Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 18
MQBGUtjBLAD?D, LAVAAfiDAGUR 10. ÁGÚST19S5 , Ska f tamálið — eftir Jón Oddsson Ýtur ör Forsjálum verður jafnan gætn- in að gagni. Fyrirhyggjuleysið og rangsleitnin draga oftast dilk á eftir sér. Þeim fyrirhyggjulausu er gjarnt að bera síðar vandamái sin á torg blindir á eigin sök og er einkar lagið að koma sökinni á aðra. Af þeim fóstbræðrum í Gerplu segir m.a.: „Þótti þeim sín ævi verri en eigi, ef þeir skyldu engum þeim tiðendum valda er minnileg þyki öldum og óbornum." Af gögn- um Skaftamálsins má sjá, að Skafti Jónsson NT-blaðamaður sækir ráð til föður síns og bróður, sem báðir eru löglærðir, þegar lögð eru á ráðin um opinbera kæru í málinu. Við dómsmeðferð máls- ins, síðast niðurstöðu Hæstarétt- ar, má ljóst vera hverjum þeim, er kynnir sér hin opinberu gögn málsins, að grundvöllur kærunnar er alfarið rangar sakargiftir og þar stendur ekki steinn yfir steini. Minna samráð þeirra feðga einna helst á orð Þórelfar móður Þor- geirs Hávarssonar í Gerplu, þar sem hún segir: „Aldregi skyldi góður drengur láta þá skömm af sér spyrjast að kjósa frið ef ófrið- ur var í boði.“ í þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að það eru ótalmargir, er dreymir um frægð- ina — og einstaka nægir að verða frægir að endemum. Endurskoðunin Morgunblaðið hefur sem fyrr og eitt íslenskra dagblaða sýnt ábyrgð í opinberri umfjöllun málsins. Þar ræður málstaður málafærslu. Slík heiðarleg og réttsýn blaðamennska er þjóðfé- lagslega mjög mikilvæg — stoð fyrir rétt einstaklingsins í um- brotasömu þjóðfélagi. Athyglisvert er, að lögreglu- mennirnir þrír voru alfarið sýkn- aðir af öllum atriðum hinnar opinberu ákæru ríkissaksóknara bæði í Hæstarétti og Sakadómi Reykjavíkur. Ákæra ríkissaksókn- ara reyndist því í alla staði röng og ekki byggð á raunhæfri veru- leikaskynjun. Sama er að segja um kærur Skafta Jónssonar. Þar er því um að ræða rangar sakar- giftir. Refsikröfur ríkissaksókn- ara í máli þessu voru þungar, allt að margra ára fangelsi, er hann ætlaði lögreglumönnunum. Slík var framsókn málsins. Þrir dómarar Hæstaréttar, er mynduðu þannig meirihluta með einu atkvæði, greiddu því atkvæði að gera mínum manni lítilfjörlega fésekt, þar sem þeir töldu hann hafa sýnt gáleysi í gæslu sinni á Skafta miðað við það að Skafti var handjárnaður og í miklu uppnámi og braust um. Um þennan þátt málsins, sem eigi var í ákæru- skjali ríkissaksóknara né hafði fengið réttilega réttarfarslega umfjöllun og meðferð, varð ágreiningur meðal dómara Hæstaréttar. Slíkt veikir niður- stöðu dómsins og óvíst hvort þannig formlegur meirihluti að magni geti talist í eðli sínu réttari en minnihluti, þegar litið er til hins vandaða dóms Sakadóms Reykjavíkur, er alfarið sýknaði lögreglumennina af öllum ákæru- atriðum. í dómi Hæstaréttar eru lögreglumennirnir alfarið sýknað- ir af öllum atriðum ákæru og þannig var staðfestur í einu og öllu dómur Sakadóms Reykjavík- ur. Það atriði er olli ágreiningi í Hæstarétti og meirihluti réttarins kom með hafði ekki áður komið inn í umfang málsins. Hér ber og að líta til þess, að minnihluta Hæstaréttar skipa reyndir og vandaðir dómarar á sviði opinbers réttar, þar sem meirihlutann skipa reyndir og vandaðir dómar- ar á sviði einkamálaréttar, þ.e. að mestu á sviði fjármunaréttar. Á