Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 176. tbl. 72. árg.__________________________________LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Thatcher, forsætisráðherra Bretlands: Boðar sókn gegn eitursmyglurum London, 9. ágúst AP. MARGARET THATCHER, forsætisráðherra Bretlands, hét því í dag að stórauka baráttuna gegn eiturlyfjaneyslu í landinu og varaði eiturlyfjasmygl- ara við og sagði þeim að halda sig fjarri Bretlandsströndum. „Við munum gera þeim lífið óbærilegt og ekki sýna þeim neina miskunn,“ sagði hún. Thatcher, forsætisráðherra, kynnti sér í dag vinnubrögð og starfsaðstöðu tollvarðanna á Heathrow-flugvelli í London og sagði hún við það tækifæri, að í nýjum lögum, sem lögð yrðu fyrir þingið í haust, væri kveðið á um lífstíðarfangelsi fyrir þá, sem smygluðu eiturlyfjum til Bret- lands. Breska stjórnin hefur ákveðið að stórauka fjárveitingar til þeirra, sem hafa með höndum baráttuna gegn eiturlyfjunum, beita jafnvel hernum í því skyni, og Thatcher varaði glæpamennina við og sagði þeim hollast að halda sig fjarri Bretlandi. „Við erum á eftir ykkur og mun- um ekki láta af leitinni... Við munum gera ykkur lífið óbæri- legt,“ sagði hún. Njósnamálið í Bandarfkjunum: Arthur Walker AP/Símamynd fundinn sekur Óeirðir halda áfram í Durban Norfolk, Virginíu, Bunduríkjunum, 9. úgúoL AP. ARTHUR J. Walker, sem sakaður var um njósnir ásamt ýmsum úr fjölskyldu sinni, var í dag fundinn sckur um að hafa komið í hendur Sovétmanna ákaflega leynilegum og mikilvægum upplýsingum. Refs- ingin sjálf verður ákveðin síðar. J. Calvitt Clarke, dómari, kvað upp sektardóminn aðeins tíu mín- útum eftir að lögfræðingarnir höfðu lokið máli sínu en í málum sem þessu er kviðdómur ekki kall- aður til. Sagði hann sekt sakborn- ingsins fullsannaða og að sú við- bára verjendanna væri út i hött, að Walker hefði ekki áttað sig á því, að hann væri að bregðast þjóð sinni. Hann hefði hvorki verið blekktur né tældur til njósnanna, heldur sjálfviljugur haft samstarf við bróður sinn, John Walker, sem talinn er forsprakki njósnahrings- ins. Arthur J. Walker á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi og 40.000 doll- ara sekt. Skjölin, sem Walker kom áleiðis R.F. BOTHA, utanríkisráóherra Suóur-Afríku (t.v.), sést hér ræða við aðstoðarsiðameistara austur- ríska utanríkisráðuneytisins í Vín í gær, en daginn áður átti hann þar fund með háttsettum bandarískum embættismönnum um ástandið f Suður-Afríku. Botha hélt síðan til Vestur-Þýskalands til viðræðna við embættismenn. óeirðir héldu áfram í Durban í Suður-Afríku í gær, og hafa um 50 manns látið lífið síðustu þrjá daga. Sjá frétt um Suður-Afríku á bls. 20. Arthur J. Walker til Sovétmanna, eru um viðbúnað bandariska flotans og er nú óhjákvæmilegt að endurskipu- leggja hann að miklu leyti. Sprengingin f Frankfurt: Tvenn samtök báru ábyrgð á moröunum Frmnkfart, Ventur-I>ýskalandi. 9. ágúst AP. VINSTRISINNAÐIR hryðjuverkamenn í Frakklandi og Vestur-I»ýska- landi lýstu í dag, fóstudag, yfir sameiginlegri ábyrgð á sprengingunni, sem varð í gær við bandaríska herstöð skammt frá borginni Frankfurt í Vestur-Þýskalandi. Tveir létust í sprengingunni, maður og kona, og er nú 13 manna leitað vegna morðanna. í þriggja siðna bréfi til I aðgerðum", vinstrisinnuðum tveggja fréttastofa og eins dag- samtökum franskra hryðju- blaðs í Frankfurt frá „Beinum I verkamanna, og Rauðu herdeild- Vaxandi samskipti Græn- lendinga og Sovétmanna Ræða nú aukna samvinnu í fiskveiðimálum (■rrnlandi, 9. á{Ú8t. Frá Nila Jörgen Bruun, fréUariUra Mbl. SAMSKIPTl Grænlendinga og Sovétmanna virðast nú fara mjög vaxandi og eru stjórnmálamenn og frammámenn í verkalýðsfélögum og öðrum samtökum nú ýmist í Sovétríkjunum eða á fonim þangað. Lars Emil Johansen, sem fer með sjávarútvegsmál i græn- lensku landstjórninni, er nú staddur í Sovétríkjunum i boði Kamentsevs, sjávarútvegsmála- ráðherra Sovétríkjanna, og segir í grænlenska útvarpinu, að það sé erindið að ræða samstarf þjóðanna í fiskveiðimálum. Grænlensk embættismanna- nefnd var fyrr á árinu í Sovét- ríkjunum til að kynna sér fisk- veiðar og fiskvinnslu þar í landi. Jonathan Motzfeldt, formanni landsstjórnarinnar, hefur einnig verið boðið til Sovétríkjanna og hefur hann þekkst boðið ef af því getur orðið í haust. Það eru ekki aðeins stjórn- málamennirnir, sem vilja fara í austurveg, því nú er í Sovét- ríkjunum nefnd manna frá grænlenska alþýðusambandinu í boði sovésku verkalýðsfélag- anna. Með í förinni eru fulltrúar félagsráðgjafa á Grænlandi og blaðamenn. Hyggst nefndin kynna sér skipulagninguna á sovéskum vinnustöðum og einnig vill hún fá að bjóða fulltrúum frænda sinna, eskimóa í Sovét- ríkjunum, til menningarstefnu í Aasivik í Grænlandi á næsta ári. Hefur áður verið reynt að bjóða sovéskum eskimóum til slíkra funda en annaðhvort hafa þeir aldrei fengið bréfin eða ekki ver- ið leyft að fara úr landi. inni vestur-þýsku segjast þau bera ábyrgð á sprengingunni og morðunum. Er þetta í fyrsta sinn, sem vitað er með vissu, að þessir hryðjuverkahópar hafi haft samstarf með sér þótt á því hafi fyrr leikið grunur. Hafa þessi samtök einkum komið fyrir sprengjum við mannvirki og herstöðvar Atlantshafsbanda- lagsins og Bandaríkjamanna og valdið dauða fjölda manna. Þau, sem létust í sprenging- unni í gær, voru bandariskur hermaður og eiginkona annars hermanns í Rhein-Main-herstöð- inni. Rúmlega 20 aðrir slösuðust og eru fjórir menn enn á sjúkra- húsi. 1 gær birti vestur-þýska lögreglan nöfn 12 manná, sem leitað er vegna hryðjuverksins, og i dag var lýst eftir rúmlega þrítugri, dökkhærðri konu, sem seint í síðasta mánuði skildi eft- ir Volkswagen-bílinn, sem sprengjunni hafði verið komið fyrir í. Skoraði lögreglan á al- menning að hjálpa til við að hafa uppi á morðingjunum og var bent á, að sprengjunni hefði ver- ið komið fyrir rétt við barna- leikvöll og fjölsóttar verslanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.