Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR lð. ÁGÚST 1985 29 Margunblaðið/Júlíus Pólska skólaskipið Pogoría er smíðað árið 1985. Skólaskipið Pogoría í höfn NÝLEGA kom pólskt skólaskip til Reykjavíkur og lá það í höfn við Faxagarð yfir verslunarmanna- hclgina. Um borð i freigátunni sem er 40 metra löng eru 25 stúlkur á aldrinum 17 og 18 ára. Skipið kom frá Gdansk og er á leið til Kanada. Ferðin mun taka um 2 mánuði að sögn forráða- manna skipsins en þegar á leið- arenda er komið taka þarlend ungmenni við freigátunni og sigla henni í kringum Afríku á næsta ári. Pólsku stúlkurnar eru valdar á skipið eftir kúnstarinnar regl- um. Fyrst verða þær að vinna í þágu fatlaðra í heilt ár og siðan fara þær í gegnum íþróttapróf. Þær sem þar standa sig best fá síðan að spreyta sig á skipinu. Flestar stúlknanna hafa aldrei séð sjóinn þegar þær koma á skipið og þegar ferðinni lýkur fara þær aftur í skóla. Héðan hélt skipið til Ný- fundnalands og er gert ráð fyrir að siglingin þangað taki um 2 vikur. Qheillavænleg þróun í bókasafnsmálum: Bókasöfn í fjársvelti og útlánum fækkar — segir í ársskýrslu bókafulltrúa ríkisins í ÁRSSKÝRSLU bókafulltrúa ríkis- ins um starfsemi almenningsbóka- safna í landinu árið 1983 kemur fram að þróunin í þeim málum hér- lendis er óheillavænleg. Bókasöfn eru yfirleitt í fjársvelti, sveitarfélög sinna bókasöfnum sínum engan veg- inn nógu vel og útlánum hefur farið fækkandi. Árið 1982 voru meðalútlán á íbúa í landinu 9,50 bindi en 1983 aðeins 9,17. Mest hefur fækkunin orðið i hreppabókasöfnum en þar hefur útlánum fækkað um tæp- lega helming, úr 4,9 bindum í 2,93. Mikið hefur borið á því að sveit- arfélög veiti bókasöfnum ekki það fé sem þau eiga rétt á samkvæmt fjárlögum. Þannig fengu aðeins 34,9 prósent hreppabókasafna lág- marksframlag og 53,6 prósent svokallaðra miðsafna eða bæjar- bókasafna. Til dæmis vantaði 657.640 upp á lögbundið lágmarks- framlag til Borgarbókasafns Reykjavikur, segir i ársskýrslu bókafulltrúa. Bókakaup safna eru og i miklu minna mæli nú en áður hefur ver- ið. Þannig bættust Borgarbóka- safni Reykjavíkur 2.800 bindi 1983 en árið áður höfðu verið keypt 3.977 bindi og 5.059 árið 1981. Lán- þegum hefur einnig fækkað, úr 92.402 í 80.364. í skýrslunni er fjármagnsskorti aðallega kennt um þennan sam- drátt en þó er bent á að mynd- bandanotkun almennings kunni að valda nokkru og það nýjabrum sem henni fylgi. Þingflokkur Alþýðuflokks: Samþykkti ályktun um uppstokkun skattakerfisins ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokksins hefur samþykkt eftirfarandi ályktun: „Þingflokkur Alþýðuflokksins minnir á að skattaálagning 1985 staðfestir enn, að gildandi skatt- kerfi er ónýtt vegna skattsvika forréttindahópa og gefur enn til- efni til að árétta aðalatriðin í til- lögum Alþýðuflokksins um nýtt skattkerfi, þ.á m.: — afnám tekjuskatts af launa- tekjum. — undanþáguiausan eyðsluskatt, er lagður yrði á innflutning strax í tolli í stað núverandi söluskatts. — tímabundinn, stighækkandi eignaskattsauka á skattsvikinn verðbólgugróða stóreignafyr- irtækja og stóreignamanna. — sérstaka skattlagningu á banka, lánastofnanir og trygg- inga- og verðbréfafyrirtæki. Hagnaður Seðlabankans renni í ríkissjóð. Uppstokkun á skattkerfinu í þessa átt væri besta kjarabót launþega að mati þingflokks Al- þýðuflokksins. Jafnframt skorar þingflokkurinn á fjármálaráð- herra að beita sér fyrir tafarlausri framkvæmd á tillögum Alþýðu- flokksins um aðgerðir gegn skattsvikum, sem samþykktar voru á Alþingi 1984.