egill ■ ilplýksOTi Morgunpósturinn. Allra síðustu sýningar Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9 og 11. beiiu óGiuuni Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. ★★★ Ó.H.T. Rás 2 HARRISON FORD lUÆTURVÖRÐURinilM Á vit leikhússins TONLIST Gcisladiskur KIRSUBERJA- GARÐURINN Tónlist við leikritið Kirsubeijagarð- inn eftir Anton Tsrjekov. Tónlistina samdi og flytur tríóið Skárren ekk- ert, Eiríkur Þorleifsson bassaleikari, Frank Þ. Ilall gítarleikari og Guð- mundur Steingrímsson harmonikku- leikari. Valgeir SkagQörð leikur á pianó í tveimur lögum. Harpa Amar- dóttir syngur í einu lagi, Eggert Þorleifsson í öðru, en einnig heyrast raddir þeirra og Helgu Brögu Jóns- dóttur í einu lagi. Ýmislegt skijáf og þrusk er á vegum Ingibjargar skúringakonu. 24,55 min. Leikhústónlist er mörgum hug- leikin, ekki síst þegar henni tekst að verða meira og annað en bara undirleikur við leikverk. Það er og prófsteinn á tónsmíðina, hvort verið er að semja eitthvað sem stendur og fellur fyrir eigin verðleika, eða áhrifshljóð og -tóna sem lifa í minni þess sem heyrir vegna þess eins að atriðið sem það fylgdi er svo eftirminni- legt. Þegar vel tekst til verður tónlistin líka snar þáttur í verkinu sjálfu, og jafnvel verður atriði eftirminnilegt ekki síst fyrir tónlistina. Útgáfa á leikhústónl- ist er ekki blómleg hér á landi, þó hér og þar megi finna leikhúslega tónlist á breiðskífum, sem hafa mestmegnis verið poppkyns. Það er því fagnaðarefni að Frú Emilía skuli hafa gefíð út tónlistina úr Kirsu- beijagarði Tsjekovs, enda er tónlist- in veigamikill þáttur í afskaplega vel heppnaðri uppsetningu á verk- inu. Tónlistina við Kirsubeijagarðinn semur tríóið Skárren ekkert, sem hefur vakið athygli á kaffíhúsum borgarinnar fyrir lipran flutning á kaffihúsa-, kvikmynda- og leikhús- tónlist eftir aðra. Það má heyra á plötunni að tímabært var fyrir þá Skárren ekkert-félaga að fara að semja, því þar er margt vel gert og skemmtilegt. Sýningin á Kirsubeijagarðinum er vel á þriðja tíma og þar sem tón- list er víða notuð í verkinu, segir það sig sjálft að á disknum sem hér er gerður að umtalsefni er aðeins hluti tónsmíðanna. Þau verkanna sem best eru semja sig í ætt Schrammeler-tónlistar, en önnur eru frekar stemmningar en fullklár- uð lög, eins og við er að búast. Hljóðfæraskipan Skárren ekkert er einföld, bassi, gítar harmonikka, og þó ekki sé vert að sakna trommu- leiks, er töluverð tilbreyting í píanó- leik Valgeirs SkagJjörðs, þar sem hans nýtur við, til að mynda í besta lagi disksins, Bassaleikarinn sagði að ég væri eins og blóm. Einnig er skemmtilegt eina eiginlega sönglag- ið á plötunni, tangóinn Wie Schak- ale sem Harpa Amadóttir syngur prýðilega. Gaman hefði verið að fá fleiri hljóðfæri til leiks, til að mynda færi afskaplega vel á að hafa ein- hver strokhljóðfæri með, fiðlu og/eða selló. Það hefði þó líklega verið á skjön við tilgang útgáfunn- ar; að festa á plast tónahlið skemmtilegrar uppfærslu. Það heppnast einnig bráðvel og enginn sem séð hefur verkið verður svikinn af því að festa kaup á disknum. Ekki er heldur úr vegi að benda þeim sem ekki sáu verkið og ekki ætla sér að sjá það að hlusta að minnsta kosti á diskinn, því hann er vísbending um að Skárren ekkert sé til stórræðanna. Hljómur á plötunni hæfír tónlist- inni og tilefninu, þó ekki sé hann alltaf hreinn. Víða má heyra hnökra sem koma ekki að sök, því misfell- urnar gefa áheyranda nasasjón af leikverkinu og þannig getur hann horfið á vit leikhússins heima í stofu. Árni Matthíasson Morgunblaðið/Sverrir TRÍÓIÐ Skárren ekkert hefur vakið at- hygli á kaffihúsum borgarinnar fyrir lipr- an flutning á kaffihúsa-, kvikmynda- og leikhústónlist. HLJÓMSVEITIN Bong kom þægilega á óvart. Morgunblaðið/Halldór Bong tróð upp í Tunglinu ►SÍÐASTLIÐIÐ laugardags- kvöld var óvænt uppákoma á skemmtistaðnum Tunglinu, en það á víst að vera fastur liður á laugardagskvöldum. Að þessu sinni tróð hljómsveitin Bong upp með Móeiði Júníusdóttur og Ey- þór Amalds í broddi fylkingar. Var ekki annað að sjá á Tungl- gestum en að þeir kynnu vel við að láta koma sér á óvart. LOVISA Guðmundsdóttir og Guðbjörg Finnsdóttir. Morgunblaðið/Halldór FRIÐRIK stendur við hlið móður sinnar Eddu Hjaltested og ömipu sinnar Grethe Hjaltested, en þeim tileinkar hann sýninguna. Ljósmynda- sýning Frið- riks Arnar UÓSMYNDASÝNING Friðriks Arnar var opnuð í Listmunahúsi Ófeigs á laug- ardaginn var. Friðrik Örn hefur áður tekið þátt í þremur samsýningum, síðast í október 1994 í Los Angeles. Hann útskrifaðist núna í ágúst frá Brooks Institute of Photography með BA-gráðu í ljósmyndun og vinnur við tæknibrellur og leikmyndahönnun hjá bandarísku auglýsingafyrirtæki, Jay P. Morgan, auk þess að vinna að ljósmyndun fyrir geisla- diskaútgáfur og tímarit. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars í samkeppni nemenda frá ljósmyndaskól- um í Bandaríkjunum og birtist ljósmynd hans í tímaritinu American Photo.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.