þessum tveim ólíku sviðum réttar- ins gilda gjörólík sjónarmið byggð á sígildum fræðum lögvísinda til að finna rétta niðurstöðu. Við- teknar sönnunarreglur á sviði opinbers réttar eru vandmeðfarn- ar öðrum en þeim, er hafa mikla reynslu í meðferð opinberra mála. Lögfræðin er á margan hátt flókin vísindagrein og sérhæfing því oft nauðsyn á svipaðan hátt og t.d. í læknisfræði, þar sem flestir myndu væntanlega fremur kjósa að tveir sérmenntaðir læknar í hjartasjúkdómum framkvæmdu vandasama hjartaaðgerð en þrír heimilislæknar. Þar sem Skaftamálið er enn í dómsmeðferð vegna kröfu minnar til Hæstaréttar um endurskoðun þess þáttar málsins, er ágreining- ur varð um, skv. heimildum í lög- um um Hæstarétt og meðferð opinberra mála, er við hæfi að ít- arleg opinber umfjöllun af minni hálfu sem lögmanns um þetta annars hvimleiða mál bíði betri tíma. Beiðni mín um endurupp- töku er m.a. byggð á lögfræðilegri gagnrýni og ekki við hæfi að fjalla um þá þætti á öðrum vettvangi. Koma þar fram svipuð sjónarmið og í niðurstöðu Sakadóms Reykja- víkur og tveggja dómara Hæsta- réttar. Þess misskilnings hefur gætt í skrifum um þetta mál að með þessu væri verið að óvirða æðsta dómstól landsins, og að dómar hans væru ekki virtir. Slíkt er alrangt. Hér er alfarið byggt á heimildum í lögum, þar sem gert er ráð fyrir slíkri endurskoðun. Svo tryggilega er reynt að ganga frá öryggi í réttarkerfi landsins enda væntanlega engum umhugað, að saklaus maður verði dæmdur, — eða hvað? Grein Skafta Jóns- sonar, NT-blaðamanns, í Morgun- blaðinu 30. júlí sl. gefur hinsvegar tilefni til nokkurra athugasemda af minni hálfu. Skafta-greinin Þrátt fyrir að ekki stæði steinn yfir steini í kæru Skafta Jónsson- ar var haft eftir honum í blöðum eftir dóm Hæstaréttar, að hann væri ánægður með dóminn. Eftir að dómur gekk í máli þessu í Saka- dómi Reykjavíkur var haft eftir þessum sama Skafta, að dómurinn væri hlægilegur og sýndi að ekki væri hægt að ná fram rétti sínum ef lögreglan ætti hlut að máli. Sama á við þegar við rannsókn málsins hafði komið í ljós, að kær- an stóðst ekki, þá lét Skafti bóka eftir sér við yfirheyrslu, að honum fyndist rannsókn málsins bera merki um samsæri gegn sér. Þannig hafa komið fram hugræn- ar sveiflur hjá honum í meðferð málsins, er kostað hefur íslenska skattborgara drjúgan skilding. Þannig er umræddur frakki blaða- mannsins, er hann fékk daginn eftir hina óvæntu brúðkaupsferð i salatfatinu, sennilega dýrasta yf- irhöfn hér á landi og þyrfti að fá rúm í einhverri heimsmetabók- inni, sem nú er í tísku. Því miður má ráða af umræddri blaðagrein Skafta Jónssonar, að honum hefur ekki auðnast að læra neitt af öllum þessum mála- rekstri, er staðið hefur enn í tæp tvö ár. Hann heidur áfram iðju sinni við rangar sakargiftir. Sú mynd af persónu blaðamannsins, sem dregin er fram i umsögn Hæstaréttar, virðist Skafta lftt að skapi og hann leitar samúðar. Lengi býr að fyrstu gerð. Enn örl- ar á hugmyndum um rógsherferð og samsæri. Nefnir hann þar m.a. til leiðara Morgunblaðsins um málið og skipaða verjendur í mál- inu. Sakar hann mig um óvönduð vinnubrögð. Má vera að honum hafi réttilega þótt málsvörnin nokkuð gagnrýnin á framkomu hans en slíkt er andsvar i mál- flutningi þegar hafðar eru uppi rangar sakargiftir. Rangar sak- argiftir teljast gróft lögbrot í