“ Fyrirlestur um úrbætur í skólamálum THOMAS S. Popkewitz, prófessor við School of Education, Univers- ity of Wisconsin, Madison, heldur opinberan fyrirlestur í Kennara- háskóla Islands við Stakkahlíð, stofu 301, þriðjudaginn 13. ágúst næstkomandi kl. 16.00. Thomas Popkewitz hefur tekið þátt í rannsóknum á menntamál- um og umfjöllun um þau vfða um lönd. Hann hefur skrifað mikið um rannsóknir og breytingar á menntakerfinu. Hann stjórnar nú samanburðarrannsókn á skóla- kerfum í 5 löndum. Fyrirlesturinn í Kennarahá- skóla íslands nefnist „Umbætur í menntamálum, siðareglur, hug- myndafræði eða orðin tóm?“ Hann verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur. (Frétutilkynníng) MorKunblaðið/Bemhard Pálmi Jónsson, alþingismaður og formaður stjóraar RARIK, á tali við Guð- mund Bachmann í dæhihúsinu við Deildartunguhver. Sigrún Jónsdóttir, listakona, við verk sitt „Snorri Sturluson". Sýning Sigrúnar Jóns- dóttur í Kirkjumunum Stjórn RARIK á ferð um V esturlandskjördæmi SÝNING á verkura Sigrúnar Jóns- dóttur listakonu var opnuð ekki alls fyrir löngu i Galleríinu „Kirkjumun- ir“ við Kirkjustræti í Reykjavfk. Á sýningunni eru ýmis verk eft- ir listakonuna, bæði gömul og ný af ýmsum gerðum, þó flest þeirra séu batikverk. Sum verkanna eru til sölu auk þess sem aðrir munir eru þar á boðstólum. Sigrún rekur einnig galleríið „Det Islándska Konstgalleri" i höfuðborg Svíþjóð- ar, Stokkhólmi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust hjá Sigríði Bjarkan, starfsmanni Kirkjumuna, er enn óákveðið hversu lengi sýningin mun standa, en hún er opin alla daga frá klukkan 9 fh. STJÓRN og framkvæmdastjórn RÁRIK voru á ferð um Vestur- landskjördæmi 1. og 2. ágúst. Farið var á Snæfellsnes og um Dali fyrri daginn, en Borgar- fjarðarhéraö seinni daginn. Komið var við hjá flestum stærri viðskiptavinum RÁRIK og einn- ig voru dreifistöðvar og tengi- virki skoðuð. í Reykholtsdal komu þeir m.a. að Deildartunguhver og skoðuðu hver og dælustöð HAB. Á Kleppjárnsreykjum skoðuðu þeir gróðurhús og fræddust um mikilvægi lýs- ingar að vetri til. Fullur sölu- skattur er á rafmagni til lýs- ingar og þess má auk þess geta . að núna er lýst á heimilistaxta og ekki er hagkvæmt að kaupa næturrafmagn því ef það er keypt er ekki hægt að kaupa svokallaðan marktaxta. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar er stór raforku- kaupandi og kaupir fyrir 3,8 milljónir króna á þessu ári. Úr Deildartunguhver er dælt 120 lítrum af 96 gráðu heitu vatni þegar það fer af stað og 80 gráðu heitt þegar það kemur út á Akranes. Um 93% allra húsa á svæðinu eru kynt með vatni frá hvernum. Ætla má að hverinn sé 40—45 MW eftir því hver nýting er á vatninu. Mikill halli er á HAB og eru óhagstæð dollaralán og háir Björk, Mýv»tnssveit, 8. ájfúst. NU stendur yfir lagning hitaveitu hér í sveitinni. Það er verktaka- fyrirtækið Snið hf. sem annast þær framkvæmdir. Lagt er með- fram þjóðveginum frá Vogum, þar sem hitaveita var komin áður, að Geiteyjarströnd, Kálfaströnd, Garði, Grænavatni, Skútustöðum og Álftagerði. Ennfremur frá Reykjahlíð í Grímsstaði. Alls vextir helztu orsakirnar. Ef innlent fjármagn hefði verið notað við mannvirkjagerðina stæði reksturinn undir sér. Til álita hefur komið að breyta dollaralánum yfir í svissneska franka, en það hefur þó ekki verið talið hagstætt að svo stöddu. Hjá HAB vinna 12 manns og á sumrin starfa þar að auki um 5 menn. Hitaveitustjóri er IngÓlfur HrÓlíSSOn. - Bernhard verða það milli 30 og 40 hús sem tengd verða hitaveitunni. Áform- að er að á næstu dögum verði tek- in í notkun varmaskiptistöð fyrir hitaveituna. Verður þá ferskt vatn úr austari Selslindum hitað upp með gufu úr holu í Bjarnarflagi, en varmaskiptirinn er staðsettur við Bjarnarflag. Kristján Hitaveita í Mývatnssveit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.