Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 7
THnDA ,0| HUDAUflA0UA4 ,Cl1f|AJlT4UPflPM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985 O 7 FiskmarkaÖirnir í Hull og Grimsby í þessari viku: íslenzkur fisk- ur seldur fyrir nær 100 milljónir Frá Hirti Gísbsyni, blaöamanni Morgunblaösins í Grimsby, 9. ágúst. ÍSLENSKUR ferskur fiskur var seldur hér í Hull og Grimsby í vikunni fyrir nálsgt hundrað milljónir króna, alls um 2.500 lestir og er það meira en nokkru sinni fyrr. Meðalverð á kfló, bæði úr gámum og fiskiskipum, var um 37,50 krónur, sem er þokkalegt verð miðað við framboð. Búist er við að verð hækki í næstu viku. í dag var aðeins seldur fiskur að heiman úr gámum og var með- alverðið fyrir fiskinn úr þeim á bilinu 24 til 45 krónur. Gámafisk- urinn var heldur slakur að gæðum og nokkur brögð hafa verið að því að hann hafi verið dæmdur óhæf- ur til manneldis. Þegar framboð er mikið eins og þessa viku fæst aðeins gott verð fyrir albesta fiskinn, einkum kola, en fyrir hann hafa fengist allt upp i 60 krónur á kíló. Umboðsmenn fiskseljenda hér í Grimsby og Hull leggja áherslu á að meðferð aflans sé vönduð áður en hann er sendur að heiman og fiskurinn vel ísaður. Sé svo ekki geti menn átt von á áföllum og þvi betur heima að sitja en á stað far- ið. I næstu viku verða um 1.400 lestir af fiski að heiman á mark- aðinum í Hull og Grimsby, þar af 200 úr gámum. Morgunblaðió/HG — Simamynd Fiskurinn nr Hafbergi GK 377 boðinn upp á fiskmarkaðinum í Grimsby sl. fimmtudag. Skipstjórinn, Helgi Einarsson, sagðist ánægður með verð- ið sem þeir fengu, tæpar 37 Itrónur. Nokkur brögð hafa verið að þvf að frágangi á gámafiski hefur verið ábótavant og hann orðinn of gamall þegar á markaðinn er komið. Því hafa nokkrar lestir af slíkum fiski verið dæmdar óhæfar fyrir matvæla- markaðinn og því verið seldar í bræðslu. LSD-smygl- ið upplýst — smyglararnir lausir úr gæsluvarðhaldi RANNSÓKN á LSD-máiinu, sem upp kom í lok síðasta mánaðar, er nú lokið og hafa allir aðilar þess verið látnir lausir úr gæsluvarð- haldi, skv. upplýsingum fíkniefna- deildar lögreglunnar í Reykjavík. Málið fer nú til meðferðar hjá Sakadómi í ávana- og fíkniefna- málum. Tveir karlar og ein kona voru handtekin vegna málsins og hef- ur sannast á þau innflutningur á nærri 3.300 skömmtum af ofskynjunarefninu LSD. Rúmlega eitt þúsund skammtar munu hafa komist í umferð hér á landi síðan efnið kom til landsins i aprílmán- uði síðastliðnum. Par í gæsluvarðhaldi: Fölsuöu ávísan- ir fyrir á annað hundrað þúsund TVÍTUG stúlka og hálfþrítugur karlmaður, bæði úr Reykjavík, voru handtekin í fyrrakvöld, grun- uð um umfangsmikið ávísanafals. Þau voru úrskurðuð í gæsluvarð- hald í gær að kröfu Rannsókn- arlögreglu ríkisins — stúlkan í allt að tvær vikur, maðurinn í allt að eina viku. Þau eru grunuð um að hafa stolið ávísanahefti og falsað ávísanir fyrir háar fjárhaeðir. Þegar hafa komið í banka ávís- anir fyrir hátt á annað hundrað þúsund króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.