Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLADID, LAUQAftljlAGUR 10. Á.GÚST,19g5 M. Norður-írland: Útlagi skýtur upp kollinum í líkfylgd Londonderry, 9. igáaL AP. BANDARÍKJAMAÐURINN Martin Galvin, stuðningsmaður írska lýðveld- ishersins (IRA), birtist í dag í líkfylgd á götu í Londonderry og bar líkkistu skæruliða IRA um hundrað metra. Breska ríkisstjórnin hefur bannað Galvin landvist á Norður-írlandi. Galvin birtist skyndilega úr mannþrönginni og tók undir lík- kistuna við hlið Martins Mc- Guinnes, embættismanns úr hin- um löglega stjórnmálavæng IRA, Sinn Fein. Verið var að fylgja Charles English, skæruliða úr IRA, til grafar, en hann lést í sprengingu á þriðjudag. Lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári Galvins sem hvarf jafn snögglega og hann birtist. Galvin er félagi í samtökum írsk- ættaðra Bandaríkjamanna (NORAID) sem bresk stjórnvöld halda fram að veiti IRA fjár- hagsstuðning til vopnakaupa, en talsmenn samtakanna segja að sjóðir þeirra séu aðeins notaðir i mannúðarskyni. Til átaka kom í Belfast og Lond- onderry í dag. Katólsk ungmenni rændu strætisvögnum og kveiktu elda til að minnast þess að bresk stjórnvöld ákváðu 9. ágúst 1971 að handtaka mætti grunaða skæru- liða fyrirvaralaust. Ákvæði þetta var lagt af 1976, en stuðnings- menn IRA efna enn til óeirða á þessum degi. Pólska skipið sem sökk á Norðursjó: Sökk vegna ofhleðslu Varsjá, 9Agúst AP. 0 PÓLSKA siglingamálastofnunni, úrskurðaði í dag að pólska flutninga- skipið sem fórst í Norðursjó í febrúar sl., hafi verið með of mikinn farm og björgunarútbúnaði hafi verið mjög ábótavanL Skipið hafi þess vegna sokkið í óveðri, með 24 menn innanborðs. Einnig sagði í úrskurðinum að skipverjarnir hefðu ekki gefið upp stöðu skipsins þegar það var að sökkva og hefðu ekki notfært sér neyðarblys til að auðvelda björgun. Opinbera fréttastofan í Pól- landi skýrði frá því í dag að skip- ið hefði tekið of mikinn farm, en í lestum skipsins var stál frá Noregi. Einnig hefði stálinu ekki verið komið fyrir á réttan hátt og hefði það tvennt valdið sjó- slysinu. Skipinu, sem var á leið til Afr- íku með farminn, hvolfdi í stormi sem geisaði á Norðursjó og sökk á mjög skömmum tíma. Mannbjörg í Innsbruck Mikil flóð í Austurríki hafa rifíð með sér hús og brýr. Tíu íbúar þessa húss í Innsbruck björguðust naumlega þegar flæddi yfír húsið. Danskir sjómenn reið- sfldarkvóta ír vegna Listi v-þýskra eiturvína iengist Vin /riiíuuAlHnrf Q iP N J Vin/DttæeMorf, 9. ígúsL AP. EITUREFNIÐ diethylenglykol fannst í dag og gær í 9 vestur- þýskum víntegundum og hefur efnið þá fundist í 25 vestur-þýskum vín- tegundum alls. Talið er að vestur-þýskir vín- framleiðendur hafi ekki blandað eitrinu í vín sitt sjálfir, heldur hafi eitrið komist í vínið er þeir ætluðu að „bragðbæta" það með austurrísku víni. Yfirvöld í Bonn, sem hafa sett 350 austurriskar vintegundir á bannlista, bönnuðu í gær, fimmtu- dag, innflutning á austurrískum þrúgusafa eftir að diethylenglykol GENGI GJALDMIÐLA: London, 9. ágú.st. AP. Bandaríkjadollari var stöðug- ur í dag og viðskipti venju frem- ur róleg. í London kostaði dollarinn síðdegis í dag 1,3552 sterl- ingspund (1,3660). í London var gengi annarra gjaldmiðla á þá leið að fyrir dollarann fengust: 2,8375 vestur-þýsk mörk (2,8360), 2,3480 svissneskir frankar (2,3450), 8,6725 (8,6600), 3,1905 (3,1900), 1.899,50 (1.899,00), 1,3590 kanadískir dollarar (1.3520), 238,55 jen. fannst í þremur tegundum drykkj- arins. Dómsmálaráðherra Austurrík- is, Harald Ofner, sagði í dag að vínhneykslið væri það versta sem nokkru sinni hefði komið fyrir efnahagslif Austurríkis. Hann sagði einnig að hinir seku yrðu kærðir fyrir svik og jafnvel fyrir að stofna heilsu almennings i hættu og þeir ættu í vændum allt að 10 ára fangelsisdóm. Kaupmannahofn, 9. ágúst AP. DANSKA stjórnin herti í dag vióur- lög og eftirlit meó fiskveiðum, eftir að skipverjar á báti einum meinuðu lögreglu og eftirlitsmönnum að rannsaka afla bátsins, til að ekki kæmist upp um ólöglegan feng