Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLA£>!£>, LAUGARÖAGUR ÍO. ÁGÚST 1986 Suður-Afríka: Ekkert lát á átökum í Durban Jóhannesarborg, 9. igúst AP. ÓEIRÐIR brutust aftur út í Durban f Suöur-Afríku í dag og hafa nú tæplega 50 manns látið lífid í borgarhverfum svartra síðustu þrjá daga. Einnig blossuðu upp átök við byggingu þar, sem kennd er við frelsishetju Indverja, Mahatma Gandhi, og er tákn friðsan Útgöngubann gekk í gildi í 11 hverfum blökkumanna og Aust- ur-Höfðafylki í dag, og aðrar hömlur voru settar á ákveðnum svæðum í Jóhannesarborg og nágrenni. Voru það einkum blökkumenn og kynblendingar af indverskum uppruna, sem börðust fyrir fram- an byggingu Gandhis í Durban. Réðust blökkumennirnir, sem voru vopnaðir grjóti og hnífum, að Veður víða um heim Ljftgst Hftftftt Akureyri 10 •kfl* Amstordam 15 22 haiðafc. A|>ena 21 32 haiðafcirt PlfCtlOflB 26 léttskýiað Berlln 13 25 heiðsk. Brösftel 10 20 haiðsk. Chicago 13 29 akýiaó Pubtin 9 18 lóttskýjaó Fftneyjk 26 Uu.L iansK. Frankfurl 10 21 •**!•* Genf 7 25 haiösfc. Hetoinfci 14 24 haíðsk. Hong Kong 27 32 haiðsk. Jftrúftftiftm 17 30 haiðsk. Kaupmannah. 11 19 •kýiaó Ltoaabon 17 29 haióak London 10 19 rigning Los AngiUi 19 28 L.ia.L naiosK. Lúxemborg 24 akýjaó MplBjp 25 haióak. Mallorca 27 lóttskýjaó Miami 26 32 akýjaó Montraal 14 26 heiósk. Moafcva 18 27 haiðsk. Maw Yorfc 21 29 haiðsk. Osió 11 19 sfcýjað Parto 14 24 •kýi^ Pafcing 21 32 haiðak. ft-r r»_ neyKjflviK 14 Mttakýjaó n»o oe jaoairo 14 34 haióskfrt nXm -L nomsoorg 12 30 •kýjað Stokkhóimur 15 19 haiðsk. Sydnoy 9 17 haiðsk. Tókýó 21 34 haiðsk. Vinarborg 12 14 akýjað Þórshófn 13 Mttakýjaó grar mótmælabaráttu. hópi kynblendinga, sem vörðu bygginguna. Átökin hófust með þeim hætti að Indverjarnir gerðu aðsúg að blökkumönnum í borg- arhverfum svartra til að hefna fyrir árásir hinna síðarnefndu á verslanir og íbúðarhús kynblend- inga í Durban. Þó að Indverjarnir hafi átt sök á átökunum er talið að blökkumenn hafi skjótt safnað liði og ráðist á bygginguna. Lögreglan reyndi að skakka leikinn, og var fjöldi manns hand- tekinn. Utanríkisráðherra Suður- Afríku, R.F. Botha, sem nú er í Vestur-Þýskalandi, sagði í dag að fréttir þess efnis að óeirðir hefðu breiðst út til flestra landshluta væru rangar. „Það hefur aðeins komið til átaka á fáum svæðum í suðurhluta landsins, og um leið og friði hefur verið komið þar á verð- ur neyðarástandslögunum aflétt," sagði hann. Spánn: Bjóðast til að framkvæma fóst- ureyðinguna Gi|00, Spáni, 9. ágúsL AP. FJÓRIR læknar hafa boðist til að framkvæma fyrstu löglegu fóstureyð- inguna á Spáni, sem læknar heilsu- gæslustöðvarinnar í Gijon neituðu að taka að sér af siðferðisástæðum, að því er frá er greint f spænskum fjöl- miðlum í dag, föstudag. Læknarnir, tveir kvensjúkdóma- sérfræðingar og tveir svæfingar- læknar, ætla að framkvæma fóstur- eyðinguna í næstu viku á heilsu- gæslustöð f Asturias-héraði, að þvf er fram kemur í spænsku blaði, en í hlut á 22 ára gömul kona, sem á tvö ung börn, er bæði eru haldin ólækn- andi