Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST1985 Grænfriðungar túlka dómsniðurstöðuna GRÆNFRIÐUNGAR segja, að sú niðurstaða áfrýjunardómstóls í Bandaríkjunum, að japönskum fiskiskipum skuli bannað að veiða innan 200 mílna lögsögu Banda- ríkjanna, hætti Japanir ekki hval- veiðum 1. janúar 1986, geti haft áhrif fyrir Islendinga. I fréttatilkynningu grænfrið- unga segir, að dómur þessi geti neytt Bandaríkjamenn til að beita þær þjóðir sem flytja hvalkjöt til Japana einhverjum hömlum varð- andi fiskveiðar. Japanir hafa verið helstu kaupendur hvalkjöts frá ís- landi. Atómstöðin sýnd á nf ATÓMSTÖÐIN, kvikmyndin sem gerð var eftir sögu Halldórs Lax- ness, verður sýnd daglega í Regn- boganum frá og með deginum í dag. Sýningarnar hefjast kl. 19.00. I fréttatilkynningu frá Óðni hf. segir að myndin hafi fengið mjög góða aðsókn hérlendis, 60.000 manns hafi séð hana frá því hún var frumsýnd í mars á síðasta ári. Atómstöðin er eina íslenska kvikmyndin sem valin hefur verið á kvikmyndahátíðina í Cannes i Frakklandi. í kjölfar þess var myndin sýnd á kvikmyndahátíð- um í nokkrum öðrum Evrópulönd- um. í Danmörku hefur myndin verið sýnd síðan í janúar. Síðar á þessu ári verður hún sýnd í Finn- landi, Júgóslavíu og á Spáni. Leikstjóri Atómstöðvarinnar er Þorsteinn Jónsson og með aðal- hiutverk fara Tinna Gunnlaugs- dóttir, Gunnar Eyjólfsson, Arnar Jónsson, Árni Tryggvason, Jónína Ólafsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Myndin verður sýnd með ensk- um skýringartextum svo erlendir ferðamenn geti kynnst íslenskri kvikmyndagerð. Tinna Gunnlaugsdóttir og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sínum. Askriftarshnmn er 83033 flljómsveitin BOGART á dúndur dansleik um helgina. Gledjumst með gódum i öölmöol Húsiö opnar Kl. 22. Kennari og nemendur skólagarða Hveragerðis. Nokkrir nemendur voru fjarverandi og vantar á myndina. Skólagarðar í Hveragerði Hveragerði, 6. ájfúst. I SUMAR hafa verið starfræktir skólagarðar hér í Hveragerði. Eru garðarnir í landi Garðyrkjuskólans að Reykjum og fer þar vel um hina ungu nemendur, sem í sumar eru 21 að tölu. Mér var boðið að skoða garðana og taka myndir af þessum garð- yrkjumönnum framtíðarinnar, því jþað ungur nemur, gamall temur". Eg hitti umsjónarmanninn, frú Kristínu Þórðardóttur, og hún sagði svo frá tilkomu þessa starfs: „Hugmynd að starfrækslu skóla- garða í Hveragerði kom fyrst fram hjá áhugafólki í foreldrafé- lagi grunnskólans. Með góðri sam- vinnu foreldrafélagsins, hrepps- nefndarinnar og skólastjóra Garð- yrkjuskólans á Reykjum, var þess- ari hugmynd hrint í framkvæmd á síðastliðnu sumri og var umsjón- armaður ráðinn Björn Pálsson kennari. Þessi byrjun gaf svo góða raun að áfram var haldið í sumar. Nú starfar 21 barn í görðunum og ríkir þar sönn gleði við starfið. Hvert þeirra hefur 30 ferm. garð til umráða og ræktar þar 8 teg- undir af grænmeti og rótarávöxt- um, ásamt 5 tegundum af blómum til yndisauka. Uppskeruna eiga börnin svo sjálf og sjá þar árangur vinnu sinn og þau eru svo sannarlega broshýr og stolt þegar þau fara heim með grænmeti í matinn. Börnin vinna í fjórum hópum og er vinnutíminn einn og hálfur tími á dag, tvisvar í viku. Þau eru á aldrinum 8 til 10 ára. Vinnan hófst um miðjan maí og verður til ágústloka. Þetta hefur verið gott og gjöfult sumar og starfið ánægjulegt," sagði Kristín garðyrkjufræðingur að lokum. Ég hef orðið vör við það að fáir Hvergerðingar virðast vita af Kristín Þórðardóttir, umsjónarmað- ur skólagarðanna. þessu ágæta starfi. Sannast þar hið fornkveðna að hljótt fer það sem hollast grær. Sigrún Egilsstaðir: Samkvæmispáfinn í Fellabæ EgiUstöóum, 6. ágúst SNEMMA í sumar var opnaður nýr veitingastaður í Fellabæ, Samkvæm- ispáfinn, þar sem Verslunarfélag Austurlands rak áður veitingasölu. Verslunarfélagi Austurlands snemma í vor og innréttuðu að nýju. Þar er nú hinn huggulegasti veitingastaður með ýmsum nýj- ungum í mat og drykk. A mat- málstímum er sérstakur salatbar opinn gestum. Þá hefur Sam- kvæmispáfinn fengið vínveitinga- leyfi. Innréttingar eru allar hinar smekklegustu. Að sögn hefur staðurinn notið vinsælda til þessa. - Ólafur. MorpinbU*l*/ólafur Samkvæmispáfinn f Fellabæ. Það eru hjónin Birna Guð- mundsdóttir og Stefán Guð- mundsson og Margrét Brynjólfs- dóttir og Gunnar Björgvinsson sem eiga og reka Samkvæmispáf- ann. Þau keyptu húsnæðið af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.