sið- uðu þjóðfélagi. Gjöld eru glæpa fylgjur. Hann er eflaust vanari öðru viðmóti en svo gagnrýnu, a.m.k. var á þriðja tug manna skv. gögnum málsins að reyna að róa þau blaðamannshjónin umrædda nótt og koma vitinu fyrir þau. Hlutverk verjanda í opinberu máli er annað en slíkt barnapiu-stand. Skafti Jónsson heldur því fram í grein sinni, að ég hafi truflað svefnfrið fjölskyldu sinnar með margendurteknum símhringing- um að næturlagi. í því sambandi tel ég rétt að geta þess, að ég varð fyrir þeirri óvæntu reynslu, að vera boðaður sem kærður maður til Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir rúmu ári. Kærandinn var Jón Skaftason, yfirborgarfógeti í Reykjavík, faðir þessa Skafta. Til- efnið var ofangreint símaónæði, er hann taldi sig hafa orðið fyrir. Málið var rannsakað og í ljós kom að kæran hafði ekki við rök að styðjast. Átti ég lengi von á afsök- unarbeiðni þetta varðandi eins og hjá siðuðu fólki. Slík afsökun hef- ur eitthvað látið á sér standa. Frétt um þetta atriði kom í blaði því er Skafti var blaðamaður við um þetta leyti. Þar var umræddri fullyrðingu yfirborgarfógetans haldið á loft sem bláköldum sann- leika, enda um flokksblað hans að ræða. Og enn þrástagast Skafti á þessum röngu sakargiftum. Slíkt athæfi er alkunnugt úr afbrota- fræðinni, er menn sjá mál sín komin í óefni. Þá telur Skafti að veist hafi ver- ið að mannorði hans. Við meðferð málsins í Sakadómi Reykjavíkur beindi hinn virðulegi dómari þeim tilmælum til málflytjenda að draga eins mikið og hægt væri úr gagnrýni á Skafta vegna ábend- inga um svipuð tiltæki Skafta og lýsa sér í framkomu hans við starfsfólk Leikhúskjallarans og lögreglumennina. Var farið eftir þessum tilmælum eins og nokkur kostur var og umfjöllun málsins leyfði. Umrædd tilvik nefnir Skafti nú i grein sinni sem bernskubrek sín. Nú er það álita- mál hvenær svonefndum bernsku- brekum lýkur og við tekur ábyrgð fullorðins manns. í þessu sam- bandi er rétt að nefna þá nýstár- legu kenningu, er fram kemur i áliti meirihluta Hæstaréttar, þar sem talið er að handjárnaður maður sé alfarið á valdi lögreglu- mannsins. Hingað til hefur það verið viðurkennt bæði á sviði opinbers réttar sem borgaralegs, að hver borgari yrði að sýna að- gæslu miðað við aðstæður hverju sinni — eins og góður og gegn fjöl- skyldufaðir (bonus pater famili- as). Skv. gögnum málsins er Skafti Jónsson 195 cm á hæð og vegur 99 kg. Hann er talsvert stærri en lögreglumennirnir, sem urðu tveir að koma honum útí bifreiðina, þar sem sá þriðji tafðist við það í for- dyri Leikhúskjallarans að gestir réðust að honum og hentu lög- reglumanninum á milli sín eins og bolta. Hér eru gerðar slíkar að- gæslukröfur til lögreglumanna og ábyrgð að til hindrunar er á sviði allrar almennrar löggæslu í land- inu. Hvað með ef handjárnaður maður slasaði vegfaranda óvið- komandi málinu? Væri slíkt á ábyrgð lögreglumannsins? Vitan- lega á slík alhæfing sér ekki stoð i raunveruleikanum og taka verður tillit til aðstæðna t.d. ef hinn handtekni væri þrjár hæðir og þurrkloft. Skafti Jónsson kveðst sakna í umfjöllun málsins að ekki hafi verið dregið fram í dagsljósið ým- islegt úr fortíð umræddra lög- reglumanna. Slíkt var einmitt gert og leyfi ég mér m.a. að vísa til þess að Iagt var fram frá ríkis- saksóknara sakavottorð skjól- stæðings míns, þar