Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 28
28 j MOBGUN^APIÐ, UMJGÁBDAGUR 1Q. AOÚST 19K 84 milljónir í bæt- ur fyrir Sjóla f SJÓVÁ mun á nsstu vikum greiða Sjólastöðinni í Hafnarfirði 84 miiljónir króna í bætur fyrir togarann Sjóla HF 18, sem skemmdist mikið í eldi út af Vestfjörðum 12. júní síðastliðinn. Útgerðarfélagið heldur skipsskrokknum að auki. Skipið var tryggt fyrir um 100 milljónir króna og er talið að væri það byggt aftur til sama horfs og það var fyrir brunann, myndu þær 84 milljónir sem Sjóvá greiðir, duga fyrir viðgerðinni. „Við höfum ekki .ákveðið hvað gert verður en ég tel víst að ef við látum gera við skipið, verði um leið gerðar Séa því nokkrar endurbætur og þá myndi viðgerðin kosta meira en 84 milljónir," sagði Jón Guðmundsson forstjóri Sjóla- stöðvarinnar í samtali við blm. Morgunblaðsins. Hann sagði ljóst, að fyrirtækið þyrfti annað skip og að á næstu vik- um yrði ákveðið hvaða stefna yrði tekin. Framhluti Sjóla er talinn ónýtur en að öðru leyti er skrokkurinn heillegur. „Rangt að fullyrða að Suðurlínan sé einskis nýt“ • • — segir Orn Marínósson „HEFÐI EKKl komið til þessara mistaka er engin ástæða til að ætla annað en að þessi flutningur hefði tekist án erfiðleika," sagði Örn Marínósson hjá Landsvirkjun þegar Morgunblaðið h Erlings Garðars Jónassonar í blaðinu Erling heldur því fram að Suður- línan svokallaða, milli Sigöldu- virkjunar og Hóla í Suðursveit, sé einskis nýt og þeim peningum sem eytt var í að setja hana upp hafi \ verið kastað á glæ. Hann kallar uppsetningu hennar „Kröflu- hneyksli*. Þegar unnið var að viðhaldi á strengnum milli Andakílshrepps og Hvalfjarðar átti að færa aflið yfir á línuna frá Sigöldu. En vegna einhverra mistaka við það annaði Suðurlínan ekki aflinu og sló út. „Það er rangt að fullyrða að Suð- urlinan sé til lítils eða einskis nýt, vegna þessa atviks," sagði Örn x ennfremur. „Með tilkomu Suður- • línu hefur afhendingaröryggi rafmagns til Austurlands aukist i samband við hann vegna gær. verulega, sem og til annarra not- enda á byggðalínukerfinu. Þessu til staðfestingar má geta að þess að þegar sex staurastæður brotnuðu í Byggðalínunni síðastliðinn vetur vegna hvassviðris varð ekki raf- magnslaust hjá notendum vegna þess að Suðurlínan var komin í gagnið og gat yfirtekið raforku- flutninginn." Örn vildi einnig að fram kæmi að Landsvirkjun hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Byggðalínu- kerfið; hvort ætti heldur að virkja á Austurlandi eða byggja Suður- línu. Þessar ákvarðanir hafi verið teknar af Iðnaðarráðuneytinu og Rafmagnsveitum ríkisins. Lands- virkjun yfirtók Byggðalínukerfið með samningi við ríkisstjórnina í ágúst 1982. Iþróttahús Jóns Þorsteinssonar: Forsýningar vegna utan- farar íslensks listafólks í ÍÞRÓTTAHÚSl Jóns Þorsteinsson- ar við Lindargötu hefur verið efnt til þriggja forsýninga á tveimur nýjum íslenskum dansverkum. Fyrsta sýn- ingin var í gærkvöldi, en næstu sýn- ingar verða sunnudags- og þriðju- dagskvöld klukkan 21.00. Tjaldað y hefur verið dúkum, ofið var Ijósaverk og útbúið leiksvið í húsinu. Tilefnið er boð til íslenskra aðilja um þátttöku í Ung Nordisk Kult- urfestival, listahátíðar ungs nor- ræns fólks, sem haldin verður fyrsta sinni í Stokkhólmi dagana 16. til 23. ágúst. Þar verður dönsur- um, leikurum, tón- og myndlistar- fólki stefnt saman til gagnkvæmrar framsetningar á nýjum sköpunar- verkum, ráðstefnu og samanburðar. íslenskir dansarar, meðlimir úr íslenska dansflokknum, og Kram- húsinu ásamt einum leikara munu fara út með tvö verk. Annað nefnist „Hvers-dags-dans“ samið af Auði Bjarnadóttur, Láru Stefánsdóttur, danshópnum og fleirum. Hitt verkið, Iris, er samið af Höllu Morgunblaöiö/8teinar Flugvél á bensínstöð FLJÚGANDI bensíntankur. Ný þjónusta hjá Shell eða hvað?, spurðu undrandi vegfarendur sem áttu leið um Vesturlandsveg í gær. Það var von að fólk spyrði þvf á þaki nýju Sbell-stöðvarinnar