Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985 19 fölsku fréttum úr DV og NT. Hitti ég þann ágæta mann skömmu sfð- ar og er mér ljóst að þarna sá hann ekki í gegnum lygavefinn úr NT og DV og þurfti að gæta hags- muna stéttarbræðra sinna. Ann- ars virðast blaðamenn vera furðu viðkvæmir fyrir gagnrýni á sama tíma sem þeir hika ekki við að beita beittum penna sínum um samborgara sína. Hinsvegar keyrði um þverbak hjá skríbent NT, séra Baldri nokkrum Krist- jánssyni (Benediktssonar, borg- arfulltrúa Pramsóknar), núver- andi þénandi presti að Bjarnar- nesi í Hornafirði. Hann tók þessar frásagnir DV og NT sem góðar og gildar og fór lítillækkandi orðum um okkur hrl. Svein Snorrason i því sambandi. Hann hafði nokkru áður veist í skrifum sínum að ísl. stjórnmálamönnum, er hann kall- aði verstu nöfnum og sagði m.a. að þeir væru slíkir aumingjar að þeir ættu að fá vinnu á Þjóðminjasafni eða Landsbókasafninu. Kom þar fram álit klerksins á ágætum embættismönnum þessara stofn- ana. Annars virðist landlægt að beita fúkyrðum í umræðu um þingkjörna fulltrúa. Hér áður fyrr var rætt um pokapresta en skrif séra Baldurs voru meira i ætt við pokadýr — a la kengúra. Þá hafa DV og NT fjallað nokk- uð um málið síðan og kærði ég m.a. til ríkissaksóknara einn af fyrri ritstjórum DV vegna leiðara- skrifa hans. Var í kærunni m.a. vísað til fyrri dóma og ferils ritstj. og í þvi sambandi vitnað til ákvæða hegningarlaga um si- brotastarfsemi. I leiðara NT 30. júli er því haldið fram i framsókn blaðsins i sambandi við Skafta- málið, að íslendingar verði að segja börnum sinum að þau geti ekki náð rétti sinum fyrir dóm- stólum með lögin að vopni. NT virðist eins og viðrinislegt af- styrmi DV eins og oft þar sem Pramsókn ætlar sér að ná blæ- brigðum einkaframtaksins. 1 þess- um áróðri virðist gilda, að sjaldan er svo leiður að ljúga að ljúfur verði ekki til að trúa. Þarna er ekki reynt að hafa það sem sann- ara reynist heldur reynt að selja æsifréttir sennilega með i huga orð Shakespeares — bakbekkja- rílinn, sem sjaldan er fær um að skilja annað en skvaldur og skrípalæti. Annars væri það áhugavert rannsóknarefni fyrir félagsfræðinga að kanna hvers vegna almenningur kaupir svona dagblöð? Br fólk ekki að leita sannra frétta? Bítast hestarnir Vegna stöðu mála nú verður opinber umfjöllun um embætti ríkissaksóknara að bíða, enda hef- ur embættisfærsla þess verið kærð til dómsmálaráðherra í sam- bandi við nokkur atriði málsins og fleiri kærur væntanlegar. í grein Skafta Jónssonar kemur fram að hann vill fría sig ábyrgð af hinni fáránlegu ákæru í málinu og sama gerði vararíkissaksóknari við málflutning í Sakadómi Reykja- víkur. í ræðu ríkissaksóknara i Hæstarétti kom fram, að hann kvaðst ekki hafa samið ákæru- skjalið heldur einvörðungu léð nafn sitt þar undir. Þá bítast hest- arnir er heyið er af jötunni. Fram- sókn ákæruvaldsins í máli þessu hefur verið með slíkum endemum að helst minnir á sögu Cervantes af þeim félögum Don Kikote og Sansjó. Þannig reyndi vararíkis- saksóknari með blekkingum að fá umbjóðanda minn, dyravörðinn i Leikhúskjallaranum, er Skafti veitti líkamsáverka i fólskulegri ofbeldisárás, til að falla frá skaða- bótakröfum sinu. Skaðabótamál þetta varðandi er enn rekið i Borg- ardómi Reykjavikur, en meðferð þess beið þar Hæstaréttardóms- ins. Skafti hefur reynst ófáanleg- ur til að greiða umkrafðar skaða- bætur. Þá gat ríkissaksóknari þess, er þeir