Morgunblaðið - 14.12.1994, Page 43

Morgunblaðið - 14.12.1994, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 43 FRÉTTIR STÚFUR Stúfur litli kemur í dag STÚFUR litli kemur á Ingólfstorg kl. 14 í dag. Hann kom til byggða snemma í morgun og hefur starfs- fólk Þjóðminjasafnsins viðbúnað á Ingólfstorgi til þess að taka á móti honum sem best. Sigurður Rúnar spilar á fiðlu og stjórnar fjöldasöng. Meðal gesta verða börn úr fyrsta bekk Setbergsskóla sem ætla að fjöl- menna á torgið og fagna Stúfi litla. -----------» ♦ ♦ — Heiðra minn- ingu Guð- mundar Ing- ólfssonar í kvöld SAFNDISKUR Guðmundar Ingólfs- sonar er komin út og í tilefni af því ætla félagar Guðmundar heitins að heiðra minningu hans á Kringlu- kránni í kvöld, miðvikudaginn 14. desember. Björn Thoroddsen og Guðmundur Steingrímsson stjórna hljómsveitinni þetta kvöld og verða leikin uppá- haldslög Guðmundar Ingólfssonar. Á safndisknum eru úrval laga sem ekki hafa komið út áður í flutningi Guðmundar Ingólfssonar. Meðal gesta á diskinum eru Andrea Gylfa- dóttir, Bubbi Morthens, Ragnar Bjarnason, Björn Thoroddsen, Tóm- as R. Einarsson, Rúnar Georgssson, Stefán Stefánsson, Gunnar Hrafns- son, Bjarni Sveinbjörnsson, Þórður Högnason og Guðmundur Stein- grímsson. Fundur um frævun með hunangs- flugum GARÐYRKJUSKÓLI ríksins, Reykj- um, Ölfusi. heldur kynningarfund föstudaginn 16. desember nk. kl. 13.30. Efni fundarins er: Frævun með hunangsflugum í gróðurhúsum á íslandi. Þetta er samstarfsverkefni Land- búnaðarháskólans í Kaupmanna- höfn, Garðyrkjuskólans, garðyrkju- bænda og innflutningsfyrirtækja þeirra. Verkefnisstjóri er dr. Kristján Kristjánsson, adjunkt við Landbún- aðarháskólann í Kaupmannahöfn, og einnig vann Guðrún Lárusdóttir, líf- fræðinemi, að verkefninu og vann hluta þess sem 5 eininga rannsóknar- verkefni við Háskóla íslands. Ný- sköpunarsjóður stúdenta styrkti þann hluta verkefnisins. Það var upp úr 1980 að rannsókn- ir hófust á möguleikanum á að nýta hunangsflugur til frævunar á tóm- atplöntum og siðustu 10 árin hafa orðið miklar framfarir á þessu sviði. í dag eru nær öll tómatræktun á meginlandi Evrópu frævuð með hun- angsflugum. Einnig er þessi frævun- araðferð notuð í auknum mæli í ræktun á papriku, eggaldinum og jarðarbetjum. Frævun með hunangs- flugum skilar sér fyrst og fremst í vinnusparnaði, meiri uppskeru og betri gæðum á aldinum. Á Islandi fínnast 3 tegundir hun- angsflugna og er ein tegundin ein- mitt sú tegund sem mest er notuð til frævunar á tómaplöntum í Evr- ópu. Tegundin kom til landsins upp úr 1970 og hefur þegar náð að breið- ast út um nær allt land. ------♦ ♦ ■♦---- „Veðráttan“ kemur út á ný „VEÐRÁTTAN" berst nú aftur til áskrifenda eftir nokkurt hlé. Hléið stafaði af meiriháttar umskiptum á tölvubúnaði Veðurstofunnar. Nauðsynlegt reyndist að semja öll vinnsluforrit að nýju. Þetta tók óhjá- kvæmilega nokkurn tíma. Fyrirséð er að nokkum tíma mun taka að vinna upp töfina, en vonandi að það dragist ekki lengi fram eftir næsta ári. Áskrifendur fá nú í hendur yfir- lit yfir mánuðina janúar-mars 