Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 44
ii MOfiGIJflBlADip.MLUqAPQAGUR 10- ÁGÚST 1985 Soffía Zophónías- dóttir — Kveðjuorð Fædd 6. desember 1919 Dáinn 5. ágúst 1985 I dag verður gerð frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum útför Soffíu Zophaníasardóttur sem lést 5. þessa mánaðar. Hún hafði verið mikið veik að undanförnu. Fyrir sex árum veiktist hún af illkynja sjúkdómi, sem svo marga leggur að velli nú á dögum. Þá gekkst hún' undir skurðaðgerð og náði að því er virtist fullum bata. Hún sjálf og hennar nánustu horfðu vongóð til framtíðarinnar. En vonirnar brustu. Á síðastliðnum vetri tók sjúkdómurinn sig upp að nýju og þá var ekki að sökum að spyrja. Lengst af lá Soffía á Landspítal- anum og Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja, og á síðarnefnda spítalanum andaðist hún eins og fyrr segir að kvöldi hins 5. þ.m. Nokkrum sinn- um heimsótti ég hana þegar hún lá í Landspítalanum. Hún var full- komlega róleg og æðrulaus, þótt hún gerði sér vel grein fyrir hvert stefndi. Hún heilsaði mér með bros á vör og sló jafnvel á létta strengi. Hugurinn hvarflaði nær hálfa öld aftur í tímann. Ég kom sem ungur kennari í sveitina hennar fögru, Innri-Akraneshrepp. Ég var öllum ókunnugur, en mætti strax hlýjum móttökum hjá heim- ilisfólinu í Heynesi, en þar dvaldi ég þá tvo vetur sem ég kenndi í hreppnum. Litla skólahúsið stóð rétt við túnjaðarinn í Heynesi. Þegar ég hafði komið mér fyrir hóf ég strax kennsluna. Nemend- urnir voru á mismunandi aldri eða frá sjö til fjórtán ára. Fljótt veitti ég sérstaka athygli tveimur nem- endum, sem voru í hópi hinna yngri. Þeir voru prúðir og stilltir og sóttist námið vel. Þetta voru systkini frá Stóra-Býli, Kjartan og Sveinbjörg að nafni. Eitt sinn á haustmánuðum í úr- hellisrigningu og hvassviðri mættu fáir í skólann. Ég varð þessvegna ekki lítið undrandi þeg- ar Daddi og Denna birtust allt í einu, en yfir allbreitt mýrarsund og berangur var að fara. Einhver götuslóði mun þó hafa legið þarna, sem átti víst að heita vegur. En skýringin kom brátt í ljós, stóra systir leiddi yngri systkini sín sér við hönd. Og ekki nóg með það, heldur lóðsaði þau alla leið inn í anddyri og hjálpaði þeim úr blaut- um yfirhöfnunum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá Soffíu. Þá var hún innan við tvítugt, geislandi af æskuþokka og lífsfjöri. Hún var dökk yfirlitum, lagleg, í meðallagi há og vöxturinn samsvaraði sér vel. Það gat ekki hjá því farið að mynd hinnar ungu stúlku greyptist í hrifnæman hug- ann. Síðan var ég oft gestur á heimili foreldra Soffíu. Þau voru bæði mjög alúðleg og gestrisin. Hús- bóndinn Zophanías Fr. Sveinsson var léttur í máli og gamansamur, og Ingibjörg Gísladóttir kona hans virðuleg í fasi og framgöngu. Þau áttu fimm bðrn, Soffía var elst og Sveinbjörg yngst, og syn- irnir þrír voru, Sigurður, Yngvi og Kjartan. Þetta var glaðvær og skemmtilegur systkinahópur og ég á margar góðar endurminningar frá heimsóknum mínum að Stóra- -Býli. t Eiginkona mín og móöir, SIGRÍDUR JÓNSDÓTTIR fré Drangshliðardal, Vesturvegi 17b, Vestmannaeyjum, lést I Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 8. ágúst. Árni SigurAsson, Lilja Árnadóttir. t Móöir okkar og tengdamóöir, HELGA GÍSLADÓTTIR frá Siglufiröi, Stórageröi 20, Reykjavík, lést í Landspitalanum 2. ágúst sl. Jaröarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju þriöjudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Bjarni Kjartansson, Svanhildur Kjartansdóttir, Asthildur Kjartansdóttir, Gisli Kjartansson, Sigurjón Kjartansson, Brynja Guómundsdóttir, Bragi Einarsson, Örnólfur Hall, Edda Jónsdóttir, Antje Tidemann. