Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 47
MORGUN’ÖLAÐIÖ, LAUGARDÁGUfc ÍÖ.'ÁÓWST «85 47 • Magnús Ólafsson Hafþór Guðmundsson: Árangur þrotlausra æfinga „KRAKKARNIR hafa staðið sig frábærlega á mótinu til þessa,“ sagði Hafþór Guömundsson, þjálfari íslenska liðsins í Búlg- aríu. „Árangurinn af þrotlausum æf- ingum er aö skila sér i þessu móti. Viö reiknuöum meö aö þau myndu bæta islandsmetin en ekki svona mikiö eins og raun ber vitni. Þau hafa öll æft mjög mikiö og lagt mikiö á sig. Ég vil koma því aö, aö þaö er mikið vandamál meö sund- laugarnar á Islandi og þá sérstak- lega í Reykjavik, sem sést best á því aö allir krakkarnir sem keppa á mótinu hér eru öll utan af landi. Aöstaöan þarf aö vera betri i Reykjavík þar sem fjöldinn er, en engu aö síöur er árangurinn góöur og er ekki annaö hægt en aö vera stoltur af krökkunum. Sundiö er í mikilli sókn og eiga islendingar aö geta átt sundfólk á heimsmæli- kvarða. Eövarö sýndi þaö svo sannarlega í 200 metra flugsund- inu á fimmtudag aö mikiö býr í krökkunum. Arangur hans jafn- gildir 20. besta árangri sem náöst hefur í heiminum, frábær árangur,“ sagöi Hafþór. Aóspuröur um hvort viö fengjum fleiri íslandsmet, sagöi hann: „Ég er mjög bjartsýnn á aö Eövarð setji nýtt met í 100 metra bak- sundinu á morgun (í dag). Aöbún- aöur hér er frábær hvaö sundaö- stööuna varöar, hóteliö er sæmi- legt. Þeir byggöu þrjár nýjar sund- laugar fyrir þessa keppni og eru þær hreint frábærar, jafnvel betri en á Ólympíuleikunum í Los Angel- es. Viö keppum í útisundlaug og æfum í innisundlaug sem er ná- kvæmlega eins. Veöriö hefur veriö sæmilegt, 10 stiga hiti og skýjaö, „íslenskt veður“.“ Forsala FORSALA aðgöngumiða á Evrópukeppnina f frjálsum íþróttum verður í Laugardal frá kl. 11 í dag, en keppnin sjálf hefst kl. 14. Evrópumótið í sundi: Frábær árangur Eðvarðs — Magnús stórbætti 13 ára gamalt met SUNDMAÐURINN efnilegi, Eð- varö Þór Eðvarösson, úr Njarövík, setti stórglæsilegt íslandsmet f 200 metra baksundi á fimmtudag, eins og við sögöum frá f gser, hann tvíbætti metið sama daginn. Þetta er jafnframt besti árangur sem náðst hefur á Norðurlöndum í ár, það var enginn annar Vest- ur-Evrópubúi sem náöi svo góö- um tíma á mótinu í þessari grein. Eövarö setti fyrst Islandsmet í riölakeppninni er hann synti á 2:06,20 min. Eldra metiö átti hann sjálfur sem var 2:10,38 mín. sett í júlí. f úrslitakeppninni, en þar keppti Eövarö í B-riðli og varö fyrstur af átta keppendum, og setti þá þetta glæsilega íslandsmet á 2:05,77 mín. eins og áöur segir. Eövarö náði sjöunda besta tíman- um í þessari grein, en þar sem hann var í B-riðli varö hann úr- skuröaöur í níunda sæti af 25 keppendum. Eövarö er úr Njarövík og hefur veriö einn okkar bestu sundmanna á undanförnum árum. Eðvarð keppir í dag í 100 metra baksundi og má búast viö aö hann setji ís- landsmet þar eins og fyrri daginn. Magnús Þór Ólafsson náði einn- ig mjög góöum árangri í 100 metra skriösundinu er hann synti á nýju • Eðvarð Þór Eðvarösson, Njarðvfk, sotti þrjú íslandsmet á Evrópumót- inu í sundi á fimmtudaginn. Hann tvíbætti metiö f 200 m bakaundi. og glæsilegu Islandsmeti, 52,80 sek. Hann bætti þarna 13 ára gamalt met Finns Garöarssonar sem hann setti á Ólympíuleikunum í Múnchen 1972 um tæpar þrjár sekundur. Þaö er ótrúleg bæting á svona stuttri vegalengd. Ragn- heiður Runólfsdóttir keppti einnig á fimmtudag í 100 m baksundi, synti á 