1993, von er á næsta 3 mánaða skammti uppúr áramótum. Glöggir lesendur munu verða varir við lítilsháttar breytingar. Þessar eru helstar: Taflan „Fjöldi stöðva með“ hefur verið flutt til og aukin. Viðbót- in er sú að fjöldi stöðva með 11 vind- stig hefur verið bætt inn í töfluna. Aftast er síðan dálkur sem sýnir eins- konar landsmeðaltal hitafrávika. Þessar upplýsingar voru áður inni í aðaltexta. í aðaltöflu hefur meðal- rakastig kl. 9 verið sett í stað meðal- rakastigs allra athugunartíma. Aðrar breytingar eru smávægilegar. Morgunblaðið/RAX ■ H AFN ARGÖN GUHÓPUR- INN fer í kvöld, miðvikudaginn 14. desember, kl. 20 frá Hafnarhúsinu um Miðbakka inn með ströndinni og fylgir því næst Laugarlækjar- stæðinu að gömlu þvottalaugunum. Þaðan verður farið um kl. 21.15 suður í Sogamýri. Undir lok göngunnar verður Reykjavíkurdeild Rauða krossins í Fákafeni heim- sótt. SVR teknir til baka frá Grens- ási niður í miðbæ. Allir eru vel- komnir í gönguferðina. ■ Á ALMENNUM félagsfundi Starfsmannafélags Hafnarfjarð- ar, sem haldinn var í Vitanum 1. desember 1994, var einróma lýst yfir fullum stuðningi við verkfalls- aðgerðir ..gjúkraliða og lýsa félags- menn undrun sinni á skilningsleysi viðsemjenda þeirra. Starfsmannafé- lag Hafnarfjarðar skorar á stjórn- völd að grípa þegar inn í málið og ganga til samninga nú þegar. ■ FUNDUR í Verkamannafélag- inu Hlíf fimmtudaginn 8. desember 1994 lýsir yfir stuðningi við sjúkra- liða í baráttu þeirra við ríkisvaldið fyrir mannsæmandi launum. Fund- urinn skorar á stjórnvöld að semja nú þegar við sjúkraliða um þeirra sanngjörnu kröfu. Vilji stjórnvöld frið á vinnumarkaðinum verða þau að láta af þeirri áráttu að auka launamisréttið í landinu. ■ STJÓRN Félags íslenskra leikskólakennara ítrekar stuðning við kjarabaráttu Sjúkraliðafélags íslands. Stjórnin gagnrýnir og lýsir undrun yfír að ekki virðist vera vilji yfirvalda að gangast við kröfugerð sjúkraliða og semja um 5.500 kr. launahækkun við stétt sem hefur 56.631 kr. á mánuði í byrjunarlaun, á sama tíma og yfirvöld ræða um nauðsyn þess að hækka laun lág- launafólks. Steklgarstaur á Ingólfstorgi JÓLASVEINARNIR hópast nú til staur á sunnudag og eins og sjá byggða og verður tekið á móti má voru margir mættir til að þeim hvern dag á Ingólfstorgi. fagna honum. Fyrstur kom þangað Stekkjar- Jólasveinar * á Arbæjar- safni JÓLASVEINAR heimsóttu Árbæjarsafn um hclgina. Sveinarnir voru fulltrúar gamla tímans og sögðu það vitleysu að jólasveinar ættu að vera í rauðum klæðum. Börnin tóku körlunum vel þrátt fyrir að þeir væru bæði stríðnir og hrekkjóttir. Morgunblaðið/Sverrir HVERNIG GET ÉG LÆKKAÐ SKATTANA MÍNA? VÍB heldur seinni kynningarfund sinn um hvernig lækk^ megi skattana, fimmtudaginn 15. desember nk. Fundurinn fer fram í VÍB-stofunni að Ármúla 13a og hefst kl. 17:00. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Verið velkomin í VÍB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Armúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560 8900. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.