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, HÓLMFRÍÐAR INGIMUNDARDÓTTUR, Þykkvabte 21. Ágúst Friöþjófsson, Ragnar Ágústason, Linda Ágústsdóttir, Einar Ágústsson, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUDRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR, Brekku, Ytri-Njaróvfk, Sérstakar þakkir skulu færöar starfsfólki sjúkrahúss Kefiavíkur. Petrea Georgsdóttir, Elínbjörg Georgsdóttir, Ingibjörg Georgsdóttir, Sigfriöur Georgsdóttir, Jón B. Georgsson, Jóna Björg Georgsdóttir, Ágústa Ágústsdóttir, barnabörn og b Oddur Jónsson, Hans Tómasson, Þorvaldur Valdimarsson, Jón Einarsson, Sigríöur Jónsdóttir, Jóhann Ólafsson, Sverrir Guömundsson, rnabarnabörn. Ingibjörg á dóttur frá fyrra hjónabandi Ástu að nafni, en hún var farin að heiman þegar ég kynntist fjölskyldunni. Stundum komu eldri systkinin á Stóra-Býli í heimsókn að Heynesi. Halldór, sonur bóndans, lék á orgel. Þá var oft glatt á hjalla og spilað og sungið fram á rauða nótt. Ungi kennarinn þurfti sann- arlega ekki að kvarta um ein- manakennd. Þjóðhátíðarárið 1944 flyst fjöl- skyldan í Stóra-Býli til Reykjavík- ur. Zophanías reisir einbýlishús í Kleppsholtinu, en hann var út- lærður trésmiður. Zophanías dey: árið 1963, en Ingibjörg er enn við góða heilsu, þrátt fyrir háan aldur. Hún fyllir senn 94. árið og býr ennþá í íbúð sinni, einsömul og annast sjálf húsverkin. Eins og að líkum lætur nýtur hún umhyggju barna sinna, sem heimsækja hana nær daglega og láta henni í té alla þá hjálp og aðstoð sem þau mega. Árið 1942 verða þáttaskil í lífi Soffíu, en þá giftist hún unnusta sínum óskari Sigurðssyni útgerð- armanni í Vestmannaeyjum og þau stofna þar heimili sitt. óskar var mikill framkvæmda- og at- orkumaður. Auk útgerðarinnar var hann forstjóri Vinnslustöðv- arinnar og löggiltur endurskoð- andi. Soffía var stoð og stytta manns síns og stóð örugg og traust við hlið hans í blíðu og stríðu. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau eru: Sigurður kvæntur Sigurbjörgu Óskarsdóttur, Friðrik kvæntur Dóru Haraldsdóttur og Kolbrún gift Sigmari Þór Sveinbjörnssyni. Barnabörn eru orðin níu og eitt barnabarnabarn. öll eru börn Soffíu hið mesta dugnaðar- og myndarfólk. Soffía var vel gerð kona og ágætlega greind, og vissulega hef- ur hún gefið ástvinum sínum mik- ið, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Hún var af þeirri kyn- slóð sem var vön að gera meiri kröfur til sjálfra sín en annarra. f Vestmannaeyjum var aðallífs- starfið unnið innan veggja heimil- isins. Hvenær verða metin að verðleikum störf fórnfúsrar og kærleiksríkrar móður og eigin- konu, höfuðþátturinn í tilveru þjóðar vorrar. Árið 1969 varð Soffía fyrir þeirri þungbæru reynslu að missa eiginmann sinn á góðum aldri. En það var fjarri henni að láta bugast eða mikla fyrir sér erfiðleikana. Hún var því vön að treysta á sjálfa sig og standa sig þótt á móti blési. Soffía flyst til Reykjavíkur, festi kaup á íbúð og átti þar síðan heimili til æviloka. Það var fjarri Soffíu að sitja auðum höndum. Hún fékk starf hjá Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar og vann þar um ára- bil eða meðan heilsa og kraftar leyfðu. Starfið var aðallega fólgið í því að liðsinna og sitja hjá öldruðum og einmana fólki. í þessu starfi naut kærleiksþel Soffíu sín vel, glaðværð hennar og lipurð. Mér flýgur í hug ferskeytla sem í eina tíð stóð á bakhlið eldspýtu- stokka. En vísan mun vera eftir minn gamla ljúfa skólastjóra Freystein Gunnarsson. Alla þá sem eymdir þjá er yndi að hugga. Lýsa þeim sem ljósið þrá, en lifa í skugga. Er ég kvaddi Soffíu á Landspít- alanum var hún svo langt leidd að hún mátti ekki mæla. En hún opnaði augun og brosti. Milda, hlýja brosið hennar var óbreytt. Við hjónin vottum móður, bðrn- um, systkinum og öðrum vanda- mönnum innilegustu samúð. Blessuð sé minning Soffíu Zoph- aníasardóttur. Ármann Kr. Einarsson t Dóttir mín og móöir okkar, SOFFÍA ZOPHANf ASDÓTTIR, Ljósheimum 6, Reykjavfk, veröur jarösungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum i dag, laugar- daginn 10. ágúst, kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Ingibjörg Gísladóttir, Síguróur Óskarsson, Sigurbjörg Óskarsdóttir, Friörik Óskarsson, Dóra Haraldsdóttir, Kolbrún Óskarsdóttir, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, barnabörn og barnabarnabarn. M .............. t Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar, HJARTAR