sem greinir, að hann hafi ekki sætt refsingu svo kunnugt sé. Sama á við um hina tvo og höfðu þeir því allir það sem kallað er hreint sakavottorð. Þá var lögð fram í málinu umsögn lögreglustjórans í Reykjavík, þess gagnmerka embættismanns, um skjólstæðing minn svohljóðandi: „Með vísun til bréfs yðar, dags. 19. mars 1984, þar sem þér óskið um- sagnar minnar um störf Guð- mundar Baldurssonar, lögreglu- flokksstjóra skal eftirfarandi tek- Jón Oddsson „Þrátt fyrir að ekki stæði steinn yfir steini í kæru Skafta Jónssonar var haft eftir honum í blöðum eftir dóm Hæstaréttar, að hann væri ánægður með dóm- inn. Eftir að dómur gekk í máli þessu í Sakadómi Reykjavíkur var haft eftir þessum sama Skafta, að dómur- inn væri hlægilegur og sýndi að ekki væri hægt að ná fram rétti sínum ef lögreglan ætti hlut að máli.“ ið fram. Guðmundur Baldursson, lögregluflokksstjóri, f. 24.5. 1954, stundaði nám í menntaskóla í 3 vetur og hóf fyrst störf sín í lög- regluliði Reykjavíkur 6. júní 1973. Leysti hann af í sumarleyfum til 30. september og aftur frá 1. júní til 16. október 1974 er hann hóf nám í lögregluskólanum, ráðinn til reynslu. Hann lauk prófi frá skólanum 7. maí 1976 með einkun- inni 7,13 og var skipaður lögreglu- þjónn 18. nóvember 1976. Guð- mundur hefur fyrst og fremst starfað í hinni almennu deild lög- reglunnar og leyst af og verið í starfsþjálfun í slysarannsóknar- deild og í 4 mánuði 1982 hjá rann- sóknarlögreglu ríkisins. Hann sótti framhaldsnámskeið í lög- regluskólanum 1983. Mér er kunnugt um að Guð- mundur hefur reynst traustur starfsmaður og unnið störf sín af samviskusemi. Hann hefur að sögn yfirlögregluþjóna leyst störf sín af hendi með ágætum, er dag- farsprúður og reglusamur og vel virtur af starfsfélögum sínum. Guðmundur hefur verið virkur þátttakandi í félagsmálum lög- reglumanna, m.a. setið í stjórn Lögreglufélags Reykjavikur í nokkur ár og er nú ritari þess. Varðstjóri, sem haft hefur Guð- mund undir sinni stjórn, lýsir störfum hans svo: „Guðmundur Baldursson, lögregluflokksstjóri, vann undir minni stjórn á mið- borgarstöð lögreglunnar um nokk- urt skeið i byrjun þessa áratugar. Þar að auki hefur hann mjög oft unnið undir minni stjórn að tíma- bundnum erfiðum verkefnum. Guðmundur reyndist mér stundvís og reglusamur og samskipti hans við borgarana sýndist mér að væru til fyrirmyndar. Hann hefur lengi verið talinn i hópi þeirra manna sem hvað bestum árangri ná við að setja niður deilur fólks." Annar varðstjóri, sem einnig hefur haft Guðmund undir sinni stjórn hefur skýrt mér svo frá: „Guðmundur Baldursson, lög- regluflokksstjóri, vann undir minni stjórn á miðborgarstöð lögreglunnar frá nóvember 1982 til mars 1984. Guðmundur er reglusamur og stundvis starfs- maður og mjög vel hæfur lög- reglumaður. Hann vann þau mál sem upp komu af samviskusemi og vandvirkni. Samskipti Guðmund- ar við almenna borgara voru til fyrirmyndar, svo og samskipti hans við aðra starfsmenn embætt- isins. Svölu Thorlacius hdl. hefur verið ritað bréf varðandi umsögn um störf lögregluþjónanna Jó- hanns Valbjörns Olafssonar og Sigurgeirs Arnþórssonar en í bréfi lögmannsins dags. 23. þ.m., er tek- ið fram að hann hafi haft samráð við yður um að óska umsagnar minnar um störf hinna þriggja lögreglumanna. Sigurjón Sigurðs- son (sign.)