Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985 37 * ii« » «" k"*.W •» t. «»*í *.« :«£5asrs5-S SíS^S2^í?-5 SSf*S5S^ Lilja Ólafsdóttir og Atli Arason við skjáinn. Af skinni á skjáinn Líklega hefur þá sem á skinn skráðu lagabálka til forna ekki dreymt um þá ægitækni sem tuttugasta öldin ætti eftir að brúka á seinunnin verk þeirra. Nú er svo komið að texti Jóns- bókar er framkallanlegur á tölvu- skjá Skýrsluvéla ríkisins ásamt öðru sem íslenska lagasafnið inniheldur. Að sögn þeirra Lilju Ólafsdóttur og Atla Arasonar hjá Skýrr eru það tæplega 100 skrif- stofur með á bilinu 6 til 700 tölvu- skjái sem nú eru tengdir Skýrr. - r .x hu WaOa úr t#**110 Hér gef“r aft þj&fnað. Íslenska lagasafnið hefur nú verið fært inn á ETC-ritvinnslu- kerfi og í náinni framtíð verður slíkt hið sama líklega gert við M^Æ»>JÚUu“ rovnalag.bálkiogOalUr^- dóma og reglugerðir. Upplýsingar í þessu formi eiga að líkindum eftir að spara mikla vinnu í fram- tfðinni. COSPER Kerru- félagar Eiga þú pela apa,“ gæti litli snáðinn verið að spyrja líérrufélaga sinn. í það minnsta virðast þeir hinir bestu mátar. 13 ára harmoniku- snillingur Morten Rossen Jörgensen hefur náð langt með dragspilið sitt. t fyrra vann hann titilinn sem besti harmonikuspil- ari Danmerkur og varð nýlega númer fjögur í alþjóðlegri keppni. Morten er nemandi í harmoniku- skóla í Alleröd og er ekki nema 13 ára gamall. ÁBENDINGAR O G . . Nú er mikið í tízku að ganga með stórar og fyrirferðarmiklar háls- festar. Þær fást víða, en ekkert er því til fyrirstöðu að búa til sína eigin háls- festi, til dæmis eins og þessa á myndinni, sem er mjög auðveld. Hún er bú- in til úr látúns-gardínu- hringjum og stórum tré- perlum með kúlum með gati í gegn. Fjórir hringir og síðan perla þrædd til skiptis upp á leðurreim, og ræður hver fyrir sig hve festin á að vera löng. Efnið í festina fæst í flestum tómstundabúðum. Flestar konur sem nota eyrna- lokka vita hve pirrandi það er þegar annar þeirra týnist. En ég rakst á skemmtilega lausn á því hvernig nýta má þann sem eftir er. Þá er að fá sér mjótt flauelsband, sem passar um háls- inn, setja smellu 1 að aftan og hengja eyrnalokkin að framan. En það þarf auðvitað ekki endile- ga að vera eyrnalokkur úr setti, þvi í mörgum buðum má fá staka eyrnalokka. . .HEILRÆÐI Þeir sem ekki vilja heilar bakaðar kartöflur með grill- matnum ættu að prófa að skera hráar kartöflur niður í sneiðar og þræða þær upp á grillpinna. Gott er að strá karríi eða öðru kryddi yfir. plastpoka. Svo eru þau sett í frystinn, og seinna notuð í stað ísmola til að kæla drykki. Skemmtileg tilbreyting frá venju- legum ísmolum! Til að hafa góðan ilm úr ferða- töskunni er heillaráð að setja eitt stykki af handsápu í hana áð- ur en henni er lokað og hún sett í geymsluna að loknu ferðalagi. Svo eru það loks rauðvínsblettirnir, sem geta verið erfiðir viður- eignar. Venjulega er reynt að strá salti á blettina á meðan þeir eru rakir. En nýlega frétti ég af konu sem vissi ekki að rauðvín hafði hellzt niður í ljóst stofuteppið fyrr en daginn eftir. Hún greip til þess ráðs að rennvæta blettina með heitu vatni. Svo stráði hún kartöflu- mjöli yfir, og lét þetta þorna. Næsta dag ryksugaði hún teppið, og blettirnir hurfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.