sjúkdómi. Símamynd/AP Hér sjást blökkumenn í Jóhannesarborg Suður-Afríku við útför kynbræðra þeirra sem látið hafa lífið í óeirðum þar undanfarnar vikur. Minningardagur f Nagasaki: Skynsemin réði ferð- inni í kjarnorkumálum NftjmftftLi l...n Q Xftrft'ftftftá A D ^ Nagasaki, Japan, 9. áffúst. AP. UNDIR dimmum rigningarskýjum, sem e.Lv. hefðu megnað að bjarga Nakasaki-borg fyrir 40 árum, gerðu um 24.000 heimamenn og gestir einnar mínútu þögn kl. 11.02 að staðartíma (02.02 að fsl. tíma) f dag, föstudag, til þess að minnast þess augnabliks, er kjarnorkusprengju var varpað á þessa gömlu hafnar- borg. Þagnarstundin var hápunktur dagsins. I ræðum, sem fluttar voru við fjölmargar athafnir, hvöttu stjórnmála- og trúarleið- Navasaki 9. ámíst 1945. togar til þess, að friður yrði hald- inn og skynsemin látin ráða ferð- inni í kjarnorkumálum. B-29-sprengjuflugvélin, sem flutti plútonfumsprengjuna „ístrubelg" 9. ágúst 1945, átti upphaflega að fara til borgarinnar Kokura f norðausturhluta Japans, en vegna afleits skyggnis þar var stefnan tekin á Nagasaki. Þrátt fyrir að sprengjan færi nokkuð af leið vegna þess að ský byrgðu sýn, fórust allt að 70.000 manns f norðurhluta borgarinnar af völdum sprengingarinnar. Þremur dögum fyrr höfðu allt að 140 þúsund manns látið lífið í borginni Hiroshima í fyrstu kjarnorkuárás mannkynssögunn- ar, og tæplega viku seinna kom uppgjöf Japana. Þar með lauk sið- ari heimsstyrjöldinni. í ræðu sem Hitoshi Motoshima, borgarstjóri Nagasaki, flutti og send var leiðtogum allra þjóða, sem aðild eiga að Sameinuðu þjóð- unum, sagði m.a.: „Ég vona heitt og innilega, að Bandarikin og Sov- étríkin sjái til þess, að þetta minn- ingarár marki gleðileg þáttaskil í dirnmri sögu kjarnorkuvopna- kapphlaupsins frá stríðslokum." Spenna milli forsætisráðherra Noregs og Svíþjóðar: Deilt um ráðningar í alþjóðlegar stöður Osló, 9. ágúat Jan Krik Lauré. VANDRÆÐI hafa skapast f nor- rænu samstarfi vegna deilna milli Norðmanna og Svía um það, hver eigi að verða forstöðumaður skrif- stofu menningar- og ráðherranefnd- ar Norðurlandaráðs í Kaupmanna- höfn. Sænska rfkisstjórnin hefur ekki látið af andstöðu sinni við það að fráfarandi framkvæmdastjóri norska Hægriflokksins, Fridtjof Clement, fái starfið. Um langt skeið hafa menn verið sammála um það, að Norðmaður fengi þetta starf, sem sameinar tvær skrifstofur Norðurlandaráðs undir einum hatti, það er ráð- herranefndina, sem haft hefur skrifstofu i Osló, og menningarmálaskrifstofuna, sem hefur verið í Kaupmannahöfn. Norska rfkisstjórnin stendur ein- huga að baki Clement og var hann boðinn fram til starfans i tengsl- um við þing Norðurlandaráðs i Reykjavík f mars síðastliðnum. Síðan þá hafa Norðmenn gengið að því sem vísu að hann fengi stöðuna. Samstarfsráðherrar Norður- landa voru fyrr í þessari viku á fundi í Kaupmannahöfn og ræddu það eitt, hvernig staðið skyldi að ráðningu forstöðumannsins. Enn einu sinni var endanlegri ákvörð- un frestað samkvæmt ósk sænska ráðherrans, Svante Lundquist. I Noregi eru