Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 10. ÁQQST1985, Fjórir sækja um stöðu fréttastjóra hjá sjónvarpinu Á FUNDI útvarpsráðs í gær var lagður fram listi yfir umsækjendur um stöður fréttastjóra, deildarstjóra innlendrar dagskrárgerðar, dagskrár- fulltrúa barnaefnis og dagskrárfulltrúa erlends efnis, sem sjónvarpið aug- lýsti nýlega lausar til umsoknar. Umsækjendur um stöðu frétta- stjóra eru þeir Einar Sigurðsson, Helgi Helgason, Ólafur Sigurðsson og Ingvi Hrafn Jónsson. Um stöðu deildarstjóra innlendrar dagskrár- gerðar sækja Hrafn Gunnlaugsson og Tage Ammendrup. Þá sækja þau Gro Jörgensen, Guðbrandur Gíslason, Jóhanna Eyjólfsdóttir, Kristján Valdi- marsson, Laufey Guðjónsdóttir og Vala Sigurlaug Valdimarsdóttir um stöðu dagskrárfulltrúa erlends efnis og um stöðu dagskrárfulltrúa barnaefnis sækja Asa Ragnars- dóttir, Edda Magnúsdóttir, Kristín Helgadóttir, Sigríður Ragna Sig- urðardóttir, Sigrún Jóna Krist- jánsdóttir og Þórunn Sigurðar- dóttir. Fljótlega mun útvarpsráð leggja fram umsögn sína um umsækjend- ur, en síðan skipar útvarpsstjóri í stöðurnar. Verðlaunahafar fyrir fegurstu garða Kópavogs. Fegurðarverð- laun í Kópavogi FEGRUNARNEFND Kópavogs veitti í gær árleg verðlaun fyrir fagra garða. Aðalverðlaunin, gierbikarar hannaðir og gerðir af listamönnun- um Sigrúnu Ólöfu Einarsdóttur og Sören S. Larsen, voru þrenn tals- ins. Ber þar fyrst að nefna heiðurs- verðlaun bæjarstjórnar Kópavogs, sem komu í hlut Sigrúnar Ed- vardsdóttur og Einars Þor- geirssonar, Hvannhólma 16. Verð- laun Rotaryklúbbs Kópavogs hlutu þau Anna Alfonsdóttir og Harry Sampsted, Starhólma 16, en verð- laun bæjarstjórnarinnar hrepptu hjónin Áslaug Jóelsdóttir og Sverr- ir Arngrímsson, Kópavogsbraut 51. Gunnólfsvíkurljall. Ratsjárstöð á Gunnólfs- víkurfjalli ákveðin SAMNINGAR hafa tekist milli utanríkisráðuneytisins og eigenda jarðarinn- ar Gunnólfsvíkur í Skeggjastaðahreppi um uppsetningu ratsjárstöðvar á Gunnólfsvíkurfjalli, sem er 730 metra hátt fjall I landareign jarðarinnar. Fjallið varð fremur fyrir valinu en Hrollaugsstaðafjall, þar sem fyrri rat- sjárstöð var, vegna þess að það er tæpum 500 metrum hærra. Vonast er til að hægt verði að hefjast handa um vegalagningu í haust, en það fer eftir veðri og að nýja ratsjárstöðin gæti tekið til starfa í árslok 1987, en þar munu starfa að staðaldri 11 manns, þar af 10 íslendingar. Efsti hluti Gunnólfsvíkurfjalls er flatur, um 15 hektarar að stærð. Þar mun ratsjárstöðin rísa. Hún mun taka yfir 1200 fermetra eða innan við 1% af fjallstoppin- um. Auk ratsjárstöðvarinr.ar verður þyrlupallur og niðurgrafn- ir olíu- og vatnstankar á fjallinu. Þess verður gætt að væntanlegar framkvæmdir stingi eins lítið í stúf við landslag og náttúru og mögulegt er, en jörðin og fjallið eru á náttúruminjaskrá. Fulltrúar varnamálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins kynntu náttúruverndarráði í gær fram- kvæmdir og að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar, skrif- stofustjóra varnarmála- skrifstofunnar, má vænta þess að ráðið tilnefni aðila til að athuga nánar vissa þætti framkvæmd- anna. Þá verða fundir með hrepps- nefndum