1:10,81 mín. og var rótt við íslandsmetið sem hún á sjálf. i gær kepptu þau Ragnar Ólafs- son, Bryndís Ólafsdóttir og Ragn- heiöur Runólfsdóttir. Ragnar synti 400 metra skriðsund á 4:13,96 mín. Bryndís systir hans synti 100 metra flugsund á 1:08,03 mín. og Ragnheiöur synti 100 metra bringusund á 1:16,75 mín. Þó ekki hafi verið sett íslands- met í gær voru þau öll stutt frá Islandsmetinu. i dag, laugardag, keppa þau Eö- varö Þór, Ragnheiöur og Ragnar. Eövarö keppir í 100 metra bak- sundi, Ragnheiöur í 200 metra fjór- sundi og Ragnar Ólafsson í 1500 metra skriösundi. Sjö íslandsmet hafa veriö sett á mótinu til þessa og er óhætt aö segja aö sundfólk okkar hafi staö- iö sig vel og sé í mikilli framför. Keppninni á Evrópumeistara- mótinu í sundi lýkur á morgun, sunnudag. Ingrid Kristiansen: Er í mjög góðri æfingu „ÉG er í mjðg góðri æfingu og vonast eftir að óg hlaupi vel á þessu móti,“ sagði Ingrid Kristi- ansen, hlaupakonan snjalla frá Noregi, þegar hún kom til lands- ins í gær. Þegar hún var spurö að þvf hvort hún byggist viö þvi aö slá vallarmet Gretu Veitz löndu sinnar, svaraöi hún: „Timi hennar ætti aö vpra vel viöráöanlegur og ef mér tekst vel upp þá á ég frekar von á því aö slá metiö hennar frá þvf 1982.“ KA vann Völsung EINN leikur var í 2. deild í knattspyrnu í gærkvöldi. KA vann Völsung á Akureyri, 1:0 og skor- aði Bjarni Jónsson sigurmarkiö þegar rétt um 4 mínútur voru til leiksloka. Aö sögn tíöindamanns okkar var Bjarni rangstæöur þegar hann fékk boltann en dómarinn sá ekk- ert athugavert viö markiö og sigur- inn var i höfn. Mikiö rigndi á meöan á leiknum stóö og nú er völlurinn á Akureyri eins og kartöflugaröur. Viö segjum nánar frá leiknum í blaöinu á þriöjudaginn. Ákveðinn í að sigra — sagði Patrick Sjöberg „ÉG FINN örlítið til í fætinum og er þar að leiðandi nokkuö smeyk- ur en óg er ákveðinn í því aö sigra í hástökkinu. Ég veit að Belgar eru með einn sterkan hástökkv- ara og þaö kemur ekkert annað til mála en vinna hann,“ sagði Patrick Sjöberg Sjöberg virtist eitthvaö ööruvísi en hann á aö sér aö vera en hann gaf þó lítiö út á þaö og sagöist vera staöráöinn í því aö sigra í mótinu. „Ef þaö veröur vindur og kalt þá háir þaö okkur öllum i há- stökkinu," • Patrick Sjöberg Hver fær spjótið? Sá áhorfandi sem getur rátt upp á þvi hversu langt Einar Vil- hjálmsson kastar spjótinu á Laugardalsvelli í dag, fær spjót að gjöf frá Einari. Þeir sem leggja leið sina á Laug- ardalsvöllinn ættu því aö skrifa á miöa þá lengd sem þeir telja aö Einar kasti á mótinu og sá sem kemst næst réttri tölu mun fá spjót aö gjöf frá Einari. Dag Wennlund: Ætla að sigra Einar „ÉG ÆTLA að vinna Einar Vil- hjálmsson á hans heimavelli á morgun,“ sagði Dag Wennlund, spjótkastari frá Svíþjóð, er hann kom til landsins í gær. Wennlund keppti fimm sinnum viö Einar á mótum í Svíþjóö fyrr í sumar og tapaöi alltaf og „mér finnst kominn tími til aö breyta því og er ákveöinn í aö vinna hann nú á heimavelli," sagöi hann. „Ég veit aö Einar er sterkur og góöur íþróttamaöur og óg hef aö- eins unniö hann einu sinni en nú verður breyting á því,“ sagöi Wennlund í gær. • Ingrid Kristiansen Aðalfundur ADALFUNDUR Handknattleiks- deildar Víkings verður haldinn f félagsheimili félagsins, Hæðar- garði, mánudaginn 19. ágúst. Venjuleg aðalfundarstörf. Þróttur Kaplakrikavelli Laugardaginn 10. ágúst kl. 14.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.