Morgunblaðið - 14.12.1994, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 14.12.1994, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 45 BRÉF TIL BLAÐSINS GREINARHÖFUNDUR segir fjölgim gjalddaga hafa aukinn kostnað í för með sér fyrir greiðendur, en verulega tekjuaukn- ingu fyrir Húsnæðisstofnun ríkisins. ,, Bj örgimaraðgerðir “ Frá Þórði Kristjánssyni: LOKSINS hefur runnið upp fyrir ráðamönnum að ákveðið misræmi sé í því fólgið að fá launin sín mánaðarlega, en greiða af hús- næðislánum á þriggja mánaða fresti. Flestum lánþegum hefur lengi verið ljóst að þetta misræmi væri ein af ástæðunum fyrir greiðsluerfiðleikum heimilanna. Því var það okkur skuldurum mikið gleðiefni að frétta að til stæði að bjóða upp á mánaðarlegar afborg- anir húsnæðismála. En gleðin dvín- aði; tveir gallar reyndfust á gjöf Njarðar. Annar er innheimtukostnaður- inn. „Að sjálfstöðu verður greiðsla tekin fyrir hvern greiðsluseðil," seg- ir í gleðibréfinu frá veðdeildinni. Á okkar íbúð hvíla fimm lán og þýðir þetta því 11.700 kr. á ári í inn- heimtukostnað í stað 2.730 kr. Dálagleg hjálp fyrir fjölskyldu í greiðsluerfiðleikum. Hinn gallinn er gjalddagarnir. Á húsbréfalánum verða þeir 15. hvers mánaðar. Vita menn ekki að laun eru greidd 1. hvers mánaðar? Ef enn væru til peningar á heimilunum um miðjan mánuð væru fjölskyld- urnar ekki í greiðsluerfiðleikum. Afleiðingin er sú að seðlarnir verða greiddir í byrjun næsta mánaðar á eftir. Og viti menn, dráttarvextir reiknast þá frá gjalddaga. Dágóð upphæð það fyrir veðdeildina. Hverju skilar þá þessi „aðgerð til bjargar heimilunum"? Jú, fyrst og fremst stórauknum tekjum til veðdeildar Landsbanka íslands í formi innheimtugjalda og dráttar- ÞÓRÐUR KRISTJÁNSSON, Sólvallagötu 64, Reykjavík. Hvað er að gerast í Kosta Boda? Frá Ragnheiði Líndal: Fyrir stuttu fór ég í Kosta Boda. Ætlunin var að kaupa hnífapör sem ungt fólk er að safna. Mér brá þegar ég sá verðið, rúmlega 5.300 kr. parið. Ég hafði orð á því við stúlkuna hvað þetta væri dýrt og svaraði hún að þau hefðu ekki vitað það, en síðasta sending hefði hækkað um 100%. Ég sagðist ætla að hugsa málið. 8. desember fór ég þangað aftur og keypti það sem ég hafði ætlað mér. Á meðan ég beið eftir af- greiðslu varð ég vitni að undarleg- um verslunarháttum. Ungt par stóð við hliðina á mér að kaupa súpubolla. Eftir vandaða gjafainn- pökkun gáði afgreiðslustúlkan að verðinu í einhverri plastmöppu og segir 2.190. Það kom á viðskipta- vinina og þau segja þetta kosta 1.280. Það verð stendur á sýn- ingarbollanum. Afgreiðslustúlkan flýtti sér að athuga það og pillaði miðann af og sagði að það hefði bara átt eftir að breyta verðinu. Fólkið gekk út. Sem ég er ekki hissa á. Nýjir eigendur Augnabliki seinna kemur full- orðin kona og segir við þessa sömu afgreislustúlku, sem hún kannaðist sýnilega við. „Er búið að selja verslunina. Afgreiðslustúlkan