Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 4
Eru þeir að fá 'ann ■? Laxá í Dölum: Þokkaleg veidi en lítið vatn Hjörleifur Jónsson í veiðihúsinu að Þrándargili við Laxá i Dölum sagði í samtli við Morgunblaðið í gærdag, að komnir væru tæpir 800 laxar á land og hefði veiði verið all þokkaleg að undanförnu, sérstak- lega þegar mið væri tekið af vatnsleysinu og bjartviðri því sem lengst af hefur ráðið ríkjum. Mik- ið af laxi er í Laxá en mikil vinna að fá hann til við agnið. Mest eru þetta 4—6 punda laxar að sögn Hjörleifs. Erlendir veiðimenn hættu veið- um fyrir um viku og fslendingarn- ir sem við ánni tóku fengu milli 60 og 70 laxa strax fyrsta daginn, en síðan hefði dofnað verulega yfir veiðinni, alltaf er þó reytingur og ekki líður sá dagur að það veiðist ekki nokkur stykki. Veitt er á 7 stangir t Láxá. Nóg af laxi sem tekur illa Morgunblaðið fékk þau tíðindi hjá einni af starfsstúlkum veiði- hússins við Norðurá í Borgarfirði, að komnir væru rúmlega 1000 lax- ar á land. »Það gengur heldur treglega, enda er ekkert vatn I ánni og veðrið allt of gott fyrir laxveiðar," sagði viðmælandi blaðsins. Nóg er samt sem áður af laxi í ánni, það liggur meira og minna af laxi í hverjum hyl. Það veiðist eitthvað af fiski dag hvern, en það þarf róttæka veðurbreyt- ingu til að hleypa lífi í veiðina. Kannski að næsta lægð... Dauft í Stóru-Laxá Fregnir herma að afar slök veiði hafi verið um nokkurt skeið í Stóru Laxá í Hreppum og varla veiðst nema einn og einn lax á öll- um svæðunum í nokuð langan tima. Áin er afar vatnslítil og veiðimenn sjá lítið af laxi og enn minna af nýjum fiski. Veiðin byrj- aði ákaflega vel og veiddust á ann- að hundrað laxar strax á fyrstu dögunum. Síðan hefur veiðin dofn- að mikið sem fyrr segir. Eins og skepnan deyr, ...: Unnið að fortökum kvikmynd- arinnar í Loðmundarfirði FORTÖKUR íslensku kvikmynd- arinnar, sem ber vinnuheitið „Eins og skepnan deyr,..." hófust í Loðmundarfirði þann 29. júlí og stóðu yfir í viku. Einnig var unnið að frágangi þar hvað varðar töku- staði, en kvikmyndatökurnar befj- ast þann 15. ágúst og standa fram yfir miðjan september. Um 15 manna hópur vinnur að myndinni, sem gerð er eftir handriti Hilmars Oddssonar, en hann leikstýrir henni ennfrem- ur. Aðstoðarleikstjóri er Þorgeir Gunnarsson, en kvikmyndatöku annast Sigurður Sverrir Pálsson, annar kvikmyndatökumaður er Þórarinn Guðnason og þriðji kvikmyndatökumaður Olafur Rögnvaldsson. Hulda Kristín Magnúsdóttir sér um búninga og Elín Sveinsdóttir annast förðun. Hljóðmaður er Gunnar Smári og aðstoðarmaður hans Kristín Erna Arnardóttir. Fram- kvæmdastjóri myndarinnar er Marin Magnúsdóttir og fram- kvæmdastjóri á tökustað Stefán Smári Magnússon. Aðalhlut- verkin tvö eru I höndum þeirra Eddu Heiðrúnar Backman og Þrastar Leo Gunnarssonar, en þriðja stærsta hlutverk myndar- innar fer Jóhann Sigurðsson með. Ráðgert er að myndin „Eins og skepnan deyr,..." verði frum- sýnd á fyrri hluta næsta árs og er áætlaður kostnaður við gerð hennar á 8. milljón króna. Það er kvikmyndafyrirtækið BÍÓ hf. sem framleiðir kvikmyndina. Síríus á vtri höfninni Skip Greenpeace-samtakanna Síríus, kom til hafnar í Reykjavík seinnipartinn i gær. Erindið er að reyna að hafa þau áhrif á íslensk stjórnvöld og almenning, að látið verði af fyrirætlunum um veiðar á 200 hvölum árlega næstu fjögur árin í vísindalegu skyni. Fulltrúar Greenpeace hafa lýst því yfir að þau muni fyrst ræða við stjórnvöld, en hafa ekki viljað úttala sig um það til hvaða ráða gripið verði, ef það ber ekki tilætlaðan árangur. Greenpeace reyndi að trufla hvalveiðar hér við land sumarið 1978, en eins og er liggja hvalveiðar niðri hér við land, þar til síðar í þessum mánuði. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAÓUR 10. ÁGÚST 1985 Þöningavinnslan: Stærsti viðskipta- vinurinn hefur minnkað kaup sín Reykhólasveit, 9. ágúst SAMKVÆMT viðtali við Kristján Þór Kristjánsson, framkværadastjóra Þör- ungavinnslunnar, hefur öflun gengið sæmilega og eru komin á land um sex þúsund tonn af blautu þangi. Ætlunin er að afla tólf þúsund tonna á árinu. 