af sfld. Skipverjarnir földu sfldina inn- an um annan úrgangsfisk, sem átti að fara í gúanó. Sjávarútvegsmálaráðuneyti Danmerkur sagði að enn harðari viðurlög yrðu sett við veiðibrotum af þessu tagi, ef sjómenn i Strandby á Jótlandi, létu ekki af aðgerðum sínum. Sjómennirnir stóðu í veg fyrir eftirlitsmönnum á bryggjunni þar, vopnaðir stjök- um og hótuðu að sökkva bátum eftirlitsmanna. í öðrum stórum höfnum við Norðursjó, mótmæltu sjómenn síldarkvótanum og sums staðar komu svo margir bátar saman inn í höfn, að ógerningur reyndist að skoða afla þeirra allra. Eru sjómennirnir reiðir vegna kvótans sem Evrópubandalagið setti á síldveiðar þegar síldin var sem óðast að hverfa af miðunum, en kvótinn er enn í gildi. Segja sjómennirnir að nú sé nóg af sild á miðunum og vilja að hlutfall síld- arinnar af heildarafla úrgangs- fisks verði hækkað úr 10%, eins og Páfi hylltur í Tógó Pya, Tóffó, 9. ágúf*. AP. JÓHANNES Páll páfi II var hylltur af fagnandi mannfjölda í Tógó á öðr- um degi Afríkuferóar sinnar. Hann skoraði á kristna íbúa landsins að lifa í sátt og samlyndi við samlanda sína, en sjötíu prósent landsmanna eru anda- og sálnatrúar. Páfi kom til norðurhluta Tógó til að ræða við forseta landsins, Gnassingbe Eyadema, og vigja ell- efu presta. í viðræðum við Eyadema lagði páfi áherslu á vilja sinn til að koma á jafnvægi milli kristinnar trúar og andatrúar hinna ýmsu ættbálka. Í ræðu sem Jóhannes Páll páfi II hélt síðar i dag svaraði hann gagnrýni á páfagarð um að kirkj- an væri vestrænni nýlendustefnu til fulltingis með þvi að hlutverk kirkjunnar væri að boða guð- spjallið og hjálpa til að tryggja frelsi einstaklingsins. franskir frankar hollensk gyllini ítalskar lírur ERLENT Atvinnuleysi blasir við sel- veiðimönnum á Baffinslandi — vegna hins víðtæka banns á innflutningi selskinna FRÁ því að bann var sett á sölu selskinna víða um heim eftir mót- mælaherferð gegn kópadrápi á Nýfundnalandi fyrir nokkrum ár- um hefur lífsbarátta inúíta, eins og eskimóar í Kanada kalla sjálfa sig, harðnað. Selaveiðar eru hluti menning- ar inúíta á Baffinslandi og Cumberland-sund er ákjósanlegt til veiða á spendý um hafsins. Á nítjándu öld höfðu hval- veiðiskip frá Skotlandi og Nan- tucket vetursetu í skjólgóðum fjörðum Baffinslands og rekja sumir íbúa Pagnirtung, þorps rétt undan norðurheimskauts- baug, ættir sínar til þeirra. Inúítar héldu hval- og sela- veiðum sér til lífsviðurværis áfram eftir að aðrir hættu þeim við eyjuna snemma á tuttugustu öld. Öflugir rifflar leystu skutul- inn af hólmi, snjósleðar tóku við af hundasleðum og vélbátar við af kajökum. Tveir af hverjum þremur sel- veiðimönnum á Baffinslandi eru Inúítabörn fyrir uun heimili sitt í þorpinu Pangnirtung á Baffinslandi. Fyrir aftan þau hanga selskinn til þerris. nú atvinnulausir eftir að sel- skinnamarkaðurinn brást. Flest- ir þeirra eru á atvinnuleysisbót- um. Eskimóar halda fram að verð á selskinnum sé það lágt að ekki svari kostnaði að gera út á sel. Eyjarskeggjar neyta kjötsins, en tekjur eru engar af veiðunum. Lítil sala selskinna hefur leitt til ýmissa vandamála í Pangn- irtung. Áfengi hefur verið bann- að í þorpinu, en þorpsbúar virð- ast ekki eiga í neinum vandræð- um með að verða sér úti um þennan forboðna vökva jafn- framt því sem eiturlyfjaneysla færist í aukana. Einnig er sífellt meira um það að eiginmenn berji konur sínar. Að sögn líffræðinga er sela- stofninn við Baffinsland ekki i hættu. En mikið hefur dregið úr selveiðum og fer selum því fjölg- andi við eynna og kvarta eski- móamir undan því að selirnir borði upp fiskinn sem þeir veiða sér til lífsviðurværis. Reynt hefur verið að finna nýjar tekjuöflunarleiðir fyrir eyjarskeggja. í Pangnirtung hef- ur verið sett á laggirnar stofa sem vinnur muni og föt úr sel- skinni og reynt hefur verið að efla ferðamannaiðnað á eyjunni. Eyjarskeggjar vona einnig að Japanir kaupi af þeim selskinn, sem unnið yrði eins og leður. Þýtt og stytt úr nNew York Times“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.