játar því og segir að nýju eigendurnir séu teknir við. Mér datt nú ýmis- legt í hug þegar ég gekk með minn pakka út úr verslunininni. Stálhnífapör hækka um 100%, leir- tau um 70%, ég fer örugglega annað næst. RAGNHEIÐUR LÍNDAL, Asparfelli 4, Reykjavík. Greiðslur til heilbrigðismála Frá Ólafi Ólafssyni: ísland greiðir mest til heilbrigðis- mála. (?) Grein um þetta mál birtist nýlega í Morgunblaðinu og er vitnað í eitt- hvert rit að nafni Asiaweek. Þetta er rangt og því ástæða til leiðrétt- ingar. Samkvæmt síðustu upplýsingum frá OECD um greiðslur til heilbrigð- isþjónustu sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu er röðuri þessi': Við aldursstöðlun breytist röðin ekki. 1992 % 1. Bandaríkin 14,0 2. Kanada 10,3 3. Sviss 9,5 4. Finnland 9,4 5. Frakkland 9,4 6. Ástralía 8,8 7. Austurríki 8,8 8. Þýskaland 8,7 9. Holland 8,6 10. Ítalía 8,6 11. ísland 8,5 12. Noregur 8,3 13. Belgía 8,2 14. Svíþjóð 7,9 Þess skal jafnframt getið að meðal þjóða er mismunur á hvað talið er falla undir heilbrigðisút- gjöld. Sum lönd, t.d. ísland, fella stærstan hluta hjúkrunar- og elli- heimila ásamt heimilum fyrir þroskahefta undir heilbrigðisútgjöld en flestar aðrar þjóðir gera það ekki. í raun eru því útgjöld til heil- brigðismála allt að 1% lægri en segir í töflu hér að framan og setur ísland í 16.-17. flokk. ÓLAFUR ÓLAFSSON, landlækir. 1 OECD-Health System, Facts and Trend, Fam 1993. Áramótatilboð Gjafakort 6 tímar í stað 5 á kr. 9-500 Megrun í öflugu sogæðanuddtæki, sellónudd, fitubrennsla, stinning á maga, læri, upphandleggjum og, andliti innifalin. Bjúglosandi og styrkir varnarkerfíð. Norðurljósin, heilsustúdíó, Laugarásvegi 27, sími36677. Jólatilboð meðan birgðir endast Indesíi uppþvottavél Mjög vönduð gerð (D 3020) t 6 fallt AQUA-stopp vatnsöryggiskerfi t Tekur 12 manna stell t 7 þvottakerfi • 3 hitastig þar af 1 hraðkerfi t H 82-88, 59.5, 57 cm t Hljóðlat Blab allra landsmanna! - kjarni máisins! BILATORC FUNAHOFÐA I S; 8i Toyota Hilux Double Cab árg. ‘90, rauöur, diesel, 33” dekk, plasthús, ek. 83 þús. Verö kr. 1.430.000. Honda Prelude 2000 16V árg. ‘91, hvítur, sól- lúga, álfelgur, sjálfsk., leöursæti, ek. 53 þús. km. Verö kr. 1.780.000. Skipti. Jeep Grand Cherokee LTD árg. ‘93, blásans., einn með öllu, ek. 20 þús. km. VerÖ kr. 4.400.000. Skipti. Nissan Patrol GR árg. '92, grænsans., upp hækkaður, 35” dekk, intercooler, álfelgur, ek. 60 þús. km. Verö kr. 3.150.000. Porsche 944 árg. ‘86, gullsans., einn meö öllu, ek. 78 þús. km. Verð kr. 1.890.000. Hyundai Pony GLSI árg. ‘94, rauður, sjálfsk., ek. 11 þús. km. Verö kr. 1.150.000. Skipti. Toyota Hilux Double Cab árg. ‘94, grænsans., plasthús, 33” dekk, ek. 20 þús. km. VerÖ kr. 2.400.000. Skipti. Honda Clvic ESI árg. ‘92, blásans., sjálfsk., sóllúga, ek. 18 þús. km. Verð kr. 1.250.000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.