“. Eru því ásakanir og umkvartan- ir Skafta haldlitlar þetta varðandi sem annað er hann hefur látið frá sér fara í máli þessu. Varðandi rangar sakargiftir í minn garð varðandi símhring- ingar er rétt að geta þess, að skömmu eftir að meðferð málsins hófst hafði samband við mig blaðamaður og hafði síðan eftir mér athugasemdir varðandi mál- ið. Þá hringdi margnefndur Skafti til mín og sagðist ekki kunna við að ég talaði við blaðamenn um mál þetta því hann væri blaðamaður og myndi sjá um þann þátt máls- ins. Fleira hliðstætt mætti nefna frá aðilum tengdum Skafta. Fréttaflutningur Morgunblaðið flutti mjög grein- argóða frásögn og rétta af flutn- ingi málsins í Sakadómi Reykja- víkur. Aðeins tvö blöð sendu blaðamenn til að vera viðstadda málflutning í Hæstarétti, þ.e. NT og DV, en við þau blöð starfa sem blaðamenn Skafti Jónsson og Kristín Þorsteinsdóttir, kona hans. Slógu þessi tvö blöð upp sem fréttaefni ýmsum furðulegum gíf- uryrðum úr ræðu hæstv. ríkis- saksóknara, þar sem hann gekk jafnvel lengra í þungum ásökun- um en i fáránlegu ákæruskjali sínu. Fulltrúar þessara tveggja blaða skáru sig nokkuð úr á áheyr- endapöllum Hæstaréttar, þar sem fólk mætir að jafnaði snyrtilega til fara og gætir þess að vera ekki með svefn í augum. Þegar kom að frásögn þessara blaðamanna um ræður okkar verjendanna voru orð okkar rangfærð og snúið upp í andhverfu sína. Við réttarfarslega umfjöllun eins þáttar í skaðabóta- kröfu Skafta var óhjákvæmilegt í málflutningi annað en vísa til sér- fræðilegra læknisfræðilegra leið- beininga í bók um meðferð ung- barna varðandi brjóstamjólkur- gjafir vegna fjarveru þeirra blaða- mannshjóna í 9 klukkustundir, fyrst í kvöldverðarboði frá klukk- an 6 um kvöldið og síðan þaðan i Leikhúskjallarann, þar sem þau hugðust dvelja til að verða þrjú um nóttina. Ofangreind umfjöllun að gefnu tilefni virðist undirrót þeirra fáránlegu upphrópana í DV og NT, að í ræðu minni hafi komið fram andúð gagnvart því að afar og ömmur blaðamanna gættu barna þeirra. 1 þessu sambandi var síðan sagt í DV: „Hvað skyldi nú afa- og ömmufélagið segja.“ Visa ég þessu alfarið til föðurhúsa og fæ ekki með nokkru móti séð í hvaða tilgangi svona skrif eru sett fram, nema ef vera skyldi að starfsfélagar umræddra hjóna við DV og NT séu að reyna að gera málflutninginn tortryggilegan og slá ryki I augu almenns lesanda. Slík hagsmunagæsla er vanmat á hinum almenna lesanda er vitan- lega sér í gegnum slíkt. Þá var því haldið fram af þess- um dágóðu „reporterum" að ég hefði með ofsa ráðist á blaða- mannastéttina í heild. Kom mér og öðrum viðstöddum þetta nokk- uð spánskt fyrir sjónir, þar sem ég hafði gert að umtalsefni menn er höfðu ráðist til blaðamannastarfa er blaðamennskan varð tískufag eftir afrek þeirra Woodwards og Bernsteins við Washington Post 1972 og kennt við Watergate- málið. Var þetta varðandi fram- komu slikra aðila við starfsmenn veitingahúsa m.a. Á námsárum mínum var ég fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu i rúmt ár og kynntist þvi vel blaðamennsku meðal ágætra manna og lífs- kúnstnera. Margir úr blaða- mannastétt eru meðal vina minna. En það furðulega skeði að ágætur formaður Blaðamannafélags Is- lands réðst að mér með offorsi í grein í Alþýðublaðinu og byggði árásir sínar á þessum röngu og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.