Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGtJST 1985 17 í rúmið, því þrengslin voru svo mikil í eldhúsinu. Þá fauk kamarinn Við sáum þó fljótt að ekki var framtíð í þvi að halda þessum rekstri áfram ef aðbúnaðurinn yrði ekki bættur allverulega. Það varð úr og verður að segja að nokkuð var hart í ári í fyrstu. Mest var um að keppnisfólk sækti hingað, þá hafði skíðaíþróttin ekki náð þeirri almennu hylli hérlendis sem nú er. í fyrstu voru notaðir útikamrar og var einn þeirra hafð- ur á árbakkanum þar sem vatn rann undir. Þannig gátum við stært okkur af því að hafa vatnssalerni. Adam var þó ekki lengi í Paradís, því að í fyrsta sinn sem eitthvað hreyfði vind fauk kamrarinn um- svifalaust út í á. Við sáum okkar óvænna og fluttum hann á öllu öruggari stað. Nú er þetta gjör- breytt; hér eru fín salerni og heit- ar og kaldar sturtur. Skíðabúnaðurinn var gorma- bindingar og reimaðir leðurskór. Á morgnana voru skíðaskórnir pússaðir undir gítarleik Sigurðar Guðmundssonar. Höfum kennt mörg þúsund manns á skíðum Fyrstu sumrin þurftum við að „smala" í námskeið vinum og vandamönnum. Eiríkur Haralds- son teiknaði auglýsingabækling sem við dreifðum — einn daginn tókst mér að ná í 9 manns. Sem betur fer hefur viðhorf almenn- ings til íþróttarinnar breyst mik- ið. Fólk hefur nú trú á því að hægt sé að fara á skíði á sumrin. Við höfum kennt mörg þúsund íslend- ingum skíðamennsku á undan- förnum árum. Veðráttan er sam- eiginlegt mál allra landsmanna en hér er þurrara en við ströndina og sólardagar eru fleiri hér en sunn- anlands. Nú má segja að hér sé risið lítið þorp, skáli og 5 nipur auk gamla Ferðafélagsskálans. Ásgarðsá var virkjuð árið 1972, rétt áður en olíukreppan hófst, og má segja að Ömólfur Valdimarsson í pepeístökki það hafi gert gæfumuninn við rekstur skólans. Það sem helst stendur rekstrin- um fyrir þrifum er hversu stutt er hægt að hafa opið hér. Þess vegna er t.a.m ekki hægt að byggja svæðið upp eins hratt og æskilegt væri. í sumar hefur verið komið upp klósettum og handlaugum í nípunum og er það til mikilla bóta. í Hveradölum er heitt vatn og vonandi líður ekki á löngu þar til við höfum heita potta eða sund- laug hér. Við höfum brennandi áhuga á að gera betur. AfmælishátíÖ næsta ár Afmælishátíð skólans verður haldin í apríl á næsta ári. Ég vona að sem flestir velunnarar hans sjái sér fært að mæta og minnast þeirra tímamóta með okkur,“ sagði Valdimar. Það mátti ekki tæpara standa, því nú var fram reiddur gómsætur kvöldverður og síðan brugðu allir sér á skíði. Meðal gesta í Kerlingarfjöllum að þessu sinni voru fyrstu ráðs- konurnar þar, Álfheiður Gísla- dóttir og Guðrún Vilmundardótt- son er fékk doktorsnafnbótina eft- ir víðfræga gönguferð inn að Hofsjökli. Þau færðu skólanum loftvog í tilefni af afmælinu. Eftir kvöldvökuna var slegið upp balli og dansað af krafti við undirleik hinnar sívinsælu hljómsveitar staðarins, Skíða- brots. Er líða tók á kvöldið fór fólk að tínast upp enda ekki vanþörf á fyrir átök morgundagsins. Á leið út í himingeiminn. Jónas Valdimarsson þýtur fram af brettinu sem