Skeggjastaða- og Þórs- hafnarhrepps í næstu viku til að kynna framkvæmdirnar með hlið- sjón af framlagi heimamanna, þannig að það valdi ekki röskun á atvinnulífi í byggðarlaginu. Sverrir Haukur sagði einkum þrennt hafa ráðið því að Gunn- ólfsvíkurfjall varð fyrir valinu fremur en Hrollaugsstaðafjall. I fyrsta lagi að ratsjársvið loft- varna yrði mun stærra. í öðru lagi yrði sjónsvið ratsjárinnar mun meira, bæði inn til landsins og á haf út. Þannig gæti eftirlit Flug- málastjórnar með lágflugi orðið meira og hægt væri að fylgjast með aðflugi að Húsavíkurflugvelli og að hluta til að Egilsstaðaflug- velli. í þriðja lagi myndi siglinga- ratsjá ná til þrefalds stærra haf- svæðis. Birkir Baldvinsson: Það má búast við öllu í viðskiptum „ÉG MYNDI ekki kippa mér upp við það þótt ég fengi ekki hlutabréfin í Flugleiðum," segir Birkir Baldvins- son, flugvélasali f Lúxemborg, í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins þar í borg á fimmtudaginn. Birkir er núna staddur í Englandi og náðist ekki samband við hann í gærkvöldi, eftir að fjármálaráð- herra hafði tekið tilboði Flugleiða og hafnað hans boði. Þegar Birkir ræddi við blaða- mann Morgunblaðsins hafði hann heyrt um að boð kæmi líklega frá Flugleiðum og hann myndi hugs- anlega ekki fá bréfin. „Maður verð- ur að búast við öllu f viðskiptum. Stundum er maður ofan á og stund- um verður maður undir," sagði Birkir. Flugleiðir fengu hlutabréf ríkisins á 66 milljónir: Höfum reiknað út að við fáum bréfin á 4,5 földu nafnverði FLUGLEIÐIR keyptu í gærkvöldi hlutabréf ríkisins í fyrirtækinu. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra og Sigurður Helgason stjórnarformaður Flugleiða undirrituðu kaupsamninginn klukkan 19.15 í gærkvöldi á skrifstofu fjármálaráðherra. Jafnframt veitti fjármálaráðherra móttöku ávísun að upphæð kr. 14.850.000, en það er útborgun skv. samningnum. Kaupverð bréfanna er 66 millj- ónir króna. Við undirskrift greið- ast kr.14.850.000 eða 22,5% kaup- verðsins. Eftirstöðvarnar, kr.51.150.000, greiðir kaupandi með skuldabréfi til 8 ára með jöfnum árlegum afborgunum. Skuldabréfið er óverðtryggt og ber ekki vexti. Til tryggingar greiðslum skal kaupandi setja sjálfskuldarábyrgð banka eða aðra tryggingu sem seljandi met- ur gilda. Þegar kaupandi hefur uppfyllt skyldur sínar samkvæmt samningnum skal seljandi af- henda honum bréfin með árituðu afsali og skulu aðilar uppfylla ákvæði samningsins fyrir 31. þessa mánaðar. Stjórn Flugleiða ákvað á fundi sínum um hádegi í gær að gera þetta tilboð í bréfin. Áður hafði eins og kunnugt er borist eitt til- boð í þau frá Birki Baldvinssyni í Lúxemborg. Samkvæmt því til- boði var kaupverðið 63 milljónir og útborgun 12,6 milljónir. Eftir- stöðvarnar átti að greiða með sama hætti og samkvæmt tilboði Flugleiða, það er með vaxtalausu skuldabréfi til 8 ára. Sigurður Helgason, stjórnar- formaður Flugleiða, sagði að þeir í stjórninni hefðu á sínum tíma fengið þær upplýsingar um tilboð Birkis að í því fælist að borga ætti nífalt nafnverð fyrir bréfin. Síðan hafi komið í ljós að í raun væri ekki um að ræða nema u.