við Vesturlandsveg stóð skínandi falleg flugvél, en slíkt er óalgeng sjón. Starfsmenn Shell slógu bara á létta strengi og kváðust ekki ennþá vera farnir að fljúga með bensín til viðskiptavina sem hefðu orðið svo óheppnir að vera bensínlausir á vegum úti. Hið rétta er að Olíufélagið Skeljungur hefur staðið myndarlega að baki einkaflugi hér á landi og flugvélin m.a. þess vegna á þaki bensínstöðvarinnar í auglýsingaskyni. Hún mun vera til sýnis um helgina. Flugvélin, TF BTH, er af gerð- inni Pitts Special, en slíkar vélar hafa einmitt mikið verið notaðar í auglýsingar hjá fyrirtækjum. „Þessar auglýsing- ar jaðra við siðleysi“ — segir Davíd Sch. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Sól hf., um nýja auglýsingaherferð Mjólkursamsölunnar „Eru mennirnir að tala um eigin framleiðslu á Gosa? í alvöru talað þá finnst mér þessi auglýsing jaðra við siðleysi," sagði Davíð Sch. Thor- steinsson, forstjóri Sól hf„ í samtali við Morgunblaðið er hann var inntur álits á nýrri auglýsingaherferð Mjólk- ursamsölunnar í fjölmiðlum. f auglýsingunum er fólk spurt hvort því flnnist frekar það eigi að hvetja börn sín til þess að drekka „mjólkurdrykki" eða aðra „svala- drykki" og sýnd er tafla þar sem borin eru saman bætiefni í V* lítra af mjólk, kakómjólk, hreinum app- elsínusafa og ýmsum svaladrykkj- um. Hugtakið „ýmsir svaladrykkir" er skilgreint í auglýsingu Mjólkur- samsölunnar sem „samheiti yfir verksmiðju- og heimatilbúna gos- drykki, blandaðan „djús“ og aðra sykurdrykki sem innihalda í mesta lagi 12% ávaxtasafa". Síðan segir; „(afgangurinn er vatn og sykur og aukaefni á borð við litarefni, rot- varnarefni og bragðefni)“. Einnig segir í auglýsingum MS að í suma svaladrykki bæti framleiðandinn tilbúnu C-vítamíni og hækki þá C-vítamín-hlutfallið í samræmi við það. Ekki reyndist unnt að ná tali af forráðamönnum Mjólkursamsöl- unnar fyrir helgina, en morgun- blaðið innti þá Davíð Sch. Thor- steinsson og Pétur Björnsson, framkvæmdastjóra Coca-Cola á Is- landi, eftir því hvað þeir hefðu að segja um auglýsingar Mjólkur- samsölunnar. „Ég veit ekki til þess að hreinn appelsínusafi, eins og Gosi sem Mjólkursamsalan framleiðir, hafi hingað til verið flokkaður með mjólkurdrykkjum, eins og gefið er í skyn í auglýsingum," sagði Davíð. „Það var Sól hf. sem hóf fram- leiðslu á hreinum appelsínusafa á íslandi, síðan komu sporgöngu- mennirnir í Mjólkursamsölunni á eftir okkur. f síðustu mælingum, sem Dagblaðið/Vísir lét fram- kvæma hjá rannsóknarstofnun landbúnaðarins, kom í ljós að app- elsínu- og eplasafinn sem Mjólkur- samsalan selur undir nafninu Floridana, innihéldu ekki það C-vítamín sem Mjólkursamsalan hafði prentað utan á umbúðirnar að þeir gerðu. Hins vegar stóðst allt sem stóð á fernunumm frá Sól hf. sem seldar eru undir nafninu Trópi. Svali, framleiddur af Sól hf., er bættur með 12% hreinum appels- ínusafa og „tilbúnu" C-vítamíni frá Hoffmann la Roche, einu virtasta lyfjafyrirtæki í heimi. Við saman- burð á C-vítamíni í appelsínu- drykknun Gosa frá Mjólkursamsöl- unni og Svala kom í ljós að f Gosa var nær ekkert C-vítamín að finna og þetta játuðu þeir hjá Mjólkur- samsölunni. Það að leggja að jöfnu svaladrykk eins og Svala og gos- drykki, hvort sem þeir eru verk- smiðju- eða heimatilbúnir, er frá- leitt og furðulegt að nokkrum manni skuli detta í hug að gera það i auglýsingu. Þegar talað er um „aðra sykurdrykki" má minna á að í mælingum kom fram að í sykur- skertan Gosa hafði verið bætt sykri en engum sykri hafði verið bætt í sykursnauðan Svala, þannig að merkingar Ms standast heldur ekki hvað þetta snertir. Það hefur sem sagt komið í ljós í rannsóknum á drykkjum Mjólkurtsamsölunnar, að þeir standast ekki það sem fram er haldið og þá er reynt að þyrla upp moldviðri blekkinga til þess að hylja þá siaðreynd, sem er gamalt ráð til þess að dreifa athyglinni. Þessar auglýsingar eru því högg fyrir neðan beltisstað og jaðra við