Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985 ÖD Minning: Anna Guðbrands- dóttir frá Loftsölum Þann 5. mars 1985 lést í Sara- sota, Florída, Anna Guðbrands- dóttir Kroger. Hún fæddist 28. janúar 1915 á Loftsölum í Mýrdal, og var dóttir hjónanna Elínar Björnsdóttur og Guðbrands Þorsteinssonar sem bjuggu á Loftsölum frá 1902 til 1946 er Elín lést. Guðbrandur bjó þá áfram með börnum sínum þar til hann lést 1951. Anna var fjór- tánda barn þeirra hjóna en tólf dætur og þrír synir komust til fullorðinsára. Margt fólk var því heima á Loftsölum þessi ár. Eldri börnin að vísu farin að tínast að heiman, og sumt af þeim fór annað í fóstur, eins og þá gerðist, en fósturbörn komu líka á heimilið í lengri og skemmri tíma, svo hópurinn var stór sem hún ólst upp með. Á þeim árum var mikið að gera á Loftsölum að hirða skepnurnar, því þar var þá rekinn góður bú- skapur. Bóndinn var líka formað- ur á áraskipi sem gert var út frá Dyrhólahöfn. Og svo var það vit- inn á Dyrhólaey. Guðbrandur hafði tekið að sér að gæta hans og þess vegna þurfti að vera maður frá Loftsölum í vitanum. Hann gerði sér grein fyrir að það gat orðið sæfarendum dýrt er treystu á ljósið, ef það brást, enda var vit- anum sýnd sérstök alúð, og óneit- anlega kom þá umhirða skepn- anna á aðra. Allt þetta varð til þess að syst- urnar vöndust á útiverkin með bræðrum sínum. Anna var þar engin undantekning, hún hjálpaði til að flytja fisk úr sandi og verka hann þegar staðið var í róðrum. Að siga í Dyrhólaey til að ná í egg var hún óhrædd við. Karlarnir beinlínis sóttust eftir að hafa hana með sér í eyjuna, hún var miklu léttari en þeir, það munaði heilmiklu þegar fáir voru á brún- inni. Stundum fóru þau bara tvö í slíka leiðangra, hún og Þorsteinn bróðir hennar. Þannig liðu uppvaxtarárin við hið erfiða starf, fyrir alla vélvæð- ingu, þegar mannslíkaminn mátti puða, oft á tíðum það sem hann þoldi. En í glöðum hóp æskufólks voru stundirnar fljótar að líða. Það mátti líka margt gera sér til gam- ans, og ekki var stress hraðans né auravonin til að trufla hugann. Anna var einn vetur í gagnfræða- skóla í Vík, sem var þó betra en ekki, en Önnu langaði til að skóla- gangan hefði getað orðið lengri. Hún varð þó fljótlega mjög vel heima í mörgu, las mikið og mynd- aði sér sjálf skoðanir á því sem á dagskrá var hverju sinni, og gat rætt málin við hvern sem var. Auðvitað kom að því að Anna á Loftsölum fór að heiman til að vinna sér inn aura. Fyrst í kaupa- vinnu og vist, og þá var ekki að sökum að spyrja, þá urðu pen- ingarnir nauðsynlegir. Árið 1946 liggur leið hennar til Ameríku, þar kynntist hún mynd- arlegum Þjóðverja. Hann hét Chester Kroger. Þessum manni bast hún tryggðarböndum sem entust meðan bæði lifðu. Þau eign- uðust einn son, Chester Guðbrand, hann býr vestur í Flórída og er giftur Veru Patriciu McMillan. Chester eldri hafði flust vestur um haf áður en seinni heimsstyrj- öldin skall á, en hann hafði fylgst vel með öllum málum heima í sínu ættlandi og ræddi þau óhikað og lét sínar skoðanir í Ijós. Anna varð honum mjög sammála, gerði skoðanir hans að sínum. Atvinna þeirra var að reka hótel um margra ára skeið í Atlantic City hluta úr árinu, en hinn hlut- ann í Flórida. Þetta var erfiður atvinnurekstur en gaf dálítið í aðra hönd og á einhverju varð að lifa. Þannig liðu árin eitt af öðru. Þau urðu tuttugu og eitt þar til Anna kom aftur til íslands, það var árið 1967. Þá komu þau öll þriú, Anna og feðgarnir, og dvöldu á íslandi um mánaðarskeið. Næst komu Anna og Chester Guðbrandur árið 1982 en Chester eldri lést árið 1979. Og