1 fyrra var aflað 16 þúsund tonna, en aðalviðskiptavinur Þörungavinnslunnar, skoskt fyrirtæki, minnkaði kaup sín úr þrjú þúsund tonnum niður í þúsund tonn af þangmjöli. Það fara um fjögur kíló af blautu þangi í eitt kíló af þurru. „Það hefur ekki verið hægt að ljúka við stofnun hins nýja félags vegna anna, en þó er búið að gera samningsdrög við ríkið, en eftir er að fjalla um þau frekar. Hins vegar verður lögð á það áhersla að ljúka undirbúningsstarfi og stofnun nýs félags innan mánaðar," segir Kristján í samtali við fréttaritara. Fréttaritari hefur það fyrir satt. að margir hluthafar séu óánægðir með þá ráðstöfun iðnaðarráðuneyt- isins að tala ekki við þá þrátt fyrir þá staðreynd að fyrirtækið sé gjaldþrota. Iðnaðarráðuneytið hef- ur alfarið ráðið stefnu fyrirtækis- ins og er það því neikvætt að hafa ekki samband við aöra hluthafa, að margra dómi. Sveinn Eskifjörður: Morgunblaðiö/Þorgeir Gunnarsson Hópurinn sem vann að fortökum myndarinnar f Loðmundarfirði. F.v. Sigurður Sverrir Pálsson, kvikmyndatöku- maður, Jóhann Sigurðsson, leikari, Stefán Smári Magnússon, heimamaður, sem verður framkvæmdastjóri á tökustað og Hilmar Oddsson, leikstjóri og höfundur handritsins. Mikil loðna á land Eskirirfti, 9. igúst Loðnuskipið Júpíter kom hingað til Eskifjarðar í gærkvöldi með 1.200 tonn af loðnu, veiddri á Jan Mayen-svæðinu. Þetta er þriðji farmurinn sem berst til verksmiðjunnar hér. Áður höfðu Guðrún Þorkelsdóttir, sem fékk fyrsta loðnu- farminn á vertíðinni, og Svanur RE landað fullfermi. Bæði skipin Guðrún og Svanur koma inn í dag full af loðnu. Isak Valdimarsson, skipstjóri á Guðrúnu, segir að veiðin sé nú um 50 mílum norðar en fyrri farmur- inn fékkst á. Siglingin af miðunum í land tekur um 34 tima. Lokið var við að bræða fyrstu farmana er Júpíter kom í gær. Togarinn Hólmanes kom inn í gær með 120 tonn af fiski, eða „skammtinn" eins og sjómennirnir segja, en þeir mega helst ekki koma inn með meira í einu svo vel hafist undan að vinna aflann. Báðir tog- ararnir hér hafa aflað afbragðsvel i sumar og tekið mestan aflann hér á Austfjarðarmiðum. Þrjú skip eru á rækjuveiðum, eitt þeirra vinnur aflann um borð, en tvö landa aflan- um annars staðar vegna þess að rækjuvinnslan hér tekur ekki á móti rækjum til vinnslu. Ævar Flugleiöir: Flug til Salzburg og Bergen gengur vel FLUGLEIÐIR bættu við tveimur nýjum áfangastöðum f sumar, en það eru Salzburg og Bergen, og að sögn Sæmundar Guðvinssonar blaðafulltrúa Flugleiða, hefur flug til þessara staða gengið mjög vel, sérstaklega til Bergen. „Mjög mikið hefur verið bókað til Bergen í allt sumar og einnig hefur verið mikill straumur frá Bergen til íslands," sagði Sæ- mundur. „Bæði er um að ræða fólk sem kemur gagngert til að dvelja á íslandi og einnig þá sem fljúga til íslands og siðan áfram til Bandaríkjanna. Flugið hófst 1. júní sl. og síðasta ferðin verður farin þann 7. september. Berg- enflugið hefst siðan aftur næsta sumar. Ekki hefur verið eins mikil eft- irspurn eftir ferðum til Salzburg, þó viðtökur hafi verið enn betri en við reiknuðum með. Þetta er nýr áfangastaður og má alltaf búast við að það taki tíma að vinna upp markaðinn." Sæmundur sagði að ferðamát- inn „flug og bíir væri mjög vin- sæll á þessum slóðum. Fólk flygi þá til Salzburg og færi þaðan á bíl til ýmissa nágrannalanda. Síðasta ferðin til Salzburg er 4. september, en ákveðið hefur verið að hefja aftur ferðir þangað í vet- ur fyrir skíðafólk. Vetrarferðirn- ar hefjast 21. desember og verður fyrst flogið hálfsmánaðarlega en síðan vikulega fram í mars. Sæ- mundur sagði að vetrarferðirnar væru ekki síður hugsaðar fyrir Bandaríkjamenn, en á undan- förnum árum hafa 3500—4000 Bandarikjamenn flogið með Flugleiðum til Lúxemborgar og ferðast þaðan til Austurríkis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.