læknarnir Stefán Ólafsson og Stefán Skaftason veittust að um- ræddum sakadómara i vetur og kölluðu hann m.a. óskhyggjudóm- ara i réttarhaldi Sakadóms Reykjavikur, að hann gerði þeirra orð að sínum. Þá lýsti rikissak- sóknari því yfir að hann legði embættisheiður sinn að veði í sambandi við mál þetta og setti hann ofurþunga i vægi málsins. Hér hefur því verið beitt ýmsum brögðum sem yrði heilt legio upp að telja. { grein hæstv. rikissak- sóknara »Um opinberan ákær- anda“ i Úlfljóti 2. tbl. XII árg. seg- ir m.a.: „Þá myndi það vera mikiil styrkur fyrir opinberan ákær- anda, þegar dómstólar tækju ákærur hans til greina. Ennfrem- ur myndi eftirlit ráðherra með embættisfærslu opinbers ákær- anda geta orðið til þess, að ráð- herrann tæki upp vörn fyrir hann gegn tilhæfulausum árásum sem á hann kynnu að verða gerðar." í þessu máli féll ákæran að öllu leyti. Eftir er að vita um viðbrögð hæstv. dómsmálaráðherra i máli þessu. Framsóknin Lögboðinnar hlutlægni gætti ekki í ræðu ríkissaksóknara og var það einkennandi i framsókn máls- ins. Málflutningur hans var meira eins og um væri að ræða einka- talsmann kærandans. Slfkt er andstætt lögum um meðferð opinberra mála. Þá birti ríkis- saksóknari ákæru með fréttatil- kynningu viku áður i fjölmiðlum en fyrir lögreglumönnunum og áfrýjun rúmum mánuði áður í fjölmiðlum en fyrir hinum ungu mönnum. Slikt athæfi er andstætt lögum um meðferö opinberra mála sbr. 38. gr. 1 74/1974 sbr. grund- vallarreglur. Hvernig yrði al- mennum borgara við, ef hann væri að aka bifreið sinni og hefði opnað fyrir útvarpið í bifreiðinni og heyrði slíka frétt um sjálfan sig, þar sem hann sæti undir stýri? Væri ekki eðlilegra að ákæra væri fyrst birt fyrir viðkomandi áður en birting færi fram í fjölmiðlum. Pramsóknin i málinu var og meira í anda sovéskrar stofnanalögfræði en lögbundinna mannúðlegra sjónarmiða hins frjálsa heims, þar sem í öndvegi eru almenn mann- réttindi einstaklings og grundvall- arsjónarmið er, að enginn telst sekur nema sekt hans sé sönnuð (in dubio pro reo). Verjendur í opinberu máli sem þessu þurfa að hafa frammi harða gagnrýni gagnvart slíkri saksókn m.a. til að afstýra réttarfarslegum slysum, sem alltaf geta orðið ef ekki er gætt löglegra sjónarmiða undir því álagi, sem dómstólar búa við hjá jafn þrætugjarnri þjóð og býr í þessu landi. En þrátt fyrir þenn- an sovéska blæ á sókn málsins getum við andað léttara, þar sem við fengum að heyra það á síðast- liðnum vetri úr næsta nágrenni við hús Hæstaréttar, Þjóðleikhús- inu sjálfu þar sem var baksvið umræddra réttarhalda, já á sviði þess var sýnt í vetur leikritiö „Stalín er ekki hér“. Opinbert vald og ábyrgð ríkis- saksóknara skv. íslenskum lögum er mikið og vægi embættisfærslu hans þungt á metaskálunum. Hér er um að ræða í máli þessu heiður og réttindi opinberra starfs- manna, sem eru að gegna skyldu- störfum sínum við erfiðar aðstæð- ur. Annar aðili er valdur að þeim aðstæðum. Röng ákæra og þungar sakargiftir fá snörp andsvör frá verjendum og harða gagnrýni. Jafnvel sýknudómur í opinberu máli kemur inná sakaskrá við- komandi. Hér er því um að ræða viðurhlutamikla hagsmuni en ekki varnir í borgaralegum fjármuna- rétti. AÖ lokum Samkvæmt því sem nú liggur fyrir ber ríkissaksóknara að taka til greina kærur mínur m.a. varð- andi Skafta Jónsson, að þvi er varðar rangar sakargiftir, fólsku- lega ofbeldisárás á dyravörðinn og einnig sama varðandi löggæslu- mennina, svo