Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 12
12 _________________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985_ ÍTALÍUFÖR PÓLÝFÓN OG KAMMERSVEITARINNAR / SÍÐARI GREIN Grein: HALLUR HALLSSON Myndir: ÁRNI SÆBERG var sannur BACH! — sagði Peter-Christoph Runge, þýski einsöngvarinn með kórnum VIÐ vorum í Palazzo Vecchio, ráðhúsinu í Flórens, fegurstu borg heims að margra mati, borg endurreisnarinnar, Leonardos da Vinci og Michelangelos. Það var mánudagur og Lando Conti, borg- arstjóri Flórens, tók á móti okkur i sal hinna 200 og hlýddi á íslenska söngfólkið flytja þjóðsönginn. Að því loknu færði hann stjórnandan- um, Ingólfi Guðbrandssyni, gjafir. Tónleikar í Santa Croce-kirkj- unni voru fyrirhugaðir um kvöld- ið. Þar eru lagðir til hvíldar ýmsir mætustu synir Ítalíu, Michelang- elo, Rossini, Galilei svo örfáir séu nefndir. Aðeins útvaldir eru grafnir í Santa Croce, síðast upp- finningamaðurinn Barsanti, árið 1954. I kirkjunni eru 280 grafir. Mikil helgi er yfir Santa Croce — Fransiscusarkirkju, sem hafist var handa um að reisa í lok 13. aldar. Listahátíð var nýlokið í Flórens og þá hafði H-moIl messa Bachs verið flutt undir stjórn hins kunna stjórnanda Carlo Mario Guilini, en meðal flytjenda á listahátíðinni voru New York Philharmonic und- ir stjórn Zubins Metha, RAI- sinfóníuhljómsveitin undir stjórn Rafaels Frubeck de Burgos og Fílharmónían í Múnchen undir stjórn Lorins Maazel. „Þið verðið að skila því bezta sem þið eigið," sagði Ingólfur fyrir tónleikana. „Bravissimo — magnifico“ Fjölmenni var við tónleikana, þó ekki eins og í Róm né Assisi, en þeir tókust ákaflega vel. Að tón- leikum loknum gekk kantor dóm- kirkjunnar í Flórens, Luigi Sessa, til Ingólfs Guðbrandssonar og lýsti mikilli ánægju sinni með flutning verksins. „Maestro — bravissimo — magnifico" voru orð sem sögð voru rólegri röddu og Luigi Sessa tók í hönd stjórnand- ans. Það var greinilegt að flutn- ingur verksins hafði hrifið þennan mann. Við héldum áfram för okkar að morgni þriðjudags nú áleiðis til Feneyja þar sem síðustu tónleikar á þessu söngferðalagi um Italíu voru fyrirhugaðir. A leiðinni til Feneyja var staldraö við í heilsu- bænum Abano Terme og hvílst á Hótel Savoia. Raunar varð hvíldin styttri en ætlað var — Ingólfur Ratti, hin kunna óperusöngkona sem hlidar er mynd úr Markúsarkirkjunni. sem ávallt var á ferðinni kallaði kórinn saman til æfingar. Fólk var orðið þreytt sem von var eftir langt og strangt ferðalag en Ing- ólfur var allt annað en ánægður með hljóminn. „Þetta er eins og baul“ „Þetta er eins og baul, neyðaróp — raddirnar frosnar. Þið eruð ekki á íslandi — þið eruð á Italíu. Ég vil ekki þessi móðuharðindi,“ hrópaði stjórnandinn, fórnaði höndum og greip um höfuð sér þar sem hann var við píanóið. „Hvar er teygjan í hljómnum?" bætti hann við og áfram var haldið — æft og kröfurnar endalausar. „Þetta er eins og á námubotni," sagði Ingólfur og lagðist á fjóra fætur. „Hljómurinn er eins og skolp miðað við glitrandi freyði- vín. Munið eftir rómversku turn- unum í Flórens, þar sem aðallinn flutti fjölskyldur sínar upp þegar hætta steðjaði að. Þið eigið að flytja úr kjöllurum — hljóminn upp,“ hrópaði hann. „Létt og laust,“ en illa gekk að mati stjórn- andans — hann var alls ekki ánægður. Einstakar raddir innan kórsins æfðu, tenór, alt, bassi. Það teygð- ist úr æfingunni, sem átti að vera stutt upphitun. „Ég vil tæran tón — hvar er létti tæri tónninn?