siðleysi,” sagði Davíð Sch. Thor- steinsson. „Þetta eru svona svolítið tauga- veikluð viðbrögð,” sagði Pétur Björnsson. „Hvað varðar C-víta- mínið þá er sett tilbúið vftamín f alla svaladrykki. Upphaflega víta- mínið hverfur við gerilsneyðingu og því verður að setja vítamín f þá á eftir. f svaladrykknum Hi-C, sem við framleiðum, eru hins vegar eng- in litarefni, en hann er vítamín- bættur eftir gerilsneyðingu. hvað varðar C-vítamín innihald Hi-C, þá förum við þar eftir manneldisráði og höfum það í kringum 50 milli- grömm, eins og okkur er sagt að hæfilegur dagskammtur sé, þó að ekki séu allir á sama máli um það.“ v DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00 í kapellu háskólans. í messunni veröa fermdir: Helgi Gunnar Helgason frá Washington, Tunguseli 1, Reykjavfk, og Þor- gils Gunnarsson frá Kakamega í Kenya, Barrholti 23, Mosfells- sveit. Dómkórinn syngur, organ- isti Marteinn H. Friöriksson. Sr. Þórir Stephensen. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 13.00. Organleikari Birgir Ás. Guömundsson. Sr. Þórir Steph- ensen. BÚST ADAKIRK JA: Guðsþjón- usta kl. 10.00.Prestur sr. Solveig Lára Guömundsdóttir. Organ- leikari Heiömar Jónsson. Ath. sumartímann. Sóknarnefndin. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10.00. Sr. Árelíus Níelsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Helga Soffía Konráösdóttir. Organisti Guöný Margrót Magn- úsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11.00. Organisti Árni Ar- inbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Þriöjudag 13. ágúst, fyrir- bænaguösþjónusta kl. 10.30. Sr. Ragnar Fialar Lárusson. LANDSPITALINN: Guösþjónusta kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. Guðspjall dagsins: Lúk. 19.: Jesús grætur yfir Jerúsalem. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. BORGARSPÍTALINN: Guösþjón- usta kl. 10.00. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. ár- degis. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Siguröur Haukur Guöjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Sókn- arnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Altarisganga. Þriöjudag- inn 13. ágúst, bænaguösþjón- usta kl. 18.00. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guösþjónusta t tengslum viö norrænt kristilegt stúdentamót kl. 11.00. Stína Gísladóttir prédikar. Sr. Guö- mundur Óskar Ólafsson. Miö- vikudag 14. ágúst, fyrirbæna- messa kl. 18.20. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum þá er lágmessa kl. 14. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. Lágmessa frá mánudegi til föstudags kl. 18. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Safnað- arguösþjónusta kl. 14. Ræöu- maöur Daniel Glad. Almenn guösþjónusta kl. 20. Ræöumaö- ur Einar J. Gíslason. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot fyrir trúboö í Afríku. HJÁLPRÆDISHERINN: Útisam- koma á Lækjartorgi kl. 16. Hjálp- ræðissamkoma kl. 20.30. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Almenn samkoma kl. 20.30. GARÐA- OG HAFNARFJARÐ- ARSÓKNIR: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bragi Friöriksson pródik- ar. Sóknarprestar. FRÍKIRKJAN í Hafnarfiröi: Guös- þjónusta kl. 11.0. Orgel- og kór- stjórn Þóra Guömundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra Garöabæ: Hámessa kl. 14. KAPELLA St. Jósefsspítala Hafnarfirði: Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Fermd veröa: Birgitta Stefáns- dóttir Livíngston, Hólagötu 45, og Gunnar Þór De Marco, bygg- ing 1001B, Keflavíkurflugvelli. Kirkjukórar Njarövíkursókna syngja. Organisti örn Falkner. Sr. Þorvaldur Karl Helgason. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Tómas Guömundsson. HEILSUHÆLI NLFÍ: Messa kl. 11. Sr. Tómas Guömundsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 14. Organisti Einar Sig- urðsson. Sóknarprestur. BORGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.