síðast kom Anna ein sumar- ið 1984 og dvaldi hér á landi hluta úr sumrinu. Þá fékk hún slæmt kvef, og í ljós kom sjúkdómur sá er svo ágengur reynist við þau systkinin. Sá sem þessar línur ritar kynnt- ist Önnu fyrst er hún kom hingað heim sumarið 1982, þá komin á efri ár, hafði búið í Ameríku í ára- tugi, en talaði samt íslensku með hreinni blæ og skýrar en sumir þeir sem aldrei höfðu á annað land en ísland stigið. Hún notaði meira af gömlu ís- lensku orðunum en fólk sem nú er að alast upp kann, en hún eins og gleymdi stundum hvar hún var stödd, og enskan var þá komin út yfir varirnar án þess hún vissi. Hún hafði ákaflega sterk áhrif á mig, því olli hið tæra íslenska orðaval sem hafði geymst svo vel öll þessi ár, hispursleysi i allri franikomu ásamt einlægninni, ákveðnar skoðanir, skörp greind og kunnátta á svo mörgu. Það er víst að árin sem hún var úti í Ameríku hugsaði hún oft heim til æskustöðvanna og hún minntist þess að þótt blítt hafi verið á vorin heima á Loftsölum, lamdi sjórinn stundum bergið i vondum veðrum. Ég læt hér fylgja brot af hennar hugleiðingum þar um, hún segir: Ég hef séð þig bröttu björgin lemja ég hef heyrt í djúpum þínum emja ég hef hræðst og elskað undra völdin ég hef sofnað við þín ljóð á kvöldin Og eins og Jónas Hallgrímsson bað vindana löngu fyrr, að bera kveðju heim, sá Anna sveitina sína baðaða í sunnanblæ. Og ég leyfi mér að birta hér annað sýn- ishorn sem segir til um hvar hug- ur hennar var, Anna segir svo í lengra kvæði: Mýrdalssveit, ég sé í anda sunnanblæinn kyssa þig þú hefur fóstrað feður mína þú hefur fóstrað mig Mýrdalssveit ég elska þig. Þegar Anna átti þess kost að koma til Islands núna síðustu ár- in, ferðaðist hún dálítið um landið, og naut þess, að ég held í ríkum mæli. Það kom samferðafólki hennar svo sannarlega á óvart, er hún tók allt í einu upp á því í einni slíkri ferð að þylja utanbókar kvæðið Gunnarshólma. En kannski er það ein skýringin á því hvað hún hélt málinu hreinu, að hún hafi upphátt farið með kvæði og vísur íslensku skáldanna, alla- vega hafði hún engan íslending að tala við, langtímum saman, og gat því ekki haldið sér við á því. Og sjálfsagt hefur hún lesið mikið ís- lenskar bækur. Nú hefur hún gengið sina götu til enda, léttum hljóðlátum skref- um, án þess að ónáða þá sem á vegi hennar urðu. Engum gerði hún ónæði en mörgum rétti hún hönd. Við hjónin minnumst margra jólakvölda er kveðjan hennar var lesin. Allra þessara stunda er Ijúft að minnast, þær allt of fáu sem leiðirnar lágu sam- an eru ógleymanlegar, þær mynda sjóð minninga um manngerð sem guð hefur vel gert. Frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal fer fram athöfn í dag, jarðneskar leifar Önnu frá Loftsölum verða moldsettar þar í kirkjugarðin. Við Hrafnhildur vottum syni hennar og tengdadóttur samúð okkar. Grétar Haraldsson Sigmar J. Bene- diktsson — Kveðjuorð Fæddur 3. september 1948 Dáinn 4. ágúst 1985 Ekki óraði okkur fyrir því þegar við kvöddum þau hjónin Simma og Ellu að kvöldi miðvikudagsins 24. júlí, að það væri i síðasta skipti sem við sæjum okkar góða vin Simma, eins og hann var ávallt kallaður. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er, enda urðum við harmi slegin þegar við fréttum ellefu dögum seinna að Simmi væri dáinn. Þau hjónin höfðu skroppið suð- ur í nokkra daga með börnin sín tvö og heimsóttu okkur nokkrum sinnum, hress og kát eins og þau alltaf voru. Sérstaklega var Simmi ánægður með nýja bílinn sinn sem hann sýndi okkur kvöldið áður en þau fóru norður. Hann var eins og lítill ánægður drengur þegar við fórum saman í síðasta bíltúrinn. Þegar við sögðum þeim að við værum að fara til útlanda í fyrsta skipti óskaði Simmi þess að hann væri að fara líka og sagði: Ella mín, nú förum við heim og spörum og förum út á næsta ári. Hið sviplega slys sviptir hann þeirri ánægju þar sem hann er nú farinn í enn lengra ferðalag. En ég veit að hann verður svo lifandi í hugum okkar að hann mun fylgja okkur hvert okkar fótmál í ferð- inni. Vegna þess hve stutt er síðan Simmi var hjá okkur verða þessar síðustu samverustundir með hon- um ennþá dýrmætari og gleymast seint. Þar sem við verðum á erlendri grund þegar Simmi verður kvadd- ur í hinsta sinn langar okkur að þakka honum hér fyrir allar þær góðu og ánægjulegu samveru- stundir sem við áttum saman i gegnum árin, þær hefðu mátt vera svo miklu, miklu fleiri. Elsku Ella, við biðjum Guð að styrkja þig og börnin þín, Guð- rúnu og Ömar, í ykkar miklu sorg. Einnig biðjum við hann að styrkja fólkið á Miklabæ, þar sem Simmi var alinn upp og ávallt kenndur við. Við sjáum öll á eftir góðum dreng og tryggum vin. Guð blessi ykkur öll. Páll og Alma Veigar Þráins- son — Minning Fæddur 6. maí 1981 Þaö vex eitt blóm fyrir vestan, og vornóttin mild og góð kemur á ljósum klæðum og kveður því vögguljóð. (Steinn Steinarr) Hann Veigar fæddist á vorgró- andanum, þegar fyrstu blómin voru að springa út á túninu á Kletti og þau breiddu út krónuna og brostu við vöggunni hans. Þannig hófst æviskeið þess unga sveins sem við erum nú að kveðja. Það er með blómin eins og okkur mennina. Þeim eru fyrirhugaðir mismargir lífdagar. Venjulega frá vori til hausts en sum fæðast las- burða og lifa ekki vorið, önnur verða fyrir áföllum og fölna og deyja þótt miðsumar sé. Fljótlega eftir fæðinguna kom í ljós að hjartað starfaði ekki eðlilega, sem orsakaði að hann Veigar þurfti að vera undir eftirliti læknis að minnsta kosti fyrstu árin, en allir vonuðu þó að úr rættist með að- stoð læknavísindanna. Þessi fjög- ur ár hafa verið mikil lífsreynsla fyrir hann og foreldra hans. Það er þungbært fyrir óþroskað barn að þurfa að vera á sífelldum ferðum á milli lækna og sjúkra- stofnana. Það skapar ótta og and- lega vanlíðan. Slíkt gerir einnig miklar kröfur til foreldranna. Hann Veigar átti skilningsgóða foreldra sem umvöfðu hann ástúð og hlýju og lögðu sig fram til að gera honum veikindin svo léttbær sem frekast var unnt. Vandasam- asti þátturinn féll í hlut móður- innar sem stóð á verðinum nótt sem dag. Hún átti mikið til að gefa og umhyggjunni fyrir syninum voru engin takmörk sett. Við slík- ar aðstæður skapast sterkt sam- band milli foreldra og barns, sam- band sem torvelt er að rjúfa í einni svipan. Þrátt fyrir að alltaf hafi ríkt óvissa um framtíðina, þá var von- in óvissunni yfirsterkari, því dauðinn er ætíð óvelkominn gest- ur og snertingin við hann orsakar geðhrif sem kalla fram spurningar hvað snertir orsakir og tilgang þess sem gerst hefur, spurningar sem engin svör fást við. Þetta á ekki sist við um þá sem ekki hafa hlotið þroska til að skilja hvað raunverulega hefur gerst. Veigar og Vilberg, eldri bróðirinn, voru mjög samrýndir, aðeins tvö ár á milli þeirra. Fyrir hann er fráfall bróðurins bitur og torskilin lífs- reynsla. Þá vaknar sú spurning hvort æskilegt sé að til séu rökfræðileg svör við öllu sem okkur kann að henda á lífsleiðinni. Nánari ihug- un leiðir í ljós að slikt væri ekki æskilegt og sem betur fer eru ýmsir þættir sem snerta líf okkar sem ekki lúta mannlegri forsjá. Einn af þeim þáttum er dauðinn. Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni þótt ljósin slokkni og blikni blóm. Er ei bjartara land fyrir stefni? (E. Ben.) Hann Veigar var aðlaðandi barn, sviphreinn og glaðvær. Frá dökkum og djúpum augum stafaði einlægni og hlýja. Við vorum of langt hvor frá öðrum til við gæt- um kynnst til hlítar. Hann var hlédrægur við fyrstu sýn og ef- laust hafa veikindin átt sinn þátt i því að hann var varfærinn í um- gengni við ókunnuga, en stóð vörð um foreldra sína ef þau voru nær- stödd. Þar átti hann vísa örugga vernd. Veigar bar nafn móður- ömmu sinnar, Sólveigar, sem var látin fyrir nokkru þegar hann fæddist. Á þessari stundu situr sorg og tregi í fyrirrúmi, en við verðum að trúa því að þegar frá líður verði sú lífsreynsla sem fékkst með þess- um litla dreng gott veganesti inn í framtíðina. Og það er svo margt til að lifa fyrir. Synirnir tveir sem eftir lifa hraustir og efnilegir, sá eldri 6 ára og hann Páll á fyrsta ári, fæddur 1. janúar, sannkölluð nýársgjöf. Og verkefnin í sveitinni eru óþrjótandi fyrir dugmikla og sam- stillta fjölskyldu. Sporin hans Veigars litla á hans stutta æviskeiði eiga eflaust sinn þátt í að móta þá framtíð sem framundan er. Við sem næst ykk- ur stöndum munum fylgjast með ykkar högum, því það er sjálfsögð og eðlileg hvöt hvers rétthugsandi manns að deila gleði og sorg með sínum nánustu. Megi Guð og góðir vættir stuðla að heill og hamingju ykkar í fram- tíðinni. HJ. Ekki urðu æviár þessa litla vin- ar mörg og auðveld voru þau ekki heldur. Það var vor og gróandi í sveitinni þegar hann fæddist 6. maí 1981. Foreldrar hans, Málfríð- ur Vilbergsdóttir og Þráinn Hjálmarsson á Kletti í Geiradal, fögnuðu fæðingu hans hjartan- lega. En því miður blandaðist fljótt kvíði í þann fögnuð. I ljós kom við rannsókn lækna að litli fallegi drengurinn þeirra var fæddur með hjartagalla. Það voru þó taldar sterkar líkur á því að bæta mætti þetta mein með skurð- aðgerð, og fór hún fram erlendis strax á fyrsta aldursári Veigars. Virtist þessi vandasama aðgerð hafa heppnazt vel, en Veigar litli varð þó að vera undir stöðugu eft- irliti íslenzkra hjartasérfræðinga. Drengurinn óx og dafnaði og vonir vöknuðu um varanlegan bata, en einmitt þá kom í ljós að þörf var meiri aðgerða og bættist nú við hjartagangráður. Þannig gerðu sérfróðir læknar allt sem í mann- legu valdi stóð til að bæta heilsu og lengja líf þessa litla vinar. En svo kom kallið öllum að óvörum 30. júlí þegar Veigar litli var að leik í hlaðvarpanum við heimili sitt á Kletti í Geiradal. Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika lífsins hafði Veigar sérlega létta lund og svo hlýtt bros að andlit hans ljómaði eins og sól í heiði og það þurfti ekki mikið til að gleðja hann og kæta. En kannski varð þó brosið bliðast og hlýjast, þegar hann eignaðist fyrsta hjólið sitt réttum sólarhring áður en hann kvaddi þennan heim. Við sem stóðum næst þessum glaða og Ijúfa dreng munum ávallt minnast þeirra fögru brosgeisla sem stöf- uðu frá honum. Einnig getum við lært af hetjulegri baráttu hans í erfiðum veikindum. Hann dó eins og hetja með skóna á fótunum við leik og starf barnsins. Ég bið góðan Guð að leiða Veig- ar litla á nýjum leiðum og styrkja og blessa fjölskyldu hans í sorg- inni. Það er foreldrum hans líkn í þraut að þau eiga tvo efnilega drengi að lifa fyrir og hlúa að. Að endingu vil ég færa læknum og hjúkrunarfólki á hjartadeild Landspítalans innilegar þakkir fyrir þá umhyggju og hlýju sem þau ætíð sýndu Veigari litla. Útför Veigars verður gerð í dag, laugardaginn 10. ágúst, frá Garpsdalskirkju kl. 14.00. V.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.