Morgunblaðið - 14.12.1994, Page 33

Morgunblaðið - 14.12.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBBR 1994 33 AÐSENDAR GREINAR „Einn merkasti sögu- staður landsins“? X Veiðihjól X Veiðifatnaður X Veiðistangir X Háfar XVeiðitöskur X Ullarnærföt X Fluguhnýtingarsett X Byssubelti X Sjónaukar X Byssupokar X Gönguskór X o. m.fl. lOpiðfrá 10-22 16 sunnudag Auður Sveinsdóttir VESTUR A Melúm blasir ljósum prýdd Þjóðarbókhlaðan við vegfarendum þessa dagana. Innan veggja er unnið ötullega að því að gera hana þannig úr garði að bókmennta- þjóðin ísland geti verið stolt af. Framtak stúd- enta við öflun bóka svo og allra þeirra er lagt hafa hönd á plóg er lofs- vert og það er ástæða til að óska okkur íslend- ingum til hamingju með langþráðan áfanga í menningarsögu okkar. Eitt af því sem gerir þjóð að þjóð er að hún þekki sögu sína og menningu, þekki sambúð mannsins við landið, þekki landið, náttúru þess og hver eru sérkenni þjóðarinnar. Til þess eru ritaðar heimildir og eflaust eru fornsögurnar undirstaða þessarar þekkingar og jafnframt ís- lenskrar menningar. Sem betur fer er það löngu liðin tíð að handritin voru „fótum troðin“ með því að nota skinnbækur í skósóla og aðra nytja- hluti og nú erum við stolt af að eiga þessa sögu. En sagan er ekki eingöngu skráð á skinn eða pappír hún er líka skráð í landið þar sem hún er því miður víða fótum troðin. Saga búsetunnar er samofin landslaginu og náttúru Iandsins. Það ásamt rituðum heim- iidum er og verður mikilvægur grunnur að menningu okkar og það er aðkallandi að sinna því betur enn gert er í dag. Ferðaþjónusta er orðinn að mikil- vægri atvinnugrein bæði gagnvart innlendum sem erlendum ferða- mönnum. Ein megin undirstaða hennar er vemdun náttúru- og menningarminja og er fræðsla um land og þjóð hluti af því. Þess vegna vekur það furðu mína hversu lítill áhugi virðist vera á þeim minjum sem fundist hafa að Þing- nesi við Elliðavatn, þ.e.a.s. í útivist- arsvæði Reykvíkinga, Heiðmörk. Í Árbók Ferðafélags íslands frá 1985 ritar Páll Líndal grein um Heiðmörk og segir þar að sennilega sé þarna á Þingnesi „einn merkasti sögustað- ur landsins". í skýrslu sem Guðmundur Ólafs- son fomleifafræðingur hefur gert um staðinn kemur m.a. fram að það hafi verið Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur sem fyrst fór að gefa þessum rústum á Þingnesi gaum um 1840. Aðrar kannanir fylgdu á eftir en, það var svo ekki fyrr en 1981 sem Þjóðminjasafn ís- lands hóf athuganir á staðnum og niðurstöður þeirra voru m.a. þær að hægt væri að leiða líkur að því að þarna væri um að ræða fornar minj- ar frá tímabilinu 900 og fram á 13. öld Bæði í Landnámu og í íslendinga- bók Ara fróða er sagt frá Kjalarnes- þingi sem einu elsta þingi landsins þó sjálfur þingstaðurinn sé þar ekki tilgreindur. Þarna á Þingnesi eru sem sagt leiddar líkur að því að hið forna Kjalarnesþing hafi verið haldið og að þarna hafí verið þinghald, jafnvel fyrir stofnun Alþingis á Þingvöllum árið 930, sem er harla merkilegt ef rétt er. Heiðmörk á vaxandi vinsældum að fagna til margvíslegar útivistar, þar sem áhersla hefur verið lögð á friðun lands og skógrækt. Því má samt ekki gleyma að þarna allt um kring er búsetan um aldir skráð í landið og því væri það verð- ugt verkefni fyrir Reykvíkinga, yfir- menn þjóðminjavörslu í landinu og umsjónaaðila Heiðmerkur, þ.e.a.s. Skógræktarfélag Reykjavíkur, að skrá þessa sögu þannig að hún verði aðgengileg öllum þeim sem þar eiga leið um. Sagan hefst á mótun landsins, landnámi Ingólfs, þinghaldi á landn- ámstíma, og gröðurfari þess tíma. Framhald sögunnar er um eign- arhald Viðeyjarklaust- urs á jörðunum um- hverfís vatnið og síðan eign konungsvaldsins á þeim. Sýna mætti hvaða afleiðingar það hafði á gróðurinn að þurfa að gjalda til kon- ungs 12 tunnur viðar-' kola árlega og hvemig skógurinn varð brátt upp urinn. Fyrir nú- tímafólk er líka hægt að benda á hvaða þýð- ingu hinar miklu engj- ar (sem nú eru að mestu undir vatni) höfðu fyrir öflun heyja á sínum tíma. Umsvif manns- ins höfðu þó hvað mest áhrif þegar Eiliðaárnar voru virkjaðar, yfirborð vatnanna tveggja hækkuð og þau gerð að einu. Einnig eru þarna um- svif Vatnsveitu Reykjavíkur frá fyrstu vatnsveitunni, nýting Gvend- arbrunna og síðan nútímalegar að- ferðir við vatnsöflun sem einnig tengist þessu svæði. Hér hefur verið stiklað á stóru og farið hratt yfir sögu. Hins vegar er það ljóst að óvíða er samankomið á svo litlu svæði jafn mikið sem er til frásagn- ar um búsetu okkar hér á landi allt frá landnámstíma og fram á daginn I Á Þingnesi var þing- hald til forna, segir Auður Sveinsdóttir, jafnvel fyrír stofnun Alþingis 930. í dag. Þarna, í aðeins nokkurra kíló- metra fjarlægð frá Lækjartorgi, væri hægt á margvíslegan hátt að koma til skila upplýsingum og fræðslu um þinghald á fyrstu tímum íslands byggðar, búsetuna í gegnum aldimar, sambúð manns og náttúru og náttúrufræði staðarins. Þangað væri t.d. hægt að fara með skólabörn dagpart og erlendir ferðamenn í dagsferð um höfuðborg- ina gætu haft þar stutta dvöl. Mögu- leikarnir eru fjölmargir. Það er því vel við hæfi þegar það langþráða takmark er innan handar að taka Þjóðarbókhlöðuna í notkun, að huga jafnframt enn betur að þeim hlut okkar menningar, sögunni sem skráð er í landið sjálft. Þar er Þingnes og Elliðavatn of- arlega á blaði. Höfundur er landslagsarkitekt og varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Kjötvörur frá Höfn 7 þegqr haMa sfea/ f gleðileg jól! Kjötiðnaðarmennfrd Höfn tóhu þátt ífagkeppni í hjötiðn á ÍNTERFAIR fagsýningunni í Danmörhu árið 1988, fyrslir íslcndinga. Ávallt síðan hafa hjötvörurfrd Höfn lilotið verðlaun í þeini heppni. Þú gengur að gæðunum vísuin þegar þú velur hjötvörurfrá Hö/n því þar erfagmennsha í fyrimími. HOFN SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.