“ Loks eftir að æfingin hafði staðið í á aðra klukkustund og klukkan farin að ganga sjö og tónleikarnir ískyggilega skammt undan kom: „Nú eruð þið farin að stemma — alveg laust, losið um,“ og nokkru síðar var hann orðinn ánægður. „Flott hjá ykkur,“ og æfingunni var lokið skömmu síðar, félögum í kórnum greinilega til mikils léttis. Kröfurnar til söngfólks Pólýfón- kórsins eru miklar, raunar vægð- arlausar en þá aðeins næst árang- ur, eins og Hjálmtýr Hjálmtýsson í tenórnum benti á í lok ferðarinn- ar. Menn hröðuðu sér út í rúturn- ar og lagt var upp til Feneyja — síðasta áfangastaðarins á ævin- týralegu ferðalagi um Italíu. í Feneyjum Við komum til Feneyja um sjö- leytið og sigldum til Markúsar- kirkjunnar, þar sem tónleikarnir voru fyrirhugaðir klukkan níu. Vorum komin að kirkjunni um hálfátta. Þar var tekið á móti kórnum með blómum — Maestra Ratti hin kunna óperusöngkona, sem á að baki glæstan feril í fræg- tók á móti kórnum í Feneyjum. Til ustu óperuhúsum heims, tók á móti kórnum og kammersveitinni á Markúsartorginu með stóran rósavönd. Hún kom siðast fram 1978 í hlutverki Adinu með Pavar- otti í La Scala í Mílanó. Það voru fagnaðarfundir í Feneyjum, en Ratti hefur raddþjálfað kórfélaga á Islandi. Markúsarkirkjan — þessi glæsilega kirkja — var reist til dýrðar guðspjallamanninum Markúsi, en sagan segir að líki hans hafi tveir Feneyjarbúar stol- iö í Alexandríu f Egyptalandi á 9. öld. Kirkjan er mikilfenglegt lista- verk, hvolfþökin stórkostleg og mósaíkverkin meistaraverk. Mikið fjölmenni var við tónleik- ana, kirkjan þéttsetin. Að tónleik- unum loknum risu áheyrendur úr sætum og hylltu stjórnanda, ein- söngvara, kórinn og kammersveit- ina með langvarandi lófataki. „Þetta voru stórkostlegir tónleik- ar — ég þekki áheyrendur í Fen- eyjum og merkti að þeir voru ákaflega hrifnir. Kórinn náði sér vel á strik, hljómsveitin og ein- leikarar hennar frábærir og ein- söngvararnir skiluðu hlutverki sínu aðdáunarlega. Ingólfur Guðbrandsson hefur unnið mikið þrekvirki — hreint ótrúlegt þrek- virki,“ sagði Ratti eftir tónleik- ana. Menningárfulltrúi Feneyja færði Ingólfi gjöf frá borginni að tónleikunum loknum. Mikil ánægja ríkti meðal allra eftir tónleikana — eftirminnilegt söng- ferðalag var á enda. „Ég hef sung- ið um víða veröld síðastliðin 12 ár, en þessi ferð er hin eftirminni- legasta. Ég vil ganga svo langt að segja, að í lífi mínu séu þrír at- burðir merkari en aðrir; þegar ég giftist manni mínum, ól dóttur mína og nú söngferðalagið um It- alíu,“ sagði Jacqueline Fugelle, hin enska söngkona, sem fengin var til að syngja einsöng með kórnum, eftir tónleikana. „Það var stórkostlegt að koma fram á þessum helgu stöðum — í Róm, Assisi, Flórens og Feneyj- um. Ég hef áður sungið H-moll messuna en ekki á jafn háu mús- íkplani. Kórinn, kammersveitin og stjórnandinn stóðu sig frábærlega og túlka Bach yndislega. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki við hverju mætti búast þegar Ingólfur fór þess á leit við mig að taka þátt í flutningi H-moll messunnar. Ég þekkti lítið til íslands en músíklif- ið kom mér þægilega á óvart. Túlkun Ingólfs á Bach er eftir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.