skíðakennararnir byggðu til að efa ýmis konar liststökk. ir. 1 nípu 5 voru 16 hressir Grund- firðingar. Var með góö skíðagleraugu Einn þeirra var sex ára að aldri, fjörugur og knár skíðamaður. Hann kvaðst heita Sindri Sigur- jónsson og ekki vera mjög mikill glanni. Hann bætti því svo við að hann hefði farið fram úr nokkrum stelpum þann daginn enda hefði hann verið með býsna góð skíða- gleraugu ... „Ég er nú ekkert svo góður á skíðum en ég get rennt mér með bæði skíðin saman ef ég fer í bruni en ekki í svigi,“ sagði hann. „Ég er með svolitlar harðsperr- ur,“ sagði Sigríður Kristinsdóttir. Hún kvaðst aldrei hafa stigið á skíði fyrr en á þessu námskeiði. „Þetta hlýtur að vera gaman þeg- ar fólk hefur náð einhverri leikni," bætti hún svo við og eiginmaður hennar, Kristján Gunnar Jó- hannsson, tók í sama streng. „Það hefur komið okkur á óvert hversu mikið gert hefur verið til að sam- eina fólk hér meðan á dvöl stend- ur, við héldum að þetta yrði lok- aðra,“ sögðu þau. „Væri löngu hættur ... “ Hjá Skíðaskólanum í Kerl- ingarfjöllum starfa nú um 25 manns.Þar af eru skíðakennarar 10 talsins. Svava Kjartansdóttir, Þórarinn Sævarsson og Áslaug Gunnars- dóttir hafa starfað þar síðastliðin tvö sumur. öll létu þau vel af starfanum, sögðu veðrið hafa ver- ið ágætt í sumar og ekki hefði tap- ast úr einn einasti dagur á skíðum. „Hér vinnum við alla daga vikunn- ar. Ég vinn við lyfturnar og ýmis- legt annað smálegt. Þetta „smá- lega“ getur nú orðið ansi víðtækt stundum og ég veit varla satt best að segja í hvað við höfum ekki ver- ið notaðir, armir lyftumenn," sagði Þórarinn .„Þú i 'átt bóka það að ef stelpurnar væru ekki hérna, þá væri ég löngu hættur. Ætli það sé nokkuð hagstætt fyrir skíða- skólann að taka viðtal við mig,“ bætti hann svo við hlæjandi. Kokkurinn tekinn Á kvöldvökunni tóku gestir lag- ið við undirleik sex gítarleikara. Á efnisskránni voru sivinsæl lög fyrir blandaða kóra. Á staðnum voru staddir nokkrir fulltrúar „Gullaldarliðsins", þau Kristján Þorvaldsson, Guðný Eyjólfsdóttir, Kristín Eide, Bjarni Björnsson og Kristjana Brynjólfsdóttir en nokkrir voru fjarverandi, þar á meðal „dr. labb“, Árni Kristjáns- Texti og myndir: MAGNÚS GOTTFREÐSSON MMTSUBiSHi GALANT framhjóladrifinn kjörgripur Það eru einmitt bílarnir frá MITSUBISHI sem njóta mestra vinsælda hérlendis. VorA frá Irr í?7 ínn Gestum okkar kemur saman um aö maturinn okkar sé góöur, enda koma þeir aftur og aftur. Nú er búiö aö opna nýja salinn og auka þjónustuna. En hvaö um þaö: Um helgina ætlar Ning að stjórna matseldinni á sinn alkunna hátt. Upplagt aö gefa frúnni, karli og krökkum frí frá matseld og uppvaski og aka suöur í Kópavog. Sérstaklega mælum viö meö: ★ Glóöarsteikt lambalæri aö mongólskum hætti. ★ Snöggsteiktur smokkfiskur meö kína- sveppum og grænmeti. Reyniö austur- lenska matinn. Allt ööruvísi matur og betri en nokkurn gat grunaö. VEISLURNAR okkar eru orönar fræg- ar um allan bæ. Litlar, stórar og góöar veislur meö austur- lenskum mat og skreyt- ingum. Mönðarin Nýbýlavegi 20 Sími 46212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.