Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985 43 Skylt er að hafa það sem sannara reynist Krístján Viggósson skrifar: Sunnudaginn 28. ágúst var sýnd hér í sjónvarpinu kvikmynd sem ber nafnið „Heyrðu". Þriðjudag- inn 30.7. birtist svo í Morgunblað- inu umfjöllun eða gagnrýni eftir Ólaf M. Jóhannesson, og gætir þar nokkurs misskilnings, sem mig langar til að leiðrétta. „Heyrðu" er heimildakvikmynd með sögulegu ívafi og er skóla- verkefni Sigurðar Grímssonar og þýskumælandi félaga hans við Múnchcner Hochschule fur Film und Fernsehen. Ekki var stuðst við handrit eða neina fastmótaða áætlun við gerð myndarinnar, heldur ýmsir at- hyglisverðir staðir, atburðir og menn kvikmyndaðir af handahófi, og ferðalangi síðan ætlað það hlutverk að tengja hin ýmsu at- riði, en um hann var spunnin smá saga í þessu augnamiði. Ymislegt má að myndinni finna. og ætla ég ekki að fjölyrða um það, en afar undarlegur finnst mér sá misskilningur sem kemur fram í greininni, um atriði sem ölium landslýð ættu að vera full- ljós. í grein sinni segir Ólafur orð- rétt: „En undarlegt þótti mér þá hann (ferðaiangurinn) tók að spyrja sveitungana tíðinda. Það var nefnilega eins og blessaður maðurinn hefði misst minnið, þá hann dvaldi í hinum erlendu námsstofnunum, því hann spurði eins og álfur út úr hól um hluti sem öllum Vestfirðingum ættu að vera fullljósir." Ekki skil ég hvernig Ólafi M. Jóhannessyni hefur tekist að mis- skilja svona hrapallega tilgang myndarinnar, eða skilur hann ekki að hér er um heimildakvik- mynd að ræða sem ekki var gerð til að sýna innfæddum Vestfirð- ingum sjálfa sig, heldur til að gefa öðrum landsmönnum, og helst af öllu Þjóðverjum, innsýn í líf fólks og landshætti á vesturhorni lands- ins. Auk þess kemur fram í mynd- inni að maðurinn er ekki á heima- slóðum er hann tekur viðmælend- ur sína tali, heldur lagði hann land undir fót gagngert til þess að skoða nágrannabyggðir, og kynnast fólki sem hann hafði ekki séð áður, og því ekkert óeðlilegt við spurningar hans miðað við aðstæður. Síðar í greininni gefur Ólafur í skyn að hér sé um eftiröpun á Stiklum Ómars Ragnarssonar að ræða, en ég vil benda honum á að myndin var tekin árið 1978, tölu- vert löngu áður en Ómar hóf gerð þátta sinna. Ekki ætla ég mér að kenna Ólaf við álfa eða hóla fyrir glám- skyggni sína, heldur vil ég aðeins leiðrétta rangfærslur. Frá Hornströndum. Þ»essir hringdu . . . Á einhver textann? Hafnfirðingur hringdi: Geta einhverjir af lesendum blaðsins útvegað textann við lag- ið Á vegamótum? Ég veit ekki eftir hvern það er, en þetta er lag sem stundum er spilað í út- varpinu og við jarðarfarir. Þeir eru áreiðanlega margir sem vildu fegnir fá textann því hann er mikið sunginn. Hvers vegna greiða trygg- ingarnar ekki hártoppa? Kona úr Hafnarfirði hringdi: Maðurinn minn missti allt hárið þegar hann var unglingur. Hann hefur nú gengið með hár- topp í nokkur ár og Ieysir með því mikinn vanda og sálarflækj- ur. Af þessu hlýst ansi mikill kostnaður því að ganga þarf með toppinn mestalla ævina og endurnýja á tveggja ára fresti. Fyrir skömmu hugðist hann endurnýja hártoppinn og var tjáð að tryggingarnar tækju þátt í kostnaðinum sem af þvi hlytist. Hann sótti því um, en fékk það svar að því væri synjað. Síðan talaði ég við tryggingalækni og spurðist fyrir um ástæðuna. Þá fékk ég eitt það furðulegasta svar sem ég hef fengið um ævina; beiðninni væri synjað vegna þess að maðurinn væri kominn um þrítugt. Ég spurði þá hvernig í ósköpunum það gæti valdið synjuninni. Mér var þá tjáð að hlaupið væri undir bagga með þeim sem ættu við þennan vanda að etja og væru undir tví- tugu, en ekki ef menn væru eldri. Hárleysi er talið vera skaðlegt andlegri velferð sköllóttra ungl- inga, en þegar þeir hafa náð tví- tugu þá er raunin allt í einu önn- ur. Hvernig í ósköpunum stend- ur á þessu? Ekki eru menn orðn- ir gamlir þegar þeir hafa náð tvítugu og þeir hætta ekki að hafa sálarflækjur af hárleysinu í einu vetfangi. Hvers vegna er verið að veita þessum mönnum von fyrir tvítugt en hún svo tek- in frá þeim? Á meðan sumir þurfa að nota hártoppa sakir hárleysis eyðileggja aðrir það sjálfir með lakki og öðrum óþverra. Innilega þakka ég öllum þeim er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og góðum óskum á 90 ára afmælisdegi mínum. Guð blessi ykkur öll. Ágústa Gunnlaugsdóttir, Dvalarheimilinu Illíð, Akureyri. Þakka öllum sem glöddu mig á 90 ára afmæli mínu 31. júlí sl. með heimsóknum, skeytum og gjöfum. Guð blessi ykkur öli Helga Jónsdóttir, Dalbraut 27. Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig með gjöfum og skeytum á áttrœðisafmœli mínu 22. júní sl. Guð blessi ykkur öll. Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ, ÞingvallasveiL Ævar R. Kvaran byrjar framsagnarnámskeið þann 2. september n.k. Betri framsögn, raddbeit- ing og lestur eins og talaö sé af munni fram. Aldur skiptir engu máli. Þetta geta allir lært. Upplýsingar í síma 32175 daglega kl. 17—19. Lofta- plötur spónlagðar 120x20 sm Sendum sýnishorn um land allt HUSTRE ÁRMÚLA 38 SÍMI81818 Parket 5 8 Bladburöaifólk óskast! Úthverfi Vesturbær Hraunbær 44—68 Ystibær og fl. Þykkvabær og fl. Þingás Laugarásvegur 1—37 Tómasarhagi 32—57 Austurbær Laugavegur 34—80 Njálsgata 24—112 Bergstaöastræti 1—57 Miöbær II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.