menn síður en svo sáttir við framkomu Svía f þessu máli. „Þetta er vandræðalegt og óskiljanlegt," sagði Jo Benkow, þingflokksformaður Hægriflokks- ins og bætti við: „Við hljótum fljótlega að spyrjast fyrir um það, hvort eitthvað sérstakt búi að baki þessari afstöðu Svía. Norska ríkisstjórnin hefur tekið einróma ákvörðun og Verkamannaflokkur- inn (stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn) hefur ekki reynt að leggja stein i götu Clements. Þess vegna er þetta mér óskiljanlegt," segir Benkow, sem hefur verið virkur f norrænu samstarfi á vettvangi Norðurlandaráðs um langt árabil. I dag lýsti Olof Palme, forsæt- isráðherra Svía, því yfir, að hann hefði ekki haft nein afskipti af umræðum um ráðningu hins nýja forstöðumanns skrifstofunnar f Kaupmannahöfn. Mótmælti hann þar með fréttum í norskum blöð- um um þetta efni. Svante Lund- quist, samstarfsráðherra Svía, neitaði því einnig alfarið að Palme hefði skipt sér af málinu. „Það er engin ástæða til að þæfa þetta mál á þessum forsend- um,“ sagði Palme. Gaf hann þar með til kynna, að hann ætlaði ekki að svara bréfi frá Kaare Willoch, forsætisráðherra Noregs, um málið. Talið er, að ráðning forstöðu- mannsins verði aftur á dagskrá þegar samstarfsráðherrarnir hittast í september. í fyrrihluta september fara fram þingkosn- ingar bæði í Noregi og Svíþjóð. Flóttamannastofnunin En norsk og sænsk stjórnvöld deila ekki aðeins um ráðningu þessa æðsta embættismanns í samstarfi ríkisstjórnanna innan Norðurlandaráðs, annað mikil- Olof Palme vægt embætti á alþjóðavettvangi er bitbein þeirra, það er staða framkvæmdastjóra Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Ráða á í stöðuna á allsherj- arþinginu næsta haust, þegar Daninn Poul Hartling segir henni lausri. Norðmenn hafa boðið Tom Vraalsen, fyrrum sendiherra sinn hjá Sameinuðu þjóðunum, fram til starfans en Svíar gera tillögu um Anders Thunborg, fyrrum varnarmálaráðherra. Vegna þessa máls hefur komið til snarpra orðaskipta milli forsætisráðherra Noregs og Svíþjóðar. Olof Palme, sagði í kosninga- ræðu fyrir skömmu, að Norðmenn hefðu gert tillögu um Vraalsen af því að Kaare Willoch ætti I erfið- leikum með að halda samsteypu- stjórn sinni saman. Vraalsen er nefnilega félagi í Miðflokknum, Kaare Willoch sem á ráðherra í rikisstjórn Will- ochs. Norski forsætisráðherrann svaraði að bragði og mótmælti kröftuglega með þessum orðum: „Það er ótrúlegt að norrænn forsætisráðherra geti látið sér annað eins um munn fara, þegar hann ræðir um ríkisstjórn annars norræns lands. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðherrann hagar sér með óviðeigandi hætti. Nú þarf Palme að hemja sig,“ sagði Kaare Willoch. Fyrra tilvikið, sem Willoch vís- ar til, gerðist á Norðurlandaráðs- fundinum í Reykjavík. í samtöl- um við norska og sænska blaða- menn gaf Palme til kynna að Willoch þyrði ekki að mæla gegn sér í almennu umræðunum. Vegna þessa atviks skiptust for- sætisráðherrarnir á stuttara- legum bréfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.