sem varðstjórann, þar sem Skafti játar að hafa ráð- ist á hann en muni ekki hvort hann lamdi eða sparkaði i hann. Þá eru ýmis önnur atriði í emb- ættisfærslu rikissaksóknara sem þarfnast opinberrar skoðunar í máli þessu. í skilmerkilegu viðtali við hinn vandaða embættismann, Hallvarð Einvarðsson, rannsóknarlögreglu- stjóra, i Morgunblaðinu 4. mars vitnar hann m.a. til ummæla Jón- atans heitins Hallvarðssonar, fyrrum forseta Hæstaréttar ís- lands: „Störf sín vinna lögreglu- menn frekar en nokkrir aðrir fyrir opnum tjöldum. Þeir og verk þeirra fá ekki dulist. Verður mönnum því tíðræddara um störf lögreglumanna en flestra annarra, og eru oft um þau felldir ómildir dómar. En minnast mega menn þess, að lögreglumenn verða oft án nokkurs fyrirvara og án teljandi íhugunar að taka ákvarðanir og framfylgja þeim hiklaust, jafnvel þó um ina mestu áhættu þeirra sjálfra eða annarra sé að tefla. Er hollt að þetta sé haft i huga, er slík verk eru siðan metin í góðu tómi af æðri stjórnvöldum eða öðrum.“ Höfbmdmr er bæstmréttarlögmmdur. L ± 3- Þeir félagar Þórhallur Oskarsson og Þorvaldur Vestmann voru að mæla fyrir nýrri laxeldisstöð á túni rétt við Húsavík sem á að vera tilbúið í haust. Bjartsýnir þrátt fyr- ir svartsýnisspádóma „VERIÐ er að ganga frá hluta- félagsstofnun og erum við mjög bjartsýnir þrátt fyrir svartsýn- isspádóma,“ sögðu þeir Þorvaldur Vestmann og Þórhallur Óskarsson í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, en þeir voru að mæla út fyrir nýrri laxeldisstöð í vikunni, sem á að rísa rétt við Húsavík. „Húsið verður væntanlega til- búið í haust, 8x17,70 metrar að stærð. Við erum að leita eftir sumaröldum seiðum til að geta verið með sjógönguseiði næsta sumar. Það er ekki enn ákveðið hvaðan seiðin koma, en við von- umst til að fá þau úr héraðinu. Við gerum ráð fyrir að stöðin geti annað 40.000 seiðum á ári.“ Austur-Barðastrandarsýsla: Kjörmannafundur um fulltrúa H. ágÚNt, Miöhúmm A-Barö. Kjörmannafundur var haldinn í Austur-Barðastrandarsýsiu í hótel Bjarkarlundi á miðvikudag. Hlutverk þessa fundar var að ræða stöðu landbúnaðarmála og kjósa fulltrúa á aðalfund Stéttar- sambands bænda til tveggja ára. Á fundinn mættu meðal ann- arra Guðmundur Stefánsson, hag- fræðingur stéttarsambandsins, og Guðmundur Ingi Kristjánsson, stjórnarmaður þess. Miklar umræður urðu eftir er- indi Guðmundar Stefánssonar og kom þar fram að útlit hafi sjaldan á aðalfund verið dekkra síðan 1930 til ’40. Þó nokkuð var deilt á Samband íslenskra samvinnufélaga fyrir lina stefnu í sölumálum búvara og á ríkisstjórnina fyrir þá svörtu mynd sem blasir við of stórum hópi bænda, sérstaklega á jað- arsvæðum. Þórður Jónsson, bóndi f Árbæ, og Halldóra Játvarðardóttir, bóndi i Miðjanesi í Reykhólasveit, voru kjörin fulltrúar Austur- Barðastrandarsýslu á aðalfund Stéttarsambands bænda. Sveinn Sjúkur maður sóttur í Herðubreiðarlindir Björk, Mýritnnreil, 8. ágiuL KLUKKAN sex f morgun var beðid um flugvél frá „Mýflugi" hf. til að sækja mann sem veikst hafði í Herðubreiðarlindum. Brá Tryggvi Jónsson flugmaður snögglega við og sótti manninn og flutti á AðaldalsflugvöU. Þar beið þá sjúkrabíll og læknir. Var hinn sjúki síðan fluttur i sjúkrahúsið á Húsavík. Þess má geta að aðeins leið ein klukkustund frá þvi að beiðnin barst úr Herðubreiðar- lindum og þar til hinn sjúki var kominn undir læknishendur. Kristján

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.