NIELSEN, kaupmanns, Baröaströnd 11. Erna Nielsen, Björn Jónsson, Svala Nielsen, Sophus Nielsen, Guörún Nielsen og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát og útför eigin- manns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, BJÖRNS SVEINBJÖRNSSONAR, verkfræóings, Sunnuflöt 6, Garöabas. Guö blessi ykkur öil. Guölaug Björnsdóttir, Nanna Dýrunn Björnsdóttir, Stephen Kaya, Ólöf Guórfóur Björnsdóttir, Vigfús Árnason, Sveinbjörn Egill Björnsson, Ase Gunn Björnsson, Helga Lilja Björnsdóttir, Tryggvi Agnarsson, Guörún Þorbjörg Björnsdóttir, Halldór Reynisson, og barnabörn. Soffía er farin frá okkur til hinna undursamlega góðu heim- kynna sem bíða okkar allra. Kynni okkar Soffíu voru djúp og gefandi. Hún var nærgætin, glað- vær, heilsteypt og elskuleg og við áttum innihaldsrík samskipti í gegnum tíðina. Eg veit, að hún á öruggan og vísan stað á bak móðunnar miklu hjá frelsara okkar. Sigrún Schneider Síminn hringir seint að kvöldi þann 5. ágúst. Það er Kolbrún, dóttir Soffíu, að tilkynna okkur andlát móður sinnar. Um sólarlag á einu fegursta kvöldi sumarsins kvaddi mágkona mín jarðlífið. Hún var góð kona, heilsteypt og sönn, enda vel af Guði gjörð. Hún lét félagsmál m.a. til sín taka og starfaði i kvenna- deild Slysavarnafélagsins Ey- kyndils í Vestmannaeyjum og ennfremur meðal Oddfellowa í Rebekkustúkunni Vilborgu þar í bæ. Soffíu er sárt saknað. Um nokkurra mánaða skeið barðist hún við erfiðan sjúkdóm, sem læknavísindin ráða ekki við enn- þá. Soffía dvaldist bæði á sjúkra- húsi hér í borg og einnig síðustu vikurnar á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja, en þar vildi hún vera sem næst börnum sfnum þegar leiðarlok nálguðust. Dugnaður hennar og hugrekki í erfiðum veikindum var með eindæmum. Hún var mjög trúuð kona, örugg um nærveru Guðs og eilíft líf. Foreldrar Soffíu voru Zophaní- as Fr. Sveinsson, trésmiður, og Ingibjörg Gísladóttir, bæði ættuð frá Borgarfirði. Þau eignuðust 5 börn, þrjá syni og tvær dætur, og var Soffía þeirra elst. Eina dóttur, Ástu, eignaðist Ingibjörg með fyrri manni sinum, sem lést þegar Ásta var á unga aldri. Gekk Zophanías henni í föð- urstað. Móðirin er ennþá á lífi i hárri elli og býr að Kambsvegi 11 í Reykjavík. Soffia giftist þ. 28. nóv. 1942 óskari Sigurðssyni, löggiltum endurskoðanda og útgerðarmanni, síðar forstjóra Vinnslustöðvarinn- ar í Vestmannaeyjum. Þau eign- uðust 3 börn; öll búsett í Eyjum. Þau eru: Sigurður, stjórnarfor- maður Vinnslustöðvarinnar og kafari, kvæntur Sigurbjörgu Óskarsdóttur og eiga þau 3 börn: Sólveigu, Óskar og Soffiu. Friðrik Ingi, framkvæmdastjóri, kvæntur Dóru Haraldsdóttur, þau eiga þrjá syni: örlyg Gunnar, Óskar Svein og Frey. Kolbrún Ósk, gift Sig- mari Þór Sveinbjörnssyni stýri- manni á Herjólfi. Þeirra börn eru: Gísli, óskar Friðrik og Harpa. óskar, eiginmaður Soffíu, lést árið 1969, langt um aldur fram. Nokkru síðar fluttist Soffía til Reykjavíkur og bjó lengst af í Ljósheimum 6. Hún hóf störf hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur og vann við hjúkrun aldraðra, svo lengi sem kraftar leyfðu. Soffía hafði oft á orði, að börnin sín hefðu verið mesta gæfan í lífi sínu eftir að eiginmaðurinn féll frá. Innilegra sambandi milli móður og barna hefur undirritaður aldrei kynnst. Einnig var mjög kært með tengdabörnum hennar og barna- börnin voru sólargeislar í lífi hennar. Við leiðarlok sækja marg- ar fagrar minningar liðinna ára á hugann og innilegt þakklæti okkar hjóna og barnanna fyrir að hafa notið samvista við Soffíu á lífs- leiðinni. Innilegar sainúðarkveðjur flyt ég móður hennar, börnum og öðr- um ástvinum. Við, vinir Soffíu, vitum, að hún er farin til fegurri sólarlanda, meira að starfa Guðs um geim, þar sem ástvinirnir biðu í varpa og fögnuðu henni vel. Minningin um Soffíu er björt og hrein og mér koma í hug þessar gömlu ljóðlínur E.J.P. „Guð þig blessi, gleðin ört og gæfu hljótt þig leiði. Kærleikssólin sé þér björt sæla veg þinn greiði." Sveinn Elíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.