þ.b. 4,5 falt nafnverð á núvirði, miðað við að það er ekki verðtryggt og ef miðað er við senniiega verð- bólguþróun næstu átta ár. „Við erum ekkert á móti því í sjálfu sér að fá Birki inn í fyrirtækið," sagði Sigurður. „En þegar þessar forsendur urðu okkur ljósar, fyrir þremur eða fjórum dögum, sáum við að þarna var tækifæri fyrir okkur að leysa til okkar bréfin og dreifa þeim síðan til starfsmanna og hluthafa, enda höfum við lengi haft áhuga á því að veita starfs- fólkinu aukna aðild að fyrirtæk- inu. Því tókum við þessa ákvörð- un í dag. Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra kvaðst ánægður með þessar málalyktir .„Ég tel þetta hagstæða sölu,“ sagði hann. „Fjárfestingarfélagið hefur yfir- farið bæði tilboðin og staðfest að þetta tilboð er hagstæðara en til- boð Birkis, þess vegna er þessu boði tekið." Er Albert var spurð- ur hvers vegna hann tæki nú óverðtryggðu tilboði, sem í raun væri aðeins upp á 4—5 falt nafn- verð að núvirði, eftir að hann hafi lýst því yfir að hann vildi fá ní- falt verð fyrir bréfin, sagði hann: „Það er ekki hægt að setja dæmið svona upp. Það verður einnig að líta á það að bréfin hafa ekki gef- ið af sér arð og þær sjö milljónir sem bundnar eru í þeim sam- kvæmt nafnverði rýrna líka í verðbólgunni. Nú fáum við hins- vegar í hendur strax tæpar 15 milljónir sem fara að gefa vexti, sem munu vega verulega upp á móti þessu. Þetta verður líka að hafa í huga“. Albert var einnig spurður að því hvort ekki hafi verið óeðlilega að málum staðið við sölu bréf- anna, þar sem skýrt hefði verið opinberlega frá efni tilboðs Birk- is áður en því var svarað og öðr- um þannig gefinn kostur á að miða tilboð sín við það. Hefði ekki verið nær að hafa lokað út- boð og opna öll tilboð samtímis að bjóðendum viðstöddum? „Þessi leið var reynd á sínum tíma. Þá barst aðeins eitt tilboð, frá Starfsmannafélagi Flugleiða, sem hljóðaði upp á nafnverð og greiðslu á tíu árum og var því hafnað sem óaðgengilegu. Nú voru bréfin hinsvegar auglýst til sölu á ákveðnu verði og auglýst eftir kaupendum sem vildu greiða það verð fyrir þau, rétt eins og á hverri annarri vöru í verslun. Ég sé ekkert athugavert við þetta,“ sagði fjármálaráðherra. Fram kom hjá þeim nöfnum Sigurði Helgasyni forstjóra og Sigurði Helgasyni stjórnarfor- manni Flugleiða að bréfin verða á næstunni boðin starfsmönnum og hluthöfum til kaups. Helmingur- inn verður boðinn starfsmönnum en hinn helmingurinn hluthöfum, en þeir starfsmenn sem eiga hlut fyrir geta þá keypt bæði sem starfsmenn og hluthafar. Bréfin verða boðin á sömu kjörum og þau eru nú keypt á og kváðust þeir nafnar vissir um að vel gengi að selja þau. Félagið sjálft ætlar ekki að eiga þessi bréf til fram- búðar, enda er því ekki heimilt að eiga meira en 10% hlutafjár leng- ur en þrjá mánuði, samkvæmt ákvæðum hlutafélagalaga. Um áhrif sölunnar á skipun stjórnar fyrirtækisins sagði fjár- málaráðherra að hann myndi á næstunni tilkynna fulltrúum ríkisins að ríkið væri ekki lengur hluthafi og myndu þeir þá vænt- anlega hverfa úr stjórninni. Sig- urður Helgason stjórnarformað- ur sagði að þá myndu kjörnir varamenn í stjórn taka sæti þeirra og sitja til næsta aðal- fundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.